Tíminn - 28.01.1975, Blaðsíða 4

Tíminn - 28.01.1975, Blaðsíða 4
4 TÍMINN Þriöjudagur 28. janúar 1975. 1 Robert Redford er mikill íþróttamaður 1 viBtali, sem nýlega birtist viB hinn fræga kvikmynda- leikara Robert Redford (úr kvikmyndinni Sting og Gatsby- myndinni, sem sýndar eru hér nú) kemur fram, aB hann hefur lagt stund á margvislega hluti um ævina. Hann er mikill kappsmaBur I iþróttum, en seg- ist vera svo sjálfselskur og mik- ill eiginhagsmunamaöur, að hann sé ómögulegur i hópiþrótt- um, heldur verði hann að treysta einungis á sjálfan sig — eins og t.d. verður að gera, þeg- ar skiöamaður brunar niður bratta fjallshlið. Yfirleitt segist Robert vera mjög hrifinn af skiðaiþróttinni og eins af fjall- göngum. Ferðalög á hestum um óbyggðir eru skemmtilegar og góð hvild frá annriki og spennu, sem fylgir upptökum á kvik- myndum. Um það bil sem hverri kvikmynd er lokið, þá eru allir ,,á siðasta snúningi” ef svo mætti segja, segir leikarinn. A menntaskólaárunum hætti Robert skólanámi og réði sig i oliuvinnslustöð I E1 Secunda ná- lægt San Pedro. Þar var mikil vinna og mikið kaup, og safnaði piltur fyrir Evrópuferð, sem stóð á annað ár. Hann gisti á ódýrum farfuglaheimilum, var nokkra mánuði f Parfs, þar sem hann fékk sér nokkra tilsögn i málaralist, en hún var mjög mikið áhugamál hans um þess- ar mundir — og jafnvel ofar i huga hans en leiklistin. Siðustu dollurunum sinum eyddi hann svo á ttaliu, en þá átti hahn ekki fyrir farinu heim til Bandarikj- anna. Kennari hans i Parfs haföi gefið honum upp heimilisfang listverkasala i Flórens, og þangað fór Robert með það sem hann átti til af myndum og gat selt þær fyrir 200 dollara. Þar meö voru komnir peningar fyrir farinu heim! Þegar til Banda- rikjanna kom var hann ákveð- inn i að fara f listaskóla og hafði þá áætlað að læra leiklist jafn- framt þvi að mála. — Mér hefur gengið ágætlega að komast áfram við kvik- myndirnar, segir hann hinn ánægðasti, en kannski var ég bara svona heppinn. Það var spennandi að hafa allt. i einu fullar hendur fjár, og ég keypti hús, bil, bát og flugvél og hafði geysilegan áhuga á þvi að eign- ast allt mögulegt. Þetta hefur svolitið breytzt hjá mér. Nu orðiö likar mér bezt að lifa ein- földu lifi. Ég hef mikla þörf fyrir einveru, og það verða vinir min- ir aö skilja og virða, segir hann alvarlegur i bragði. Blaða- maöurinn spurði hann, hvort hann hefði mikinn áhuga á stjórnmálum, og hvort hann gæti hugsað sér að verða stjórn- málamaður, eins og sumir vin- sælir leikarar hafa reynt. Þvi neitaði Redford ákveðið. — Ég hugsa að ég sé of hreinskilinn og jafnvel of heiðarlegur til þess aö þaö sé hægt að nota mig til sllks, sagði hann og glotti við. Blaða- maðurinn horfði á rauðgulliö hár Roberts og spurði i sakleysi sinu, hvort það væri satt, að hann litaði á sér hárið. — Hvaö!! Hvað ertu að segja, ertu vitlaus? Ég tala ekki meira við þig! var svarið. Þaö var með naumindum að aumingja blaöa- maðurinn fékk upplýsingar hvaða kvikmyndum Redford ætlaði að leika I næst. Sú næsta, sagði hann, heitir „Six days of The Condor og þarnæst kemur kvikmynd úr villta vestrinu, sem er byggð á æviatriðum Tom Horns, sem var frægur karl á sinni tið. — Hér birtum við myndir af Robert Redford. Sú fyrsta er fimmtán ára gömul og frá þeim tima er hann var að byrja aö leika á Broadway i New York. Næst kemur mynd af Robert eins og hann litur út nú. slðan sjáum við hann i röndóttu fötunum sfnum i kvikmyndinni The Sting. Svo kemur Gatsby hinn frægi i þungum þönkum. Sfðast er myndin, sem tekin var I viðtalinu, og þá haföi blaða- maðurinn spurt hann um hár- litunina, og leikarinn er illilegur á svip, — en þó óneitanlega mjög hrifandi, eða hvað finnst ykkur? tilraun til sjalfsmorðs hefði veriö að ræða, en þaö var enginn fótur fyrir þvl. Svo þrálátur varð orðrómurinn, að sjúkra- húsið gaf út fréttatilkynningu um sjúkdóm Miu Farrow, sem var mjög hættuleg botnlanga- bólga. Botnlanginn hafði sprungið fyrir uppskurðinn og hún varð lifshættulega veik. Það varð að gera tvær aörar skurð- aðgerðir til þess að bjarga lifi hennar. Hún hefur verið lengi að ná sér, en er nú á góöum bata- vegi. Þau hjónin búa f Leigh, nálægt Dorking i Surrey. Botlanginn sprakk Flestir kannast viö Miu Farrow, leikkonuna frægu, sem er eigin- kona pianóleikarans, og stjórn- andans góðkunna André Previn. Við höfum nú að undanförnu séð hana i Gatsby-myndinni i Háskólabiói, og eins og alltaf vekur hún almenna hrifningu. Hún var nýlega flutt á sjúkra- hús I London, Kings College Hospital, — I sjúkrabil með blásandi sirenum og hlaupandi burðarmönnum. Komust þá þær sögusagnir á kreik að um hnöttinn, svo við mættumst á miðri leið, svo að segja. DENNI DÆMALAUSI „Við getum breytt þessu húsi i búgarð smástund. Notum uppþvottavélina fyrir hest og ryksuguna fyrir hnakk.”

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.