Tíminn - 26.09.1974, Síða 7

Tíminn - 26.09.1974, Síða 7
Fimmtudagur 26. september 1974. TÍMINN 7 r (Jtgefandi Framsóknarflokkurinn Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason. Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson (ábm). Jón Helgason. Auglýsinga- stjóri: Steingrímur Gislason. Ritstjórnarskrifstofur í Edduhúsinu viö Lindargötu, simar 18300—18306. Skrifstof- ur i Aðalstræti 7, simi 26500 — afgreiðslusimi 12323 — aug- iýsingasimi 19523. Verð í lausasölu kr. 35.00. Áskriftargjald kr. 600.00 á mánuöi. Biaðaprent h.f. Yrt á blindingja Allir íslendingar eru til vitnis um það, að i stjórnartið viðreisnarstjórnarinnar, er svo kallaði sig, rikti hér iskyggilegt atvinnuleysi, er svo þrengdi að fólki, að það gekk sumt frá húsum sinum og eignum i bæjum og þorpum landsins, og þúsundir manna flúðu beinlinis land undan úr- ræðaleysinu, flestir til Sviþjóðar, en sumir jafn- vel alla leið til Ástraliu. Allir lslendingar eru lika til vitnis um, að það var eins og þoku létti, þegar vinstri stjórnin tók við. Á skammri stund skipaðist svo veður i lofti, að með nýjum og góðum atvinnutækjum og skyldugri forsjá stjórnarvalda varð hvarvetna næg atvinna, og fólkið endurheimti trú á landið og gæði þess og framtið heimastöðva sinna. Og svo hefst forystugrein i Morgunblaðinu i gær á þessum orðum: ,,1 þrjú ár hefur smám saman verið að siga á ógæfuhlið i efnahagsmál- um”. Sá maður, sem svo skrifar, hlýtur að vera sleginn mikilli blindu, og ætti einhver, sem sjá- andi er og hefur ekki látið fram hjá sér fara, hvað til tiðinda hefur borið i landinu á liðnum árum, að hafa vit fyrir honum framvegis. Orsakir þeirra örðugleika, sem nú steðja að, eru öllum kunnar, og þarf þar ekki að reisa nein annarleg tjöld á gervisviði til þess að skýra þá. Þar eru einnig allir íslendingar til vitnis. Allir, sem heilt skyn hafa, vita mætavel, að þeir stafa af versnandi viðskiptakjörum erlendis, fyrst og fremst, og meðfram af illum afleiðingum óheppi- legra kjarasamninga i fyrravetur, er vel launaðar stéttir knúðu á siðustu stundu fram sér til handa meiri launahækkanir en fengu staðizt. En eitt kemur hér enn til, og þvi skyldu menn ekki gleyma. Það er ábyrgðarleysi Sjálfstæðis- flokksins, sem neitaði að fjalla um aðsteðjandi vandamál i tæka tið og kaus i þess stað að láta erfiðleika aukast og bólgna langtimum saman. 1 fyrravetur eða fyrravor hefði þó verið hægara um vik að vinna bug á örðugleikum, ef forráða- mönnum Sjálfstæðisflokksins hefði þá ekki verið annað rikara i huga en firra þjóðina áföllum. Morgunblaðið talar um þann tima ,,meðan efnahagsringulreiðin þróaðist þannig stjórn- laust”. Þar heggur það nærri sjálfu sér, þvi að þetta var einmitt sá timi, er Sjálfstæðisflokkur- inn fékkst ekki-af orsökum, sem ekki geta borið annað nafn en ábyrgðarleysi — til þess að skeyta neitt um viðnám gegn efnahagsvandkvæðunum. Þetta allt er hér rifjað upp að gefnu tilefni, svo að þeir, sem það kjósa, geti dregið af þvi rétta lærdóma, ef þeir svo vilja. Þvi má svo bæta hér við, að landsmenn eru nú miklu betur undir það búnir en áður, að verjast ágjöfum af völdum versnandi viðskiptakjara, þvi að þeir hafa á að skipa miklu af nýjum og góðum atvinnutækjum á sjó og landi,og það ber að þakka framtaki vinstristjórnarinnar, sem Morgun- blaðið virðistenn sjá ástæðu til að hrakyrða, og þeirri snöggu stefnubreytingu, er varð við til- komu hennar. Hennar framtak er undirstaða þess, að enn getur öllu vel reitt af, þótt syrti i ál- inn i bili. Newsweek: Afvopnunarviðræðurnar í Genf eru að hefjast Kjarnorkuvopnakapphlaupið heldur áfram og samkomulagshorfur eru litlar HENRY Kissinger utan- rikisráðherra á að hafa sagt fyrir stuttu, að „innan skamms verði möguleikar á kjarnorkustyrjöld, sem enginn hefði getað látið sig dreyma um fyrir fimmtán árum”, nema þvi aðeins að Sovétmenn og Bandarikja- menn geti komið sér saman um takmörkun árásarvopna. Samningamenn risaveldanna eru einmitt að setjast á rök- stóla I Genf til þess að reyna aö stöðva kapphlaupið Deilurnar um samningsað- stöðuna eru svo ákafar innan bandarisku stjórnarinnar, að Ford Forseti hefur ekki viljað taka af skarið. öryggisráð Bandarikjanna (40-nefndin) kom saman fyrir rúmri viku til þess að endurskoða fyrir- mæli samningamannanna, en ákveðnar tillögur voru ekki einu sinni ræddar. Valdamenn i Washington virtust I hvorugan fótinn geta stigið vegna algerrar óvissu um fyrirætlanir ráðamanna i Moskvu ÞEGAR samningafulltrúar Sovétmanna og Bandarikja- manna setjast að samninga- borðinu mun þá ekki greina á um umfang og þýðingu erfið- leikanna. I samningalotunni 1972 náðu Bandarikjamenn og Sovétmenn varanlegu sam- komulagi umeldflaugakerfitil varna (svonefnd ABM) En þeir gátu ekki komið sér saman um að reyna nema fimm ára samning um tak- markanir árásarvopna. Þar var gert ráð fyrir há- markstölu eldflauga, bæði þeirra, sem skotið er af landi, og hinna, sem skotið er úr neðanjarðarbyrgjum. Hins vegar var ekki minnzt á önnur mikilvæg hergögn, svo sem sprengjuflugvélar, né heldur endurbætur eldflauga. Vegna þessa hafa bæði risaveldin keppzt við að bæta i yfirfull kjarnorkuvopnabúr sin alls konar nýjungum. Viðfangsefni viðræöumanna i Genf verður þvi fyrst og fremst að semja drög að sáttmála, sem dregur úr kapphlaupinu um smiði nýrra vigvéla. En hitt er á huldu, hvernig eigi að fara að þvi. VALDHÖFUNUM i Washington þykir sem ráða- menn I Moskvu geri sér litið far um að greiða götu sam- komulags. Samkvæmt bráða- birgðasamkomulaginu hér um árið áttu Sovétmenn að fá að eiga fleiri eldflaugaskotpalla (2358 palla i Sovétrikjunum, 1710i Bandarikjunum.) Þetta átti að vega upp það forskot Bandarikjamanna, að þeir voru þá farnir að búa árásar- eldflaugar nokkrum kjarnaoddum, sem unnt var að beina á aðskilin skotkörk áður en skotið var. Sovétmönnum hefur farið verulega fram i eldflauga- tækni siöan 1972 og munu geta búið eldflaugar sinar þessum kjarnaoddum um næstu ára- mót. Sérfræðingar bandariska hermálaráðuneytisins halda fram, að Sovétmenn geti sett um 7000 kjarnaodda á eld- flaugar sinar skömmu eftir 1980 ( en áætluð kjarnaodda- eign Bandarikjamanna þá er aðeins 1650). Sovétrikin hafa. yfirburði yfir Bandarikin i burðar- magni eldflauga. Sér- fræðingar hermálaráðu- neytisins bandariska segja, að Sovétmenn muni ná sex- James Schlesinger, varnar- málaráðherra Bandarikjanna. földum burðarmagnsyfir- burðum innan fárra ára, ef þeir haldi áfram að keppast við eins og þeir hafa gert undanfarið SOVÉTMENN hafa ekki látið i ljós neinn tilhliðrunar- vilja i samningaumleitunum um takmörkun kjarorku- vopna. Þegar þeir ræddust við i júni Nixon og Brezjneff, höfnuðu sovézkir leiðtogar gersamlega öllum takmörk- unum á tölu eldflauga með miðanlegum kjarnaoddum. Um þetta komst vestrænn sendifulltrúi i Moskvu þannig að orði: „Sovétmenn vilja ná samkomulagi, sem veitir þeim yfirburði i tölu eldflauga og möguleikann til þess að ná einnig yfirburðum i tölu kjarnaodda”. Fastheldni Sovétmanna á kröfur um ákveðið forskot hafa komið mörgum sérfræöingum Bandarikjanna á þá skoðun, aö þeir hafi horfið frá jafn- ræði i vopnum og ætli sér ótvi ræða kjarnorkuyfirburði, og jafnvel möguleika á að verða fyrri til árásar á allar eld- flaugastöðvar Bandarikja- manna á landi. SAMNINGURINN 1972 var svo takmarkaður, að Sovét- menn gátu tekið risaskref fram á við i búnaði, svo að öryggi Bandarikjamanna starfar jafnvel ógn af. Af þessum sökum krefst James Schlesinger varnarmálaráð- herra þess, að nýtt samkomu- lag verði að mun nákvæmara en hið gamla. Sú krafa hefur valdið ágreiningi milli hans og Kissingers utanrikisráðherra, sem vill þumlunga sig áfram á samkomulagsbrautinni. „Gallinn er sá, að Kissinger neitar möguleika á samn- ingum um kjarnorkuvopna- takmörkun, sem miðuð sé við burðarmagn, vegna þess að hann er sannfærður um, að Sovétmenn muni aldrei á það fallast”, sagði einn af fylgis mönnum Schlesingers varnar- málaráðherra. Fylgismenn Kissingers svara þvi til, aö varnarmálaráðuneytið eigi hagsmuna að gæta i áfram- haldandi vigbúnaðarkapp- hlaupi. Einn þeirra komst svo að orði: „Krafa Schlesingers um nákvæman samning verður ekki skýrð með öðru móti en þvi, að hann vilji splundra öllum samkomu- lagsmöguleikum”. HVAÐ sem þessu liður eru margir sérfræðingar i vig- búnaðartakmörkun þeirrar skoðunar, að bandariskar tækniframfarir hafi miklað stórlega mat Sovétmanna á getu Vesturveldanna. Banda- rikjamenn eru nú komnir lengra en þeir voru, þegar þeir bjuggu eldflaugar sinar nokkrum kjarnaoddum, sem unnt var að beinta á aðskilin skotmörk fyrirfram (MIRV). Þeir búa nú til kjarnaodda, sem unnt er að fjarstýra eftir að þeir eru komnir á loft (M AR V.). Sérfræðingar varnarmálaráðuneytisins bandariska eru einnig að vinna að nýjum kafbáti, sem búa á endurbættri gerð Trident-eldflauga Ný langdræg sprengjuflug- vél — B 1 —, sem á að leysa B 52 af hólmi, mun bráðlega hefja reynsluflug. Rétt fyrir miðjan þannan mánuð gerði bandariski loftflotinn frumtil- raunir með eldflaug, sem skotið er úr flugvélum. Sér- hvert nýtt vopn er liður i samningsaðstöðunni, enda má falla frá notkun þess til þess að fá Sovétmenn til þess að hliðra til. „Þessir kjarna- oddar, sem stýra má á flugi, eru svo fullkomnir, að með þeim má jafna höfuðstöðvar rússnesku öryggislögrelunnar við jörðu án þess að skerða Kreml”. sagði brezkur sérfræðingur fyrir stuttu. ÞEGAR þess er gætt, hve: margslungnar og erfiðar samningaviðræðurnar eru, er engin furða þó að Ford forseti fari sér hægt, en sumir ná kunnugir halda, að hann dragi taum varnarmálaráðherrans. Sennilega er engra endan- legra ákvarðana að vænta hjá forsetanum fyrr en i október, en þá á Kissinger utanrikis- ráðherra að fara til Moskvu til undurbúningsviðræðna. Allar horfur eru á, að Sovétmenn ætli einnig að láta sér nægja að troða marvaða fyrstu vikurnar I Genf. Umræðurnar i Genf ættu, hvaö sem öðru liður, að leiða i ljós, hvilik firra ótakmarkað vígbúnaðarkapphlaup er. Eins og níi standa sakir geta bæði risaveldin sent 8400 megatonn af sprengjuefni með eld- flaugum. Það er fjögur hundruð og tuttugu þúsund sinnum það eyðileggingarafl, sem notað var i árás Banda- rikjamanna á Hiroshima 1945. Sé mælt i skiljanlegri tölum geta Bandarikjamenn til dæmis varpað 36 kjarnorku- sprengjum á hverja einustu sovézka borg, sem hefur 100 þúsund ibúa eða meira. Sovét- menn geta fyrir sitt leyti varpað ellefu kjarnorku- sprengjum á hverja einustu bandariska borg af sambæri- legri stærð. Þetta hlýtur að vera meira en nóg, hvaða kvarði, sem notaður er. —JH

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.