Tíminn - 29.06.1974, Blaðsíða 13

Tíminn - 29.06.1974, Blaðsíða 13
Laugardagur 29. júni 1974. TÍMINN 13 Þórarinn St. Sigurðsson, Höfnum: Auvirðilegt kjaftaslúður VIÐ KIRKJUVOG stendur litið þorp, Hafnir i Hafnahreppi. Svo að segja mitt i allri ös og upp- byggingu Reykjanessvæðisins, virðist sem þetta iitla þorp hafi gjörsamlega týnzt og gleymzt á næstliðnum áratugum. Nú fyrir alþin giskosningarnar 1974 keppast blöðin, Visir, Timinn, Þjóðviljinn og nú I dag Morgun- blaðið, við að skrifa um Hafnir, frystihús þar og fleira. Þvi vill ég biðja Timann að koma eftir- farandi á framfæri: Visir birti 21. þessa mánaðar viðtal við mig I algjöru heimildarleysi, þar sem ég neitaði blaðamanninum, sem hringdi til min, um að hafa nokkuð eftir mér. Astæöan fyrir neinun minni var grunur um, að ef til vill væri blaðið ekki fyrst og fremst að afla frétta, enda bar fyrirsögn greinarinnar, sem var svo hljóðandi: „Astandið ekki glæsilegt, segir bróðir Halldórs E.”, það með sér, að grunur minn hafði þvi miður átt við rök að styöjast. Núverandi eigendur hraðfrysti- hússins i Höfnum glima við mörg vandamál, sem ekki er hægt aö flokka undir núverandi erfiðleika frystiiðnaðarins og ber þar hæst margra milljóna króna lausa- skuldir, sem tekið var við fyrir tæpum tveimur árum, auk þess, sem staðið er i miklum fjár- festingum, Þegar það svo bætist viö, að framleiöslan stendur ekki undir kostnaði, er það augljóst mál, að draga verður saman seglin um sinn Ekki hefur það alltaf þótt sér- stakur blaðamatur þó að fyrir- tæki I sjávarútvegi hafi þurft um skeiö, að fækka starfsfólki og beina framleiðslunni i þá tegund, sem stendur betur undir kostnaði en önnur. í grein Þjóöviljans i gær 27.6. þar sem segir meöal annars: „Fréttaskýrandi, sem leit við á Þjóðviljanum, hafði þá sérkenni- legu skýringu á vandamálum frystihússins i Höfnum: — Þórarinn getur ekki fryst , sagði fréttaskýrandinn, vegna þess að frystihúsið hans er fullt af niður- greiddu kjöti”. Eins og eftirfarandi yfirlýsing ber með sér, fékk ég tvo óvilhalla menn til þess að kanna frysti- geymslur frystihússins, og er hún svo hljóðandi: „Vegna greinar, sem birtist I Þjóðviljanum I dag um að frysti- geymslur hraðfrystihússins Haf- bliks h.f. væru fullar af niður- greiddu kjöti, hefur fram- kvæmdastjórinn, herra Þórarinn St. Sigurðsson, fariö þess á leit, að við undirritaðir rannsökum hvaö hæft væri í þeirri full- yrðingu. Við höfum skoðaö frysti- geymslur hússins og staðfestum, aö I þeim er ekkert annað en freð- fiskur. Höfnum 27.6 1974 Hinrik tvarsson, hreppstjóri Höfnum (sign) Jósep Borgarsson, oddviti Höfnum (sign)” Þessa yfirlýsingu lofaði Þjóð- viljinn að birta i dag, en gerði ekki. Þess vegna bið ég Timann aö koma henni á framfæri. Mig undrar það stórlega, að blað þess flokks, sem hefur verið þátttakandi i mörgum stórkost- legum verkefnum i núverandi rikisstjórn, svo sem útrýmingu atvinnuleysis, uppbyggingu og vélvæðingu hraðfrystihúsanna endurreisn togaraflotans og margt fleira, sem ekki skal farið nánar út i hér, skuli leggja sig niöur við, að taka að eigin sögn, mjög takmarkað rúm blaðsins undir svo andstyggilega auðvirði- legt kjaftaslúður. 1 Morgunblaðinu i dag, er viðtal við oddvita hreppsnefndar, en þar segir m.a.’ „Annan fiskafla verður að flytja hingað á bilum, t.d. frá Njarðvikum, þar sem skuttogarinn Suöurnes KR 12, landar afla sinum, en hann er skráður hér i Höfnum, enda eigum við helminginn i honum”. Væntanlega á oddvitinn ekki við það, að hreppurinn eigi helminginn i togaranum. Hafblik h.f. og nokkrir einstaklingar eiga helminginn I skuttogaranum Suðurnes KE 12. Hitt er svo annað mál, að hreppsnefndin fyrir ágæta forgöngu Jóseps oddvita, samþykkti að veita Hafblik h.f. hreppsábyrgð fyrir hluta af fram- lagi þess til togarakaupanna. Enn segir i nefndu viðtali: „En eins og stendur, er ekki bjart framundan i frystihúsarekstrin- um. Það virðist ekki vera rekstrargrundvöllur fyrirþau, og Sólberg hf. hefur t.d. sagt upp öllu starfsfólkinu, og óvist hvað við tekur”. Smá misskilningur kemur þarna fram. Það er ekki Sólberg heldur Hafblik, sem rekur frysti- húsið, og það er heldur ekki rétt, að öllu starfsfólki frystihússins hafi verið sagt upp, heldur hefur þvi verið fækkað, samanber það, sem sagt er hér að framan. Samskipti og samstarf hrepps- búa og hreppsnefndar og okkar, sem rekum frystihúsið, hefur veriðmeðágætum, og vil ég láta I ljós von mina, um, að það megi verða svo áfram. Það er út af fyrir sig gott, að Hafnirnar og það sem getur orðið til þess að stuöla aö uppbyggingu þar, komist iblöðin. Það hefur ekki verið vakin svo mikil athygli á þessum annars ágæta stað. Ef dagblöðin hafa áhuga á þvi, að vekja athygli á þvi, sem verið er að gera hér, og þvi sem fyrir- hugað er að gera, þá skal ég, hvað varöar frystihúsið, verða þeim innanhandar með upplýsingar Höfnum 28.6 1974 Þórarinn St. Sigurðsson Til sölu einbýlishús og ibúðir i Hveragerði, Þor- lákshöfn, Selfossi og Stokkseyri. Einnig góður 22ja tonna bátur. Fasteigna- og bátasala Suðurlands Simi 99-4290 (---- ^ Kosningaskrifstofan er í Gistihúsinu SÍMI 4293 B-listinn — Reyðarfirði í DAG OG Á MORGUN KL. 13—22 KL. 14—22 Við bjóðum ykkur velkomin Við sýnum: Ensk Cavalier hjólhýsi Þýzk Knaus hjólhýsi Hollenzk Casita fellihýsi Hollenzka Casita tjaldvagna Ameríska Steury tjaldvagna Sýningin er á bílastæði Sundaborgar við Kleppsveg — gegnt Laugarásbíói Gísli Jónsson & Co. h.f. SUNDABORGUM — KLETTAGÖRÐUM — SÍMI 8-66-44 Framundan eru örlagarikar kosningar, sem ekki er hægt að komast hjá að kosti mikið fé. Þeir stuðningsmenn Framsóknarflokksins i Reykjavik, sem styrkja vilja flokkinn með einhverjum fjárframlögum eru vinsamlegast beðnir að hafa samband við flokksskrifstofuna, Hringbraut 30, simi 24480. Kosningasjóðu

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.