Tíminn - 12.01.1975, Qupperneq 15
14
TtMlNN
Sunnudagur 12. janúar 1975.
SHnnudagur 12. janúar 1975.
TÍMINN
1S
Viö æfingar heima f Safamýri. Elin segist æfa sig dagiega og önnur söngkona er I húsinu, sumsé Elfsa
bet Erlingsdóttir og þær örva hver aöra meö æfingum.
í SJÓNVARPINU um jólin
var meöal annars efnis< að
Sinfónína kom, ornakistan
sjálf, ásamt þeim Elínu
Sigurvinsdóttur, Garöari
Cortes og Karsten
Andersen. Þetta mun hafa
verið á Nýársdag.
Þetta var nokkuð vel til
fundið, þvi rúmt ár var
liðið frá því að sýningar á
Leðurblökunni hófust
seinast í desember 1973, en
óperan virðist hafa eilíft
líf, því aðsóknarmet voru
slegin með fimmtíu
sýningum fyrir troðfullu
húsi.
Sló í gegn í
Leðurblökunni
Flutningur Leöurblökunnar var
mjög skemmtilegur. Leikstjóri
var Erik Bidsted og hljóm-
sveitarstjóri Ragnar Björnsson
og notuð var þýðing Jakobs Jóh.
Smára, en eins og allir vita er
tónlistin eftir Jóhann Strauss.
t uppfærslunni á Leðurblökunni
voru margir af okkar fremstu og
reyndustu söngvurum, og þar
kom einnig fram ungur söngvari i
fyrsta sinn, ung söngkona sem
svo sannarlega kom á óvart: söng
sig i vetfangi inn i hjarta þjóðar-
innar, en það var Elin Sigurvins-
dóttir.
Um þetta segir 'Þorvarður
Helgason i Morgunblaðinu m.a. á
þessa leið:
Til að ylja oss hér i kuldanum
og vetrarhretinu svífur gömul og
góð skemmtileg og örvandi
óperetta á svið Þjóðleik-
hússins...:
.....Aftur á móti virtist Elin
Sigurvinsdóttir i hlutverki Adele,
herbergisþernu Kosalinde liafa
leystst úr fjötrum þegar hún kom
inn á sviðið, það var ekki annað
að sjá en að hún nyti hvers augna-
bliks, nyti þess að syngja og leika
i leiknum og var söngur hennar
einnig ágætur. Miðaö við allar
aðstæðurog án þess að vilja taka
nokkuð frá hinum þá var hún
stjarna kvöldsins, hennar var
sigurinn....
Segja má að blaðaummæli um
sýninguna hafi öll verið á eina
lund og ef þess er gætt, að þarna
komu einnig fram okkar frægustu
og ágætustu söngvarar, verða
ummælin um Elinu Sigurvins-
dóttur eftirtektarverðari og eins
árangurinn i frumraun hennar á
óperusviðinu, eða óperettu-
sviðinu öllu heldur.
Elin er dóttir þeirra hjóna
Jörinu Jónsdóttur og Sigurvins
Einarssonar, fv. alþingismanns,
og er fædd árið 1937.
Við hittum hana að máli á dög-
unum og báðum hana að segja
ögn af sinum högum.
Söngkonan er
íþróttakennari
— Ég byrjaði nokkuð snemma
að syngja, sagði Elin, en þó leit ég
ekki á þetta til að byrja með sem
hugsanlegt lifsstarf. Ég fór i
iþróttakennaraskólann á
Laugarvatni, þegar ég hafði
aldur til. Ég hafði áhuga á iþrótt-
um og kennslu, en báðir foreldrar
minir höfðu verið i kennara-
skólanum og pabbi var um tima
skólastjóri og kennari við skóla.
Ég útskrifaðist vorið 1956, en það
var einmitt siðasta árið, sem
Björn Jakobsson skólastjóri
var við skólann.
— Ég hóf söngnám hjá Kristni
Hallssyni 18 ára gömul og sótti
tima einu sinni i viku. Ég hafði
mikla ánægju af söng en þegar ég
var 15 ára, söng ég i kvartett sem
i voru 4 ungpiur i Gagnfræða-
skóla Austurbæjar. Þetta var
þessi veJijulegi ungpiusöngur
með gitarundirleik og við þóttum
nógu góðar til þess að fá að
syngja á minniháttar skólasam-
komum og á einhverjum árs-
hátiðum hjá iþróttafélögunum.
Við kölluðum okkur
Sólskinsdætur og það kemur enn
HÍI®:::ís::s:s
v:' • ý’::'.
; ; :
:
ffl§
iiiilií
■
Htnja ■-
:
1
p«lp
mmmMm
'■:[ ]:[:■: ý.;:.:.:;..:;: ý;. V.
:
:
liiiili
SíjpgjíSíP
■
:
mmmmwimmm
■
i' ^ :
* s.' «5*
■
m1 m
.'■''Ú'tÍfií
fyrir að við tökum lagið, ef við
hittumst.
Sungið í kórum
— Hvað varð til þess að þú fórst
i alvöru að leggja fyrir þig söng?
— Það voru einkum þeir
Kristinn Hallsson óperusöngvari
og Helgi Þorláksson skólastjóri,
sem hvöttu mig til dáða. Helgi
hélt þvi fram að ég gæti sungið
allar raddir. Það varð lika svo, að
þegar ég að loknu námi við
iþróttaskólann fór að syngja i
kirkjukór Langholtssafnaðar, þá
söng ég alt rödd, en þeim kór
stjórnaði Helgi Þorláksson.
Þarna annaðist raddþjálfun
Hanna Bjarnadóttir söngkona og
hún benti mér á að i kór Slysa-
varnarfélagsins vantaði háa
sópranrödd og ég fór þangað.
Söngstjóri i kórnum var
Herbert H. Agústsson, en Gróa
Pétursdóttir var driffjöðrin i
þessu eins og öllu, sem hún tók
þátt i. Kórinn hélt hljómleika á
vorin.
Eiginmaðurinn styður
konuna dyggilega
— Þú fæst svo við iþrótta-
kennslu og syngur i kórum en
hvenær gerirðu alvöru úr þvi að
gerast söngkona?
— Ég hóf fimleikakennslu við
Miðbæjarskólann og var þar i sex
ár, siðan hætti eg, en hefi nú
undanfarið kennt við Austur-
bæjarskólann. 1 raun og veru
spila hlutirnir nokkuð saman við
aðstæðurnar hverju sinni.
Ég gifti mig árið 1963.
Maðurinn minn heitir Sigurður
rt r 7i
Elin Sigurvinsdóttir og Sólveig M. Björling I hlutverkum sfnum I Leðurblökunni.
Eggertsson og starfar við Þjóð-
leikhúsið og hefur gert það frá
upphafi. Hann er með leikhljóðin
þar. Við eigum 3 börn. Sigurður
er dásamlegur maður og er reiðu-
búinn til þess að hjálpa mér til
þess að geta stundað sönginn.
Hann tekur að sér, ef þvi er að
skipta, að búa til mat og búa um
rúmin, en hann er i leikhúsinu öll
kvöld, þegar sýningar eru. Hann
styður mig drengilega i þessu
öllu. En hvað veldur þvi, að ég fer
að helga mig söngnum, eða reyna
að gerast söngkona, það er dálitið
flókið, það skeður mjög seint.
8 ár hjá
Maríu Markan
Það hefst eiginlega með þvi að
ég hóf söngnám hjá Mariu
Markan. Ég hafði lengi látið mig
dreyma um að komast i nám hjá
henni og eftir langa bið, þá féllst
hún á að prófa mig og það fór svo
að ég komst þar i söngnám. Ég
var þá 26 ára gömul og hafði eins
og áður var sagt stundað nám hjá
ýmsum góðum kennurunum og
hafði verið i kórum. Að kynnast
Mariu Markan og stunda nám hjá
henni gjörbreytti öllu. Hún er
frábær kennari og opnar fólk, eins
og sagt er og ég fékk ný jan áhuga,
nýjar vonir kviknuðu. Siðan hefi
ég verið við nám hjá henni — með
hvildum — i átta ár. Ég missti nú
áhugann á kórum, hætti t.d. i
Þjóðleikhússkórnum og fór að
einbeita mér að einsöng. Mér
fannst það tefja fyrir að vera að
halda áfram í kórsöng á meðan.
Ég æfði mig nú á daginn og lagði
mig fram við söngnámið.
aongkonan Elln aigurvinsdóttir, ásamt bornum slnum. Drengirnir Sigurvin og Sigurður sitja en dóttirin
Sigrún stendur við hlið móður sinnar. Eiginmaðurinn Sigurður Eggertsson var þvi miður ekki heima
þegar ljósmyndarinn kom, og er þvl ekki á myndinni.
Sungið fyrir
dómnefnd í
Þ jóðleikhúsinu
— En svo færðu tækifæri i Leð-
urblökunni eftir Strauss.
— Hvernig stóð á þvi að þú
fékkst þarna hiutverk?
— Það var prufusungið fyrir
þetta. Það var sumsé gripið tii
lýðræðislegra aðferða. Allir sem
taldir voru koma til greina voru
látnir prufusyngja fyrir sérstaka
dómnefnd, sem i áttu sæti þeir
Þjóðleikhússtjóri, Sveinn Einars-
son, tónlistarstjórinn, sem var
Ragnar Björnsson, Stefán Islandi
og Þuriður Pálsdóttir.
Ég veit ekki hvort allir voru
látnir prufusyngja, en allavega
nokkrar af konunum. Nú og svo
fékk ég hlutverk Adele.
— Ilvað fannst þér merkilegasl
við æfingarnar?
— Ég kveið svolitið fyrir þessu
fyrst, sérstaklega að syngja fyrir
framan þessa grægu söngvara, og
maður ætlaði varla að þora að
opna munninn, en þeir voru hinir
elskulegustu og óttinn hvarf.
Þó allt hafi gengið vel i Leður-
blökunni er mér það fulljóst, að
mikið riður á i sýningu sem
þessari, þar sem margt er nýliða,
að vel sé stjórnað. Ég var alveg
óvön leiksviði, en ef til vill hefur
leikfimin komið þarna til hjálpar.
Ég hafði stundað leikfimi i flokki
Sigriðar Valgeirsdóttur, en hún
notaði tónlist við æfingarnar. Ef
til vill hefur þetta hjálpað við að
skilja og tileinka sér
heyfingarnar á sviðinu. Erik
Bidsted stjórnaði þessu og var
alveg afbragð og hijómsveitar-
stjórinn var lika duglegur, en
hann var Ragnar Björnsson.
Eiirsöngur byggir
á stöðugri þjálfun
Leðurblakan var sýnd 50 sinnum.
Ertu að æfa nýtt hlutverk?
— Já nú er það búið. Nei það er
ekkert þess háttar i gangi eins og
er , þvi miður. Ég held bara
áfram að syngja og æfa mig. Ég
syng dálitið á skemmtunum og
við jarðarfarir. Elisabet Erlings-
dóttir, söngkona á heima hérna
við hliðina á mér óg hún er
dugleg að æfa sig og þegar ég
heyri i henni, þá örvar það mig til
að fara lika að æfa, þvi auðvitað
byggist söngurinn á stöðugri
þjálfun og æfingu.
Carmen i
Þ jóðleikhúsinu
— Ætlar Þjóðleikhúsið ekki að
færa upp óperu á næstunni?
— Nú ég hefi trú á þvi að næsta
haust verði Carmen á dagskrá
hjá þeim. Ég reyni nú að hugsa
sem minnst um það, vonbrigðin
verða þá ekki eins sár, ef maður
verður ekki með. maður má ekki
biða i ofvæni, svo mikið er vist.
— En heimilisreksturinn?
— Hann gengur vel. Ég get
hlaupið frá þegar ég vil.
Maðurinn er tilbúinn hvenær sem
er að fórna sér fyrir rnig og
sönginn. Ég kenni litið um þessar
mundir og get þvi helgað mig
þessum hugðarefnum eftir
þörfum, segir Elin að lokum.
Listamenn nálgast hjarta
þjóðar sinnar og heimsins með
misjöfnum hætti og oft sækist
þeim ferðin hægt — óendanlega
hægt. Oft verða ferðalokin þvi
miður langt frá hinum fvrir-
liugaða stað. Þá er fegursta lagið
enn ósungið og ljúfasta myndin
ódregin upp. eða formuð.
En þeir eru lika til — sem betur
fer — sem ná alla leið. finna svo
að segja strax liinn eina rétta tón
og eiga sér upp frá þeim degi
umtalsvert rúm i hjarta þeirrar
þjóðar er þeir lögðu að fótum sér.
Elin Sigurvinsdóttir er
sannarlega ein þeirra: hún stigur
lram alsköpuð á sviðið og með
ornakistuna opna fyrir framan
sig ómar nv rödct. Vonandi verður
hún alltaf með framvegis. þegar
þess er kostur.
—,IG