Tíminn - 28.01.1975, Blaðsíða 5

Tíminn - 28.01.1975, Blaðsíða 5
Þriöjudagur 28. janúar 1975. ItMINN 5 Hannesi Péturssyni veitt v-þýzk bókmenntaverðlaun: „Lýs/r andstæðunum milli nútíma lífsskoðunar og trúar á tign og verðmæti íslenzkrar náttúru" Hannes Pétursson skáld hefur hlotiö bókmenntaverölaun „Henrik-Steffens-Preis”, ársins 1975 úr þýzkum menningarsjóöi, „Stiftung F.V.S.” I Hamborg. Verölaunin nema 25.000 mörkum eöa um 1.275.000 Islenzkum krón- um. Menningarsjóöur þessi var stofnaöur af þýzkum kaupsýslu- manni, dr. Alfred Toepfer. Siöan 1966 hafa veriö veitt úr honum heiöurslaun árlega til eins fræöimanns eða listamanns frá Noröurlöndum. Þau hafa einu sinni áöur verið veitt íslendingi. Var það prófessor dr. Magnús Már Lárusson, fyrrv. háskóla- rektor. Áriö 1974 hlaut danski rit- höfundurinn Willy Sörensen verölaunin. Sjóönum og veiting- um úr honum stýrir nefnd manna frá Vestur-Þýzkalandi og Norðurlöndum, sem stofnandi sjóösins tilnefnir. Formaður hennar er dr. Alexander Scharff prófessor I Kiel, en Vilhjálmur Þ. Gislason fyrrv. útvarpsstjóri er eini Islendingurinn í sjóös- stjóminni. Ákvöröun um heiðursverðlun til Hannesar Péturssonar var tekin á fundi sjóösstjórnarinnar I Liibeck i júni s.l. sumar en tilkynningin um hana er gefin út I dag, samtlmis I Þýzkalandi og á lslandi. Afhending verðlaunanna fer fram viö hátiðlega athöfn i ráöhúsinu i Kiel 13. júni n.k. Aö venju mun rektor háskólans þar I borg flytja ávarp, prófessor dr. O. Oberholzer mun tala um verðlaunaþegann, en Jón Friöjónsson lektor viö Kielarhá- skóla semur greinargerð um rit Hannesar Péturssonar. Verölaunum þessum fylgir einnig réttur verðlaunaþega til aö út- nefna efnilegan ungan fræöimann til eins árs framhaldsnáms viö þýzkan háskóla á kostnaö verölaunasjóðsins. í tilkynningu sjóðs- stjórnarinnar, sem út var gefin i gær, segir m.a.: „Hannes Pétursson er fæddur 1931, las germönsk fræöi 1952-1954 viö háskólana i i Köln og Heidel- berg og 1954-1959 islenzka tungu og bókmenntir viö háskólann i Reykjavik. Hannes Pétursson er fyrst og fremst ljóð- skáld og i fararbroddi meðal rit- höfunda sinnar kynslóðar á Is- landi. Helztu rit hans eru ljóða- söfnin Kvæðabók (1955), I sumar- dölum (1959) Stund og staðir (1962), Innlönd (1962), Rimblöð (1971) og Ljóðabréf (1973). I kvæðum sinum lýsir hann i fast- mótuðu ljóðformi andstæðunum millinútima lifsskoðunar, sem oft veldur ótta, einmanaleika og yfir- borðsmeriningu, og trúar sinnar á verömæti og tign Islenzkrar náttúru. Meðal rita hans eru einnig ferðafrásagnir og sögur, bókmenntalegar og sögulegar ritgeröir. Sérstaklega er kunn bók hans um Færeyjar, Eyjarnar átján. Hann hefur þýtt á islenzku prósaverk eftir Rilke og Kafka.” — segir Jón Dan Hér fer á eftir svar Jóns Dan rithöfundar: Þetta þykir mér ánægjulegt að heyra. Ég held að slðan Jónas Hallgrlmsson flutti sln skemmtilegu þýzku áhrif inn I Islenzkar bókmenntir, hafi annað skáld ekki gert það bet- ur en Hannes. Ekki er mikil hætta á þvi að bókmenntir okkar einangrist, enda hafa Islenzkir höfundar alltaf vakandi auga á þvi sem gerist erlendis. En ekki er allt jafn ferskt sem inn er flutt, og ekki er það daglegt brauö aö svo listilega sé þaö nýtt, sem raun ber vitni hjá Hannesi. Þar slær hörpuna alislenzkur listamáöur,sem veit þó vel að vlðar er guð en i Görðum. Enda þótt viðurkenningin sé frá Þjóðverjum, getum við veriö þess fullviss, aö þeir eru ekki fyrst og fremst að verð- launa flutning á þýzkum menningarstraumum til Is- lands. Þeir eru að verðlauna islenzkt skáld. Og að endingu: Það hlaut að vera aö slik viðurkenning á Is- lenzku skáldi kæmi að utan. Vers og vísur — Ijóðabók eftlr Bjarna Th. Rögnvaldsson Vers og visur heitir ljóðakver eft- ir Bjarna Th. Rögnvaldsson, sem út kom fyrir skömmu. Bókin er gefin út af höfundi og er fjölrituð, eins og nú gerist titt um ljóða- bækur ungra höfunda. Vers og visur er tæplega sextiu siöur I litlu broti og i bókinni eru tiu ljóð. Bjarni Th. Rögnvaldsson er ungur höfundur, sem hér kveður sér hljóös i fyrsta sinn. „Hann hefur staðið I fámennri röð fremstu skálda hér, allt slðan ljóö hans tóku að birtast upp úr 1950”, segir Óskar Halldórsson um Hannes Pétursson I Tlmanum I dag. Tlmamynd G.E. Góður skáldskapur er sjálfbjarga án þess að bumbur séu barðar — segir Óskar Halldórsson Óskar Halldórsson lektor sagði: Hannes er prýðisvel að þess- um heiðri kominn. Hann hefur staðið i fámennri röð fremstu skálda hér, allt slöan ljóð hans tóku að birtast upp úr 1950. Það er skáldskapurinn sjálfur, sem hefur staðiö undir frama Hannesar bæði fyrr og nú, en ekki barátta hans fyrir skáld- frægð. Nú er þjóötélagsleg staöa skálda veik og sannarlega nauðsyn að treysta hana, en mjög er misjafnt hvernig skáld frama sig. Sumir kappkosta að likja eftir nýjustu bókmennta- tisku, aörir, ráðast undir ára- burð stjórnmálamanna með blööin að bakhjalli, að ógleymdu Alþingi sem getur gert þá að „þjóðskáldum” með samþykkt Þá má ekki gleyma þeim, sem riða húsum hjá mönnum sem úthluta listá- mannalaunum og ritlaunum. Hannes er i hópi hinna, sem litt eða ekki stunda framantalið. Hann hefur meira að segja lengst af staöið utan við samtök rithöfunda. En dæmi hans sýnir að góöur skáldskapur verður sjálfbjarga án þess að bumbur séu barðar. Ég óska Hannesi til hamingju. Enginn verð- ugrí Hannesi — segir Ólafur Jóhann Sigurðsson Ólafur Jóhann Sigurðsson skáld svaraði spurningu blaðsins á þessa leið: Ég ætla að byrja á þvl að óska Hannesi Péturssyni hjartanlega til hamingju. Þessi tiðindi eru mér mikið fagnaðarefni, og ber einkum þrennt til. í fyrsta lagi er Islenzkum nútimabókmenntum sýnd hin mesta sæmd með veitingu þessari. Ég held mér sé óhætt að fullyrða, að aðeins þrjú skáld á Norðurlöndum hafi áð- ur hlotið umrædd verðlaun, en þau eru engin önnur en Harry Martinson, Johannes Edfeldt og Villy Sörensen. I annan staö treysti ég mér ekki til að benda á islenzkt skáld sem væri verðugra en Hannes Pétursson að hljóta þennan sóma. Um leið og ég las eftir hann kornungan kvæðið „Bláir eru dalir þinir” fékk ég á honum sérstakar mætur Sem skáldi og batt við hann miklar vonir. Þær vonir hafa löngu rætzt, þvi að ferill hans hefur verið óvenju glæsi- legur. Þegar þriðja ljóðabók hans, Stund og staðir, kom út árið 1962, varð ekki lengur um það deilt, að hann hafði liðlega þritugur skipað sér á bekk meö öndvegisskáldum okkar. Siðan hefur hann sent frá sér hvert verkið á fætur öðru sem borið hefur skaldgáfu hansog dug fagurt vitni. Loks get ég ekki að þvi gert, aö það hlægir mig að erlend menningarstofnun skuli með þessum hætti gera skömm til nokkrum ónefndum islenzkum aðiljum, sem virðast helzt vilja hefja til vegs klikubræð- ur, flokksbundna smátausa og potskáld. Slíkt hlaut að koma að utan Eins og þruma úr heiðskíru lofti — segir Hannes Pétursson um verðlauna- veitinguna HANNES PÉTURSSON skáld hefur hlotið Henrik Steffens-verðlaunin 1975. Þau tiðindi munu gleðja alla tslendinga, sem annt er um góöan skáldskap og bók- menningu yfirleitt, enda fer ekki á milli mála, að hann er I fremstu röð núlifandi skálda Islenzkra. Um leiö og Timinn sendir Hannesi Péturssyni innileg- ar hamingjuóskir I tilefni af þeim mikla frama, sem hon- um hefur nú hlotnazt, þótti blaðinu við hæfi að leita til nokkurra manna og spyrja um skoðanir þeirra á þessari verðlaunaveitingu. Þeir, sem fyrir svörum uröu, voru: Óskar Halldórsson, lektor I bókmenntum við Há- skóla tslands, skáldin Ólafur Jóhann Sigurðsson og Jón Dan. En fyrst skulum við heyra hvað Hannes Pétursson hef- ur sjálfur um málið að segja. „Formleg tilkynning þess efnis aö ég heföi hlotið Hen- rik Steffens verðlaunin 1975 barst mér I bréfi dagsettu 1. júli s.l. Það er ritað af há- skólaprófessor i Kiel, dr. Scharff að nafni, sem á for- sæti I nefnd þeirri, sem ákveður verðlaunahafann hverju sinni, en hana skipa að mér skilst fulltrúar allra Norðurlanda og Vestur- Þýzkalands. I bréfinu segir, að nefndin hafi á fundi sinum 21. júni ákveðið éinróma að ég hlyti verðlaunin nú I ár. Þar kemur einnig fram, að þessi verölaun hafi verið veitt árlega siöan 1966, þau séu ekki einskorðuð viö bók- menntir, heldur sé þeim ætl- að að vekja athygli á starfi manna i ýmsum mennta- greinum á Norðurlöndum. Ég er f jórði höfundurinn sem hlýtur þau. Verðlaunaveitingin kom yfir mig eins og þruma úr heiðskiru lofti. 1 svarbréfi til dr. Scharffs kvað ég það mikið efamál að mér bæri með réttu þessi viðurkenning — verðlaunin ætlaði ég samt sem áður aö þiggja I þeirri von að þau orkuðu ekki á les- endur mina sem einbert of- lof, en oflof er stundum háö og okkert annað eins og menn vita. Peningalega séö eru þessi verölaun mikill happafeng- ur. í hlut verðlaunahafans koma 25 þúsund vesturþýzka mörk, sem jafngilda eins og stendur um það bil 1.2 milljónum Islenzkra króna. Einnig fylgir styrkur að upp- hæð 6 þúsund mörk, ætlaður stúdent til eins árs náms- dvalar i Sambandslýðveld- inu, og er verðlaunahafanum I sjálfsvald sett, hvaða styrkþega hann velur. Astæða þess að verðlauna- veitingin er ekki tilkynnt opinberlega fyrr en nú mun vera sú, að nógur timi var til stefnu með það, þvi sjálf af- hending verðlaunanna fer ekki fram fyrr en i júni-mán- uði næstkomandi. Aö öllu forfallalausu fer ég utan þegar þar aö kemur til þess að veita verölaununum við- töku. Smávegisssrimóniur á vegum Kielarháskóla eru samfara afhendingunni, og er ekki annað að gera en taka þeim.”

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.