Tíminn - 06.02.1975, Blaðsíða 9

Tíminn - 06.02.1975, Blaðsíða 9
Fimmtudagur 6. febrúar 1975 TÍMINN Skattstofa amtöl i í tölvuna' ir hefur umsjón með Skattstofunni í Rvík Guðriður Júliusdóttir, sér um aö „mata tölvurnar hjá reiknings- stofnun rfkis og bæja. 50.000 framtöl eru „þýdd" yfir á tölvu- mál á hverju ári. IReykjavik á einum sólarhring, og þá þarf að bera saman og sjá hvort nógu duglega hefur verið lagt á, eins og sumir orða það. Mesta hættan er fólgin i þvi, hvort reikningsskekkjur hafi komizt inn. Hvort allt sé rétt reiknað. Við vitum, að ef einn reikningur er ranglega reiknað- ur, þá eru þeir það allir. Unnt er að tryggja þetta rækilega áður en sjálf útskriftin kemur, sem send er borgurum og inn- heimtumönnum. Síðan er þetta skoðað á nýjan leik, eða endur- skoðað, þvi að villur geta slæðzt inn og sitthvað athugavert getur fundizt. Oftast er þarna um að ræða reikningsskekkjur I fram- tölunum, eða feil I götun, sem stafar þá af þvi að tölur eru vit- laust lesnar, 5 eru lesnir sem 8 og sv.frv. Þetta getur verið illa skrifað, og þá kemur fyrir að báöar stiilkurnar lesa eins, þótt um villu sé að ræða. — Hvað. vinna margar stúlk- ur við þetta? — Við erum fjórar. — Hversu lengi hefur þú unn- ið á skattstofunni? — Ég hefi unnið hér i 20 ár. Geta menn fært einkaneyzlu á fyrirtækin? Rætt við Berg Guðnason, lögfræðing Bergur Guðnason, lögfræð- ingur á Skattstofunni er 33 ára og er meðal annars kunnur sem handboltamaður, eða „hand- boltastjarna". Hann hefur unnið á skattstofunni i allmörg ár. ¦ — Hversu lengi hefur þú unn- ið á skattstofunni spurðum við? • — Ég hefi verið hér allar göt- ur slðan árið 1962. Ég lauk stud- entsprófi frá Menntaskólanum I Reykjavlk árið 1960 og hóf síðan nám I lógfræði. Ég vann allan tlmann með náminu, maður byrjaði snemma að hokra, svo þetta var nauðsynlegt, og þvi var ég heldur lengur við nám, en ella hefði orðið, en þetta gekk ágætlega. — Nú ertu lögfræðingur á skattstofunni. Hvað starfar þú við einkum og sér f lagi? ¦ — Það heitir vist á fína mál- inu að ég sé „löglærður fulltníi hjá skattstjóranum I Reykja- vík". Ntí, starfið er bundið lögfræði. Það er alkunna, að skattalögin þykja oft með flóknari lögum, og kann það að byggjast á þvl, að það eru þau lög, sem oftast hitta almenning, sem þvl þyrfti nauðsynlega að kunna á þeim " einhver skil. Hinu er svo ekki að neita, að oKattalögin eru full af undan- tekningum og sérreglum, sem gera málin oft flóknari. Þessi afbrigði er ýmist að finna I reglugerðum, eða I ur- skurðum. Mitt starf er einkum fólgið I þvl að skoða mál, sem upp koma á skattstofunni og gefa tilefni til sérstakrar skoð- unar frá sjónarmiði skattalaga. Umdeilanleg atriði koma mjög oft upp, þvl að skattþegnar reyna að sjálfsögðu að nota sér reglurnar og lögin út I yztu æs- ar, og þá þarf að komast að nið- urstöBuum.hvortveriðsé innan ramma skattalaganna, hvort þetta og hitt sé heimilt, eða ekki. Þá er að leita af sér allan grun I lögum og reglugerðum og I úr- skurðum rlkisskattanefndar. ¦ — Nú kemur það fram, að framteljendum er skipt i tvo hópa.Þaðeru launþegar og hins vegar atvinnurekendur og fé- lög. Hvor hópurinn skapar fleiri verkefni fyrir löglærða starfs- krafta skattyfirvalda? • — Það gefur auga leið, að framtöl atvinnurekenda eru miklu flóknari en framtöl hins almenna launþega. Orðið „flóknari" er I þessu sambandi notað um þá staðreynd, að at- vinnurekendur hafa mun rýmri heimildir til frádráttar á sinum tekjum, sem aðallega er fólgið I því, að öll útgjöld, sem fara I að afla teknanna eru frádráttar- bær og þarna getur það oft verið Bergur Guðnason lögfræðingur á skattstofunni. Hann hefur starfað þar siðan árið 1962. Bergur las lögfræði að afloknu stúdentsprófi og vann á skattstofunni með náminu. Hann er kunnur handknattleiks- maður og hefur leikið fjölda landsleikja. umdeilanlegt, hvort útgjöld séu viðkomandi tekjuöflun eða ekki. — Það er sem sé verið að reyna að koma I veg fyrir að einkaneyzla sé færð á kostnað fyrirtækjanna og notuð þar til frádráttar? — Það má segja það, að fjöl- margir af þessum þattum séu hvort tveggja I senn rekstrarut- gjöld og einkaneyzla. Þá verð- um við að reyna að skera mörk- in á einhverjum eðlilegum stað. — Hversu mörg mál koma til þinna kasta, og hvað er það einkum sem á bjátar varðandi framtöl almennings? — Eitt aðalstarfið er að fara yfir svonefnda kæruurskurði, en skattyfirvöldum hefur verið gert það að skyldu að rökstyðja breytingar sinar á framtölum borgaranna, og við þurfum að reyna að tryggja samræmi I okkar úrskurðum. Má þvi segja að ég sé „flöskuhálsinn" I þvl kerfi, ég skoða alla sllka úr- skurði. • — Hvað getur borgarinn gert, ef hann ekki sættir sig við úr- skurði skattstjórans? — Um flest úrskurðaratriði I skattamálum er farið að mati skattstjórans. Hans mat er ekki endanlegt, þvi öllum úrskurðum skattstjórans má vísa til ríkis- skattanefndar og I sumum til- vikum til ríkisskattstjórnar. — Hvað hinu viðvlkur, hvað helzt komi til úrskurðar er al- mennan borgara varðar, þá man ég nú ekki eftir neinu öðru fremur. Oftast er þó um að ræða útgjöld, sem að mati framtelj- enda eru I beinu sambandi við hans starf. Skattstjóri reynir þá að meta það i hverju tilviki, hvort beri að taka slik aukaút- gjöld til greina. Það er ekkert launungarmál, að litið svigrúm er til þess að draga slik útgjöld frá skattskyldum tekjum. Að borgarinn m.ö.o. hafi einhver útgjöld vegna vinnu sinnar, er hann greiði úr eigin vasa. • — Á hinn bóginn getur verið um aö ræða sérstakar greiðslur frá atvinnurekandanum, sem eru ætlaöar til þess að greiða sérstakan aukakostnað og þá gegnir öðru máli. Oft getur ver- ið erfitt að skilgreina sllk atriði, og væri ef til vill rétt fyrir al- menning að leita upplýsinga, áður en samið er um afbrigði við vinnuveitandann, svo kom- ast megi hjá vonbrigðum siðar. sagöi Bergur Guðnason- Ragnar Ólafsson, deildarstjóri: Það ætti að vera metnaður sem flestra að gera framtal sitt sjólfir Ragnar ólafsson er deildarstjóri atvinnu- rekstrardeildar á Skattstofu Reykjavik- ur. Ragnar er 47 ára að aldri og hefur unnið hjá Skattstofunni i 26 ár. — Hvað gerir atvinnurekstr- ardeildin? — Það er álagning á framtöl atvinnurekenda, þeirra er stunda atvinnurekstur, og er þar um að ræða einstaklinga og félög. — Hvernig er það skilgreint hverjir eru „atvinnurekend- ur"? — Það eru allir, sem eru með einhvern rekstur og allir, sem eru bókhaldsskyldir. Allir sem hafa einhverja sjálfstæða starfsemi á framtölum sinum eru þarna. Þetta er litrikur hóp- ur, atvinnubílstjórar, hlutafé- lög, kaupmenn, iðnrekendur, bændur, útgerðarmenn og ótal- margir fleiri. Sumir eru með þetta blandað, þiggja laun frá atvinnurekanda en eru jafn- framt með einhvern smárekst- ur. Alls eru þetta um 4000 ein- staklingar og um 3000 félög. — Eru meiri möguleikar að „hagræða" framtölunum fyrir atvinnurekendur en launþega? — Ég vil nú ekki tjá mig með það hér og nú. En það er farið yfir öll skattaframtöl þeirra, sem atvinnurekstur stunda. Það er fyrst farið yfir þetta svona lauslega áður en skattskráin kemur ut, síðan er þetta endur- skoðað og veröa þá oft miklar breytingar á niðurstöðum þeirra, frá þvi skattskrá kemur út. — Nú hefur komið fram fræg- ur skattahagræðingamaður i Danmörku, Glistrup, sem býr til fyrirtæki. Eru til Glistrupar hér á landi? — Það vona ég ekki. Annars erum við eiðsvarnir hér og get- um ekki rætt um framtöl sam- borgaranna við blöðin. — Rikisskattstjóri sendir fjölmiðlum leiðbeiningar við skattaframtölin, Hefur þetta orðið til bóta. Telja menn betur fram en áður? — Ég er ekki I vafa um að þetta hefur komið aB góBu gagni. Þetta eru mjög Itarlegar upplýsingar og augljóst hagræBi fyrir almenning aB styðjast við þær viB gerB skattaframtalsins. Ragnar ólafsson, deildarstjóri I atvinnurekstrardeild. Ragnar hefur starfað á skattstofunni I 26 ár. Ég tel, aB ef menn kynntu sér þessar leiðbeiningar nákvæm- lega, þá þyrftu færri en nii á framtalsaðstoð að halda, bæði hjá einstaklingum og eins hjá skattstofum, og það ætti að vera metnaður sem flestra að geta gert skattframtal sitt sjálfur. ráða yfir nægjanlegri þekkingu á skattalögum til þess, sagði Ragnar ólafsson að lokum. Rætt vio Rögnvald Finnbogason, fulltrúa: Starfsfólkið á skattstofunum hefur stofnað félag Berst fyrir aukinni menntun starfsfólks Rögnvaldur Finnbogason, for- maður starfsmannafélags skattstofufólks. Rögnvaldur Finn- bogason er 49 ára og er fulltrúi i atvinnu rekstrardeild skatt- stofunnar. Þar hefur hann starfað i fjögur ár. Vann áður á Sauð- árkróki, þar sem hann var umboðsmaður skattstjórans á Siglu- firði i 8 ár. — Er nokkur munur á fram- tölum Sunniendinga og Norð- lendinga? — Ekki get ég nú séð það. Það er auBvitaB meiri atvinnurekst- ur hér og fjölbreyttari framtöl. Ég vinn nú viB endurskoðun á skattframtölum fyrirtækja og eistaklinga, sem atvinnurekstur stunda. — Verður að gera breytingar á mörgum framtölum. Eða taka þau breytingum I endurskoðun? — Framtölin eru að visu mjög misfallin til endurskoðun- ar hvaB frágang snertir og það er óhætt að fullyrða, að mörg framtöl taka breytingum. — Þú ert formaður Starfs- mannafélags skattstofunnar? Hvað eru margir félagsmenn og að hverju starfið þið? — Já, ég er formaður félags skattstofufólks á landinu, sem er nýstofnað félag og er ætlað að vinna að ýmsu er stéttina varð- ar, fyrst og fremst i launamál- um ennfremur væntum við þess aB félagiB geti komið á aukinni fræðslu og menntun manna á skattstofunum. Vinna á skatt- stofu er dálitið sérstaks eðlis og gerum við ráð fyrir að komið verBi á fót sérstökum námskeiB- um fyrir starfsliBiB. Miklar breytingar verða frá ári til árs á skattalögum og það er þvi ekki einasta nauðsynlegt aB læra þetta i eitt skipti fyrir Öll, heldur verBur að viBhalda þekkingu manna og kynna nýj- ungar rækilega fyrir starfsfólk- inu. — Segja má að nokkuð sé gert að þessu. Við fáum i byrjun hverrar „vertlðar" nýjar regl- ur, sem við verBum aB kynna okkur, smávægilegar eBa stór- vægilegar breytingar eru gerð- ar, en við vonum i fraintlðinni að annað form verði tekið upp, efnt verði til náinskeiða, þar sem nýjungar eru kynntar af sérfróðu fólki. — Það er ávallt verið að tala um siaukiB aBhald i skattamál- um. Ein leiðin til þess er að vinnubrögB séu samræmd og fræBsla aukin á skattstofunum. I félaginu er nú um 120 manns.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.