Tíminn - 28.01.1975, Síða 12

Tíminn - 28.01.1975, Síða 12
12 TÍMIW Þriöjudagur 28. janúar 1975. ungum mönnum. Henni veittist því auðvelt að fyrirgefa honum kæruleysið. Þar að auki var ekki laust við/ að hún væri hreykin af honum. Eiríkur þurfti þess ekki einu sinni með að f ara í útlendu skartklæðin til þess að setja á sig glæsibrag. Katrín sá það vel, að stúlkurnar sneru sér við og horfðu á eftir honum, þótt hann væri í hversdags- fötunum. Hamvoðarbuxurnar og vaðmálsjakkinn gát'■ ekki dulið spengilegan vöxt hans né leynt falleguni, frjálsmannlegum hreyfingum hans. Smáfellt andlit hans og beint nef var eins og fagurmótuð marmara- mynd, og jarpt hárið bylgjaðist alitaf jafn glæsilega, jaf nvel þótt hann kæmi ógreiddur heim úr langri skógar- ferð. í samkvæmum flykktust ungu stúlkurnar utan um þennan glæsilega herramann, og i dans var hann jafn eftirsóttur og rikustu kapteinssynirnir, Hann var fót- lipur og gat dansað hvað sem var. Hver gat trúað því, að þvílíkir hæfileikar hefðu þroskazt á Klifinu? í jóla- boðunum sat Katrín kvennamegin í stórstofunni, í horninu við eldiviðarkassann, og skotraði augunum laumulega yfir prjónana sína til þessa fallega sonar síns, þar sem hann stóð í miðjum stúlknahópnum og vakti öf und allra karlmannanna. Það var henni ekki svo litil áraun að láta sem ekkert væri og halda aftur af sigurbrosinu. Gústaf var stundum viðskotaillur og sagðist blygðast sín fyrir yfirstéttarsniðið á honum, en öðrum þræði öfundaði hann bróður sinn, einkanlega þó af dans- fiminni. Hann hafði fljótt komizt að raun um, að eina leiðin til þess að nálgaststúlku í hópi hlæjandi stallsystra var að bjóða henni í dans. Allar stúlkur kunnu og vildu dansa en næsta fáir hinna fáu pilta í byggðinni gátu dansað. Gústaf vildi fyrir enga muni verða að sérvillingi eins oq Einar. Hann vildi vera hlutqengur þar, sem glatt var á hjalla og sá að hann varð að lærá að dansa. En það var erf iðara en svo. Það voru ekki allir fæddir með danslistina í fótunum eins og virðast mátti um Eirík. Gústaf stóð hér andspænis miklum vanda, og þegar honum varð litið á bif urnar á sér, lá við, að hann léti hug- fallast. Erfiðast var að komast í kunningsskap við einhverja stelpu, sem vildi kenna honum að dansa, því að enga átti hann systurina. Hefði Sanna litla bara lifað, tautaði hann og stundi þungan. Hann var alltof feiminn til þess að þora að fela forráð fóta sinna, ekki betur er þeir létu að stjórn, einhverri þessara smávöxni. keknislegu, dularf ullu vera, sem hann var samt sífe!! ao hugsa um, en gat þó aldrei skilið. Hann varð að bíða og sæta færis. En þegar hann hefði lært að dansa. skyldi hann sýna þeim það, öllum þessum flissandi stelpu- gægsnum, að hann kunni sporið, ekki síður en Eiríkur að minnsta kosti. En hvernig átti hann að læra að dansa? Loks var Eiríkur kúgaður með hótunum og ofbeldi til þess að kenna honum listina. Hrörlegt húsið lék á reiðskjálfi þegar dansæfingarnar komust í algleyming og sjómennirnir tveir hoppuðu og sveifluðu sér fram og aftur um gólfið, löðrandi í svita. Jónann var látirin standa úti í horni og spila á munnhörpu, því að ekki var hægt að dansa án hljóðfæraleiks. Drengirnir hlógu svo undirtók i kofanum og hrinu eins og villimenn, og venju- lega varð þeim sundurorða áður en lauk og þá endaði dansinn með f angbrögðum. Eiríkur blótaði og ragnaði og staðhæfði, að Gústaf væri svo leggjalangur og stór- fættur, að hann gæti aldrei tileinkað sér hina sönru, göfugu list: þar að auki væri hann stirður eins 05 drumbur, og fleiri vankanta taldi hann á honum. ,,Og svo læriðu aldrei að dansa nema sem kvenmaður með þessu lagi", sagði hann. ,,Þegar þú ferð að dansa við stúlku, verður þú að stjórna henni, og það get ég ekki kennt þér". „Hvernig í f járanum á ég að læra það? Einhver hefur kennt þér það, og eins ættir þú að geta kennt mér það'. „Nei. Ég dansa ekki sem stelpa. Þú verður að krækja þér í einhvern kvenmann til þess að æf a þig á". „Og hvar get ég það svo sem..en mamma? Auðvitað mamma! Þú verður að kenna mér að stjórna í dansi". „Ertu alveg frá þér, drengur. Ég hef ekki dansað i tuttugu ár", hrópaði Katrín og bandaði frá sér höndunum. En það var af og f rá, að Gústaf léti af þessu. fyrst að hann hafði einu sinni bitið það í sig. Hann dró hana frá hlóðunum og sveiflaði henni svo ofsalega kringum sig, að hárnælurnar þeyttust í allar áttir. „Það er alveg sama. Þú dansar samt, þú dansar samt", æpti hann. „Guð minn góður, drengur, guð minn góður! Láttu mig vera. Hvað heldurðu, að stúlkurnar segi, ef þú ferð svona að við þær, villingurinn þinn ". „O, ekkert slaður. En ég get líka verið meyjar- mannslegur, ef ég vil, skal ég segja þér, og líttu bara á!" Ogisvo sló hann saman hælunum, studdi annarri hend- inni á brjóstið og hneigði sig f imlega. „Má ég biðja um einn dans?" sagði hann kurteislega, þó að gáskinn skini út úr honum. Katrín gat ekki stillt sig um að hlæja, og nú varð hún að láta undan. A...Þér gengur allt illa, "N getur þú ekki veriö eins ) ■mM Þriðjudagur 28. janúar 7.00 Morgunútvarp. fregnir kl. 7.00, 8.15 og 10.10. Morgunleikfimi kl. 7.15 og 9.05. Fréttir kl. 7.30, 8.15 (og forustugr. dagbl.), 9.00 og 10.00. Morgunbæn kl. 7.55. 12.00 Dagskráin. Tónleikar. Tilkynningar. 12.25 Fréttir og veðurfregnir. Tilkynningar. 13.00 Við vinnuna: Tónleikar. 14.30 Um aðstööu fatlaöra barna, — fyrsti þáttur: Viö- brögö foreldra. Umsjónar- maður: Gisli Helgason. 15.00 Miödegistónieikar 16.00 Fréttir. Tilkynningar. (16.15 Veðurfregnir). Tón- leikar. 16.40 Litli barna- timinn^Finnborg Scheving og Eddan Sigurbjörnsdóttir sjá um timann. 17.00 Lagiö mitt. Berglind Bjarnadóttir sér um óska- lagaþátt fyrir börn yngri en tólf ára. 17.30 Framburöarkennsla I spænsku og þýzku 17.50 Tónleikar. Til- kynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Fréttaauki. Til- kynningar, 19.35 Þúsund lækja land Haraldur ólafsson lektor flytur erindi um Kóreu. 20.00 Lög unga fólksins Sverrir Sverrisson kynnir 20.50 Frá ýmsum hliöum Guömundur Arni Stefáns- son sér um fræðsluþátt fyrir unglinga. 21.20 Tónlistarþáttur i umsjá Jóns Asgeirssonar 21.50 Fróöleiksmolar um Nýja testamentiöDr. Jakob Jónsson talar um opin- berunarritin og spá- dómana. 22.00 Fréttir 22.16 Veðurfregnir Lestur Passiusáima (2) 22.35 Kvöldsagan: ,,i verum”, sjálfsævisaga Theódórs Friörikssonar Gils Guðmundsson les (22). 22.45 Harmonikulög Charles Magnante leikur 23.00 A hljóðbergi Basil Rathbone les kvæði og sögur eftir Edgar Allan Poe. 23.40 Fréttir I stuttu máli. IsiórwAFff Þriðjudagur 28. janúar 20.00 Fréttir og veöur. 20.30 Dagskrárkynning og augiýsingar. 20.35 Úr dagbók kennara (Diario di un Maestro) Itölsk framhaldsmynd i fjórum þáttum, byggð á skáldsögu eftir Albino Bern- ardini. 1. þáttur. Leikstjóri Vittorio De Seta. Aðalhlut- verk Bruno Cirino, Marisa Fabbri og Nico Cundari. Þýöandi Jón Gunnarsson. Aöalpersónan er ungur barnakennari, sem að loknu námi flr stöðu við skóla i fá- tækrahverfi i Rómaborg. Drengirnir, sem hann á að uppfræða, eru i efsta bekk skólans og ekki sérlega leiðitamir. 21.40 Þvi fer fjarri Skemmti- þáttur með stuttum, leikn- um atriðum og ýmiss konar blönduðu efni. Þýðandi Jó- hanna Jóhannsdóttir. (Nordvision — Norska sjón- varpið) 22.00 Heimshorn Fréttaskýr- ingaþáttur. Umsjónarmað- ur Sonja Diego. 22.30 Dagskrárlok. A þriðjudagskvöldið 28. janúar verður endursýndur 3ji þáttur finnska fram- haldsleikritsins Söngur Sólveigar, vegna rafmagns- bilana, sem urðu á suður og suövesturlandi, þegar þátturinn var frumsýndur. Það skal tekið fram að útsending þáttarins fer aðeins um endurvarps- stööina á Vatnsendahæð.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.