Tíminn - 29.06.1974, Blaðsíða 14

Tíminn - 29.06.1974, Blaðsíða 14
14 TÍMINN Laugardagur 29. júni 1974. A. Conan Doyle: (5) Eimlestin, sem hvarf ____________________________________J nauturinn var sýnilega bæði þjónn hans og verndari. Engar f réttir komu frá París, er skýrt gætu ákefð Cara- tals að hraða svo mjög förinni þangað. Þannig var málunum komið, þegar blöðin í Marseille birtu játningu Herberts de Lernac, sem beið nú dauða- dóms f yrir morð á kaupmanni einum, Bonvalot að naf ni. Þessi játning eða frásögn de Lernacs er fullkomin skýr- ing á hvarf i eimlestarinnar og fer skýringin hér á eftir í heilu lagi: „Það er ekki af stærilæti eða grobbi, að ég skýri frá þeim atburðum, sem hér verður lýst. Ég gæti nef nt heila tylft jafnglæsilegra afreka minna. Tilgangurinn er sá, að vissir herrar í París megi skilja það, að ég, sem get skýrt f rá afdrif um Caratals, get með jafn auðveldu móti upplýst, eftir beiðni hverra og í hverra þágu verkið var unnið. Það mun ég líka gera, nema náðun mín komi nú þegar. Gætið ykkar, herrar mínir, áður en það er um seinan! Þið þekkið Herbert de Lernac og vitið, að jafnt má treysta á orð hans sem athafnir. Hafið hraðann á, annars eruð þið glataðir menn! Að svo komnu nefni ég engin nöf n, en ef ég gerði það, myndu allir fyllast ótta og undrun. Ég ætla aðeins að segja frá, hvernig ég leysti mitt hlutverk af hendi. Ég sýndi umbjóðendum mínum fullt traust þá, og ætlast til hins sama af þeim nú. Ég lif i í þeirri von, en sannfærist ég um,að þeir bregðist mér, skulu nöfnin, sem ég nefni, hrista og skeifa alla Evrópu. En nóg um það, og sný ég þá að efninu. I stuttu máli sagt, þá voru nafnfræg og stórkostleg málaferli í París 1890 í sambandi við stórhneyksli i f jár- málum og stjórnmálum. Það mun aldrei verða uppvíst hversu víðtækt og ægilegt þetta hneyksli var — nema ef ég segi f rá því. Álit, staða og æra nokkurra helztu manna í Frakklandi var í veði. Þið hafið án efa séð börn raða upp hópi tindáta, sem standa í stoltum röðum á borði eða gólfi. En svo þegar ein kúla 6kellur á röð dátanna, þá hrynur öll fylkingin. Gott og vel, hugsið ykkur helztu menn Frakklands í stað dátanna og að Caratal væri kúl- án, sem stefndi á þá. Ef hann kæmi, mundu þeir vissulega hrynja eins og tindátarnir. Það var því ákveðið, að hann skyldi ekki komast alla leið. Ég get varla ámælt þeim fyrir að þeir óttuðust um sig. Til þess að afstýra opinberun hins ægilega stjórn- mála- og f jármálahneysklis var stofnað hlutafélag eða peningasamlag og stjórn þess kosin eða mynduð. Nokkr- ir rituðu undir þessa samlagsstofnun án þess að þeim væri fyllilega Ijóst, hvað um var að vera. Aðrir vissu það betur, og mega þeir vel vita, að ég hef ekki gleymt nöf n- um þeirra. Þeir vissu að von var á Caratal löngu áður en hann fór f rá Suður-Ameríku, og þeir vissu, að hann hafði meðferðis skjöl, sem upplýstu aðf ul lu hneykslismálin. Koma hans þýddi því eyðileggingu þeirra. Hið nýstofn- aða samlag réði yfir ótakmörkuðum fjárupphæðum. Þeir leituðu nú eftir manni, sem væri fær um að stjórna stórkostlegum og hugvitssamlequm framkvæmdum. Sá maður þurfti að vera hugkvæmur, snarráður, einbeittur, úrræðagóður og óhlífinn. Slíkir menn voru fráleitt f leiri en einn í hverri mill jón. Þeir völdu sér Herbert de Lernac og ég er viss um, að þeir völdu rétt. Það kom í minn hlut að velja starfslið mitt, nota út í yztu æsar það vald, sem peningar geta veitt og sjá til þess, að Caratal skyldi aldrei ná til Parísar. Ég hóf starf ið þegar i stað eftir að ég hafði fengið f járráðin og fyrirskipanirnar. Maður, sem ég gat treyst að f ullu var sendur til Suður-Ameríku, og skyldi hann verða sam- ferða Caratal heimleiðis. Hefði hann komið nógu snemma, þá hefði Caratal aldrei komizt alla leið til Liverpool. En skipið var því miður lagt af stað, þá er sendimaður minn kom til Suður-Ameríku.Ég gerði út skip, sem átti að mæta Ameríkuf arinu, en líka þetta mis- heppnaðist. En svo sem allir miklar skipulagsstjórar og ráðagerðarmenn aðrir.var égjafnan viðbúinn mistökum og óhöppum, og hafði ávallt nýja ráðagerð tiltæka, ef önnur skyldi bregðast. Enginn skyldi halda að hlutverk mitt hafi verið auð- velt, svo að nægja mundi t.d. að ráða Caratal af dögum. Fylgdarmaður hans varð einnig að „hverfa" og ekki sízt þurftu skjölin sem þeir höfðu meðferðis, að hverfa. Auð- vitað voru þeir líka mjög varir um sig, og fullir grun- semda gagnvart öllum og öllu. En hlutverkið var alveg við mitt hæfi. Ég haf ávallt mesta nautn afað fást við þau verkefni, sem aðrir fyllast skelfingu við að fram- kvæma. Ég var því ekki óviðbúinn komu Caratals til Liverpool. Ég geri ráð fyrir, að hann mundi hafa vörð um sig á leiðinni frá Liverpool til London, og þó einkum eftir að hann kæmi til London. Allt var undirbúið komu Ameríku- manna til Liverpool f rá þeirri stundu, er þeir stigu fæti á haf narbakkann þar. Við gerðum sex áætlanir, sem voru miðaðar við ýmis ólík viðhorf í ferðaáætlun þeirra. Hvað sem Caratal tæki til bragðs vorum við undir allt búnir. Ef hann hafði langa viðdvöl í Liverpool vorum við við- búnir. Ef hann skyldi ferðast með járnbrautarlest, aukalest eða eimreið, gegndi það sama máli. öllu var gert ráð fyrir, smáu sem stóru. Það er auðskilið mál, að ég gat ekki annazt öll þessi HVELll G E I o R I D R E K I Ef þú ert I vandræðum, Tamos,, kallaðu hátt — DREKI Dreki.. f Dreki! Tamos hrópar aftur þessi undarlegu ráð yfirmanns sins.... 111 lli I 1 Laugardagur 29. júní 7.00 Morgunútvarp. Veður- fregnir kl. 7.00, 8.15 og 10.10. Morgunleikfimi kl. 7.20. Fréttir kl. 7.30, 8.15 (og for- ustugr. dagbl.), 9.00 og 10.00. Morgunbæn kl. 7.55. Morgunstund barnanna kl. 8.45: Kristin ólafsdóttir les ævintýrið „Koffortið fljúg- andi” eftir H.C. Andersen i þýðingu Steingrims Thor- steinssonar. Tilkynningar kl. 9.30. Létt lög á milli liða. óskalög sjúklingakl. 10.25: Borghildur Thors kynnir. 12.00 Dagskráin. Tónleikar. Tilkynningar. 12.25 Fréttir og veðurfregnir. Tilkynningar. 13.30 Létt tónlist. Þekktir listamenn flytja. 14.00 Vikan sem var. Páll Heiðar Jónsson sér um þátt meö ýmsu efni. 15.00 Miðdegistónleikar Fil- harmóniusveitin i Vin leikur Sinfónlu nr. 1 I D-dúr eftir Schubert: Istvan Kertesz stj. 15.30 A ferðinni. ökumaður: Arni Þór Eymundsson: (Fréttir kl. 16.00.) 16.15 Veðurfregnir. Horft um öxl og fram á við. Gísli Helgason fjallar um út- varpsdagskrána síðustu viku og hinnar komandi. 17.00 tslandsmótið i knatt- spyrnuffyrsta deildJón As- geirsson lýsir frá Akranesi síöari hálfleik af leik ÍA og KR. 17.45 Framhaldsleikrit barna og unglinga: „Heilbrigð sál I hraustum likama” eftir Þóri S. Guðbergsson Annar þáttur. Leikstjóri: GIsli Al- freðsson. Persónur og leik- endur: Fréttamaður.... Arni Gunnarsson, Frúin... Mar- grét Guðmundsdóttir, Dimmraddaður maður... Guðmundur Magnússon, Ungfrú.... Gruðrún Þórðar- dóttir, Unglingsstrákur.... Árni Blandon, Ung stúlka... Lilja Þorvaldsdóttir, Ungur maður.... Július Brjánsson, Þröstur.... Randver Þor- láksson, Spekingurinn... Jón Júllusson, Svandls... Anna Kristln Arngrimsdóttir, Skólastjórinn... Ævar R. Kvaran, Helgi... Hákon Waage, Sveinn... Flosi Ólafsson, Þorkell.... Bessi Bjarnason, Þulur.... Jón Múli Arnason. 18.15 Söngvar I léttum dúr. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Fréttaauki. Til- kynningar. 19.35 Júgóslavneskt kvöld Stefán Bergmann mennta- skólakennari spjallar um land og þjóð, flutt tónlist frá Júgóslavlu og lesin júgó- slavnesk smásaga. 21.00 „Hversdagsleikur”, sögukafli eftir ómar Hall- dórsson.Höfundur les. 21.15 Hljómplöturabb Þor- steinn Hannesson bregður plötum á fóninn. 22.00 Fréttir 22.15 Veðurfregnir. Danslög 23.55 Fréttir I stuttu máli. Dagskrárlok. Forðizt voðann — varizt „viðreisn" x B Wf IMM Tímínner peníngar { Auglýsítf l iTímanum

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.