Tíminn - 29.06.1974, Blaðsíða 11

Tíminn - 29.06.1974, Blaðsíða 11
Laugardagur 29. júnl 1974. ItMINN n Þeir byggja upp í Eyjum mmmmajp: ■■ ■■■■ ■■(!■■■■■ ■■■■ ■iiÓili ■■ Nýja sjúkrahúsið. Heimaklettur i baksýn. Mér er sagt, að það sé erfitt að Imynda sér nokkuð dauðalegra en svarta öskuna, sem huldi Heimaey þykku lagi þar til fyrir skömmu. Það getur vel veriö, að ég heföi enn betur kunnað að meta fegurð eyjunnar, þar sem sigrazt hefur verið á óvættinni, ef ég heföi sjálfur barið þetta aug- um, en ég get svo sem gert mér það i hugarlund, hvernig umhorfs hefur verið. Ég nam sem snöggvast staðar á leiðinni niður i bæinn til þess að virða fyrir mér gróöurinn, sem bugaö hefur öskuna og eitriö á stórum flákum, enda þótt sortinn skjóti viða upp kollinum. Sums staðar eru þess merki, að sáð hefur veripð í öskuna á stórum landspildum, aðallega sunnan megin á eynni. Þar teygja veik- burða vaxtarbroddar grassins anga sina upp I sólskinið, útverðir hersveita gróðursins, sem að lok- um munu koma óvininum, auðn- inni, öskubingjunum, á kné og breiða iðagræna grasvelli, þar sem nú er aðeins farið aö votta fyrir strái. Og blessuð sóleyjan hefur myndað heilu flákana af gullkoll- unum sinum I marrandi hraun- öskunni. Hún er að hamast viö að breyta henni I gróðurmold og áburð. Hún hefur ekki skilið þennan fjandskap, sem henni var sýndur eitt sumar, og náð sér niðri á bölvaldinum með þvi aö teygja sig enn rækilegar upp i ljósið . . . En ennþá fjúka reykslæður upp úr hrauni og brennisteinskögruð- um gignum i fjallinu, læðupoka- legar eins og snjófjúk á undan hríðarbyl. Og mannlegum ná- grönnum ófreskjunnar stendur á sama um svona tilburði. Enduruppbyggingin og hreins- unin stendur yfir af fullum krafti I Eyjum. Það eru sannarlega ekki bara blómin, sem ráöizt hafa til atlögu við óvininn. Nú er búið að hreinsa bæinn að heita má að hraunbrúninni, og ráðizt hefur verið inn á hraunið sjálft. Þetta verk er unnið undir öruggri stjórn Páls Zóphónias- sonar bæjarverkfræðings, sem skipulagt hefur það af stakri kost- gæfni, þannig að furðu litið hefur gengiö úr skorðum, jafn miklu og rutt hefur verið á braut. Þá hefur hin félagslega hlið málsins gengið ótrúlega vel, eins og meöfylgjandi myndir bera meö sér, og sýna þær þó aðeins litinn hluta af þvi athafnalifi, sem blómgast i Eyjum, mest fyrir harðfylgi og atorku Eyjamanna. Hér skal sérstaklega getið átaksins, sem veriö er að fram- kvæma i húsnæðismálunum, en verið er að byggja ibúðir i hundr- aöatali, og sumar vel á veg komn- ar. A vegum bæjarins eru þær framkvæmdir að miklu leyti I höndum Breiöholts hf., sem sér um fjölbýlishúsabyggingar. Þá er Hamar hf. afkastamikill aðili I byggingum, svo og einstaklingar. En hér á siðunni birtum við myndir af nokkrum opinberum byggingum, og skal reynt að út- skýra þær svolltið. Barnaheimilið við Boöaslóö er tekiö til starfa, og yngsta kyn- slóðin leikur sér áhyggjulaus þar, rétt eins og ekkert hafi gerzt. Þá er veriö að ljúka við nýja sjúkra- húsið, sem stendur eigi allfjarri hraunbrúninni, og má geta nærri, hversu óskaplegt magn af ösku hefur þurft að hreinsa frá þvi, áður en umhverfið varð jafn snyrtilegt og raun ber vitni. Er gert ráö fyrir, að sjúkrahúsiö taki til starfa I ágúst, en þaö er talið vera eitthvert fullkomnasta sjúkrahúsið á landinu. Þá er það leikskðlinn, sem er I byggingu, og tekur bráðlega til starfa, og skammt frá honum stendur elliheimilið, sem væntan- lega verður opnað I ágúst. Þá má ekki gleyma þvi, sem á myndinni litur út eins og skip á hvolfi. Þetta er áhaldahúsið, sem er i byggingu, en iðnskólinn er nú til húsa I gamla áhaldahúsinu. Enn er þess ógetið, sem ég hefi hvað helzt viljað mega birta mynd af, en það er Iþróttahúsiö og sundhöllin, sem fyrirhugað er að reisa, en þetta mannvirki er nú bara tilbúið á teikniborðinu, — en var boðið út I siðustu viku. Einhvern tima gefst mér kannski tóm til að rabba um mos- ann I gamla hrauninu, sem mun vera alveg dauöur, hvarf undir öskuna og vinir minir I Eyjum halda aö sjáist ekki meir. En þeir sögöu lika, að hvergi hefði auðnin veriö jafn hroðaleg og I Herjólfs- dal I öllum sortanum. Þar er upp- byggingin hafin með gróður- setningu og hvers kyns jaröabót- um, enda þegar fariö að segja til sin. Og menn eru sannarlega von- góðir um, að fegurð hans nái sér á strik, — og ætli mosi gamli skjóti þá ekki upp kollinum lika . . . Dagheimiliö nýja. Það er norðan við elliheimilið. Hér unir yngsta kynslóðin sér bærilega. Safnhúsið I Eyjum. Þaðer komið vel á veg. Myndir og texti: Baldur Hólmgeirsson Ahaldahúsið. Bak við það sést I ,,Kafbátskikis”-húsin, sem okkur heyrðist svo vera nefnd.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.