Tíminn - 17.01.1975, Blaðsíða 12

Tíminn - 17.01.1975, Blaðsíða 12
12 TÍMINN Föstudagur 17. janúar 1975. Sallv Salminen KATRIN Saga frá Alandseyjum 93 sem dregiö var upp úr sjónum á krók, —að það var ekki annað en vatnsósa runni, sem annaðhvort hafði rif nað upp og borizt út í sundin og sokkið þar, eða verið notaðurtil þessað merkja vakir á vetrarísnum. Ó, góður guð! Hvernig gat vesalings einmana og veikgeðja drengur þolað aðra eins áraun, þvílíka ógn og kvíða og þvílíkan hugarlétti hvað eftir annað, án þess að missa taumhald á sér, æpa, ganga af vitinu. En — o,nei, hann aðeins sat eins og steingervingur í staf ninum, graf kyrr og þögull, og starði án af láts á dráttarvaðina og gaf eng- an gaum aðöðru, sem f ram fór umhverf is hann. „Ö-hó"! heyrðist skyndilega hrópað í f jarska. „Ó-hó! Ö-hó" var svarað hvellt og snjallt. Evert, vinnumaður Norðkvists, breytti undir eins stefnu bátsins og reri lífróður á hljóðið. Báturinn var kominn gegnum sundið, þar sem þeir höfðu verið að slæða, eftir örfá áratog. Framundan var dálítill auður bolli milli lágra skerjanna. Þar var einn leitarbátanna. AAennirnir stóðu uppréttir í kænunni og mændu undir sól í áttina til skers, sem lá nokkur hundruð faðma vestar. „Hafið þið fundið eitthvað?" hrópaði einhver. „Það virðist vera fólk á Hellunni", var svarað. „Fólk á Hellunni, á Hellunni?" Mennirnir reru sem mest þeir máttu að hólmanum. En þeir höfðu ekki farið nema skammt, er þeir sáu greini- lega, að tvær manneskjur stóðu í f læðarmálinu og veif- uðu. A-já, þetta var karl og kona. Það hlutu að vera hjón- in, sem þeir voru að leita að. Þeir hertu róðurinn enn. Það var þó munur að koma heim með lifandi fólk eða rennvot lík af botni hafsins. „Jú-jú, þetta eru þau Katrín og Jóhann.....holræt, eins og Jóhann segir". „A Hellunni — þar eru hvorki ber né neitt annað til matar. Það er ekki að undra, þótt þau séu áköf og vaði út í sjóinn. — Hæ, Katrín, hæ! Drekktu þér ekki, kona. Við erum að koma". „Lítið á Jóhann. Hann er alveg eins og afturganga". Nú hafði steingervingurinn í stafninum staðið upp og riðaði svo mikið, að það mátti allt eins vel búast við því, að hann f élli f yrir borð á hverri stundu. Hann greip and- ann á lofti og baðaði út höndunum. Hana nú, Þartók báturinn niðri. Þarna var Katrín, og þarna kom Jóhann æðandi. AAennirnir hlupu úr bátnum og þustu á móti þeim. En steingervingurinn hafði hnigið niður í sæti sitt aftur. Það hafði snöggvast mátt sjá þess merki, að hann var þó lifandi, en svo sviku fæturnir hann, áður 'en hann kom út úr bátnum. Katrín özlaði framhjá mönnunum og út að bátnum. Nú var eins og þarna væru tveir steingervingar, báðir jaf n sneyddir líf i. Sá minni hallaði sér upp að þeim stærri, sem ekki var þungt,kalt og ókennilegt lík af sjávarbotni,lheldur sterk, hlý og úrræðasöm lifandi móðir. Jóhann hafði haltrað um á dofnum fótum sínum og beðið komumannanna, en nú stóð hann eins og veðurviti á steini við bátinn og hló......eða grét hann kennski? En allt í einu riðaði hann og hefði dottið á grúfu með út- breiddað f aðminn, ef tveir aðkomumannanna hef ðu ekki gripið hann á fallinu og lyft honum yfir borðstokkinn einsog litlu barni. Einn tíndi saman yfirhafnirnar, sem þeir höfðu farið úr og breiddi þær í bátinn. Á þær lögðu þeir þennan tærða vesaling. En hann reis óðar upp við dogg, veifaði máttlaus með handleggjunum og svipaðist um öskugrár í framan. ¦¦ /' „Katrin, Katrín....Katrín er þarna uppi. Takið þið Katrínu líka", sagði hann. „Katrín er hérna í bátnum hjá þér", svöruðu mennir- nir. „Nei, nei. Takiðþiðhana líka. Húner þarna uppi". „Leggstu nú út af. Hún er hérna í bátnum, kerlingin þín". „Hvað?" Katrín hrökk sem af blundi. Hún sat enn í stafni og vafði Eiríkörmum. Drengurinn grét hljóðlega. „Hann virðist orðinn talsvert aðþrengdur, karlinn", sagði einn bátverjanna mjög alvarlegur. „Já", sagði Katrín. Hún sleppti Eiríki og skreiddist yfir þófturnar til Jóhanns. „Hvað gengur að þér, Jóhann? Ég er hérna í bátnum. — Leggstunúútaf. Viðerum bráðum komin heim". Hún skreiddist til baka, en allt í einu sortnaði henni fyrir augum, og höfuðið seig niður með borðstokknum, unz hárflétturnar flutu á vatninu í kjölsoginu. Einn ræðaranna greip í skyndi utan um hans, og stein- gervingurinn í stafninum varð enn fölari en áður. ÁAaðurinn deyf hendinni í sjóinn og vætti enni Katrínar. Síðan leit hann á félaga sína og hristi höfuðið. Þeir kinkuðu kolli til samþykkis, alvarlegir í bragði. „Ég held, að það hafi verið hér um bil liðið yfir mig. Það er þó í fyrsta skiptið á ævinni", sagði Katrín og brosti afsakandi. AAennirnir bjuggu nú eins notalega um hana og kostur var, og síðan var förinnl hraðað áfram. Það var hávær hópur, sem var samankominn við Bátavíkina til þess að forvitnast um árangurinn af Á irieöán, fyrir utan ströndinaf 'Radarinn okkar sýnir aö Egon er á þessari eyju. Viðnáumþeimþar! iliiiiiill Föstudagur 17. janúar 7.00 Morgunútvarp Veður- fregnirkl. 7.00, 8.15 og 10.10. Morgunleikfimi kl. 7.15 og 9.05. Fréttir kl. 7.30, 8.15 (og forustgr. dagbl.) 9.00 og 10.00. Morgunbæn kl. 7.55 Morgunstund barnanna kl. 9.15: Finnborg örnólfsdóttir les söguna „Maggi, Marl og Matthias" eftir Hans Petterson (14). Tilkynningar kl. 9.30. Létt lög milli lioa.. Spjallað við bændur 10.05. „Hin gömlu kynni" kl. 10.25: Sverrir Kjartansson sér um þátt meo tónlist og frásögnum frá liönum árum. Morgun- tónleikar kl. 11.00: ,, Archiv "-hljóöf æraflokkur- inn leikur Sinfóníu I G-dúr eftir Holzbauer/Kenneth Gilbert leikur Sembalsvltu I e-moll eftir Rameau/Jost Michaels, Ingrid Heiller og Kammersveitin I Munchen leika Konsert I B-dúr fyrir klarlnettu, sembal og strengjasveit eftir Stamitz. 12.00 Dagskráin. • Tónleikar 12.25 Fréttir og veðurfregnir. Tilkynningar. 13.00 Við vinnuna: Tónleikar. 14.30 Miðdegissagan: „Sbng- eyjan" eftir Yukio Mishima 15.00 Miðdegistónleikar Walter Klien leikur tvö planóverk eftir Mozart: Til- brigði um lagið „La belle Francoise" og Rondó I a- moll (K511). Pavel Stephan og 'Smetanakvartettinn leika Planókvintett i A-dúr op. 81 eftir Dvorák. 15.45 Lesin dagskrá næstu viku 16.00 Fréttir Tilkynningar. (16.15 Veðurfregnir). 16.25 Popphornið 17.10 tJtvarpssaga barnanna: „Emil og leyni- lögreglustrákarnir" eftir Erieh Kastner. Haraldur Jóhannsson þýddi. Jón Hjartarson leikari les (4). 17.30 Tónleikar. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Fréttaauki. Til- kynningar. 19.35 Gjöfin sem ekki var gef- in Dr. Gunnlaugur Þórðar- son flytur erindi um stjórnarskrármál. 20.10 Sinfónla I d-möll eftir Michael Haydn Enska kammersveitin leikur: Charles Mackerras stjdrnar. 20.30 Landhelgismálið og út- færslan I 200 milur Pall Heiðar Jónsson stjórnar umræðuþætti I utvarpssal. 22.00 Fréttir. 22.15 Veðurfregnir Húsnæðis og byggingarmál Ólafur Jensson ræðir við Skúla Guðmundsson fram- kvæmdastjóra um opinber- ar byggingaframkvæmdir. 22.35 „Afangar" I umsjá Asmundar Jónssonar og Guðna Rúnars Agnarsson- ar. 23.20 Fréttir I stuttu máli. Dagkskrárlok. Föstudagur 17. janúar 1975 20.00 Fréttir og veður. 20.30 Dagskrárkynning og auglýsingar. 20.35 Merkilegt myndasafn. Dönsk fræðslumynd um sér- kennilegar myndir, sem einhverntlma I fyrndinni hafa verið málaöar I fjalla- hllðar suður I Sahara. Einn- ig er brugðið upp myndum frá hátiðarsamkomu I þorp- inu Djanet I suð-austur hluta Alsír. býðandi og þul- ur Guðrún Jörundsdóttir. (Nordvision — Danska sjón- varpið) 21.10 Kastljós. Fréttaskýr- ingaþáttur. Umsjónarmað- ur Guðjón Einarsson. 22.00 Villidýrin. Breskur sakamálamyndaflokkur, byggður á sögu eftir Paul Galloco. Ljónaveiðar. Þýð- andi Kristmann Eiösson. 22.50 Dagskrárlok.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.