Tíminn - 29.06.1974, Blaðsíða 2

Tíminn - 29.06.1974, Blaðsíða 2
2 TÍMINN Laugardagur 29. júni 1974. Laugardagur 29. júni 1974 - f Vatnsberinn: (20. jan.-18. febr.) Þú skalt ekki taka fjármálalegar ráöleggingar hátfðlega i dag, og það sem meira er: Þú skalt ekki halda, að þú fáir eitthvað fyrir ekki neitt. Kvöldið gæti orðið ágætt ef þú leystir hnút I tilfinningamálunum. Fiskarnir: (19. febr-20. marz) Staðreyndir, sem alls ekki eru þér hagstæðar, gætu breytt áformum þinum varðandi þennan dag, sérstaklega i sambandi við ferðalög. Einkum skaltu reyna að koma þér undan hvers konar misskilningi eða klögumálum I dag. Hrúturinn. (21. marz- april) Þú ættir að hafa hægt um þig i dag, einfaldlega af þvi að þú hefur gott af að slaka á og hvila þig Annað er það, sem þú skalt hafa sérstaklega hugfast I dag: Gættu þess, aö skapsmunirnir fari ekki úr jafnvægi út af smámunum. Nautið: (20. april-20. mai) Það litur út fyrir, að margt heimti tima þinn I dag. Þú þarft á öllu þinu að halda idag til þess að verða ekki kaffærður i önnum, og þú skalt búa þig undir að þurfa að standa á máli þinu af allri skapfestunni. Tviburamerkið: (21. maí-20. júni) Þetta verður fremur þægilegur dagur, og þú skalt búa þig undir að fá heimsókn i kvöld. Það litur út fyrir, að einhver fjölskyldumeðlimur hafi komið sér i einhverja klipu, og þú skalt ekki liggja á liði þinu við að losa hann úr henni hið bráðasta. Krabbinn: (21. júni-22. júli) Þaö er alltaf varhugavert aö taka þátt i hvers konar baktjaldamakki og undirróðri, og sérstak- lega 1 dag. Yfirleitt skaltu vara þig á að sýna nokkrum trúnað i dag. Ferðalög gætu orsakaö leiðindi, að ekki sé meira sagt. Ljónið: (23. júli-23. ágúst) í dag skaltu blanda geði við vini þina, og þá sér- staklega þá, sem eru af gagnstæöa kyninu — ástamálin eru nefnilega undir sérlega hagstæð- um áhrifum. Þú skalt búa þig undir fréttir, þegar liður á daginn, gleðifréttir. Jómfrúin: (23. ágúst-22. sept) Staöreyndirnar eru alltaf hollastar. Þessar loft- kastalabyggingarog skýjaborgir taka á taugarnar. Þú skalt fara að gera þér þetta ljóst og það er kominn timi til fyrir þig að fara að sýna meðfædda persónueiginleika þina. Vogin: (23. sept-22. oktj Það hefur einhver misskilningur orðið, og þú skyldir varast að fara aö leggja trúnað á sögurnar, sem þú heyrðir I dag. Þú gerðir bezt i þvi að láta allt slikt algerlega afskipalaust og láta, sem þú vitir ekki neitt. Sproðdrekinn: (23. okt.-21. nóv.) Þú ert I nokkuð erfiðri aöstöðu I ákveðnu máli, en þú stendur þig, af þvi að þú gerir þér þetta ljóst, og það veröur til þess, aö þér verður sýnt ennþá meira traust. Láttu ekki velgengni stiga þér til höfuös. Bogmaðurinn: (22. nóv-21. des.) Þaö litur út fyrir, að það hlaupi á snærið hjá þér i dag, þó að þú gerir þér kannski alveg strax ljóst, á hvern hátt það hefur orðið. Mundu bara að láta ekki aukaatriðin glepja þig, og gakktu hreint til verks. Steingeitin: (22. des.-19. jan). Ýmislegt getur orðið til aö raska ró þinni i dag, og ýmislegt bendir til, aö heimilislifið fari með einhverju móti úr skoröum. Liklega verður þú gagnrýndur fyrir eitthvað, sem þú gerðir 1 mesta sakleysi. t 14444 3 mutm ® 25555 BÍLALEIGA CAR RENTAL 1h !!: III, ffl If Slf, Ih !! fflHf!,.: ffllf ffl .fflH.llfi,, Tii vímuefnaprédikarans MAÐURINN, seni elskaði frelsið og hataði allt helsi, tók allt I einu að gylla gálgann — sagði aö snar- an væri „vikkandi” afl, nauösyn þeim, sem eru á móti þjóðfélag- inu. Auvitað smeygðu menn henni einungis um hálsinn annað veifið eins og hverju öðru skrauti til hátiðabrigða — likt og töfrasnúru, er um stund drægi menn brott frá úreltri þjóðfélagsskipan einokunaraðila og mútuþega inn I veröld Ijóss og friðar. Vissulega væri þaö gömul hjátrú, sagði hann, að snaran hertist saman, þegar minnst varði, og hengdi fólk. Hvilik hindurvitni. Sjálfur eins og herragarðseig- andil Suður-Ameriku, sem greið- ir langsoltnu fólki cocablöö i vinnulaun, gengur þessi ,,mál- svari frelsisins” I lið með morðingjanum L.S.D. og Hassian keisara, argasta arðræningja og eiturgassdrápara — málar á skjöld sinn merki friðar og rétt- lætis. Hver trúir honum? Don Helder Camara notar ekki vímugjafa — hann tekst á við vandann, deigið, sem sýrir brauðið. Hans verður heimurinn, ef við hin tökum höndum saman, virkjum orku hugans, og mátt samtakanna i stað þess að drepa hvert annað I beztu meiningu og bliðri trú á eigin vangetu og undirokun. Tónlist — himinn, mold, haf, ljós — mannleg tengsl, allt sem unnt er að gera. Hvað er ölvandi, € BÍLALEIGAN 51EYSIR CARRENTAL *24460 í HVERJUM BÍL PIONEER ÚTVARP OG STEREO CASETTUTÆKI OPIO Virkadaga Kl. 6-jlOe.h. Laugardaga kl. 10-4 e.h. ,.ó< BILLINN BÍLASALA HVERFISGÖTU 18-simi 14411 ef ekki þetta óskilgreinanlega undur — lifið, sem er til að lita þvi? öll eiturefni eru geislavirk — seinvirk stundum, en ætið á móti betri þjóðfélagsskipan — banda- menn hungurs, fáfræði og sjúk- dóma. Ævarandi Hirosima og Nagasaki. Það undarlega er, að Ibúarnir skuli lofsyngja eyðinguna, meðan þeir eru að tærast upp úr eymd og kvöl. Enn furðulegra, að þeir skuli halda sig vera að bæta heiminn. (Jtvarpshlustandi. LOFTLEIÐIR BILALEIGA Sjálfboðaliðar og bílar á kjördag Kosningaskrifstofurnar i Reykjavik vantar sjálfboðaliöa til starfa. Unnið er öll kvöld til kl. 10. Þeir, sem vilja lána bila á kjördag eru vinsam- lega beðnir að hafa samband við kosninga- skrifstofurnar og láta skrá bila sina. Einnig er gott að þeir, sem ætla að vinna á kjördag, til- kynni það sem fyrst. CAR REIMTAL 21190 21188 LOFTLEIÐIR Eingöngu: VÖRUBÍLAR VINNUVÉLAR 7J&~s7o^ Viögeröir á fólksvögnum Höfum til sölu fólksvagn. Skiptivélar frá Danmörku. SlMAR 81518 - 85162 SIGTÚNI 7 - REYKJAVlK SIG. S. GUNNARSSON Bílaverkstæðið EKILL BRAUTARHOLTI 4, SlMAR: 28340-37199 Sólaóir hjólbaróar til sölu ó ýmsar stærðir fólksbíla. Mjög hagstætt verð. Full óbyrgð tekin á sólningunni. Sendum um allt land gegn póstkröfu. H ARMULA7W3050I&84844

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.