Tíminn - 28.01.1975, Qupperneq 2

Tíminn - 28.01.1975, Qupperneq 2
2 TÍMINN Þriöjudagur 28. janúar 1975. Þriðjudagur 28. janúar 1975 Vatsnberinn: (20. jan. - 18. febr) Þú munt sannreyna það i dag, að það gengur aldrei eins vel og þegar þú hefur gert góða áætl- un og vinnur siðan eftir henni, alveg út i hvert smáatriði. Þú skalt vera vel á verði gegn upp- ljóstrunum i ótima — og hugsaðu um heilsuna. Fiskarnir: (19. febr. - 20. marz) Þér veitir ekkert af þvi að bæta sambandið við fjölskyldu þina og vini. Vandræði skapast af þvi, ef þú ferð að reiða þig of mikið a aðra, sérstak- lega aðstoð i mikilvægu máli, sem þú ert i raun- inni einn fær um að leysa af hendi. Hrúturinn: (21. marz — 19. april) Það eru útgjöldin, sem þú skalt halda i lág- marki. Ctgjaldaáætlunin stenzt, eins og þú hafð- ir sett hana upp, en frávik þolir hún ekki, alls ekki á þann veg, sem þú hafðir hugsað þér. Nautið: (20. april - 20. mai) Það má heita, að næstum hvað sem er, geti or- sakað deilur, leiðindi og jafnvel óþægindi i dag. Þú ættir að halda þig fjarri sliku, — og alls ekki hella oliu á bálið. Þolinmæði þin gæti hins vegar unnið þér virðingu annarra. Tviburamerkið: (21. mai - 20. júni) Það er fleira ógert en þig hafði órað fyrir, svo að þú skalt taka til höndunum við þau verkefni, sem fyrir liggja, og slepptu þvi alveg að malda I mó- inn. Ef einhver er að flýta sér, hleyptu honum framúr. Þér liggur ekkert á. Krabbinn: (21. júni - 22. júli) Þetta er mikill annadagur hjá þér, og þú ættir að gera þér grein fyrir þvi, en það er alveg eins vist, að enginn bregðist við á þann hátt, sem þú kysir helzt. Það er lika ýmislegt, sem gengur úr- skeiðis. Láttu það verða sem minnst. Ljónið: (23. júlí - 23. ágúst) Það er hætt við þvi, að þvi verði ekki lengur sleg- ið á frest að ræða f jölskyldumálin, og það verður að gerast af hugsun og hreinskilni. Fljótfærni gæti komið þér i erfiða aðstöðu, og þú einn ert fær um að bjarga málinu við, ef svo fer. Jómfrúin: 23. ágúst - 22. sept.) Það er tvennt, sem þú þarft umfram allt að passa upp á i dag: það er varúð I meðferð véla og einstök gætni I umgengni þinni við annað fólk. Það er rétt eins og einhvers konar kapp eða á- reynsla geti gert kraftaverk á skapsmununum I dag. Vogin: (23. sept. - 22. okt.) Þú skalt ekki láta hafa áhrif á þig i dag. Sérstak- lega ekki, ef verið er að ræða við þig um fjárfest- ingarmál og útfærslur á einhverjum sviðum. Það er ekki rétti dagurinn til að ráðast I nein fyr- irtæki eða þessháttar, og láttu aðra afskipta- lausa. Sporðdrekinn: (23. okt. - 21. nóv.) Þú munt sannreyna það i dag, að það gengur ekkert af sjálfu sér, en hitt er annað mál, að það væri alveg fráleitt að fara að láta áhyggjurnar ná tökum á sér. Þú skalt bara gæta þess að sinna þvi einu, sem ekki verður komizt hjá að sinna. Oðrum skaltu láta það eftir að masa og þvaðra. Bogmaðurinn: (22. nóv. - 21. des.) Það litur út fyrir, að ýtni þin hafi verið einum of mikil, og að þú hafir gengið einum.of langt. Þú skalt taka þér smáhvíld og lita aftur yfir stöð- una. Þegar þú hefur gert það gaumgæfilega skaltu endurskoða afstöðu þina. Steingeitin: (22. des. - 19. jan.) Allir eru alltaf reiðubúnir að segja þér alveg upp á hár, hvað þú eigir að gera og hvernig. Þú gerð- ir afskaplega rangt i þvi, að taka þetta illa upp, þetta er alls ekki i illu gert. Sýndu nærgætni, forðastu deilur, en vertu ákveðinn og viljafastur. Einangrun — Frysti- og kæliklefar Tökum að okkur aö einangra frysti- og kæliklefa. Skiptum ura einangrun I eldri klefum. Notum eingöngu sprautaða polyurethane einangrun. Tökum aö okkur hvers konar húsnæði. EINANGRUNAHTÆKNI H.F. Pósthólf 9154 — Reykja vfk — Simi 7-21-63 á kvöldin. ■ IHIH SÍbBiÍ!, Margvislegar kenningar eru fram bornar og misjafnlega frumlegar og rökstuddar. Að sumum þessara kenninga getur verið gaman, þó að menn séu ekki við þvi búnir eða um það færir að taka afstöðu til þeirra. Einn þeirra manna, sem sett hefur fram margar nýstárlegar skoðanir um söguleg efni, er Skúli Ólafsson, og er hér bréf frá honum, þar sem hann fjallar um áhrif Orms skálds á ritun miðaldaensku. En Orm skáld telur hann vera Orm Skeggja- son, ábóta á Munkaþverá. Ormur kórsbróðir Bréf Skúla er svolátandi: „Eftir sigur Normanna 1066 varð franska mál heldra fólks á Englandi, en latina ritmál þar. Varla getur heitið, að ritað væri á máli meginþorra Englend- inga, engilsaxnesku, þar til laust eftir 1200, eða I 150 ár. Um 1205 birtist ljóð Layamons um Brut, sem varð þjóðsöguleg- ur konungur á Englandi, en Ormulum (Orm samdi það) eft- ir Orm kórsbróður hafði tölu- verð áhrif á ritun enskunnar, með breytingum hans (t.d. tvö- földum samhljóða eftir stuttan hljóðstaf og 3 mismunandi stafi fyrir g). Þessar breytingar Orms urðu til þess, að lesa mátti textann viðstöðulaust, en með fyrra rithætti var það ekki hægt. Efnisvalið er sótt til Gregory I, Beda og Ælfries, sem allir komu við kristnisögu Englands, og er það ekki dýrt kveðið, en talið mikils virði málfræðilega. Þorlákur Þórhallsson helgi Skálholtsbiskup (1178—93) var i námsferð erlendis i 6 ár (1154—60), þ.á.m. I Lincoln á Englandi. Páll Jónsson systur- sonur hans, Skálholtsbiskup 1195—1211, var einnig við nám I Englandi, Gissur ísleifsson valdi Þorlák Runólfsson, dótt- urson SNORRA KARLSEFNIS- SONAR (Snorri fæddist á VIN- LANDI), sem eftirmann sinn og lét vigja hann til biskups, þó að ekkert biskupsembætti væri laust á Islandi. Með þessu hefur Gissur viljað tryggja tslending- um ihlutunarrétt I kirkjumálum Grænlands og VtNLANDS, en fyrsta verkefni Þorláks Run- ólfssonar Skálholtsbiskups (1118—1133) var að greiða götu Vlnlandsfara á vegum páfa- stóls. Hingað komu 35 skip, sum við illan leik I erfiðu árferði (annað mesta aðstreymi til landsins frá upphafi landnáms hér). Talið er að 2000 manns hafi látizt hér á landi 1119—20 úr hungri og sóttum, og varð minna úr Vinlandsferðinni en til stóð. Annar afkomandi KARLS- EFNIS á biskupsstóli var Björn Gilsson Hólabiskup 1147—62 og þriðji afkomandi KARLSEFNIS varð Hólabiskup 1163—1201, þ.e. Brandur Sæmundarson. Telja má öruggt, að Brandur biskup hafi fylgt þvi fast eftir að láta mennta einhvern af afkomend- um KARLSEFNIS, sem tæki við biskupsembætti að Hólum eftir hann. Þessi maður var eflaust Ormur Skeggjason, ábóti að Munkaþverá, sem trúlega hefur stundað nám á Englandi, en Orms skalts er getið i Yorkshire fyrir andlát Hinriks II, 1189, og Orm skalt (skáld) telja sumir höfund að Ormulum, þótt það sé ritað eftir 1200 af munki. Keppinautur Guðmundar góða Gengið var framhjá Ormi við biskupskjör 1201, þar sem Kol- beinn Tumason taldi Guðmund Arason ráðþægari. En hér fór likt og I viðskiptum Hinriks II og Thomasar Beckets. Guðmundur biskup fékk Sigurð Ormsson, ráðsmann sinn og frænda Orms, til þess að endurbæta staðinn að Munkaþverá. og vann með þvi stuðning Orms, en fullur fjand- skapur varð milli biskups og Kolbeins og Sigurðar Ormsson- ar. Kolbeinn féll. 1 viðureign við lið biskups 1208, en 1209 komu höfðingjar úr öllum landsfjórð- ungum með 700 manna liði norð- ur að Hólum, og varð biskup að fara með Snorra Sturlusyni i Reykholt. Liði biskups var tvistrað, og urðu margir að flýja land (til Grænlands), og aðrir urðu héraðsrækir og guldu háar fjársektir. Guðmundur biskup var á hrakningum, og mikilhæf- ir vinir hans voru drepnir — Snorri Grimsson (sem talinn er höfundur Orkneyingasögu) og Hrafn Sveinbjarnarson læknir (hann er nefndur I alþjóðlegu læknatali lærður á Italiu). Prestur að nafni Valdi var hjá Hrafni og klerkar (óvigð prests- efni), svo að þar hefur verið skóli. Eftir vig Hrafns 1213 er getið um, að skip Ólafs hafi týnzt, (þessi Ólafur gat hafa verið systursonur Guðnýjar móður Snorra Sturlusonar), og með þessu skipi gátu þeir hafa farið, sem urðu hart úti i þess- um ófriði, þ.á.m. Valdi prestur, Ormur ábóti (hann er talinn á- samt Karli ábóta, sem ritaði sögu Sverris konungs, og þriðja ábótanum i liði Guðmundar biskups) 1208, og er andlátsár þeirra Karls og Orms talið 1212, en þar gæti skakkað einu ári. Enn um Orm skáld Ormur ábóti gat hafa haft fulla ástæðu til þess að hverfa frá íslandi. Hann varð ekki biskup, stuðningur hans við Guömund biskup kostaði hann vinslit við Sigurð Ormsson, frænda og velgjörðarmanns Orms, og óvinátta höfðingjanna gat kostað hann lifið. Sama má segja um Valda prest, og þeir hafa e.t.v. verið bræður. Ormur átti til skálda að telja og gat hafa getið sér orð sem skáld á Englandi á námsárum sinum þar, og Islendingar voru á þess- um tlmum miklir ritsnillingar, miðað við nágrannaþjóðirnar. Orm skalt (skáld) og Orm munk, bróður Valda (Walters), má liklega telja einn og sama mann. Höfundur Ormulum, sem kallar sig Orm eða Orminn, not- ar það mörg norræn (Islenzk) orð (sbr. Vor tids leksikon og Salmonsens Konversation Leksikon), að'ekki verður fram- hjá þvi komizt, að hann hefur verip talinn af norrænu bergi brotinn. Samtimamenn hans, Gunnlaugur munkur, Karl ábóti og Snorri Sturluson eru það þekktir rithöfundar, að ekki gerist þörf að leita iengra en til íslands til þess að finna hvata að ritum Ormulum, þegar þar við bætist, að tslendingar stund- uðu nám i Englandi á 12. öld, og einn þeirra hefur trúlega verið Ormur Skeggjason ábóti. Þeir sem tóku sér far með skipum, sem „týndust”, voru taldir hafa andazt sama ár og skipið fór frá Islandi, og dæmi eru til þess, að konur manna voru giftar á ný, þegar menn skiluðu sér heim til íslands eftir dvöl erlendis, t.d. á Grænlandi. Viðurnefni Ólafs skirfils gæti verið dregið af enskri mynt, skarfur (þ.e. sildingur), og á- stæðan til þess, að hann hefur ekki kosið að snúa aftur til Is- lands, gat verið ófriðarástandið á Islandi, m.a. i Miðfirði, þar sem menn réðust i það stórvirki að reisa Borgarvirki, sér til varnar. Rvik 20.1 1975 DIPREIÐA EIGCADUR! AukiS ÖRYGGI, SPARNAÐ og ÁNÆGJU í keyrslu y8ar, með þvi að lóía okkur annast stillingarnar á bifreiðinni. Framkvæmum véla-, hjóla- og Ijósastillingar ósamt tilheyrandi viðgerðum. Ný og fullkomin stillitaoki. ’O. CnoilbeiU/on h/í Stilli- og Auðbrekku 51 vélaverkstæði Kópavogi, sími 43140 Rafgeymar í miklu úrvali -----11IjOSSS£f------------ Skipholti 35 - Simar: S-I3-S0 verzlun 8-13 51 verkst«ði • 813-52 skrifstoU Olíu- og loftsíur í flestaV tegundir bif reiða og vinnu véla HIjOSSI Skipholti 35 ■ Simar: ..... 8-13-50 verzlun 8 13-51 verkstaði 8-13-53 skrifstofa JOHNS-MANVILLE iglerullar- 19 einangrun \ V er nú sem fyrr vinsælasta og öruggasta glerull- areinangrun á markaðnum i dag. Auk þess fáið þér frian álpappir með. Hagkvæmasta einangrunarefnið i flutningi. Jafnvel flugfragt borgar sig. Munið Johns-Manville í alla einangrun. Sendum hvert á land sem er. JðN LOFTSSON HF. Wk Hringbrout 121 . Simi 10-600

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.