Tíminn - 29.06.1974, Blaðsíða 8

Tíminn - 29.06.1974, Blaðsíða 8
8 TÍMINN Laugardagur 29. jiini 1974, LARA Lárusdóttir er ein þeirra mörgu kjósenda i Reykjavik, sem hafa skipt um skoðun i þjóð- málum, eftir þriggja ára valdasetu rikisstjórnar Ólafs Jóhannessonar. Hér fyrr á tímum greiddi hún Sjálfstæðis- flokknum atkvæði sitt, en ætlar i kosningunum á sunnudaginniað styðja Framsóknarflokkinn VI6 Tlmamenn litum inn á heimili hennar fyrir stuttu og byrjuBum á þvl að spyrja hana, hvers vegna viðhorf hennar heföu breytzt. — Allt I kringum mig tala verk mlverandi stjórnar, segir Lára. Stjórnin hefur unnið þjóöinni geysilega mikiö gagn á kjörtima- bilinu, og nú er gullöld miðað við ,,viðreisnar”-árin. Það leynir sér ekki, að þjóðin býr nú við betri llfsafkomu heldur en hún hefur áður búið við. Fyrst þjóðin var svo lánssöm að fá þessa menn við stjórn- völdin, má hún fyrir enga muni sleppa af þeim takinu. Breytingin I þjóðfélaginu er mjög mikil. Við þurfum ekki aö fara mjög langt aftur I tlmann til að finna dæmi um flótta frá Islandi, vegna atvinnuleysis. Nú ber hins vegar svo við, að atvinna er mikil, og það getum við þakkaö núverandi stjórn, sem hugsar um hag allra lands- manna, en ekki ejnhverra ákveöinna stétta. Þá hefur á valdatlma rlkis- stjórnar Olafs Jóhannessonar tekizt að snúa við flóttanum úr dreifbýlinu, og flestir staðir út á landi eru I mikilli uppbyggingu, — þar sem áður rikti eymd og framtaksleysi. — Þú hefur sérstaka trú á Framsóknarmönnum til að halda áfram að vera leiðandi afl I þjóð- málum. —- Já, það er rétt. Mér finnst eðlilega erfitt að gera upp á milli þessara ágætismanna, en þó vil ég nefna, að ég tel Ólaf Jóhannes- son forsætisráðherra mestan stjórnvitring, sem þjóðin á nú. Hánn er einlægur og heilbrigður I hugsun. Þá get ég ekki látið hjá liöa að nefna Einar Ágústsson, sem hefur haldið mjög vel á þeim málum, sem honum hafa verið falin, og gert þaö á öfgalausan hátt. Það er maður, sem þjóðin má treysta. — Svo þú ert bjartsýn á kosn- ingadaginn? — Já, ég trúi ekki öðru, en að þjóðin gefi þessum mönnum tækifæri til aö halda áfram þeirri uppbyggingu, sem þeir hafa byrjað á. Sonur Láru, Valdimar Einars- son að nafni, var staddur aö heimili móöur sinnar þennan dag, Lára Lárusdóttir sem við Tlmamenn litum þar inn. Valdimar er deildarstjóri hjá Kaupfélagi Þingeyinga á Húsa- vlk, og þvl þótti okkur tilhlýðilegt að ræða stundarkorn við hann — Er þér eins farið og móður þinni, að eftir þriggja ára valda- setu ríkisstjórnar ólafs Jóhannessonar hafa stjórnmála- viöhorf þln breytzt? — Já, ég verð að játa, að ég greiddi Sjálfstæðisflokknum at- kvæöi mitt I mörg ár. Hins vegar hef ég ákveðið aö greiða Fram- sóknarflokknum atkvæði mitt á sunnudaginn, vegna þess að ég tel Framsóknarflokkinn hafa unnið giftusamlega á kjörtlmabilinu. — Hverjar eru helztu breytingarnar á Húsavík I tlð rlkisstjórnar ólafs Jóhannes- sonar? — Það hefur raunar allt breytzt meira og minna. Atvinnumálin hafa tekið algjörum stakka- skiptum, og það vantar alltaf vinnuafl. Mikið af fólki hefur flutzt til Húsavikur á slðustu r Valdimar Einarsson árum, og til marks um upp- byggingu Húsavikur má nefna, að um 30 ibúðarhús voru þar I byggingu á sl.l. ári. Þá hefur bátaflotinn aukizt og Húsvlkingar eru bjartsýnir þessa dagana 'og ánægðir með gerðir rikisstjórnarinnar Mikil gróska er I öllu bæjarfélaginu, og t.d. eru félagsmálin á hraðri uppleið. — A Húsavik er eina frystihúsiö á landinu, sem hefur borgað sjó- mönnum bónus, og það sýnir, að það er hægt að reka frystihús núna, ef vel er haldiöá málunum. Að lokum sagði Valdimar: — Ég vil nota þetta tækifæri til að hvetja alþa landsmenn til að standa vörð um þau lífsgæði, sem þjóðin býr við nú, með þvl að stuðla að glæstum- sigri Fram- sóknarflokksins I kosningunum á sunnudag. Það getur ekki fariö framhjá neinum, þær ánægjulegu breytingar, sem orðið hafa á landinu I stjórnartlö rlkisstjórnar Ólafs Jóhannessonar, geta ekki farið framhjá neinum. —Gsal— Sigurður Gizurarson: Hverjum varð einurðarfátt um landhelgismálin? Nú eru slðustu kornin aö .saldrast úrtlmaglasi þvi, sem fyllt var með þingrofinu á vor- dögum. Alþingiskosningar standa fyrir dyrum. Og ekki verður annað sagt en, að fjöl- miölar flokkanna leggi sig alla fram um að telja alþýðu manna trú um, hvaö sé satt I hverju þjóðmáli og um hvað eigi að kjósa á sunnudaginn kemur. Ég er I hópi þeirra, sem ekki vilja láta segja sér um, hvaö eigi að kjósa. Að minni ætlan eru þaö verk rikisstjórnarinn- ar, sem eiga að ráða úrslitum um, hvernig atkvæði mitt á aö falla. Dag eftir dag lesum við Morgunblaöið um ógæfu og meiri ógæfu mitt I góðærinu og hagsældinni. Þetta heföi það blaö kallað móðuharöindabar- lóm fyrir tlu árum. En um kjör fólks og efnalegt gengi þjóðarinnar i dag þurfum viö ekki aö fletta gömlum Morg- unblööum. Aftur á móti til glöggvunar um, hvað Sjálfstæðisflokkur- inn hefði gert I ýmsum mál- um, ef hann hefði setiö I rlkis- stjórn áfram eftir kosningar 1971, kann aö vera afar fróð- legt og gagnlegt að skoða yfir- lýsingar forkólfa þess flokks vorið 1971. Þess vegna lagöi ég leiö mlna upp á Landsbóka- safn og fékk þar lánuð nokkur gömul Morgunblöð. Og eftir stutta lesningu var ég ekki frá þvl, að vinstri flokkarnir ættu að ljósprenta þessi blöð og dreifa Ihús fyrir kosningarnar nú. 1 greinum slnum nú fyrir kosningarfjallaþau umJóhann Hafstein aðallega um ógæfu og meiri ógæfu og svo drott- insdóm. Þau orð eru ekki til að taka of hátiölega, en hinn 2. aprll sagði sami maður, sem þá var forsætisráðherra, um landhelgismálið: , ,St jórnarandstæðingar vilja I sinni tillögu lýsa yfir nú þegar, að við munum færa út landhelgina i 50 sjómllur 1. september 1972. Við viljum á þessu stigi málsins ekki binda okkur við þessi mörk, þau kynnu að geta orðið vlðtækari, eins og ég hefi áður vikið að. 1 ööru lagi er að ófyrirsynju að taka að þessu leyti ákvörðun nú. Viö erum að hefja viðræð- ur við aðrar þjóðir samkvæmt okkar eigin tillögu á þingi Sameinuöu þjóðanna um það, hvaö rétt sé og eðlilegt I slík- um efnum og alveg sérstak- lega meö hliðsjón af afstöðu strandrlkis eins og Islands, sem hefur slna sérstöðu: út- hafseyja, er hvllir á stöpli, landgrunninu, sem er mjög skýrt afmarkað, áður en út- hafið eða úthafsdýpið tekur við. Að vísu þurfum við að mæla og rannsaka landgrunn- ið nánar, en þaö getum viö hæglega gert á skömmum tíma. 1 þvi sem ég hefi sagt, felst ekki, að ekki kynni að vera ráölegt að færa út land- helgina, áður en hafréttarráð- stefnan 1973 kemur saman, en það yrði þá siöari tlma á- kvörðun, byggð á frekari at- hugun málsins af okkar hálfu og jafnframt á meiri kunnug- leika á afstöðu annarra þjóða, — en við Islendingar erum ekki einir I heiminum. Ég tel þaö einfaldlega siðaðra manna hátt og gætinna aö hafna ekki möguleikum til þess að kyna sér afstöðu ann- Jóhann Hafstein. — Ariö 1971 var hann mótfallinn útfærslu landhelginnar I 50 milur. Þá vildi hann ekki ganga lengra en að athuga máliö. Nú þykist hann vilja 200 mllna land- helgi! arra þjóða og undirbúa sinar eigin rannsóknir og athuganir I svo veigamiklu máli vand- lega.” Grein Jóhanns Hafsteins er heilslðugrein og vlsa ég öllum, sem I raun og veru vilja kynna sér málin, áður en þeir kjósa á sunnudaginn kemur, að lesa hana alla. En eins og I tilvitn- uðum orðum kemur fram, haföi Viðreisnarstjórnin auk þess að láta útlendingum ein- um eftir veiðar I djúpmiðum meö þvl að láta togaraflotann grotna niður, gersamJega vanrækt að undirbúa á nokk- urn hátt frekari útfærslu land- helginnar. Engar rannsóknir eða athuganir höfðu farið fram frá 1961 til 1971. Ekkert hafði veriö gert. Og þess vegna m.a. leggur Jóhann Hafstein 2. april 1971 svo mikla áherzlu á, að athuga þurfi málið: Athuga hvað aðr- ar þjóðir hafi um útfærslu að segja o.s.frv. En aðalástæðan fyrir aðgerðaleysinu og neitun Jóhann að ákveða útfærslu var sú, að þessir menn, að- standendur Viðreisnarstjórn- arinnar, töldu sig vera bundna af landhelgissamningunum frá 1961 og treystu sér þvi ekki til að færa út. Þess vegna á- skildu þeir sér rétt til að færa út, þegar þeim sýndist, og llk- lega ekki fyrir hafréttarráð- stefnu Sameinuöu þjóðanna, er þeir töldu hef jast 1973. Framsóknarflokkurinn tók hins vegar afdráttarlausa af- stöðu I málinu og i samræmi viö þá stefnu var landhelgin færð út 1. sept. 1972. Enga landhelgi væri enn búiö aö færa út, ef Viðreisnarflokk- arnir færu enn með völd. Þeir töldu sig bundna af landhelg- issamningum 1961, sem þeir sjálfir höfðu staðið að. Flokk- ar vinstri stjórnarinnar höfðu ekki slíka byrði á sinum herð- um. Gunnar Thoroddsen for- maður þingflokks Sjálfstæðis- flokksins hefur hvað eftir ann- aö lýst þvi yfir, að við séum „lögfræðilega” bundnir af Haagdóminum. Nú fyrir stuttu sagði hann þó, að sú spurning, hvort okkur verði gert skylt að minnka land- helgina úr 50 sjómilum niður i 12, sé úrelt orðin. Kunnugt hefur þó verið gert, að Haag- dómstóllinn ætlar að kveða upp dóm I því efni um miðjan næsta mánuð. Kannski verður Gunnar um miðjan næsta mánuð oröinn dómsmálaráð- herra eöa jafnvel eitthvað meira. Það verður þá ákaf- lega fróðlegt að fylgjast með, ef rætist, hvernig Gunnar og Geir fara að þvi að framfylgja Haagdóminum — um leið og þeir framkvæma stóru orðin um 200 sjómilur. Rök Sjálfstæðisflokksin I landhelgismálinu er vissulega táknræn. Hann hælist um 200 sjómílur, en talsmenn hans telja okkur bundna af dómi, sem kann að dæma okkur 12 sjómílur eftir hálfan mánuð. Það er ábyrgðarhluti að kjósa sllka menn til landsstjórnar. Minnumst þess á sunnudaginn kemur.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.