Fréttablaðið - 23.01.2005, Page 19

Fréttablaðið - 23.01.2005, Page 19
23. janúar 2005 SUNNUDAGUR 60 x 60 sm Handlaugar 19.900,- Verð frá: 29.900,- E i n n t v e i r o g þ r í r 2 8 7 .0 3 8 Verð: 58.000,- 39.900,- ÚTSALA Vaskar Sturtuhausasett Verð frá: 7.990,- 3.990,- Verð: 11.900,- 7.900,- Salerni Handklæðaofnar 60 x 120 sm Verð: 29.900,- 19.900,- á hreinlætistækjum Hvítur: Verð: 39.900,- 29.900,- Króm: Verð: 14.900,- 9.999,- Blöndunartæki Frábært úrval blöndunartækja 9.999,- Verð: 15.900,- Verð: 7.990,- 4.900,- Verð: 9.900,- 4.900,- Skatastaðavirkjun Villinganesvirkjun Brúarvirkjun Urriðafossvirkjun Holtavirkjun Hvammsvirkjun Blönduvirkjun Krafla-Námafjall Reykjanes og Svartsengi Hengill Brennisteinsfjöll Krýsuvík Hrafnabjargavirkjun Þeistareykir Blanda Jökulsá austari Skjálfandafljót Jökulsá á Fjöllum Jöku lsá á Da l Jök uls á í F ljó tsd al Sk af tá Tu ng na á M ar ka rfl jó t Þj ór sá Þjó rsá Ka lda kv ísl K ví sl av ei ta Norðlingaölduveita Kárahnjúkavirkjun Markarfljótsvirkjanir Laxárvirkjun Skaftárveita Selvogsbanki Mikilvægasta hrygningarsvæði þorsks við Ísland Hólm sá V es tu rö ræ fi Hvítá H ví tá A ldeyjarfoss Hágönguvirkjun Fljótshnjúksvirkjun Kortið sýnir virkjunarkosti 1. áfanga Rammaáætlunar um nýtingu vatnsafls og jarðvarma, útg. af iðnaðar- og viðskiptaráðuneytinu 27. nóvember 2003. Jökulsá vestari Ar na rd al sv irk ju n Þjó rsá rve r Búrfell I og II Núpsvirkjun Sultartangavirkjun Búðarhálsvirkjun Hrauneyjafossvirkjun Vatnsfellsvirkjun Sigölduvirkjun Langisjór Torfajökulsvirkjanir Skaftárvirkjun Hólmsárvirkjun 10 km Áhrifasvæði jarðvarmavirkjana Lón í rekstri Fyrirhuguð lón Háhitasvæði Miðhálendið skv. Skýrslu Samvinnunefndar um skipulag miðhálendisins. Fyrirhugaðar háspennulínur - áhrifasvæði raflína og vega eru ekki sýnd á kortinu. Orkuver Umhverfisáhrif vatnsaflsvirkjana ná út í haf og geta haft áhrif á hrygningar- og uppeldissvæði nytjafiska. Möguleg áhrifasvæði vatnsaflsvirkjana afmörkuð skv. skilgreiningu á ósnortnum víðernum í lögum um náttúruvernd nr. 44 1999. Viðmið löggjafans er að til þess að hægt sé að njóta einveru og náttúru, þurfi að vera „í a.m.k. 5 km fjarlægð frá mannvirkjum og öðrum tæknilegum ummerkjum, svo sem raflínum, orkuverum, miðlunarlónum og þjóðvegum“. Í reynd yrði sjónrænt áhrifasvæði oft víðáttumeira á miðhálendinu, en stundum innan við 5 km þar sem ár renna í þröngum dölum. M eð þessu korti erum viðað hvetja fólk til aðskoða heildarmyndina. Við viljum að fólk spyrji sig hvert við erum að stefna og minnum á að það er aldrei of seint að skipta um stefnu,“ segir Ásta Arnardóttir verkefnis- stjóri Íslandskortsins sem gefið var út á föstudag. Kortið sýnir áhrif stóriðju á Íslandi eftir fimmtán ár ef áætlanir stjórn- valda ná fram að ganga. Í tilefni útgáfunnar var blásið til kynn- ingarfundar á Hótel Borg sem var fjölsetinn. Tíu náttúru- verndarsamtök hvaðanæva af landinu komu að gerð kortsins sem var unnið í sjálboðavinnu. Áhrif vatnsfallsvirkjana ofmetin Á kortinu er gengið út frá Rammaáætlun um nýtingu vatnsafls og jarðvarma, 1. áfanga, sem iðnaðar- og við- skiptaráðuneytið gaf í árslok 2003. Þar kemur fram að mest áhersla hafi verið lögð á vatns- aflsvirkjanir, sem séu einföld- ustu en um leið skaðlegustu virkjanakostir í ljósi umhverfis- áhrifa. Þá segir Ásta að áhrif vatnsfallsvirkjana séu ofmetin. „Til að ná markmiðum sínum þurfa yfirvöld að virkja allar helstu jökulár landsins. Orkan sem fæst úr vatnsfallsvirkjunum er mjög lítil miðað við þá gríðar- legu eyðileggingu sem þær hafa í för með sér á miðhálendinu.“ Ásta segir að í Rammaáætlun séu mikið af upplýsingum um mögulega virkjunarkosti „og við spyrjum hvernig ætla stjórn- völd að nota þessar upplýsing- ar? Það kemur til dæmis fram að jarðvarmavirkjanir eru jafn hagkvæmar og vatnsaflsvirkj- anir en hafa þann kost fram yfir að þær valda ekki nærri jafn miklum umhverfisspjöllum.“ Ásta segir að djúpborun sé valkostur sem lofi góðu þar sem rannsóknir bendi til þess að orkugeta þeirra geti verið fimm til tíu sinnum meiri en vatns- aflsvirkjana og umhverfisá- hrifin þó langtum minni. „Djúp- borun er spennandi verkefni og það þarf að gefa því góðan tíma að rannsaka hana og leggja í það fé. Það væri skynsamleg stefnu- breyting af hálfu stjórnvalda ef þau væru tilbúin að gefa sér tíma til að rannsaka djúpboranir og velja virkjunarkosti í um- hverfisflokki A.“ ■ Eftirmyndir fremur en frummyndir Þorvaldur Þorsteinsson, rithöfundur og myndlistar- maður hélt erindi á kynningarfundinum á Hótel Borg. Þorvaldur gerði að umtalsefni sínu það gildis- mat sem hann telur að liggi að baki stóriðju. Hann sagði að í samtímanum væru eftirmyndir taldar dýrmætari en frummyndir og nefndi sem dæmi að það myndi eflaust valda meiri usla ef náttúrumál- verkum eftir Jóhannes Kjarval eða Ásgrím Sveins- son og aðra meistara væru eyðilögð, frekar en þegar náttúran sjálf er eyðilögð. „Við borgum mönnum jafnvel fyrir að eyðileggja hana.“ Þorvaldur segir að ágæti manns og náttúru væri ekki metin út frá þeirra eigin kostum. „Maðurinn og náttúran eru skilgreind út frá skorti, það er út frá því sem vantar uppá en ekki út frá hver eða hvað þau eru. Gildi manna er metið út frá því sem þeir hafa aflað sér en ekki hverjir þeir eru.“ Þorvaldur sagði að sömuleiðis hefði náttúran sem slík ekkert sjálfstætt gildi heldur væri það metið út frá til dæmis virkjunarmöguleikum. ÞORVALDUR ÞORSTEINSSON segir náttúruna vera talda einskis virði sem slíka heldur væri ágæti hennar skilgreint út frá virkjunarmöguleikum.ÁSTA ARNARDÓTTIR Það fæst lítil orka úr vatnsaflsvirkjunum miðað við fórnar- kostnaðinn. Tíu náttúruverndarsamtök standa að útgáfu Íslandskorts sem sýnir áhrif stóriðju á Íslandi eftir fimmtán ár ef áætlanir stjórnvalda ná fram að ganga. Talsmenn útgáfunnar vilja opna umræðuna og benda á skynsamari valkosti. Viljum sýna heildarmyndina RÝNT Í KORTIÐ Páll Steingrímsson kvikmyndagerðarmaður, Guðmundur Páll Ólafsson náttúrufræðingur og Friðþjófur Helgason kvikmyndatökumaður skoða kortið. Allir hafa þeir verið virkir í umræðunni um umhverfismál.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.