Fréttablaðið - 23.01.2005, Page 50

Fréttablaðið - 23.01.2005, Page 50
29SUNNUDAGUR 23. janúar 2005 FRÉTTIR AF FÓLKI Clinic er skemmtilega óhefluð tilraunarokksveit. Hljómurinn er oftast hrár og fáar reglur virðast vera til um hvað megi, og hvað megi ekki gera. Hún hljómar ekki eins og nein önnur bresk sveit, þrátt fyrir að vera frá Bítlabænum Liverpool. Hún byrjaði víst sem pönksveit en í dag er þetta mjög melódískt og sætt á köflum. Þetta er þó alls ekki allra, og verður seint spilað á Bylgjunni... eða XFM ef út í það er farið. Það er svolítið erfitt að átta sig á því fyrir hvern Clinic eru að gera tónlist. Þeir velta sér líklegast lítið upp úr markaðsfræðunum, og það gerir tónlist þeirra bæði spennandi og fráhrindandi á köflum. Bestu lögin á þessari þriðju plötu þeirra eru Circle of Fifths, Anne og Falstaff þar sem daðrað er skemmtilega við lög í anda Lee Hazelwood. Þetta er sveit sem er og verður áfram undir yfirborðinu. Vel græjuð með köfunarbúnaðinn sinn að grúska í sínum eigin heimi. Þessi plata er ekkert meistara- stykki, fjarri því, en það er eitt- hvað heillandi við Clinic, eru ef- laust betri tónleikasveit en þeir eru á plasti, því flest lögin eru fín en það hefði mátt útfæra þau á betri hátt til að gera þau ferskari. Það er of mikill æfingarhúsnæðisbragur yfir þessu, fyrir minn smekk. Synd þar sem lögin eru mörg skemmti- leg, og hugmyndirnar góðar. Það þyrfti að senda liðsmenn á næsta heilsuhæli til að hugsa sinn gang. Birgir Örn Steinarsson Beint á heilsuhælið CLINIC WINCHESTER CATHEDRAL NIÐURSTAÐA: Á þriðju plötu Clinic er að finna nokkur góð lög, en útsetningar eru of kæru- leysislegar. Ekki slæmt, en ekkert sérstaklega gott heldur. [ TÓNLIST ] UMFJÖLLUN www.sonycenter.is Sími 588 7669 Skýrari mynd en þú átt að venjast! Opið í dag! *Miðað við 12 jafnar vaxtalausar greiðslur á Visa eða Mastercard skuldabréf. 0,5% stimpilgjald bætist við samningsfjárhæðina og greiðist með jöfnum greiðslum yfir samningstímann. Digital Comb Filter tryggir að þú sérð öll smáatriðin í myndinni skýrar. Sjáðu muninn. Mynd í mynd. Þú horfir á tvær stöðvar í einu, og missir ekki af neinu. Borð í kaupbæti sem er hannað undir sjónvarpstækið að andvirði 24.950. 32” Sony sjónvarp KV-32CS76 • 100 Hz Digital Plus • 3 Scart tengi • Stafræn myndleiðrétting (DNR) • Virtual Dolby Surround BBE • Forritanleg fjarstýring fylgir 12 mánaða greiðslur vaxtalaust. Þú veist hvað þú borgar mikið á mánuði. Verð 131.940 krónur eða 10.995 krónur á mánuði vaxtalaust* 32” EYRARRÓSIN AFHENT Þjóðlagahátíðin á Siglufirði hlaut Eyrarrósina, sérstaka viður- kenningu fyrir framúrskarandi menningarverkefni á landsbyggðinni, á fimmtudaginn var. Ein og hálf milljón króna og verðlaunagripur eftir Steinunni Þórhallsdóttur féllu hátíðinni í skaut. Dorrit Moussaieff forsetafrú afhenti viðurkenninguna en hún er jafnframt verndari Eyrarrósarinnar. Gamanleikarinn Chris Rock ersannfærður um að kollegi sinn Jamie Foxx verði valinn besti leikar- inn í aðalhlutverki á næstu Ósk- arsverðlaunahátíð. Foxx, sem fer með aðalhlutverkið í Ray, vann Golden Globe-verðlaunin á dögun- um og þykir líklegur til að hreppa styttuna eftirsóttu. Talið er að Leo- nardo DiCaprio muni veita hon- um mesta keppni, en hann leikur í myndinni The Aviator. Söngkonan Beyoncé Knowlesætlar að fara með aðalhlutverkið í nýrri mynd sem er byggð á söng- leiknum Dreamgirl. Knowles hefur áður leik- ið lítil hlutverk í Austin Powers og væntan- legri mynd um Bleika pardusinn. Nú telja framleið- endur að hún sé orðin fullfær um að leika aðalhlutverk og hafa því veðjað á hana sem drauma- stúlkuna. Á BÍLAHJÓLI Karítas Guðmundsdóttir ásamt dætrum sínum Kolfinnu Álfdísi, Þorgerði Brá og Berglindi Rún Traustadætrum. Hafnfirðing- ar mega búast við því að sjá fjölskylduna „keyra“ um á bílahjólinu á sólríkum degi. Bílahjól í bingói „Það er erfitt að hjóla í snjónum svo hjólið er lítið notað núna en það verður ábyggilega notað þegar snjóa leysir. Það sló í gegn hjá stelpunum mínum,“ segir Karítas Guðmundsdóttir, leik- skólakennari og þriggja barna móðir, sem vann glæsilegt bíla- hjól í Bingóþættinum á Skjá ein- um fyrir viku síðan. „Það geta þrír setið á hjólinu og svo geta tvö börn verið í körfu framan á,“ út- skýrir Karítas og bætir við. „Og svo geta tveir staðið fyrir aftan.“ Karítas hefur nokkrum sinnum tekið þátt í bingóinu enda hafa stelpurnar hennar ákaflega gaman af því. „Tengdamamma fékk einu sinni allar þrjár raðirn- ar en hún náði því miður ekki í gegn. Ætli þetta hafi ekki bara verið heppni hjá mér,“ segir Karítas sem hefði þó frekar viljað fá bíl eins og venja er fyrir þá sem fá bingó. „En þetta er voða- lega skemmtilegt tæki,“ bætir Karítas við og bíður spennt eftir því að fara að hjóla með börnin. ■

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.