Fréttablaðið - 23.01.2005, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 23.01.2005, Blaðsíða 12
hvað það er gaman að vinna við svona,“ segir Katrín og hlær. Hún segir að það gefi mikið aukalega að vita af því að varan sem fyrir- tækið framleiði hafi jákvæð áhrif á heilsu og líðan fólks. „Við lítum svo á að við séum að færa fólki betri heilsu og þar með aukin lífs- gæði.“ Fóðrið flókið og heillandi Í útbreiðslu sinni á hollustunni nýtur Lýsi umboðsmanna víða um heim. „Í neytendavörunni erum við í samstarfi við mjög góða aðila sem þekkja sinn mark- að. Í magnvörunni er þetta meira beint milli fyrirtækja og mörg þeirra fyrirtækja sem við erum í viðskiptum við hafa verið við- skiptavinir Lýsis í yfir 40 ár. Í fyrirtækinu er mikil þekking á þessum markaði.“ Í magnútflutningnum er lýsið selt til frekari vinnslu í neyt- endapakkningar. „Oft á tíðum eru stærstu viðskiptavinir okkar um leið okkar hörðustu samkeppnis- aðilar.“ Katrín segir að þetta hafi ekki skapað vandamál enn sem komið er því. „Þetta fer ágætlega saman og okkur hefur tekist með góðri samvinnu við þessa aðila að sneiða hjá öllum vandræðum. Fóðurblandan framleiðir eins og nafnið gefur til kynna fóður, bæði fyrir gæludýr og fyrir fisk- eldi. „Fóðurblandan er mjög áhugavert fyrirtæki og fellur vel að því sem við erum að gera. Bæði er lýsi notað í fóðrið og svo var hún á sínum tíma í eigu Lýsis. Svo það má segja að hún sé komin heim.“ Fóðurgerð er flókin og til margs að líta. „Hjá okkur er einn færasti fóðurfræðingur landsins, Erlendur Jóhannesson. Það er gaman að segja frá því að hann hefur verið að þróa þorskeldis- fóður og náð fínum árangri í því. Ég veit ekki til þess að aðrir séu að fást við það hér á landi.“ Katrín segir að það þurfi að horfa til litar í fóðrinu og étanleika. „Aðallega er það þó flottíminn sem skiptir máli. Fiskar éta á mismunandi dýpi, þannig að fóðrið þarf að fljóta á réttum stað jafnframt því að tryggja þyngd- araukningu og étanleika. Þetta er mjög skemmtileg stúdía og fóð- urbransinn mjög skemmtilegur bransi.“ Innanlandsmarkaðurinn stöðugur Þótt tengsl séu á milli fóðurhlut- ans og lýsisframleiðslunnar, þá eru þetta ólíkir geirar. „Lýsis- hlutinn fer að mestu á erlendan markað eða um 90 prósent. Þetta er áhugaverður bransi, en mjög lokaður. Múrarnir eru frekar háir, vegna séþekkingar á efninu, á framleiðsluferlinu og á mark- aðnum. Lýsi er gamalt félag og frekar þekkt og hefur alla tíð lagt mikla áherslu á gæðamál. Þannig að við höfum mjög gott orð á okkur á lýsismarkaðnum.“ Flest erum við alin upp við mikilvægi þess að taka lýsi, með mismunandi gleði þó. „Innnan- landsmarkaðurinn hefur verið nokkuð stöðugur. Við erum frek- ar í sókn. Þorskalýsið er mjög stabílt, en aukning í lýsissölu inn- anlands var um átta prósent á síðasta ári. Aukningin er fyrst og fremst vegna nýrra vöruflokka.“ Bandaríkjamarkaður er vax- andi hjá Lýsi. Katrín segir að sala á neytendavörum á Bandaríkja- markaði hafi vaxið hratt. „Þetta er svo stór markaður að við kunnum ekkert að meta hann, skynja eða skilja. Hins vegar erum við bjartsýn á að við mun- um ná vel utan um þetta, af því að við erum að taka í notkun þessa nýju verksmiðju. Það væri ekki þægilegt að vera með núver- andi stöðu, nema vegna þess að nýja verksmiðjan er á leiðinni.“ Katrín segir afgreiðslutíma hafa lengst og að kúnnarnir myndu ekki hafa biðlund nema vegna þess að þeir vita að hann muni styttast á ný með tilkomu nýrrar verksmiðju. „Við erum svo yfir- keyrð að hér er allt á vælandi snúningi. Ég myndi reikna með því að það taki okkur þrjú ár að fullnýta nýju verksmiðjuna miðað við þróunina undanfarið. Það er ofboðslega gaman að vera til í dag.“ Virðing í að nýta Þorskalifur er uppistaðan í Lýsis- framleiðslunni. Samkeppnisaðil- inn hérlendis er Múkkinn sem fylgir fiskiskipunum í von um æti. „Ég er afskaplega þakklát fyrir lifrina sem við fáum frá íslenskum sjómönnum. Við gæt- um hins vegar nota helmingi meir. Miðað við kvótann má leiða líkur að því að við gætum fengið fjórum sinnum meira af lifur, en við erum að fá í dag. Því miður fer mikið af henni í sjóinn og við höfum orðið að bæta okkur það upp með innflutningi frá Noregi.“ Katrín segir að fyrir- tækið biðli nú til frystitogara og vonir standi til að það átak skili sér í að meira af þessari hollustu og verðmæti skili sér í land. „Við horfum hér í fyrirtækinu á full- nýtingu sem part af okkar virð- ingu fyrir umhverfinu og landi og þjóð. Þannig reynum við að koma fram af virðingu við allt og alla. Við nýtum grútinn sem í gamla daga var dælt í sjónn, og gerum úr því fínasta lifrarmjöl sem notað er í rækju- og álaeldi. Þess vegna finnst okkur það virð- ingarleysi að hirða ekki það sem þegar er dautt og nýta ekki auð- lindina til fulls.“ Katrín segir að full ástæða sé til bjartsýni í rekstri Lýsis. „Ég held að fólk sé orðið svo með- vitað um heilsu sína og þau bæti- efni sem það virkilega ekki má vera án, að þetta sé komið til að vera. Hinn kosturinn á móti því að taka lýsi er að borða tvær mál- tíðir af feitum fiski á viku. Ég þekki engan mann sem gerir það. Það er í rauninni algjör vitleysa að taka ekki lýsi,“ segir Katrín. Sannindi sem fleiri og fleiri hafa uppgötvað sjálfum sér til heilsu og heilla. haflidi@frettabladid.is SUNNUDAGUR 23. janúar 2005 11 Það koma nánast nýjar rannsóknir á hverjum degi um jákvæð áhrif af lýsi og lýsisafurðum ,, RANNSÓKNIR OG VÖRUÞRÓUN Nánast daglega birtast rannsóknir um hollustu afurða Lýsis hf. Rannsóknir eru fyrirferðarmiklar hjá fyrirtækinu sjálfu og vöruþróun og gæðamál í öndvegi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.