Tíminn - 17.01.1975, Blaðsíða 7

Tíminn - 17.01.1975, Blaðsíða 7
Föstudagur 17. janúar 1975. TÍMINN Útgefandi Framsóknarflokkurinn Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason. Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson (ábm). Jón Helgason. Auglýsinga- stjóri: Steingrimur Gislason. Ritstjórnarskrifstofur i Edduhúsinu við Lindargötu, simar 18300 — 18306. Skrif- stofur i Aðalstræti 7, simi 26500 — afgreiðsluslmi 12323 — auglýsingasimi 19523. Verð i lausasölu kr. 35.00. Askriftargjald kr. 600.00 á mánuði. Blaðaprent h.f. Um tvennt að velja Einn af aðalforingjum brezka Verkamanna- flokksins, Denis Healey fjármálaráðherra, lét nýlega svo ummælt, að sérhver almenn kaup- hækkun myndi á þessu stigi leiða til aukins at- vinnuleysis. Verkalýðshreyfingin hefði þvi ekki nema um tvennt að velja: atvinnuleysi eða kaup- hækkun, ef hún gæti ekki unað óbreyttu ástandi, meðan unnið væri að þvi að sigrast á efnahags- erfiðleikunum. Eins og nú er ástatt i efnahagsmálum á Islandi, eiga þessi ummæli Denis Healey ekki siður við hér en i Bretlandi. Þvi til áréttingar er ekki úr vegi að rif ja upp þær efnahagstillögur, sem vinstri stjórn- inlagðifram á Alþingi 2. mai siðastl. í þeim tiflog- um fólust eftirgreind höfuðatriði: 1. Binding kaupgreiðsluvisitölu fram yfir 30. nóvember 1974. Rikisstjórninni væri þó heimilt að ákveða fasta verðlagsuppbót á lægri launin, eða á allt að 30 þús. kr. mánaðarlaun. 2. Frestun fram yfir 30. nóv. 1974 á gildistöku allra grunnlauna umfram 20% i fyrsta áfanga ný- gerðra kjarasamninga, en það skyldi þó ekki taka til launa, sem væru lægri en 36 þús. kr. á mánuði, miðað við dagvinnu. 3. öflugt viðnám gegn almennum verðhækkun- um, og lækkun rikisútgjalda með það fyrir augum að geta aukið framlög til niðurgreiðslna og fjöl- skyldubóta. Eins og sést á þessu, mat vinstri stjórnin stöðu atvinnuveganna þannig i aprilmánuði siðastl., að næstu sjö mánuði yrði að binda kaupgjaldsvisitól- una og að grunnkaupshækkun samkv. nýgerðum kjarasamningum mætti ekki verða meiri en 20%. Meira gætu atvinnuvegirnir ekki borið. Þessar tillögur vinstri stjórnar náðu ekki fram að ganga, eins og kunnugt er. Grunnkaupið hækk- aði þvi i mörgum tilfellum um 30-40%, i stað þeirra 20%, sem tillögurnar gerðu ráð fyrir. En þvi til viðbótar hefur staða atvinnuveganna haldið áf ram að stórversna, sökum versnandi viðskiptakjara. Verð margra innfluttra rekstrarvara hefur hækk- að, en verð á veigamiklum útflutningsvörum lækkað. í aprilmánuði siðastl. gerðu menn sér von um nokkra aukningu þjóðartekna á árinu 1974. Sú von hefur brugðizt. Erlendar verðhækkanir hafa jafnframt tekið i sinn hlut miklu stærri hlut af þjóðartekjunum en þá var ætlað. Af báðum þess- um ástæðum kemur minna til skiptingar hér innanlands en ætla mátti i aprilmánuði siðastl. Ef menn hafa i huga þessar tillögur vinstri stjórnarinnar frá siðastl. vori, verður það enn ljós- ara, að nú eru ekki skilyrði fyrir almennar kaup- hækkanir, þegar kaupið er orðið mun hærra en þá var, en staða atvinnuveganna hefur á flestan hátt versnað. Almenn kauphækkun nú gæti ekki gert annað að verkum en að atvinnureksturinn myndi meira eða minna stöðvast og atvinnuleysi i stórum stil halda innreið sina, likt og orðið er i nágranna- löndunum. í kröfum verkalýðssamtakanna nú virðist lögð áherzla á tvennt: i fyrsta lagi að tryggja atvinnu- öryggi, og i öðru lagi, að kaupmáttur launa verði i samræmi við samningana sl. vetur. Það siðara myndi þýða almenna kauphækkun. Hún er útilok- uð, nema menn vilji fórna atvinnuöryggi. Góðu heilli hafa leiðtogar verkalýðshreyfingarinnar sagt, að þeir meti atvinnuöryggið mest. Þ.Þ. ERLENT YFIRLIT Hartling reynir að sitja áfram Hæpið viroist, ao honum takist þao ENN er ekki séð, hvort Poul Hartling tekst að nota sér kosn- ingasigurinn til að verða áfram forsætisráðherra, en hann ger- ir nú itrustu tilraunir til þess. Fyrst reyndi hann að fá sóslaldemokrata til að vera i stjórn undir forustu hans, en fékk eindregna neitun frá Ank- er Jörgensen, sem einnig vill verða forsætisráðherra. Um þessar mundir reynir Hartling að fá þá flokka, sem ekki telja sig sósialiska, til stuðnings við sig, en einn þeirra er Fram- faraflokkur Glistrups. Liklegt þykir, að þessi tilraun Hart- lings strandi á Radikala flokknum (Det radikale Venstre). Vel getur svo farið, að Hartling reyni samt að sitja áfram og láti atkvæði skera úr um það i þinginu, hvort efna- hagstillögur stjórnar hans fá nægan stuðning eða ekki. Ef þær féllu i þinginu, yrði stjórn hans að vikja. Hins vegar er vafasamt, að Hartling fái að sitja svo lengi.þvi að sennilega verður borin fram vantrausts- tillaga á stjórn hans strax og þingið kemur saman, ef ekki verður búið að leysa stjórnar- kreppuna áður. Almennt virðist álitið i Dan- mörku, að efnahagsástandið sé svo alvarlegt, að stóru flokkun- um, flokki sósialdemokrata (Socialdemokratiet) og Vinstri flokknum (Venstre), beri að taka höndum saman, þrátt fyrir fyrri ágreining. Einnig geti komíð til mála, að Radikali flokkurinn yrði aðili að sliku samstarfi, og að foringi hans, Hilmar Baunsgaard, yrði for- sætisráðherra. GREIN þessari fylgja linurit, sem sýna fylgi flokkanna í þeim þingkosningum, sem fram hafa farið siðan 1964. Linuritin bera það með sér, að oltið hefur á ýmsu með fylgi flokkanna, og strfðsgæfan verið þeim mismunandi hliðholl. Sé miðað við úrslitin i þingkosn- ingunum 1964, hafa sósial- demokratar orðið fyrir miklu tapi, Vinstri flokkurinn aukið fylgi sitt nokkuð. Ihaldsflokk- urinn (Konservative Folke- parti) tapað um 70% af fylgi slnu, Radikali flokkurinn held- ur styrkt stöðu sina, og sama gildir um Sósialiska þjóðar- flokkinn (Socialitisk Folke- parti). Síðan 1964 hafa svo sex flokkar bætzt við, en tveir þeirra, Kommúnistaflokkurinn (Kommunisterne) og Réttar- sambandið (Retsforbundet), höfðu átt sæti á þingi áður. Hins vegar eru Framfaraflokkurinn (Fremskridtspartiet), Kristi- legi flokkurinn (Kristeligt Folkeparti), Mið-demokratar (Centrum-Demokraterne) og Vinstri sólialistar (Venstre- socialisterne) nýir af nálinni. Sé miðað við úrslit kosning- anna 1964, virðast nýju flokk- arnir hafa unnið fylgi sitt fyrst og fremst frá sósialdemokrötum og thaldsflokknum. Miðflokk- arnir tveir, Vinstri flokkurinn og Radikali flokkurinn, hafa hins vegar haldið fylgi sinu, þott tveir nýir miðflokkar hafi komið til sögu, þ.e. Kristilegi flokkurinn og Mio-demokratar. Athyglisverter,hve illa gengur að koma upp flokki til vinstri við sósfaldemokrata. Þar var aðeins einn flokkur 1964, en nú eru þeir þrir. SEX rikisstjórnir hafa farið með völd i Danmörku á þessu timabili. Eftir kosningarnar 1964 myndaði J.O. Krag minni- hlutastjórn sósialdemókrata. Eftir kosningarnar 1966 mynd- Socialdemokratiet *? CO CO r- ro LO (O (O (O r^ . P>- p» 0> 0> O 0> <7> OJ Konservative Folkeparti Det radikale Venstre ö ^- ó ^ (N 00 fM ^*. íi\U in ^: ^ IHBIii t ifi co •- n a co co <o r-. p. p» • Q O) O) 3) O O) jlI.1I II <í .¦•« B" <-'•« W (D CO (D r* r*. p» 0i <J> CD O) O) Ol Fremskridtspartiet co II oo in oj o> Socialistisk Folkeparti o LTS j I.- «X> | CD o> ¦ ¦ •t (O oo - o m (O (O (O p» p- P» co 03 a> cr> o> o> Centrum-Demokrateme oo ro uo o> o> Kristeligt Fnlkeparti o ; °> vn CN - n w p>»' :r»»"-r- o> o o Retsforbundet n ?», r»» 'sv -- 6 ö — o> (N 00' "í (O 00 (O (D (O o> c> a r»» o> co r»» o> >t~ in p» o> Kommunisterne CN 00 o •a- (O m — o <a- (o (O (O o> o> "- ¦<- CO p-o> 1D r>» 0> oo (O o> r» o> Venstresocialisterne O (O ifi o. •>-" -: (N 00 (D o> r»» o> 00 «5 P- P> o> o> aði Krag enn minnihlutastjórn, sem naut stuðnings Sósialiska þjóðarflokksins, og lauk með því löngu samstarfi milli sósialdemókrata og Radikala flokksins. Eftir kosningarnar 1968myndaði leiðtogi Radikala 'flokksins, Hilmar Baunsgaard, stjórn, með þátttöku Vinstri flokksins og Ihaldsflokksins. Eftir kosningarnar 1971 mynd- aði Krag enn minnihlutastjórn, sem naut óbeins stuðnings Sóslaliska þjóðarflokksins, en siðar tók Anker Jörgensen við stjórnarforustunni. Eftir kosningarnar 1973 myndaði svo Paul Hartling minnihluta- stjórn Vinstri flokksins, sem enn fer með völd. Þ.Þ.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.