Tíminn - 24.03.1974, Síða 22

Tíminn - 24.03.1974, Síða 22
22 TÍMINN Sunnudagur 24. marz 1974. þylur hann upp setningu úr dag- bla&i. sem hann er með i höndun- um: — Brevtingar á rikisstjórninni yfirvofandi. Svo bybur hann góöan daginn og glettist við ömmu sina. En fað- irinn tekur orðiö: — Já. andskotinn mun vofa yfir þér. ef þú ferð ekki á fætur á morgnana. Þannig gengur leikritið áfram. Þórhallur lpiðbeinir og nemend- urnir læra: þetta er skóli sam- taka áhugafólks um leiklistar- nám. Ég fæ Ellen Þórisdóttur og Sigurð Sigurjónsson til að ræða við mig stundarkorn. 2. bekkur: ..Leikhúsgesíir verða aðaldómararnir” Þótt skólinn sé að nafninu til viðurkenndur af hinu opinbera — kominn inn i kerfiö — sé á fjár- lögum —segir Ellen. þá erum við enn að berjast fyrir tilverurétti okkar. baráttan er sú sama frá upphafi. þótt nokkuð miði nú á rétta braut. — Við megum ekki láta hér við sitja, segir Sigurður, næsti liður i baráttunni er að fá þvi framgengt, að skólinn haldi áfram að fá styrki. Við verðum að setja markið hátt. komast hærra og hærra. þangað til við náum rétt- indum á borð við aðrar mennta- stofnanir. Að sögn þeirra er takmarkiö, að skólinn verði heildagsskóli og nemendur skólans verði viður- kenndir með próf úr leiklistar- skóla. — En i tillögu að reglugerð samtakanna segir: Við álitum próf i leiklistarskólum tilgangs- laus. Uvernig verður þá prófum háttað? — Þessi mál hafa ekki verið rædd að neinu ráði,enn sem komið er, segir Ellen, en eflaust verður ekki um bein próf aö ræða. Senni- lega fáum við samt einhver gögn um framrr.istöðu okkar, en það er ekki stefnan að eyða dýrmætum tima i stanzlaus próf. Og Ellen heldur áfram: — Raunar eru próf i hverjum tima — og það fólk, sem siðar meir sækir leikhús og sér okkur á sviðinu, það eru aðaldómararnir. — Vera má, að prófað verði i einstökum greinum, segir Sigurð- ur, en þessi mál eru enn á um- ræðustigi. Það hefur komið til tals að setja eitt tungumál inn i stundaskrána, og kannski verður „vanjulegt” próf látið þar gilda. Eins og komið hefur fram i fjöl- miðlum, hefur verið veitt af fjár- lögum ein og hálf milljón ti! leik- listarkennslu. Umsækjendur um þessa upphæð voru tveir: Leik- listarskóli SÁL og hinn fyrirhug- aði skóli leikhúsanna. Fjárveit- ingarnefnd veitti báðum þessum skólum fyrrgreinda upphæð með þvi fororði,að henni yrði skipt eft- ir þvi starfi, sem hvor aðili um sig legði fram. — Miðað við nemendafjölda og kennslustundafjölda ættum við að fá 2/3 af þessari upphæð, segir Ellen. Siðastliðið haust fékk skólinn hundrað þúsund króna styrk frá menntamálaráðherra úr sjóði, sem hann hefur til úthlutunar. Kennslugreinar i öðrum bekk eru: leiktúlkun, leikritunarsaga, hópaflfræði, raddþjálfun, tónlist og leikfimi. Þess skal getið, að leiktúlkun er mjög mikil i öðrum bekk eða 12 timar á viku. Þórhall- ur Sigurðsson kennir 8 tima og Sigmundur Orn Arngrimsson 4 tima. 011 kennsla fer fram i Tóna- bæ. f leikritunarsögu, sem Þorgeir Þorgeirsson hefur umsjón með, er heimildasöfnun um leiklistar- sögu tslands og fléttað inn i söfn- unina völdum köflum úr gömlum leikritum. Hugmyndin er að gera úr þessu útvarpsdagskrá eða fara með verkið i skóla. Fyrirhugað er, að leiklistar- skóli SÁL verði 4 ára skóli,og það ér hugmyndin, að siðasta árið verði nemendaleikhús ásamt tæknikennslu. — Stefnið þið kannski aö stofn- un nýs leikhúss að námi loknu? — Þessari spurningu er erfitt að svara, segir Sigurður, en auð- vita er það draumur okkar. Það leikhús væri ekki endilega bundið Reykjavikursvæðinu. Dreifbýlið hefur þvi miður setiö of mikið á hakanum, þó er leiklistarstarf- semi út á landi viða með ágætum -&- „Fantasia fyrir ijósmyndarann” vilja nemendur SÁL-skóians kalla þessa mynd. og mikið og gott starf hefur verið þar unnið. — Það er m.a. ein af mörgum hugmyndum okkar að teygja leiklistina inn á fleiri svið, segir Ellen, reyna að nálgast leikhús- gesti meira en gert hefur verið. Og ef þriðja leikhúsið ris upp, þá komum við til með að hafa upp á eitthvað annað að bjóða en er i hinum leikhúsunum. Það á ekki að kollvarpa neinu, heldur breyta til og koma nýju blóði i leiklistar- lif fslands. SÁL-nemendur hafa áhuga á að heimsækja leikhúsin næsta vetur. Þá langar að kynna sér leikhús borgarinnar, fylgjast með æfing- um og starfi leikhúsanna. — Við viljum hafa góða sam- vinnu við leikhúsin, segir Ellen. t SÁL-skólanum er haldinn hálfsmánaðarlega allsherjar- fundur, sem er æðsta stjórn skól- ans. Á allsherjarfundi eiga sæti allir nemendur og allir kennarar og hver og einn hefur eitt atkvæði til ráðstöfunar. — Yfirleitt eru málin rædd það lengi, að flestir komast að sömu niðurstöðu, segir Sigurður. Ég man ekki eftir neinu máli, sem vannst með naumum meirihluta. — Ég geri mér grein fyrir þvi, að atkvæði mitt er mikilvægt, segir Ellen. Ég get ekki kastað þvi frá mér, þvi þá bregzt ég hópnum. Mitt atkvæði varðar minnst sjálfa mig, hópurinn i heild skiptir meginmáli: það eru þessir 35 skólastjórar, sem sitja á fundinum með mér. Eina embættið i skólanum er gjaldkeri, en hann er i 2. bekk. þó vonast skólinn til þess, að geta haft mann á launum til þess að vera „andlit skólans út á við,” eins og Ellen orðaði það. — Mér varð það fyrst fullkom lega Ijóst, þegar ég hafði stundað nám i þessum skóla um nokkurt skeið, segir Ellen, aö ég var að læra fyrir sjálfa mig eingöngu. 1. bekkur: „Samhuga í verki” Fyrsti bekkur SÁL-skólans er kvöld- og helgarskóli i vetur, eins og i fyrra. öll kennsla fer fram að Frikirkjuvegi 11, nema leikfimin er i iþróttahúsi Jóns Þorsteins- sonar við Lindargötu. Nemendur i fyrsta bekk eru 13 og kennslu- stundir 16-20 á viku. Námsgreinarnar eru: leikrit- unarsaga, raddþjálfun, hópáfl- fræði, lestur á leikritum og fram- sögn, leikfimi, tónfræði og heim- ildasöfnun. Heimildasöfnunin er i umsjón Þorgeirs Þorgeirssonar og efnið, sem nemendurnir kryfja, er: Börn. Hver nemandi tekur fyrir ákveðinn málaflokk og siðan er hugmyndin að sjóða saman úr upplýsingunum leikrit. Ég fékk tvær stöllur úr fyrsta bekk til að ræða lftillega við mig og þær heita Lisa Pálsdóttir og Guðlaug M. Bjarnadóttir. Sagði Guðlaug, að hennar verk- efni i heimildarsöfnuninni væri launamál barna,og það væri m jög erfitt að gera þvi efni viðhlitandi skil, þvi vinnudagar barna væru svo mismunandi langir og mörg börn vissu ekki hve mikið þau hefðu i laun á mánuði. Mörg börn vinna þannig vinnu, að þau fá mismunandi mikið á hverjum degi og þvi erfitt að reikna út heildarlaun fyrir hvern mánuð. Verkefni Lisu er barnaheimili, og heimsækir hún heimilin og ræðir við fóstrurnar og börnin. Seinna ætlar Lisa að rannsaka barnabækur og má búast við, að það verkefni sé bæði erfitt og við- kvæmt. Allir nemendur fyrsta bekkjar vinna með skólanum i vetur. — Sumir segja, að allir vinni með skólanum nema húsmæðurn- ar, segir Guðlaug, en að sjálf- sögðu er það rangt. Þegar fyrsti bekkur tók til starfa i haust,hófu 30nám, en eft- ir fyrsta mánuðinn hafði talan lækkað um rúman helming. Og hver er ástæðan? — Margir gera sér ekki grein fyrir, að skólinn gerir miklar kröfur, segir Lisa, það er mikil vinna, sem hver einstakur verður að taka á sinar herðar og i flest- um tilfellum mjög timafrek vinna. Þegar þeim verður þessi staðreynd ljós, er oft ekki um annan kost að velja en aö leggja árar i bát. — Fyrsti mánuðurinn er alltaf að nokkru prófstéinn á áhuga við- komandi, segir Guðlaug, og þeir, sem uppi standa að þeim tima liðnum, er fólk, er hefur virkilegan áhuga. Ég vil þó taka það fram, að sumii; sem hætta, hafa mikinn áhuga, en þá eru það aðstæðurnar, sem hefta frekara nám. — Við verðum að umgangast allan hópinn eins og eina mann- eskju, segir Lisa, þe'gar hitt málið erútrætt. Galla i fari einstaklinga innan hópsins verðum við að um- bera, það eru óskráð lög. Hópur- inn er alltaf að vinna sem ein heild og árangur fæst ekki nema við séum samhuga i verki. — Kennarnir eru mjög áhuga- samir, segir Guðlaug, og þeir vinna sitt starf af áhuga og án til- lits til launa. Það verður að ját ast, að laun þeirra gefa oftast ranga mynd af þeirra vinnu. — Skólinn er á margan hátt lifsskóli, segir Lisa, þvi skólinn byggir öðru fremur á mannlegum tengslum,og við höfum lært mikið um samskipti manna: vitneskju sem var okkur áður óþekkt. Þær stöllur búast til brottfarar, en segja þó að lokum: — Það er allt i lagi að geta þess, að kvenfólk er i miklum meirihluta i skólanum,og skólinn er til orðinn að miklu leyti vegna kvenframtaks — þótt strákarnir eigi stóran þátt i þvi lika. Hér með sláum við botninn i þessar samræður, þótt ýmislegt fleira hefði verið hægt að ræða. Hugmyndabrunnur SÁL-nem- enda er nokkuð djúpur, og þvi miður er ekki hægt að gera hon- um tæmandi skil, en vonandi gefst okkur tækifæri til þess að ræða aftur við SÁL-nemendur — þótt siðar verði. Ég vænti þess, að lesendur séu nú nokkru fróðari um starfsemi SÁL-skólan^ og hann á það virki- lega skilið, að eftir honum sé tek- ið. —Gsal Þetta er kórinn i Antigónu eftir Sófókles. „Fisklæsir I brugðið net” syngja krakkarnir og á myndinni eru þau að syngja u-ið i brugðið.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.