Tíminn - 29.06.1974, Page 17

Tíminn - 29.06.1974, Page 17
Laugardagur 29. júni 1974. TÍMINN 17 Fyrsta ferðín upp á Skaqa — Akraborgin fer þangað í dag með knattspyrnu- áhugamenn 1 tilefni hins þýðingarmikla leiks milli Skagamanna og KR- inga i 1. deildar kcppninni mun nýja Akraborgin fara fyrstu ferð sina upp á Skaga i dag með far- þega. Þetta er tilvalið tækifæri fyrir knattspyrnuáhugamenn og aðra, þvi að afsláttur verður veittur i þessari fyrstu ferð hinn- ar nýju ferju. Akraborgin leggur af stað ú Reykjavíkurhöfn kl. 15.00 og mun hún vera um 45 min. á leiðinni upp á Skaga. Þá mun hún leggja aftur á stað til Reykja- víkur kl. 18.00. Skotar Vikingurinn Jóhannes Bárðarson sést hér á myndinni, þar sem hann er með knöttinn. Jón Gislason sækir að honum (Timamynd Jim). Inqi Björn innsiqlaði fyrsta Vals-siqurinn hann skoraði sigurmark Vals gegn Víking, þegar aðeins voru 30 sek. til leiksloka INGI BJÖRN ALBERTS- SON...tryggði Valsmönn- um sinn fyrsta sigur í 1. deildar keppninni á fimmtudagskvöldið/ þegar hann innsiglaði sætan sigur Valsmanna 2:1 gegn Vík- ing, er aðeins voru 30 sek. til leiksloka. Þessi marka- skorari geystist fram völl- inn, með varnarleikmann Víkings á hælunum og skoraði örugglega sigur- mark Vals, framhjá Dið- riki Ólafssyni, sem gerði örvæntingarf ulla tilraun til að bjarga með úthlaupi. Fögnuðurinn var gífurleg- ur í herbúðum Valsmanna, því að þeir unnu langþráð- an sigur, eftir að hafa gert 5 jafntefli í deildinni. Þar með eru Valsmenn komnir yfir ,,jafnteflisdrauginn'' og má nú búast við, að hið annars ágæta Valslið sé komið á skrið. Valsmenn skoruðu fyrsta mark leiksins á 42. min fyrri hálfleiks- ins, en þá renndi Alexander Jó- hannesson, knettinum i Vikings- markið, eftir að hann hafði fengið sendingu frá Jóhannesi Eðvalds- syni. Staðan var þvi 1:0 fyrir Val i hálfleik. Vikingar jöfnuðu 1:1 á 13. min. siðari hálfleiksins, en þá skoraði Jóhannes Bárðarson gull- fallegt mark með skalla — hann kastaði sér fram og skallaði i Valsmarkið, eftir að hafa fengið stórgóðan krossbolta frá Kára Kaaber. Liðin áttu ágætis marktækifæri i leiknum, sem var i daufari lagi, en leikmönnum tókst ekki að not- færa sér marktækifærin. Guð- mundur Guðmundsson dæmdi leikinn og þurfti hann einu sinni að taka upp gula kortið, en það sýndi hann Óskari Tómassyni úr Viking. — sos. í boði Þróttar — Drumchapel leikur hér fjóra leiki Skozka unglingaliðið Drum- chapel kemur til Reykjavikur um helgina i boði Þróttar. Þetta lið sem er frá Giasgow, mun leika hér fjóra leiki gegn 3. flokks lið- um, Þróttar, Vals, Stjörnunnar og Akraness. Fyrsti leikur Drum- chapel verður á mánudaginn, en þá leikur liðiðgegn Þrótti á Þrótt- arsvæðinu og hefst leikurinn kl. 8.30. Þá leikur liöið gegn Val á Valsvellinum á miðvikudaginn og Stjörnunni á Þróttarvellinum á föstudaginn. Siðasti leikur iiðsins verður upp á Skaga á sunnudag- inn 7. júli. Ragnhildur endurheimti met sitt — hún hljóp 800 m ó 2:15,9 í Osló RAGNHILDUR PALSDóTTIR...Stjörnunni, endurheimti met sitt í 800 m hlaupi á fimmtudagskvöldið á frjáisfþróttamóti I Osló. Hún hljóp vegalengdina á 2:15,9 min. og bætti þar með islandsmetið, sem Lilja Guðmundsdóttir setti áöur I Osló. Það er greinitegt aö baráttan á hlaupabrautinni er hafin fyrir alvöru hjá þessum tveimur snjöllu frjáisiþróttakonum, en þær eiga örugglega eftir að bæta islandsmetið verulega i suma-r. —SOS. ÍBA vann Fram 3:2 íþróttabandalag Akureyrar sigraði Fram á Laugardalsvellinum í 1. deild í gær- kvöldi. Skoruðu norðanmenn 3 mörk, en Framarar 2 Svíar bjóða fjórum börnum til Karlstad — en þar fara fram Kalle Anka-leikarnir Frjálsiþróttasambandi islands hefur borizt boð frá sænska frjálsiþróttasambandinu um að senda 4 börn til keppni á Kalle Anka-leikanna, sem fram fara I Karlstad 13-15. september n.k. Greiðir sænska frjálsiþróttasam- bandið helming ferðakostnaðar svo og allt uppihald fyrir börnin. A leikunum er keppt i þessum greinum: Drengir fæddir 1960 og 1961: 100 m og 1000 m hlaupi, 100 m grindahlaupi (84.9 cm), hástökki, langstökki, kúluvarpi (4 kg) og spjótkasti (600 gr.). Drengir fæddir 1962 og slðar:«- 100 m og 1000 m hlaupi, lang- stökki, hástökki og kúluvarpi (3 kg). Telpur fæddar 1960 og 1961: 100 m og 800 m hlaupi 80 m, grindahlaupi (76.2 cm), hástökki, langstökki, kúluvarpi (3 kg) og spjótkasti (400 gr). Telpur fæddar 1962 og siðar: 100 og 800 m hlaupi, hátstökki, langstökki og kúluvarpi (3 kg). Frjálsiþróttasamband Islands mun velja keppendur á leikana að loknu Meistaramóti Islands i frjálsum iþróttum fyrir börn 14 ára og yngri, sem fram fer á Sel- fossi dagana 10.-11. ágúst. n.k. Toppliðin eldlínunni i — tveir leikir í 1. deildinni í dag FYRRI umferðinni í 1. deildarkeppninni lýkur i dag með tveimur þýðinga- miklum leikjum. Toppliðin i 1. deild verða i eldlinunni i dag. Skagamenn, sem hafa örugga forustu i 1. deild, mæta KR upp á Skaga kl. 16.00 og Vestmannaeyingar fá íslands- meistarana frá Keflavik i heimsókn, en þar hefst leikurinn kl. 17.00.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.