Tíminn - 26.09.1974, Qupperneq 15

Tíminn - 26.09.1974, Qupperneq 15
Fimmtudagur 26. september 1974. TÍMINN 15 (H Sinfónían einar 6-7 hljómleikaferðir út á land, og haustið 1975 er ákveðið að verði farin hljómleikaferð um Vestur- og Norðurland. Tvennir aukatónleikar verða hér i Reykjavik i vetur. Þeir fyrri verða 7. des. og stjórnar þá Al- berto Ventura frá Italiu hljóm- sveitinni. Einsöngvari verður Sigriður E. Magnúsdóttir. Starfsmannafélag hljóm- sveitarinnar heldur svonefnt Sinfóniuball 17. nóvember og verður þar heiðursgestur Victor Borge, sem einnig kemur fram á hljómleikum með hljómsveitinni sama dag. Áskriftargjald að 16 tónleikum er nú 6.400 kr og 4.160 kr., en einn- ig er seld áskrift að 8 tónleikum i senn. Vill að 90 manna sinfóniuhljómsveit ungs fólks komi hingað i sumar Aðalstjórnandi hljómsveitar- innar Karsten Andersen fæddist i Friöriksstað i Noregi. Hann stundaði nám i fiðluleik og lék með sinfóniuhljómsveitinni i Osló nítján ára gamall. Fljótlega fór hann einnig að fást við hljóm- sveitarstjórn og er nú aðalhljóm- sveitarstjóri „Harmonien” I Bergen. I vetur stjórnar hann tónleikum i Bergen milli þess, sem hann starfar hér. Hljómsveitir þessar eru svipaðar að stærð, en sú I Bergen á sér nokkru lengri sögu. Hún var stofnuð árið 1765 á dög- um Mozarts. — Ég tel ekki rétt að bera hljómsveitirnar saman, svaraði Karsten Andersen spurn- ingunni um, hvor hljómsveitin væri betri, — Harmonien stendur á gömlum merg, en Sinfóniu- hljómsveit íslands er ung. Ég hef verið á tónleikum hér, sem hafa tekizt eins vel ef ekki betur en tónleikar „Harmonien”. Karsten Andersen lét í viðtali við Timann i ljósi ánægju yfir nýju islenzku tónverkunum Flow- er Show, Nýtt verk, Sinfónfa nr. 2, nýtt verk fyrir bassafiðlu, sem frumflutt verða á starfsárinu. — Það er mjög mikilvægt að flutt séu ný innlend verk, sagði hann. Hann sagöi, að um eitt þúsund manns kæmu að jafnaði á tón- leika Harmonien I Bergen en þeir eru á hverjum fimmtud.Til samanburðar má geta þess, aö meöalaðsókn að hálfsmánaöar- legum tónleikum Sinfóniunnar hér er sennilega um 700 manns. Bergen (220.000 ibúar) er mikil tónlistarborg svo viö komum harla vel út úr þeim samanburði. — Mesta áhugamál mitt er að starfa með ungu tónlistarfólki sagði Karsten Andersen. Á sumr- in starfa ég við tónlistarnámskeið I Elverum i Austurdal skammt frá Osló og er þá mynduð þar 90 manna hljómsveit. Ég hef áhuga á að fá þangað 15-16 unga fslenzka tónlistarmenn næsta sumar og að öll hljómsveitin fari siöan hingað að námskeiöinu loknu og haldi tónleika á ýmsum stöðum á land- inu. — Ég tel að áhugi á sigildri tón- list og sinfóniuhljómleikum sé sizt minni meðal ungs fólks en eldri kynslóðarinnar. Skólatón- leikar hafa mikil áhrif i þá átt að vekja áhuga æskunnar og ég tel þá mjög æskilega. Það er gaman að sjá hvernig sigild tónskáld komast i tizku hjá unga fólkinu og hverfa siðan í skuggann fyrir öör- um. Fyrir fáum árum var barrokktónlist eftirlæti ungling- anna, Bach, Hándel og aðrir. En nú hefur rómantikin enn náð tök- um á æskunni, og ungmenni sitja grafkyrr og ekkert nema athyglin undir klukkustundar löngu verki eftir Bruckner. Mahler er lika i tizku núna og önnur rómantisk tónskáld. Hondúras allt frá matvælum til ýmiss konar verkfæra. Yfirvöldum í Honduras hefur ekki tekizt hingað til að koma þeim vörum, sem borizt hafa er- lendis frá, til hins nauðstadda fólks vegna ýmiss konar erfið- leika. Þeir hafa nú fengið hjálp við skipulagninguna frá Bret- landi, Bandarfkjunum og Kúbu. Alþýðusambandið: TILGANGUR VIÐRÆÐNA EKKI AÐ GERA SAMNING Miðstjórn A(SÍ kom saman til fundar i fyrra- kvöld og þar var sam- þykkt ályktun vegna nýrra bráðabirgðalaga rikisstjórnarinnar. Ályktunin fer hér á eftir i heild: ,,Með samþykkt miðstjórnar ASl og formanna sérsambanda þess hinn 31. ágúst sl. var m .a. ákveðið að tilnefna fulltrúa til viðræðna við rikisstjórnina, að ósk hennar. Viðræðum þessum er nú lokið og rfkisstjórnin hefur gefið út „bráðabirgðalög um launajöfn- unarbætur” o.fl. Að viðræðulok- um og f tilefni bráðabirgðalag- anna vill miðstjórn ASl og for- menn sérsambanda taka fram eftirfarandi: 1. Að tilgangur viðræðnanna var ekki sá að gera neins konar samninga um kaup og kjör heldur sá að freista þess að beita áhrifum Alþýðusam- bandsins til þess að fyrirhuguð löggjöf ylli sem minnstri skerð- ingu á launakjörum verkafólks. Bráðabirgðalögin eru þvi ein- hliða ákvörðun rikisstjórnar- innar, sem hún ber að fullu ábyrgð á. 2. Að jafnframt er ljóst að afstaða ASI og fulltrúa þess I viöræðun- um hefur leitt til verulegra breytinga á upphaflegum fyrir- ætlunum ríkisstjórnarinnar m.a. á þann veg að gildistimi laganna hefur oröið mun skemmri en hún hafði i huga, að endurskoðunarákvæði verða lögfest.ef framfræsluksotnaður fer fram úr ákveðnu marki, að láglaunabætur reiknast á yfir- vinnu og að bæturnar i heild verða meiri en ætlunin var. Ennfremur að niðurgreiðslur skerðast u.þ.b. helmingi minna en hugmyndir voru uppi um. Þá hafa i viöræðunum verið gefnar yfirlýsingar um breyt- ingar á lögum um fjölskyldu- bætur og skattalögum að jafn- gildi 1,5 til 2ja hundraöshluta i kaupmætti. 3. Að ákvæði bráðabirgðalaganna um framhald á frystingu verð- lagsbóta á laun næstu 8. mán- uði fela i sér mikla kjaraskerö- o Hestamenn i boði Borgarstjórnar og KSI Borgarstjórn Reykjavikur bauð þingfulltrúum til hádegisverðar I Höfða siðari þingdaginn og KSl bauð þingfulltrúum að sjá lands- leikinn tsland: Belgia er fram fór sama dag. Sæmdir Gullmerki ISI A þinginu var þremur mönnum afhent Gullmerki ISÍ, sem fram- kvæmdastjórn sambandsins hafði nokkru áður samþykkt aö sæma f viðurkenningarskyni fyrir mikið og gott starf að iþróttamálum. Það voru: Guðmundur Þórarinsson, iþróttakennari Reykjavik, og Valtýr Snæ- björnsson og Ingólfur Arnarson, Vestmannaeyjum. Næsta stjórn 1 stjórn ÍSÍ næstu 2 ár voru kjörnir: GIsli Halldórsson, forseti, Sveinn Björnsson vara- forseti, Gunnlaugur J. Briem gjaldkeri, Hannes Þ. Sigurðsson ritari og Þorvarður Árnason, er kom i stjórnina i staö Ólafs Jóns- sonar, sem baðst undan endur- kjöri. Þingslit í lok þingsins bauð forseti ISI og frú Margrét kona hans þing- fulltrúum til kvöldverðarboös að Hótel Esju. Við það tækifæri afhenti óskar Ágústsson, form. HSÞ gjafir frá héraðssamböndum utan Reykja- vikur og Hafnarfjarðar til forseta og framkvæmdastjóra ISl I tilefni sextugs afmælis þeirra fyrr i sumar. Voru gjafir þessar hátið- arplattar þjóðhátiöanefndanna úti á landsbyggðinni. ingu og fyrir verkalýðsstéttina f heild, skerðingu, sem Alþýðu- sambandið og verkalýðsfélögin innan þess munu berjast fyrir að vinna upp. 4. Að með útgáfu bráðabirgðalag- anna nú er framhaldið þeirri skerðingu samningsréttar aðila vinnumarkaðarins, sem hafin var gegn mótmælum Alþýðu- sambandsins þegar verðlags- bætur á laun voru af teknar timabundið fyrr á árinu og að Alþýðusambandið mótmælir þeirri aðferð eindregið. 5. Að áskorun Alþýðusambands- ins frá 31. ágúst sl. til verka- lýðsfélaganna um uppsögn samninga miðað við 1. nóvem- ber n.k. er að sjálfsögðu I fullu gildi enda er það skoðun þess að ekki komi til mála að félögin hafi við rikjandi aðstæður samninga bundna til vors 1976 eins og verða mundi yrði þeim ekki sagt upp af tilefni gengis- fellingarinnar." fsraelar herja á Sýrland NTB—Tel Aviv. —Annan daginn I röð, gerðu ísraelskar herþotur árás á skæruliðastöövar i Liban- on, nú aðeins nokkrum dögum áð- ur en ár er liðið frá þvi aö Yom Kippur-striðið hófst I fyrra-haust. Israelski herinn var viðbúinn öllu viðlandamæri Lfbanons til að hindra skæruliða árásir, og einnig á vopnahléslinunum við Sýrland, Jórdan, og Egyptaland, til að varna þvi að atburðirnir frá i fyrrahaust endurtæki sig. Þá gerðu Sýrland og Egyptaland árás inn i Israel á Yom Kippur daginn, sem þá var 6. september. Eftir upplýsingum frá hernum að dæma, eru þó litlar likur til að nýtt strið sé i uppsiglingu, en Israelsk yfirvöld hafa gert miklar varúöarráðstafanir gegn hugsan- legum skæruliða-árásum. A miðvikudagskvöld söfnuðust Israelar saman i samkunduhús- um og við grátmúrinn i Jerúsa- lem,þá var Yom Kippur-fastan að byrja, en hún stendur i 24 tima. Ekki er getið um að mannfall hafi orðiö i árásum fsraela á Libanon, né heldur hvort að flug- vélar hafi veriö skotnar niður. Electrolux Frystikista 410 Itr. Electrolux Frystlklsta TC 145 410 lítra Frystigeta 28 kg á dag. Sjálfvirkur hitastill- ir (Termostat). Öryggisljós með aðvörunarblikki. Hraðfrystistill- ing. Plata með stjórntökkum. Lás á loki. Tvær körfur. Skilrúm. Útbúnaður, sem fjarlægir vatn úr frystihólfinu. Segullæsing. Fjöður, sem heldur lokinu uppi. III.II Bæjarmálefni Kópavogs Framsóknarfélögin f Kópavogi halda almennan félagsfund i Félagsheimilinu-efri sal- þriðjudaginn 1. okt. kl. 20.30. Rætt verður um bæjarmálefni Kópavogs. Frummælendur veröa bæjarfulltrúarnir Magnús Bjarnfreösson og Jóhann Jónsson. Stjórnir félaganna. Laust starf Lyfjaverzlun rikisins óskar að ráða skrif- stofustúlku nú þegar eða siðar i haust. Vélritunarkunnátta nauðsynleg. Allar upplýsingar gefnar á skrifstofunni, Borgartúni 7. Fyrirspurnum ekki svarað i sima. LYFJAVERZLUN RÍKISINS Nauðungaruppboð Nauðungaruppboð þaö á húseign I smiðum I iandi Þor- vaidseyrar i Austur-Eyjafjallahreppi, Rangárvallasýslu, eign óla E. Adólfssonar sem auglýst var 145., 47. og 51. tbl. Lögbirtingablaðsins 1974 eftir kröfu Skúla Pálssonar brl. verður háð á eigninni sjálfri mánudaginn 30. september n.k. kl. 15. Sýslumaður Rangárvallasýslu. 10 kýr til sölu flestar snemmbærar Þorleifur Þorsteinsson, Uppsölum Borgarfirði simi um Reykholt. S. Gunnarsson h.f., Melabraut 24, Hafnarfirði, simi 53343 — 53510. Frystihús ■ Útgerðarmenn Framleiðum roðflettivélar og varahluti i margar gerðir fiskvinnsluvéla. Framleiðum einnig færibönd, rúllubönd og stigabönd úr rústfriu stáli eða áli. Fyrirliggjandi sem stendur rústfriir aðal- valsar i roðflettivélar, ásar, tannhjól o.fl. AUGLÝSIÐ í TÍMANUM Skrifstofur Veðurstqfunnar verða lokaðar eftir hádegi i dag vegna jarðarfarar. Veðurstofa íslands.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.