Fréttablaðið


Fréttablaðið - 23.01.2005, Qupperneq 13

Fréttablaðið - 23.01.2005, Qupperneq 13
Þennan dag árið 1870 lýsti her- foringinn Eugene Baker því yfir að honum væri slétt sama hvort um rétta indjána væri að ræða þegar hann skipaði mönnum sín- um að ráðast á búðir friðsælla Svartfóta þar sem þeir voru í fastasvefni við Marias ána í norð- urhluta Montana í Bandaríkjun- um. Baker hafði þá um tíma verið á höttunum eftir hópi uppreisnar- gjarnra indjána af sama ættbálki. Baker og menn hans höfðu verið í eftirför nokkra daga í vetrar- kulda þegar þeir rákust á þorpið. Þeir frestuðu árás til að detta í það, en lögðu svo í hana þegar leið að morgni og umkringdu búðirnar. Einn indjáni hafði veður af komu hermannanna og reyndi að koma þeim í skilning um að mennirnir sem þeir leituðu væru þar alls ekki, en Baker hvað það engu skipta, allt væru þetta indjánar af sama ættbálki. Hann skipaði mönnum sínum að skjóta indjánann ef hann reyndi að vara sofandi fólkið í búðunum við árásinni. Þeir gerðu svo áhlaup og drápu 37 karla, 90 konur og 50 börn að því er talið er. Í sum- um tilvikum veltu þeir um koll tjöldum og kveiktu í þannig að fólki brann inni. Hann tók einnig höndum um 140 konur og börn, en skildi þau eftir allslaus í vetrar- hörkunum þegar hann komst að því að sum voru veik af hlaupa- bólu. Fjöldamorðið hafði engin eftirmál fyrir Baker eða menn hans. ■ Í dag eru 26 ár frá því að Reyklausi dagurinn var haldinn í fyrsta sinn, þann 23. janúar árið 1979. Dagurinn hefur verið haldinn árlega frá því árið 1987 og á því verður ekki und- antekning í ár, en reyklaus dagur verður 31. maí. „Í ár langar okkur að tengja dag- inn aðkomu heilbrigðisstarfsfólks að tóbaksvörnum,“ segir Jakobína H. Árnadóttir, verkefnisstjóri Lýð- heilsustöðvar í tóbaksvörnum. Hún segir landið koma mjög vel út í samanburði Evrópulanda á flestum þáttum tóbaksvarna, nema helst hvað varði stuðning við fólk sem vill hætta að reykja. „Upplagt er því að nota árið í ár til að taka á þeim þætti og reyna að virkja heil- brigðisstarfsfólk í tóbaksvörnum þannig að úr verði skilvirkt kerfi sem skilar góðum árangri.“ Þá segir Jakobína þrýst á um frekari breytingar sem dregið geti úr reykingum. Hún bendir á að starfsfólk veitingahúsa og skemmtistaða njóti ekki verndar vinnuverndarlaga hvað óbeinar reykingar varðar. „Það er hart kveðið á um það, bæði í tóbaks- varnalögum og vinnuverndarlög- um, að allir starfsmenn eigi rétt á heilsusamlegu vinnuumhverfi. Starfsmenn veitingahúsa og skemmtistaða er eina stéttin sem ekki fær þessa vernd og við þrýstum vissulega á um að þessi mismunun verði afnumin.“ Nokkur fjöldi landa hefur þegar stigið það skref að banna reykingar á skemmti- og veitingastöðum og segir Jakobína að þar hafi svarta- gallsspár ekki gengið eftir. „Írland var fyrst í Evrópu og svo Noregur. Svíþjóð stígur skrefið núna fyrsta júní og svo Ítalía eins og greint hefur verið frá. Þá er Nýja-Sjáland búið að þessu og nokkur fylki í Kanada og Bandaríkjunum,“ segir hún og bendir á að Kalifornía hafi fyrst farið þessa leið árið 1998 og gengið mjög vel. „Það er mikið til af rann- sóknum um áhrif reykingabanns á aðsókn að skemmti- og veitinga- stöðum,“ segir hún og bætir við að þær bendi ekki til þess að bannið skaði reksturinn. „Í New York varð til dæmis 9 prósenta aukning í rekstri og nýjum starfsleyfum fyrsta árið eftir að bannið tók gildi.“ Þá segir hún nokkuð haldið á lofti tölum um að 108 veitinga- staðir í Noregi hafi farið á hausinn á fyrsta ársfjórðungi í kjölfar reyk- ingabanns, en í þeim fregnum hafi gleymst að minnast á að þannig hafi það verið í hverjum einasta ársfjórðungi áður. „Ég skil áhyggj- ur veitingamanna, en það virðist ekkert benda til þess að ástæða sé til að hafa áhyggjur.“ ■ 12 23. janúar 2005 SUNNUDAGUR SALVADOR DALI (1904-1989) „Það er erfitt að halda athygli heimsins í meira en hálftíma í einu. Sjálfum, hefur mér tekist það í tuttugu ár og á hverjum degi.“ Betur verði stutt við þá sem vilja hætta REYKLAUSI DAGURINN 26 ÁRA: Spænskur listmálari best þekktur fyrir súrrealísk málverk sín. Hann þótti sérvitur og játaði sjálfur að hann nyti þess að gera óvenjulega hluti með það fyrir augum að vekja athygli á sjálfum sér. timamot@frettabladid.is ÞETTA GERÐIST MERKISATBURÐIR 1751 Bærinn að Hvítárvöllum í Borgarfirði brann og sjö manns létust. 1907 Togarinn Jón forseti, fyrsti botnvörpungurinn sem Íslendingar létu smíða, kom til landsins. 1973 Eldgosið í Heimaey hófst um klukkan tvö að nóttu. Flestir íbúanna voru fluttir brott á fyrstu klukkustund- um gossins, en það stóð fram í júní. 1973 Richard Nixon Bandaríkja- forseti lýsir því yfir í sjón- varpi að náðst hafi friðar- samningur í Víetnam. 1981 Tilkynnt að Snorri Hjartar- son hljóti bókmenntaverð- laun Norðurlandaráðs. 1988 Mesta frost í sjötíu ár mældist á Möðrudal á Fjöllum, -32,5 gráður. Réðust á rangar indjánabúðir Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, bróðir og afi Kristján Pétursson Laxagötu 3a, Akureyri Þórkatla Sigurbjörnsdóttir Guðrún Heiða Kristjánsdóttir, Þorsteinn Krüger Pétur Guðjón Kristjánsson, Júlía Garðarsdóttir Helga Sóley Kristjánsdóttir, Halla Björk Kristjánsdóttir Kristín Mjöll Kristjánsdóttir, Atli Steinn Friðbjörnsson Pétur Ágúst Pétursson og afabörn. verður jarðsunginn frá Akureyrarkirkju miðvikudaginn 26. janúar kl. 13.30. Þeim sem vilja minnast hans er bent á að láta Heimahlynningu á Akureyri njóta þess. Hjartans þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og útför, ástkærs föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, Stefáns Þórðarsonar Reykjahlíð 10. Sérstakar þakkir færum við Jóni Eyjólfi lækni og starfsfólki öldr- unardeildar LHS fossvogi og líknardeild Landakots fyrir góða umönnun. Ólöf Stefánsdóttir, Hannes Þór Ragnarsson, Þóra María Stefánsdóttir, Kristinn Stefánsson, barnabörn og barnabarnabörn. Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför ástkærs eigin- manns míns, föður okkar, tengdaföður og afa, Jóhanns Magnússonar bifreiðaskoðunarmanns á Ísafirði. Sérstakar þakkir til lækna og hjúkrunarfólks á Heilbrigðisstofnun Ísafjarðar. Halldóra Jóhannsdóttir, Dagný S. Sigurjónsdóttir, Magnús Már Þorvalds- son, Elva J. Jóhannsdóttir, Barði Önundarson, Magnús Ö. Jóhannsson, Helga G. D. Haraldsdóttir, Heiðrún B. Jóhannsdóttir, Ari K. Jóhannsson og Harpa Henrýsdóttir. Í dag hefst Barnabíó Norræna hússins, en það er orðinn fastur liður í barnadagskrá hússins. Barnabíóið er þáttur í verkefninu Norðurlöndin í fókus sem hefur að markmiði að miðla norrænni menningu og hvetja til aukins skilnings og áhuga á fjölmörgum þáttum hennar, meðal barna jafnt sem fullorðinna. Í tilkynningu Norræna hússins kemur fram að myndirnar, sem sýndar verða einn sunnudag í mánuði fram á vor, hafi vakið at- hygli í heimalöndum sínum og víðar og tekið þátt í alþjóðlegum kvikmyndahátíðum. „Í þeim er fjallað um ýmsa erfiðleika sem börn geta staðið frammi fyrir, í samskiptum við jafnaldra sína og fullorðna. Viðfangsefninu er miðl- að á nærgætinn og oft bráð- skemmtilegan hátt. Myndirnar höfða ekki síður til fullorðinna en barna.“ Klukkan tvö í dag er sýnd danska myndin „Strákurinn Hodd- er“ eða „En som Hodder“ og er byggð á verðlaunaskáldsögu Bjarne Reuter. Leikstjórinn, Henrik Ruben Genz, hlaut Gler- björninn á Kvikmyndahátíðinni í Berlín 1999 fyrir stuttmyndina Bror, min bror sem einnig var til- nefnd til óskarsverðlauna, en Strákurinn Hodder er hans fyrsta kvikmynd í fullri lengd. Í myndinni er fjallað um 9 ára móðurlausan dreng sem býr einn með pabba sín- um. Myndin er textuð á dönsku. ■ HODDER LENDIR Í ÝMSUM ÆVINTÝR- UM. Barnabíó Norræna hússins að hefjast: Strákurinn Hodder sýnd í dag AFMÆLI Sighvatur K. Björgvinsson fv. þingmaður og ráðherra er 63 ára í dag. Ólafur Kvaran safnstjóri er 56 ára í dag. Valgeir Guðjónsson tónlistarmaður er 53 ára í dag. Guðný Halldórsdóttir kvikmyndagerð- armaður er 51 árs í dag. Ragnar Þór Hilmarsson málari er 39 ára í dag. Sigrún Eva Ármannsdóttir söngkona er 37 ára í dag. Sverrir Þór Sævarsson tónlistarmaður er 27 ára í dag. ANDLÁT Guðrún Lilja Ísberg, hjúkrunarheimilinu Skógarbæ, áður Efstaleiti 10, Reykjavík, lést sunnudaginn 16. janúar. Friðgeir Kristjánsson, húsasmíðameist- ari, Bröttuhlíð 17, Hveragerði, lést mið- vikudaginn 19. janúar. Guðrún Brynjólfsdóttir, frá Akurey í Vestur-Landeyjum, Njálsgerði 15, Hvols- velli, lést fimmtudaginn 20. janúar. Hákon Salvarsson, bóndi frá Reykjar- firði, lést fimmtudaginn 20. janúar. Sigurður Ó. Guðmundsson, frá Siglu- firði, Breiðvangi 16, Hafnarfirði, lést fimmtudaginn 20. janúar. Þórheiður Sigþórsdóttir, er látin. Útför- in hefur farið fram í kyrrþey. JAKOBÍNA H. ÁRNADÓTTIR Verkefnisstjórinn í tóbaksvörnum segir landið alltaf hafa staðið framarlega í tóbaksvörnum og spurninguna tæpast geta verið hvort, heldur hvenær reykingar verði bannaðar á veitingahúsum og skemmtistöðum. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V IL H EL M Ágrip af sögu Tóbaksvarnaráðs 1969-1996: 1969 Fyrsta lagaákvæðið sem miðar gagngert að því að draga úr tóbaksreykingum. Varað er við skaðsemi reykinga á sígarettupökkum. 1972 Samstarfsnefnd um reykingavarnir stofnuð. 1975 Haldnar tvær tóbaksvarnavikur, um vor og haust. 1976 „Herferð gegn reykingum“ haldin í grunnskólum landsins og reyklausa skákmótið „Skák í hreinu lofti.“ 1977 Sjónvarpsnámskeiðið „Hættum að reykja“ haldið. Ný lög um tóbaksvarnir taka gildi þar sem allar tóbaksauglýsingar eru bannaðar. 1979 Fyrsti reyklausi dagurinn, 23. janúar. 1982 Annar reyklausi dagurinn og fyrsta íslenska heimildarmyndin um afleiðingar reykinga „Ekki ég“ gefin út. 1983 Frumvarp til laga um tóbaksvarnir lagt fyrir Alþingi. 1984 Reykingar í atvinnuflugi innanlands bannaðar með reglugerð. 1985 Reglur settar um tóbaksvarnir á vinnustöðum. Ýmis ákvæði úr nýjum tóbaksvarnalögum koma til framkvæmdar. 1987 Þriðji reyklausi dagurinn. 1993 Reykingar í Evrópuflugi bannaðar með reglugerð. 1994 Kvikmyndahúsin reyklaus 1. desember. 1995 Reykingar bannaðar í öllu atvinnuflugi með farþega milli Íslands og annarra ríkja. 1996 Bann við tóbakssölu til einstaklinga yngri en 18 ára. Bann við fínkornóttu neftóbaki og munntóbaki. Heimild: Vefur Lýðheilsustofnunar/samantekt Þorvarðar Örnólfssonar

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.