Tíminn - 21.08.1974, Side 12
12
TÍMINN
Miðvikudagur 21, ágúst 1974.
A
Frank Usher:
TÆPU VAÐI
Heyrðu mig/ horfir þú nokkurn tíma út á Königsplatz?
— Auðvitað. Því spyrðu?
— Á horninu er staðurinn þar sem hið Brúna hús Hitl-
ers stóð— fæðingarstaður nasismans. Það er mjög við-
eigandi staður að f lytja mig á til þess svo að senda mig
aftur til Rússlands móti vilja mínum.
— Ég skil þig ekki, sagði Mirsky kuldalega. — Hvernig
færðu þig til aðsnúa bakinu við þinni eigin þjóð?
— Ég get vist ekki skýrt það fyrir jaf n einfaldri sál og
þér.
Mirsky snéri sér að Praslov.
— Félagi, þú getur f arið með hann. Það er búið að búa
um hann í kjallaranum.
13. kapítuli.
Aðrir erfiðleikar mættu Peterson en þeir, sem snertu
áætlunina um frelsun Stanislovs.
Það var farið að hvísla því á vissum stöðum^að K.G.B.
hefði náð í Stanislov og væri í undirbúningi með að
endursenda hann til ættlandsins eftir leynilegri leið.
Einnig var þvi hvislað,að Peterson vissi vel um það sem
fram færi.
Það var nauðsyniegt að þeir Óskar skildu strax og þeir
kæmu til Munchen. Óskar fékk inni í húsi nálægt Lud-
wigstrasse,þar sem hann átti að hafa hægt um sig og biða
eftir upphringingu frá Peterson. Hann mátti ekki undir
nokkrum kringumstæðum setja sig í samband við
Amöndu á Grúnvold. Óskar skildi þessar varúðarráð-
stafanir, hann hvar hvorki skjótráður né óþolinmóður.
Á meðan snuðraði Peterson hingað og þangað í
Mlinchen. Hann hitti Lloyd Denver á Hótel Vier Jahres-
zeiten, þar sem Amerikumaðurinn var að borða humar
með indó-kínverskri nektardansmeyju, sem nú sýndi sig
i tigrísbúri í Eva Bar.
Þegar Denver kom auga á Peterson, fór sú kínverska
út til að púðra á sér nef ið. Denver bað Peterson að fá sér
sæti.
— Nei, þakka, sagði Peterson.
— Ég get náð í aðra handa þér af sömu sort.
— Ég bjarga mér sjálfur.
Peterson settist, treglega þó.
— Er nokkuð nýtt að f rétta, Dabbi? spurði Denver.
—■ Ég var að vona að þú hefðir eitthvað að segja mér.
Denver rétti sleikifingurinn aðvarandi upp í loftið.
— Á hverju lumar þú?
— Ég heyri sagt að þú haf ir verið í Karlsthor.
Peterson yppti öxlum.
— Ég kem of seint, gamli vinur.
— Ég hef heyrt,að Rússarnir haf i haf izt handa.
— Slíkt kemur fyrir.
— En þeir hafa ekki enn sent vin okkar heim til föður-
landsins.
— Það gera þeir eins f Ijótt og við verður komiö.
— Ef þeir verða þá ekki stöðvaðir.
— Þá munu þeir reyna að fá hann f ramseldan.
Denver varð alvarlegur á svipinn og laut fram.
— Þú veizt um áhuga okkar á þessu máli. Hvað
hyggstu fyrir?
— Það kemur þér ekki við, gamli vinur.
— Þú reynir vonandi ekki að hafa afskipti af þessu?
Þú veizt jaf nvel og ég,að það væri mun betra f yrir okkur
að hann yrði hreinlega drepinn heldur en að þeir smygl-
uðu honum til Moskvu og þvinguðu hann til þess að leysa
frá skjóðunni. Við kærum okkur ekki um,að þeir komist
að þvi,sem hann veit.
— Veit ég það vel. Ef ég með nokkru móti get verið til
hjálpar....
— Veiztu hvar þeir geyma hann?
Peterson horfði fast á Denver og hristi höfuðið.
— Auðvitað ekki. Ef svo værbmundi ég segja þér frá
því svo að við gætum hjálpazt að því að f relsa hann. Oh,
þarna kemur litli rekkjunauturinn þinn til baka. Það er
sagt,að hún striplist í tigrísbúri á Eva Bar og að hinir
ægilegu1 kettir gefi henni ekki einu sinni auga. Það er
einhver siðf ræði í þessu. Ef til vill kjósa þeir að éta gest-
ina?
Peterson skildi hvað þeir í C.I.A. voru að fara. Þeir
höfðu grun um að hann vissi lengra nef i sínu í þessu máli
og vildu mjög gjarnan fá að vita um fyrirætlanir hans.
Það var greinilegt.að þeir höfðu misst sjónir af K.G.B.
og höfðu ekki hugboð um,hvar Stanislov var niðurkom-
inn. Þeir treystu því að Peterson mundi koma þeim á
sporið. Það var njósnað um hann svo hann varð að halda
sig í f jarlægð frá Amöndu og Óskari og Königsplatz. En
hann gat hringt þau upp áhættulaust.
Denver átti auðsjáanlega von á því, að hann mundi
hjálpa C.I.A. Þegar öllu var á botninn hvolft,voru Bret-
arnir og Ameríkanarnir á sama báti i þessu máli og sam-
vinna því eðlileg.
Peterson mundi vel,hvað Denver hafði sagt— að þeir
vildu heldur, að Stanisiov léti líf ið en að hann yrði færður
austur til Moskvu og krafinn sagna. Peterson hafði all-
góða vitneskju um,hvað Stanislov vissi, og sem að C.I.A.
vildi helzt geyma sem leyndarmál. Heldur mundu þeir
myrða hann á laun en að þola að hann færi lifandi austur
fyrir Járntjald. Þetta var vel framkvæmanlegt ef þeir
vissu bara hvar K.G.B. hefði falið þann.
Hvað Ég tek aftur það
er það? ) sem ég sagði, Súsi er
næst-vitlausasta manny
\eskjan i heiminum,./
illl!
1
7.00. Morgunútvarp. Veður-
fregnir kl. 7.00, 8.15, 10.10.
Fréttir kl. 7.30, 8.15 (og
forustugr. dagbl.) 9.00 og
10.00. Morgunbæn kl. 7.55.
Morgunstund barnanna kl
8.45. Svala Valdimarsdóttir
heldur áfram lestri þýðing-
ar sinnar á sögunni
„Malena byrjar i skóla”
eftir Maritu Lindquist
12.00. Dagskráin. Tónleikar.
Tilkynningar.
12.25. Fréttir og veðurfregnir.
Tilkynningar. Tónleikar.
13.30. Með sinu lagi. Svavar
Gests kynnir lög af hljóm-
plötum og talar um „lög
sem orðið hafa útundan”.
14.30. Siðdegissagan: „Katrin
Tómasdóttir” eftir Rósu
Þorsteinsdóttur. Höfundur
les (14).
15.00 Miðdegistónleikar.
16.00.Fréttir. Tilkynningar.
(16.15. Veðurfregnir).
16.25. Popphornið.
17.10 Undir tólf. Berglind
Bjarnadóttir stjórnar óska-
lagaþætti fyrir börn undir
tólf ára aldri.
17.40. Það er leikur að iæra.
Anna Brynjúlfsdóttir sér
um þáttinn.
18.00-Tónleikar. Tilkynningar.
18.45. Veðurfregnir. Dagskrá
kvöldsins.
19.00 Fréttir. Fréttaauki.
Tilkynningar.
19.35. Landslag og leiðir.
Kristján Ingólfsson náms-
stjóri talar i seinna sinn um
Múlaþing
20.00. Einsöngur : Maria
Markan syngur lög eftir Is-
lenzka höfunda.
20.20. Sumarvaka a. Þegar ég
var drengur. Þórarinn
Helgason frá Þykkvabæ
rekur minningar sinar
II. b. Villiflug. Gunnar
Stefánsson les úr fyrstu
ljóðabók Þórodds
Guðmundssonar skálds frá
Sandi. c. Flotadagurinn
mikli á Mývatni. Haraldur
Guðnason bókavörður i
Vestmannaeyjum segir frá.
d. Kórsöngur. Liljukórinn
syngur íslenzk þjóðlög i út-
setningu Sigfúsar Einarsso
ar, Jón Ásgeirsson stjórnar.
21.30. Útvarpssagan: „Svo
skal böl bæta ” eftir Oddnýju
Guðmundsdóttur. Guðrún
Ásmundsdóttir leikkona
byrjar lesturinn.
22.00.Fréttir.
22.15. Veðurfregnir. Bein lina.
Umsjónarmenn: Árni
Gunnarsson og Kári Jónas-
son.
23.00. Djassþáttur. 1 umsjá
Jóns Múla Árnasonar.
23.45 Fréttir I stuttu máli.
Dagskrárlok.
iBlMimiB
Miðvikudagur
21. ágúst.
20.00 Fréttir.
20.25 Veður og auglýsingar.
20.30 Nýjasta tækni og vísindi.
Landbúnaður meö flugvél-
Sædýrasafn I New York.
Sóisjónaukl.
Útvarpssjónauki.
Dýragarður I San Diego.
Umsjónarmaður Ornólfur
Thorlacius.
21.00 Enginn vildi deyja.
Litháisk biómynd með rúss-
nesku tali gerð árið 1966.
. Þýðandi Reynir Bjarnason.
Myndin gerist við Jok
heimsstyrjaldarinnar sið-
ari. Litháiskir skógarmenn,
sem forðuðu sér úr þjónustu
Þjóðverja,er leið að lokum
striðsins, gera samyrkju-'
bændum lifið leitt og drepa
alla þá menn i valdastöðum,
sem þeir ná til. Meðal
fórnarlama þeirra er nýráð-
inn bústjóri, Björn að nafni, V
Synir Björns koma heim til
útfararinnar og ákveða að
setjast þar um kyrrt og leita
óbótamannanná.
22.40 Dagskrárlok.