Tíminn - 20.07.1974, Blaðsíða 14

Tíminn - 20.07.1974, Blaðsíða 14
14 TÍMINN Laugardagur 20. júli 1974. C 7-C\ r Frank Usher: A TÆPU VAÐI V______________________________________________J — Hann er farinn til Moskvu. — Það veit ég þvi ég fylgdi honum í lestina í gær- kveldi. Nú settist hann f ast við hliðina á henni og tók utan um handlegginn á henni. Takið var fast þótt Oskar tæki stundum fastar á henni. En hún var ekki hrædd við Ósk- ar sem aldrei hafði gert henni nokkuð illt, en við þennan mann var hún hrædd. Hann dró hana ofurlítið að sér. — Hvað hyggist þérfyrir? Hann lét sem þetta væri leikur einn. En girndin eftir henni var alveg við að yf ir- buga hann. — Þér voruðóneitanlega dálítið vingjarnlegri við mig síðast, ekki satt? — Þá voruð þér líka kurteisari, svaraði hún. — Ég hef ekkert af mér gert. Hvers vegna komið þér svona f ram við mig? — Þér haf ið ekkert leyf i til að vera hér í Eastvold. Ég gæti handtekið yður þess vegna, og þá munduð þér lenda í alvarlegum réttarhöldum með tilliti til f yrirætlunar yð- ar að smygla bifreið út úr landinu. — En ég hef útflutningsleyfi fyrir bílnum undirritað af yður. Hann hló. — Gaf ég yður útf lutningsleyf i? En það get ég sem bezt rifið i tætlur. Á skrifstofu minni fyrirf innst ekkert afrit af þessu leyfi. Hann tók þéttar utan um hana. — Jæja, hvað segið þér um það? — Hvers óskið þér? spurði hún í örvinglan. — Hvað heldur þú? Þú ert enginn engill. Ég veit vel að þú ert að hafast eitthvað að sem ekki þolir dagsins Ijós. Hvað ertu að gera hér í Eastvold? — Ég er búin að segja þér það. — En ég trúi þér ekki. — Það finnst mér leitt, en ég sagði satt. — Geturðu ekki reynt að finna einhverja betri sögu? Hann dró hana enn nær sér, strauk henni um axlirnar og horf ði um leið niður á hin nöktu brjóst. — Ég hef ekkert af mér gert, sagði hún með öndina í hálsinum. — Ég og vinur minn óskum þess eins að geta haldið ferðinni áfram til Vestur-Þýzkalands. — Það er ég líka viss um. Gott og vel, en það er undir þér komið hvort þið getið haldið ferðinni áf ram. En hvað ég geri í málinu er aftur á móti komið undir því hve elskuleg þú verður mig mig. Hún var orpin spennt á taugum. Þetta var ekki aðeins það að hér var maður, sem vildi fá það, sem stúlka gat gefið. Hún hafði áður komizt í svipaðar aðstæður, en bjargast út úr þeim án stórslysa. Þetta var á annan veg, Stanislov gat komið á hverju augnabliki sem vera skyldi. Þar með mundi hann vera genginn í háskalega gildru. — Ef þetta er allt og sumt sem þér viljið, sagði hún hægt, — hvers vegna getið þér þá ekki sagt það hreint og beint? Þér getið fengið mig ef við fáum bæði leyfi til þess að halda för okkar áf ram. Mér er f ullkomlega Ijóst að staða mín er ekki slík að ég geti verið stór upp á mig. En hér getum við ekki gert það. Hann lokaði augunum til hálfs. — Þú ert að reyna að tef ja tímann? Og hvernig ferðu að vita að þetta eina sé allt og sumt sem ég vil þér? Þú segistætla að kaupa bil af Sternberg. Hvar eru pening- arnir? — Ég mun greiða honum. — Ég var að spyrja þig hvar peningarnir væru. Þú hefur ekki safnað peningum í Kaltenburg. — Ég á peninga í Múnchen. Hann hló. — Veiztu ekki að það er alvarlegt af brot að kaupa nokkuð í þessu landi og greiða það í öðru landi með framandi gjaldeyri? — Hún horfði á hann stórum augum. — Nei, það vissi ég ekki. Það verður kannski bezt að við gleymum þessu öllu saman. — Svo auðveldlega sleppurðu ekki undan hegningu fyrir alvarlegt afbrot. — Hvað viljið þér að ég geri? — Stúlka eins og þú getur tekið út hegningu sína á ýmsan hátt. Hann þrýsti munninum fast á varir hennar og fór að kyssa hana ofsalega. Amöndu fannst þetta viðbjóðslegt og reyndi eftir megni að losa sig. 5. kapítuli. Þegar Óskar kom til baka með handtöskurnar, var farið að rigna, Hann aðgætti ekkert sérstaklega bílinn sem stóð f yrir utan krána. Hann lagði töskurnar frá sér á ganginum hjá öðrum farangri þeirra. Staðurinn virtist útdauður. Kráreigandinn og frú höfðu sennilega fengið sér miðdegisblund. Hann gekk að herberginu í hverju Amanda bjó. Hann heyrði mannamál. Nú datt honum í hug bíllinn, sem hann hafði séð fyrir utan. Stanislov var þá loksins kominn. En maðurinn sem Amanda var að verja sig fyrir í dívaninum i örvæntingu var alls ekki Stanislov. Honum hefði Óskar heilsað eins og ekkert hefði i skorizt. En þessi maður var eldri, sköllóttur og með gleraugu. Hann var búinn að toga kjólpils Amöndu upp í mitti, og kyssti hana á hálsinn um leið og hann lét hendurnar fara um hana hátt og lágt. Amanda barðist um af alefli. Óskar snaraðist að dívaninum. Þegar Amanda sá hann koma féllust henni hendur af feiginleik. Hann tók í kragann á Gabelsberger og kippti honum upp á fæturna. —. — Mannhundur! sagði hann í æðisgenginni reiði. Hvort myndir þú segja að þetta væri ^steinn eða hnullungur? Það er hnullungur) 60Þ we 7-20 m iiii Laugardagur 20. júli. 7.00 Morgunútvarp Veður- fregnir kl. 7.00, 8.15, og 10.10. Fréttir kl. 7,30, 8.15, (og forustugr. dagbl.) 9.00, og 10.10. Morgunbænnkl. 7.55. Morgunstund barn- anna kl. 8.45: Steinunn Jóhannesdóttir heldur áfram að lesa „Söguna af Jóni Oddi og Jóni Bjarna” (4). Tilkynningar kl. 9.30. Létt lög milli liða. óskalög sjúklinga kl. 10.25: Dóra Ingvadóttir kynnir. 12.00 Dagskráin. Tónleikar. Tilkynningar. 12.25 Fréttir og veðurfregnir. Tilkynningar. 13.30 Létt lög 14.00 Vikan sem var Páll Heiðar Jónsson sér um þátt með ýmsu efni. 15.00 Miðdegistónleikar a. Hljómsveit Hans Wahlgrens leikur tvö lög eftir Peterson- Berger. b. Róbert Wagner kórinn syngur bandarisk þjóðlög. d. Filharmóniu- sveitin i Vinarborg leikur „Gayaneh”, ballettsvitu eftir Khatsjaturian: höf- undur stjórnar. 15.45 A ferðinni Okumaður: Arni Þór Eymundsson. (16.00 Fréttir. 16.15 Veður- fregnir) 15.30 Horft um öxl og fram á við Gisli Helgason fjallar um útvarpsdagskrá siðustu viku og hinnar komandi. 17.30 Framhaldsleikrit barn- anna „Heilbrigð sál I hraustum likama” eftir Þóri S. Guðbergsson Fimmti og siðasti þáttur: „Endalok” Leikstjóri: GIsli Alfreðsson. Persónur og leikendur: Sveinn. Flosi Ólafsson/Svandís.Anna Kristín Arngrlms- dóttir/Þröstur.Randver Þorláksson/ Spekingurinn. Jón Júllusson/ Jóhannes. Sigurður Skúlason/ Oddviti. Valdimar Lárusson/ Jónatan bóndi. Jón Aðils/ Sigriður húsfreyja. Nlna Sveinsdóttir/ Hreppstjóri. Valdimar Helgason/ Þorkell. Bessi Bjarnason/ Kynnir. Stefán Baldurs- son/ 18.00 Söngvar I léttum dúr. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Fréttaauki. Til- kynningar. 19.35 „Ég á vini alls staðar Valgeir Sigurðsson ræðir við Björn Blöndal rithöfund og bónda i Laugarholti. 20.00 Julie Suilivan syngur vinsæl lög með hljómsveit John Keatings. 20.30 Frá Vestur-íslendingum Ævar Kvaran les tvær sögur eftir Þorstein Þ. Þorsteins- son: „Verndargripinn” og „Vitrun séra Hallgríms Péturssonar”. 21.15 Hljómplöturabb Þorsteinn Hannesson bregður plötum á fóninn. 22.00 Fréttir. 22.15 Veöurfregnir Danslög. 23.55 Fréttir i stuttu máli. Dagskrárlok. Fyrstir á morgnana

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.