Tíminn - 20.07.1974, Page 13

Tíminn - 20.07.1974, Page 13
Laugardagur 20. jiilt 1974. TIMINN 13 Surprise GK 4, strandaöur á Langeyjasandi. Hannes Þ. Hafstein: Hafa skal það, er sannara reynist I Timanum föstudaginn 5. júli, er viðtal viö Rudolf Stolzenwald formann Flugbjörgunarsveitar- innar á Hellu, þar sem segir orð- rétt: „Starfssvæði okkar er NOKKUÐ STÓRT (leturbr. min), ef við miðum við það, að þaö er ekki önnur björgunarsveit starf- andi á svæðinu frá Reykjavlk til Vikur:” Þessi yfirlýsing hefur orðiö mörgum ihugunar efni og tilefni til ýmissa bollalegginga og spurninga varðandi björgunar- störf þar austur i sveitum. Þess- um málum er ekki svo varið, sem af er látið i viðtalinu og skulu hér nokkur dæmi tilfærð Rudolf formanni til glöggvunar. Skemmst er að minnast mjög umfangsmikillar leitar i mai s.l. að litilli flugvél er ekki kom til Reykjavikur á tilsettum tima. Úr björgunarsveitum Slysa- varnarfélags íslands I Árnessýslu fóru þegar til leitar 61 maður, en björgunarsveitarmenn SVFI I Rangárþingi hafðir á bakvakt, ef til þess kæmi og þörf krefði að senda þyrfti menn til leitar á þvi landsvæöi. Ekki bendir þetta til að SVFl, sé svo fáliðaö á þessum slóðum, eins og formaðurinn vill vera láta. Enn er mönnum i fersku minni sá sorglegi atburð- ur, er þrennt varð úti á Fimm- vörðuhálsi um Hvftasunnuhelg- ina 1970. 1 Árbók SVFÍ 1971 er greint frá þessum atburði og eftirfarandi málsgrein að finna. „Björgunarsveitir frá Hvolsvelli, Selfossi, Hellu og Reykjavik að- stoðuðu við að sækja lfkin og koma þeim til Reykjavíkur”. Mér segir svo hugur, að starfsemi björgunarsveita SVFI austan fjalls til Vfkur sé Rudolfi for- manni ekki jafn framandi og hann vill vera láta i fyrrnefndu viðtali. Ekki hvarflar það að mér, að Hella sé svo „lengst inni I landi” að gifturík björgunarstörf unnin þar um slóðir viö ströndina nái ekki eyrum eöa snerti ekki viðkvæma strengi áhugasamra björgunarsveitar- manna hins blómlega byggðar- lags. En, ef svo undarlega skyldi vilja til, þykir mér hlýöa að rifja upp atburði, björgun manna úr sjávarháska, á þessum slóðum aðeins síðasta áratuginn. I febr. 1964, strandaði pólski togarinn Wistlock á Krosssandi. 28mönnum bjargað af björgunar- sveitum SVFI i Landeyjum og á Hvolsvelli. 1 marz 1966strandaði Bjarmi 2. EA 110 á Loftstaðafjöru austan Stokkseyrar. 12 mönnum bjargað af björgunarsveitum SVFI á Eyarbakka og Stokkseyri. 1 sept. 1968 strandaði togarinn Surprise GK 4 á Landeyjasandi. 28mönnum bjargað af björgunar- sveitum SVFÍ I Landeyjum og á Hvolsvelli. 1 mai 1970 strandaði Stakkur VE 32 á Drangshlíðarfjöru á Skógasandi.5 mönnum bjargað af björgunarsveitum SVFÍ á Hvols- velli og I Vfk. I marz 1973 strandaöi danska flutningaskipið Thomas Bjerco á Eyjafjallasandi. 10 manns, farþegum og áhöfn, bjargað af björgunarsveitum SVFl i V-Eyja- fjöllum og á Hvolsvelli. Og enn í marz 1973, þá strand- aði Elías Steinsson VE 167 við Stokkseyri. 9 mönnum bjargað af björgunarsveit SVFI á Stokks- eyri. I sept 1973 strandar Geir Jónsson AR 75 við Stokkseyri. 5 mönnum bjargað af björgunar- sveit SVFÍ á Stokkseyri. Samtals eru þetta 97 mannslíf, sem bjargað hefur verið úr klóm Ægis, 59 fslenzkir sjómenn og 38 útlendingar. Og dettur þá nokkr- um manni i hug, i ljósi þessara staðreynda að björgunarsveitir SVFI séu ekki all athafnasamar, þegar á reynir, á þvi „nokkuð stóra staríssvæði”, sem Rudolf fjallar um I Timaviðtalinu? Aðlokum er FBSH óskað til hamingju með byggingaáformin. Það er reynsla SVFI, að slikt eykur samhug og samtakamátt björgunarsveitamanna, og hverri björgunarsveit mikill styrkur að eiga samastað.Sú hefur lika raunin á orðið austan fjalls i næsta nágrenni við Hellu. Slysa- varnadeildin Dagrenning og björgunarsveit hennar á Hvols- velli hafa þegar tekið f notkun björgunarstöö, þótt enn sé húsnæöi það ekki fullbúið. Án efa munu þeir geta veitt ýmsar haldgó öar upplýsingar varðandi framkvæmd sliks verks eftir þá reynslu, er þeir hafa öölazt. Og björgunarstöðvahúsin i eigu SVFI og slysavarnadeild- anna i Vík, á Stokkseyri, Selfossi og Eyrarbakka, rr.jnu ávallt standa ykkur opin, þegar leið ykkar liggur þar um hlað. En hafa skal jafnan það, er sannara reynist. Hannes Þ. Ilafstein Hnakki stolið fró 16 ára dreng Sá leiðindaatburður gerðist á landsmótinu á Vindheimamelum, að hnakki var stolið frá 16 ára dreng, Þóröi Daða Njálssyni, frá Blönduósi. Atvik voru með þeim hætti að i mótslok á sunnudags- kvöld, hugðist Þórður Daði fá sér kvöldverð í veitingatjaldi og batt hest sinn úti fyrir tjaldinu á með- an. Þegar hann hafði matazt og hugðist ganga til hestsins, var hann á brott. Hesturinn fannst eftir nokkra leit, en var þá hnakk- laus. Þeir, sem kynnu að hafa orðið einhvers varir i sambandi við þetta atvik, eru beðnir að koma boðum þar að lútandi á simstööina á Blönduósi. Hnakk- urinn er nýlegur og haföi Þórður Daði fengið hann I fermingargjöf. Hér er um vandaðan grip að ræða og er undirdýnan úr leðri, en ekki striga eins og oftast er. Úr björgunarstöð SVFI á Hvolsvelli. Danska flutningaskipið Thomas Bjerco strandað á Eyjafjallasandi. Sumarnámskeið Lýðháskólans í Skálholti MIÐVIKUDAGINN 17. júli kem- ur i Skálholt hópur danskra lýö- háskólakennara. Gestir þessir eru þrjátiu talsins, og munu þeir dveljast I skólanum eina viku. Þetta er fyrsta meiri háttar heimsóknin, sem lýðháskólinn i Skálholti fær frá systurskólum sinum austan íslands ála. Sú hef- ur frá upphafi verið von forráða- manna skólans, að stofnunin yrði I nokkrum mæli miðstöð nor- rænna menningartengsla, er fram liöu stundir. Nú er sú starf- semi hafin, og er það nokkurt ánægjuefni, að svo mátti verða á þjóðhátlðarári. Hinir erlendu gestir munu hlýða á fyrirlestra um islenzka sögu og bókmenntir, jarðfræði Is- lands, stöðu Islands meðal nor- rænna þjóða, sögu Skálholtsstað- ar og islenzkra lýðháskóla, Is- lenzkt kirkjulif og islenzka tón- list. Hver dagur hefst meö morg- unbænum i Skálholtskirkju, en sunnudaginn 21. júli sækja gest- irnir Skálholtshátið. Þá veröur og farið um Biskupstungur og Þjórs- árdal. á Þingvelli og til Reykja- vikur. Markmiðið er að bregða upp svo mörgum myndum af Is- landi og islenzkri menningu sem unnt er á fáum dögum. Meðal gestanna er Poul Eng- berg, fyrrum skólastjóri lýðhá- skólans að Snoghöj, en hann er mörgum Islendingum að góðu kunnur. Lýðháskólinn i Skálholti mun á hausti komanda taka i notkun nýtt heimavistarhúsnæði. Veröa nú engir nemendur hýstir i sumarbúðaskálum þeim, sem veriö hafa heimavist skólans fram að þessu. Aðsókn að skólan- um er söm og áður. Frestur til að skila umsóknum um skólavist rennur út hinn 31. júli. Skálholtshátíðin er a morgun FB—Reykjavik — Skálholts- hátiðin verður 21. júli næst komandi og hefst kl. 13.30 með klukknahringingu Biskup íslands, herra Sigurbjörn Einars- son, og séra Guðmundur Oli Olafsson þjóna fyrir altari i messunni, sem verður á hátiðinni. Séra Valdimar Eylands dr. theol. predikar, meðhjálpari er Björn Erlendsson. Skál- holtskórinn syngur, forsöngvarar eru Ingvar Þórðarson og Sigurður Erlendsson. Trompet- leikarar eru Jón Sigurðsson og Sæbjörn Jónsson. Organleikari Arni Arinbjarnarson. Söngstjóri er Haukur Guðlaugsson . Klukkan 16:30 verður siðan samkoma I krikjunni. Þar verða SPRENGJAN í TOWER VERK IRA London NTB — Innanrikisráð- herra Breta, Roy Jenkins, sagði i neðri deild þingsins á miðviku- dagskvöld, að irski lýðveldisher- inn (IRA) sé að breyta aðferðum sinum. Sprengjutilræðið I Tower of London og sprengjan i West- minster Hall fyrir mánuði siöan eru litin mjög alvarlegum aug- um. Borgarstjórinn i Lundúnum, sir Hugh Wontner, sagði eftir heimsókn sina til St. Bartholome- us-sjúkrahússins, þar sem flestir hinna slösuðu liggja, að tilræðið beri vott um óheyrilega grimmd, sem erfitt sé að trúa að nokkur geti sýnt meðbræðrum sinum. Lundúnablaðið Daily Mirror skrifaði i gær, að tveim minútum áður en sprengjan sprakk I Tow- er, hefði verið hringt i þá og talaði maðurinn, sem hringdi með irsk- um hreim. Gaf hann þeim upp markorðiö „bastarðar” og hélt leiknir þrir sálmaforleikir, en við orgelið er Árni Arinbjarnar- son. Þórarinn Þórarinsson skóla- stjóri flytur ræðu. Flutt verður kantatan Skálholtsljóð eftir Pál Isólfsson og Sigurð Einarsson. Flytjendur eru kirkjukór Akra- ness, Guðrún Tómasdóttir syngur einsöng og Arni Arinbjarnarson leikur undir á organ. Söngstjóri er Haukur Guðlaugsson. Þá veröur ritningarlestur og bæn, sem séra Sigurður Sigurðsson annast, og að iokum verður al- mennur söngur Aætlunarferðir verða á Skálholt frá Umferðarmiðstöðinni kl. 11 á sunnudaginn, og til baka aftur frá Skálholti kl. 18. þvi fram, að hann væri fulltrúi einnar deildar IRA. — Við höfum komið fyrir sprengjum — sagði maöurinn um leið og hann skellti á. Eftir þvi sem blaðið sagði, á Irski lýðveldisherinn að hafa gef- ið brezku lögreglunni markorð, svo að lögreglan viti hvort nafn- lausar upphringingar eru frá IRA eða ekki. Maðurinn, sem hringdi til Daily Mirror gaf ekki upp rétt markorð, svo sennilegt er, að hann sé ekki fulltrúi lýðveldis- hersins eins og hann sagði. Það voru 42, sem slösuðust og sumir m jög alvarlega, en ein brezk kona lét lifið. Sprengjan var fimm kiló og sprakk á þeim tima, sem mest er um ferðamenn i Tower. — Til- ræðið ber öll merki IRA. Sprengj- unni var komið fyrir til að dreifa dauða og eyðileggingu — sagði lögreglufulltrúinn Robert Hunt- ley I Scotland Yard. Tíminner • peningar | AuglýsítT : í Timanum: • • •••••••••••••••••••»tf»mw Permobel Blöndum bílalökk HLOSSI! Skipholti 35 • Simar: 8-13-50 verilun • 8-13-51 verkstæöi • 8-13-52 skritstofa Margar geröir mæla i bifreiðir, báta og vinnuvélar HLOSSI^ Skipholti 35 Simar: 1-13-50 verzlun • 8-13-51 verkstæði • 8 13-52 skritstola

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.