Tíminn - 11.01.1975, Qupperneq 2
2
TÍMINN
Laugardagur 11. janúar 1975.
Laugardagur 11. janúar 1975
Wl
Vatnsberinn:
Það er einhver andvigur fyrirætlunum þinum,
einhver, sem skiptir þig máli, að likindum
nákominn ættingi eða vinur, og þér er fyrir beztu
að taka tillit til þess. Yfirleitt skaltu vera
umburðarlyndur gagnvart öðrum i dag.
Fiskarnir:
Það kynni að brydda á f jölskylduágreiningi með
morgninum. ÞU skalt ekki vera of fljótfær eða
harðorðuri fyrirmælum, hvorki heima fyrir eða
á vinnustað. Það kynni að hafa ófyrirsjáanlegar
afleiðingar. Vinir gætu komið i heimsókn.
Hrúturinn:
Það litur út fyrir, að morgninum fylgi einhvers
konar hættur, og þú ættir að fara varlega i
samskiptum þinum við hvers konar vélar og
áhöld. Ferðalög eru ekki heppileg i dag. Þú skalt
brydda upp á nýjungum i kvöld.
Nautið:
Það gæti hæglega gerzt, að einhvers konar
hættur eða hindranir létu á sér kræla með
morgninum. Þú skalt hafa stjórn á tilfinningum
þinum eftir megni og verkfæri skalt þú
meðhöndla af varúð. Siðdegis ættir þú að bregða
út af vananum.
Tviburarnir:
Samkeppnin er hörð, og það ættirðu eiginlega að
vera farinn að gera þér ljóst. Þú kynnir að finna
fyrir öfund, eða þá að þú æsir til hennar. Einhver
skoðanamunur skýtur upp kollinum, sem erfitt
reynist að jafna. örvandi félagsskapur er
heppilegur i kvöld.
Krabbinn:
Það stoðar ekkert að vera að kvarta og kveina,
og þú ættir alls ekki að eyða fyrri hluta dagsins i
það. Ofþreyta kann að sækja að þér, og hún gæti
verið bæði andleg og likamleg. Reyndu að bæta
fyrir gamlar syndir- strax i dag.
Ljónið:
Það er alls ekki óliklegt, að einhver verði til þess
að særa tilfinningar þinar i dag. Ef þú átt börn,
skaltu ékki liða neinum óviðkomandi að hafa
afskipti af þeim. Hins vegar skaltu hlusta á
skoðanir kunningja og vina.
Jómfrúin:
Það litur út fyrir blikur á lofti fyrri hluta
dagsins. Segðu ekki eða gerðu neitt ögrandi, eða
það, sem sært gæti aðra. Það er aldrei að vita,
nema þú gætir sleppt fram af þér beizlinu, þegar
fer að liða á kvöldið.
Vogin:
Þú skalt vera á verði i umferðinni og ekki flýta
þér neitt. Ef þú lætur ekki raska sálarró þinni er
aldrei að vita, nema þú getir lært eitthvað af
skoðunum annarra, sem vissulega gæti komið
þér að gagni, ef þú vinzar úr.
Drekinn:
Þetta er svolitið einkennilegur dagur. Fyrir
hádegið gætu risið upp deilur, og ekki óliklegt,
að það sé vegna einhverra sameiginlegra eigna
eða fjár. Þú ættir að lita i kringum þig og
athuga, hvaða umbætur þú gætir gert á nánasta-
umhverfinu.
Bogmaðurinn:
Þaö er hætt við þvi, að eitthvað eða einhver veröi
til þess að reita þig til reiði þennan morguninn.
Þú skalt þess vegna fara að öllu með gát og gæta
þess aö missa ekki stjórn á skapi þinu. Þú kemur
nefnilega til með að sjá eftir þvi.
Steingeitin:
Það er rétt eins og það liti út fyrir einhver
leiðindi með morgninum, og ekki fjarri lagi, að
hér sé um aö ræða deilur eða jafnvel óhöpp. En
kvöldið er hins vegar huggulegt og vel fallið til
umræðna um nýjungar, ferðalög og skipulag.
1 Auglýsitf I
i____ í Tímanum:
11^ ^' imit m iwi iiimiiiiT ii fnimi1
Landfari:
Hinn svokallaði „sjáandi”
þeirra Hollendinga virðist ætla
að vekja snarpar deilur hér-
lendis, og er orsökin afskipti
hans af Geirfinnsmálinu — eða
öllu heldur sú staðreynd, að
yfirvöld hér skyldu taka mark á
þvi, sem hann hafði til málanna
aðleggja. Þórður Jónsson hefur
skrifað Landfara bréf um þetta.
Á miðaldastigi
,,Á nitjándu öld var Ögmund-
ur I Auraseli fenginn til þess að
breyta vatnsfarvegum með
særingum. Þá var sú glóra i
kolli þeirra, sem réðu blöðum
eða tímaritum i landinu, að
skopazt að þessu tiltæki. Nú
virðast öll hindurvitni teljast
marktæk, rétt eins og við séum
ný komin af miðaldastigi, og er
það til dæmis sú trú, sem menn i
ábyrgðarstöðum virðast hafa
trú á einhverjum hollenzkum
sjáanda, er jafnvel hefur verið
leitað til vegna hvarfs Geirfinns
I Keflavik, jafnvel þótt
samtimis komi á daginn, að
þessi ruglukollur veit ekki,
hverja hann hefur talað við um
málið (þvi að vafalaust hafa
blaðamenn hjá Morgunblaðinu
hringt til hans og rætt við hann,
þótt hann þykist ekki minnast
þess daginn eftir — liklegast, að
hann viti ekki einu sinni, við
hverja hann hefur talað).
Aumur vitnisburður
um islenzka
dómgreind
Þetta visna hálmstrá er sem
sagt gripið tveim höndum og
hafin upp á nýtt griðarmikil leit
með fjölda kafara. Það er mál
út af fyrir sig, hver borgar
eiginlega þann kostnað, sem af
þessu leiðir — liklega gerum við
það, ég og þú, þvi að sennilega
telst þetta kostnaður við lög-
gæzlu við fógetaembættið i
Keflavik. Hitt er þó að minu viti
alvarlegra, hvað þessi viðbrögð
segja um almenna dómgreind i
landinu. Þessi trúardaufa þjóð,
sem ekki fer i kirkju nema til
þess að vera við útför eða
fermingu, sem orðin er vanaat-
höfn með veizlu og gjöfum á
eftir, er svo trúarsterk, þegar
spaugilegustu hégiljur eru
annars vegar, að rokið er upp til
handa og fóta til þess að hlaupa
eftir þeim. Bókaútgáfan i
landinu virðist lika bera með
sér, að nálega sé sama, hvað
borið er á borð fyrir fólk af þvi
tagi — það rokselzt allt, jafnvel
þeim mun fremur, sem það er
f jarstæðukenndara.
Þetta finnst mér aumur
vitnisburður um stöðu
heilbrigðrar skynsemi i landinu
og almennrar upplýsingar i
landinu, þrátt fyrir allt hið
margþætta skólakerfi, og veitti
ekki af, að upp risi nýr Magnús
Stephensen, sem tuktaði okkur
til og reyndi að sópa burtu ein-
hverju af mistrinu, er virðist
svo margan glepja um þessar
mundir.
En látum hér staðar numið.
Ég vil aðeins Itreka, að nú gekk
fram af mér, þegar farið er að
hlaupa eftir grillum þessa Hol-
lendings, fremur en leita að-
stoðar erlendra sérfræðinga i
lögreglumálum.”
Ofboðslegar tölur
R.E.vex i augum, hversu gifur-
legum fjárhæðum happdrætti
háskólans teflir fram, sem
hæstu vinningsmöguleikum, og
telur það ekki til neinnar
hollustu I landi, þar sem
happdrættishugarfar er næsta
rikt. Hann segir:
„Mér sýnist, að forráðamenn
háskólahappdrættisins ýti undir
vafasamar tilhneigingar i
landinu með þvi að bjóða fram
og auglýsinga vinninga, sem
geta orðið hátt á annan
milljónartug, að sagt er. I
landinu er mikil peningagræðgi,
og þorri manna virðist ekki
eygja annað hnoss meira en að
raka sem mestu saman með
sem minnstri fyrirhöfn.
Þessum hugsunarhætti fylgir
ekki nein farsæld, enda hefur
sýnt sig, að þetta sama fólk,
sem mikið fær i sinn hlut á köfl-
um, eys út með hinni hendinni
sem mest það má. Vinningar,
sem minna á það, hvernig
spekúlerað er I spilafikn fólks i
vanþróuðum löndum i Suður-
Ameriku og viðar eru ekki til
þess fallnir að leiða til neins
góðs. Það er háskólanum ekki
heldur til sóma að standa að
sliku. .
Ég vil leyfa mér að leggja til,
að I háskólahappdrættinu verði
framvegis fleiri meðalstórir
vinningar, nokkur hundruð
þúsunda, jafnvel milljón, en
ekki að þvi stefnt, að ofboðsleg-
ar fjárhæðir geti komið i hlut
eins og sama manns”.
Permobel
13LOSHI!
Skipholti 35 ■ Simar:
8-13-50 verzlun ■ 8-13-51 verkstæði - 8-13-52 skrífstofa
Kveikjuhlutir
í flestar tegundir
bíla og vinnuvéla
frá Evrópu og Japan.
HLOSSI^---------------
Skipholti 35 ■ Simar:
8-13-50 verzlun • 8-13-51 verkstæði • 8-13-52 skrifstofa
Viðgerðir
SAMVIRKI
Tilboð óskast í
nokkrar fólksbifreiðar er verða sýndar
að Grensásvegi 9, þriðjudaginn 14. janúar
kl. 12-3.
Tilboðin verða opnuð á skrifstofu vorri kl.
5.
Sala Varnarliðseigna.
Vélamaður óskast
Stórólfsvallabúið, graskögglaverksmiðja,
óskar eftir að ráða mann til vélaviðhalds
og vélgæzlu.
Æskilegt að hann hafi járnsmiða eða bif-
vélavirkjaréttindi eða sé vanur viðgerða-
vinnu. Upplýsingar hjá Stórólfsvallabúinu
i Hvolhreppi. Simi 99-5163.
RÍKISSPÍTALARNIR
lausar stöður
KLEPPSSPÍTALINN:
HJCKRUNARKONUR vantar nú þegar til
starfa á deild 10 og Viðihlið.
STARFSSTÚLKUR óskast nú þegar.
Nánari upplýsingar veitir forstöðukona,
simi 38160.
Reykjavik, 10. janúar 1975.
SKRIFSTOFA
R í KISSPÍTALANN A
EIRÍKSGÖTU 5,SÍM111765