Tíminn - 29.06.1974, Blaðsíða 16

Tíminn - 29.06.1974, Blaðsíða 16
16 TÍMINN Laugardagur 29. júni 1974. Iþrótta- hátíðin hefst í dag.................................... — keppt verður í nær öllum greinum íþrótta í Laugardalnum um helgina. Okeypis aðgangur i dag hefst hin mikla iþróttahátíö, sem Þjóðhátíðar- nefnd Reykjavíkur efnir til í tilefni 1100 ára byggðar i Reykjavík. Á þessari miklu íþróttahátið sem úlfar Þórðarson, formaður ÍBR, setur í dag, verður keppt í nærri öllum greinum íþrótta. Erlendum keppendum hef ur verið boðið hingað, en borgarkeppni verður háð i fimm íþróttagreinum, sundi, borðtennis, badminton, handknattleikog körfuknattleik. Auk þess verða leiknir úrvalsleikir milli úrvalsliðs Reykjavíkur og lands- byggðarinnar í knattspyrnu og blaki. Glímumenn úr Reykjavík munu glíma við glímumenn utan af landi. Það verður nóg að gera fyrir íþróttaáhugamenn um helgina, því að margt verður á boðstólnum. Þess má geta, að ókeypis aðgangur verður að öllum iþróttakeppn- unum, nema borgarkeppninni i körfuknatt- og handknattleik, sem fer fram i Laugardalshöllinni á mánudagskvöldið, en þar er seldur inngangur á vægu verði. En snúum okkur þá að dagskrá iþrótta- hátiðarinnar nú um helgina. Þessi mikla iþróttahátið hefst á Laugardalsvellinum i dag kl. 14. með keppni drengja og stúlkna i frjálsum iþróttum og verða keppend- ur frá Iþróttabandalagi Reykjavikur, Ungmennasambandi Kjalar- nesþings, Iþróttabandalagi Hafnarfjarðar og Héraðssambandinu Skarphéðinn. Á sama tima fer fram siglingakeppni i Skerjafirði. Þá verður keppt i glimu, lyftingum og júdó i dag og einnig verða sýndir fimleikar i Laugardalshöllinni. Keppni þar hefst kl. 17.30 i lyftingum, en þar keppa allir okkar beztu lyftingamenn og má þvi búast við spennandi keppni. Áður en okkar sterkustu lyftingamenn sýna listir sinar, þá mun fimleikafl. pilta úr Ármanni sýna og hefst sýning kl. 16.45, eri þá mun einnig Lúðrasveit verkalýðsins, leika. Samhliða lyftingakeppninni, keppa judómenn og verður þar keppt i sveitarkeppni. Unglingar frá Reykjavik, Keflavik og Grinda- vik keppa. Glimukeppnin hefst svo kl. 18.30. A sunnudaginn keppir svo Reykjavikurúrvalið i knattspyrnu gegn úrvalsliði frá landsbyggðinni og fer sá leikur fram á Laugardals- vellinum og hefst kl. 14.00. Einnig verður keppt i sundi i Sundlauginni i Laugardal og hefst keppnin þar kl. 16.00 en þá verður borgarkeppni milli Reykjavikur og Stokkhólms. A mánudaginn verður svo keppt i borgarkeppni i badminton, borðtennis, körfuknattleik og handknattleik, og fer sú keppni fram i Laugardalshöllinni. REYKJAVIK-ÞÖRSHÖFN .... keppa i badminton kl. 17.00.Reykja- vikurúrvalið er skipað þessum mönnum: óttó Guðjónssyni, Hannesi Rikarðssyni, Hrólfi Jónssyni og Kjartani Nielssen.Varamenn eru Þórólfur Vilhjálmsson og Halldór Friðriksson. REYKJAVIK — ÞÓRSHÖFN.. keppa i borðtennis kl. 17.00.í Reykjavikurúrvalinu eru þessir menn: Hjálmar Aðalsteinsson, KR, Ragnar Ragnarsson, Jóhann Sigurjónsson og Jón Kristinsson, allir úr Erninum. REYKJAVIK-HELSINKI.... keppa i körfuknattleik kl. 20.00 (Sjá körfuknattleikslið Reykjavikur annars staðar á siðunni). REYKJAVÍK - ÓSLÖ... keppa i handknattleik kl. 21.15. Ajax leitar að markverði — Kafa augastað á v-þýzka landsliðs- markverðinum Bernd Franke Fyrrverandi Evrópumeistarar, Ajax Amsterdam eru nú aö ieita sér aö nýjum markmanni. Hafa þeir lengi haft augastaö á mark- manni Eintracht Braunschweig, Bernd Franke, sem hefur nokkr- um sinnum leikiö meö v-þýzka landsliöinu, og hann var valinn i 40 manna hóp fyrir keppnina nú. Liö hans vann sig upp i Bundesliguna nú, og keppir þar næsta keppnistiinabil, eftir árs dvöl I þýzku „Regionalligunni”. Tilboö Ajax I Franke er 600.000 mörk og mörgum þykir þetta tilboö þaö girnilcgt, aö samningar milli Iiöanna hljóti aö nást, þar sem tilboöiö er mjög gott á v- þýzkan mælikvaröa. BECKENBAUER...fyrirliöi V-Þýzkalands og hollenzki knattspyrnusnillingurinn CRUYFF. Mætast þeir i úrslitaleik HM? Haída A-Þjóð- verjar Cruyff í skefjum?... — þegar þeir mæta Hollendingum á morgun ¥ Argentínumenn ætla að leggja sig alla fram gegn Brössunum ¥ Tapa Pólverjar sínum fyrsta leik? ¥ V-Þjóðverjar ættu ekki að eiga í erfiðleikum með Svía Á morgun fer fram önnur umferð úrslita- keppni HM. Keppa þá i A-riðli A-Þýzkaland og Holland i Gelsenkirchen og Argentina — Brasilia i Hannover. | í B-riðli keppa V-Þjóðverjar við Svia i Dússeldorf og Pól- land — Júgóslavia i Frankfurt. Hefjast leikir þessir kl. 3, nema leikur V-Þjóðverja og Svia, sem hefst kl. 640. Ef litið er á þessa leiki, þá má búast við, að Hollendingum takist að sigrast á A-Þjóðverjum, nema Þjóöverjarnir sjái út einhverja leið til aö halda Cruyff f skefjum, en það verður örugglega ekki auðvelt verk. Eftir tapleikinn á móti Hol- landi, sagði fararstjóri Argentfnumanna að f leiknum á móti Brasiliu myndu Argentfnu- menn leggja sig alla fram til þess að bæta fyrir það stóra tap. Ef sú veröur raunin, og Argentinumenn ná góðum leik, gæti þetta reynzt erfiöur leikur fyrir Brassana, en lfklega tekst þeim að sigra, og stendur þá baráttan um úrslita- sætið milli þeirra og Hollendinga. Svfar hafa sýnt góða leiki i keppninni, en samt eiga þeir ekki mikla möguleika gegn gest- gjöfunum, V-Þjóðverjum, sem ættu að geta unnið þennan leik án mikils erfiðis. Stuttu fyrir HMkeppnina léku þessi lið saman f Hamborg, og sigruðu V- Þjóðverjar þá 2-0. Leikur Póllands og Júgóslavfu er hið stóra spurningarmerki. Ef Júgóslavar tapa, þá eru þeir úr keppni, svo þeir munu ekki gefa sig fyrr en f fulla hnefana, og er spáin sú, að þeim takist að sigra Pólverjana, sem hingað til hafa ekki tapað stigi. Þriðja og siðasta umferðin I úr- slitakeppninni verður svo leikin á miðvikudaginn kemur, og verða þá úrslitaleikirnir j riðlunum, Brasilia-Holland og V-Þýzkaland - Pólland. -Ö.O. Meiðsli gera vart við sig Meiðsli á lcikmönnum heimsmeistarakeppninnar fara nú i æ rikara mæli að gera vart við sig. Eftir leikina á miövikudaginn kom það f ljós, að V-Þjóðverjarnir Wimmer og Hölzenbein voru fremur illa haldnir og hafa þeir ekkert getaö æft, og þvf vafasamt hvort þeir haidi sæti sínu á móti Sviþjóö. Meiðsli há lika leikmönnum i liði Sviþjóðar, Ove Kindvall getur ekki keppt meira i keppninni og seinna kom i ljós, að einn kletturinn i vörninni, Björn Anderson, hafði meiðzt og mun hann ekki geta íeikið þá tvo leiki, sem Sviþjóð á eftir. Hjá Brasiliumönnum er Leivinha meiddur og hjá A-Þjóðverjum Ducke, og ekki er vfst hvort þeir leika næstu leiki þessara liöa. ó.O. I

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.