Tíminn - 28.01.1975, Blaðsíða 8

Tíminn - 28.01.1975, Blaðsíða 8
8 TÍMINN Þriöjudagur 28. janúar 1975, At Gömul skilvinda í notkun, þaö er fariö ööruvisi aö þessu nú! Þannig voru kaupstaöarferöirnar I gamla daga. Ljósm.Vigfús Sigurgeirsson. „í DAGSINS ÖNN” nefnist ný is- lenzk kvikmynd, sem frumsýnd veröur um næstu áramót Fjallar myndin um isienzka þjóöhætti og vinnubrögö frá liönum timum. Þrjú eintök voru gerö af mynd- inni, og veröa þau frumsýnd á þremur stööum samtfmis, á Sel- fossi, Akureyri og I Reykjavik. Þótt myndin hafi veriö tekin á Suöurlandi, er ætlunin aö hún sýni vinnubrögö á öllu landinu frá liönum timum, en sé ekki bundin viö neinn vissan landshluta. Eins og kunnugt er, hefur orðið gjörbreyting og bylting i islenzk- um atvinnuvegum á undanförn- um árum og áratugum. Á miðjum fjóröa tug aldarinnar var bylting- in hvað hröðust, og þá voru hand- verkfæri lögð til hliðar Þá var farið að ræöa það á Suöurlandi að festa gömlu góðu vinnubrögðin á filmu og geyma til framtiðarinnar. Það mun hafa verið á héraðsþingi Skarphéðins, sem haldið var i janúar árið 1956, að farið var að ræða um þetta fyrir alvöru og var þá kosin þriggja manna nefnd til þess að undirbúa málið og vinna að fram- gangi þess. Þessa nefnd skipuðu Ólafur Guðmundsson i Hellna- túni, Jóhannes Sigmundsson i Syðri-Langholti og Stefán Jason- arson I Vorsabæ. Nefndin boðaði svo til fundar með fulltrúum frá ýmsum félags- samtökum i Arnes- og Rangár- vallasýslum, sem til greina kæmu, að styddu þetta fyrirtæki. Fundurinn var haldinn 11. nóvember 1956. Það voru félagasamtök, sem tjáðu sig fús að styðja að þessu og lofuðu fjárhagsstuðn- ingi, eftir þvi sem tök voru á, en það voru ekki digrir sjóðir hjá þessum félögum öllum, en áhugi mikill á að þetta yrði gert. Undirbúningsnefndin hélt svo fund siðar með fulltrúum þeirra félaga, sem höfðu lofað að styðja málið fjárhagslega. og sá var haldinn á Selfossi 19. júni 1957. Þá komst þetta allt I gang og siöan hefur þetta verið að smáþróast, eftir þvi sem fjárhagur hefur leyft, og áhuginn hefur þokað málinu áfram, þótt hálfgerð fjár- hagskreppa hafi verið. Reynt var að taka upp þau vinnubrögö, sem voru ekki horfin, og leitazt við að fara eins langt aftur I timann og hægt var, þvi að þá, og raunar enn, er fólk i starfi, sem kann þessi vinnubrögð. Naut þar aðstoðar góðra manna. Strax I upphafi var leitað til Vigfúsar Sigurgeirssonar kvik- myndatökumanns, að hann tæki myndina. Myndin er i litum og aðstoðaði Gunnar, sonur Vigfús- ar, við tökuna og hefur verið góö- ur haukur i horni við framkvæmd verksins. Fljótlega var gerð áætlun um það, hvað helzt ætti að leggja áherzlu á. Þáttur var gerður um ullarvinnuna og annar þáttur um mjólkurmatargerð frá upphafi, og svo hvernig handverkfæri voru notuð svo sem trog og byttur og bullustrokkar. Þessu var svo fylgt fram eftir þróunarskeiðinu, og endar I Mjólkurbúi Flóa- manna. Þá var gerður þáttur um hey- skap að fornu og nýju, ferðalög með ýmsum farartækjum, ýmis heimilisstörf, ræktunarstörf, túnavinna, eldiviðaröflun, vega- gerð, smaíamennsku og ýmislegt fleira. Dr. Haraldur Matthiasson, menntaskólakennari á Laugar- vatni, og Þórður Tómasson, safn- vörður i Skógum, hafa frá upphafi verið ráðunautar við myndatök- una og séð um sviðsetningu og út- búnað og tækjabúnað, sem til þess þurfti. Þeir hafa einnig sam- ið texta og unnið að þessu, ásamt þeim feðgum, Vigfúsi og Gunnari. Kvikmyndagerðin hófst um 1959, og á næstu árum fór meg- inhluti kvikmyndatökunnar fram. Þetta gekk mjög seint á timabili, en svo var farið inn á það svið, að sýna það, sem komið var, eða hluta af þvi, forráðamönnum ýmissa félagasamtaka I Reykja- vlk. Virtist þetta falla þeim vel I

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.