Tíminn - 06.02.1975, Blaðsíða 3

Tíminn - 06.02.1975, Blaðsíða 3
Fimmtudagur 6. februar 1975 TÍMINN Starfsmcnn sendibflastöðvarinnar Þrastar og sjalf booaliðar vinna við aö ferma bfla, sem flytja fatnao- inn til Keflavíkur. Frá Keflavfk er hann slðan fluttur meö flugvélum Loftleiða, Cargolux, og buröar- gjaldið er lágt, eöa „beztu kjör, sem hægt var að komast að", eins og framkvæmdastjórinn orðaði það. Timamynd: Gunnar 35 TONN AF FATNAÐI TIL BÁGSTADDRA í EÞÍÓPÍU gébé-ReykjavIk — Eins og kunn- ugt er, hefur Hjálparstofnun kirkjunnar staðið að söfnun á fatnaðitil hjálpar Ibúum Eþiópiu. Hafa alls safnazt þrjátiu og fimm tonn, en sfðasta sendingin, tiu tonn, var send héðan nýlega. Guðmundur Einarsson fram- kvæmdastjóri sagði, að fatnaður- inn hefði verið I mjög góðu ásig- komulagi, hreinn og strokinn. Sjálfboðaíiöar hafa unnið að þvi að pakka fatnaðinum i húsnæði Kassagerðar Reykjavíkur, sem lánaði það endurgjaldslaust til þessa starfs. Starfsmenn frá sendibllastöðinni Þresti, hafa slðan ekið fatnaðin- um, endurgjaldslaust til Kefla- víkur, og þeim til hjálpar við flutninginn hafa verið sjálfboða- liðar frá samtökum skiptinema þjóðkirkjunnar. Fatnaðinum hefur verið safnað um allt landið. Sóknarprestar tóku við gjöfunum og sendu síðan til Reykjavlkur, þar sem fatnað- inum var pakkað. Eins og áður er sagt, hafa nú þrjátlu og fimm tonn verið send til Eþlóplu, en skipulagningu dreifingar til þar- lendra hjálparsamtaka hefur sr. Bemharður Guðmundsson annazt að mestu. Sr. Bernharður vinnur við kristilega triíboðsútvarpsstöð I Addis Ab'eba — Raio voice of the gospel —. Ingi K. Jóhannesson, fyrrv. framkvæmdastjóri hjá Hjálpar- stofnun kirkjunnar, og Guðmund- ur Einarsson, núverandi fram- kvæmdastjóri, voru viðstaddir, Obreytt lágmarks' verð á þegar siðasta sendingin af fatn- aöinum var sett í blla sendiblla- stöðvarinnar Þrastar, til flutn- ings til Keflavlkur. Sögðu þeir, að um 20-30 manns hefðu komið við að pakka fatnaðinum á hverju kvöldi I margar vikur, og oft langt fram á nótt. rækj unni A FUNDI Verðlagsráðs sjávarút- vegsins á þriðjudag varð sam- komulag um, að lágmarksverð á rækju frá 1. janúar til 31. mal 1975 skuli vera óbreytt frá þvl, sem það var til slðustu áramóta, þ.e. stór rækja kr. 46.00 hvert kg og smá rækja kr. 27.00 hvert kg. Þá hefur enn fremur orðið sam- komulag um óbreytt lágmarks- verð á hörpudiski sama tlmabil, þ.e. kr. 14.00 hvert kg. Verð á rækju og hörgudiski er uppsegjanlegt með viku fyrir- vara. HROSSAUPPBOÐ Á SAUÐÁRKRÓKI — óvenjulegt á þessum tíma árs Gsal-Reykjavik. A þriðjudaginn voru nftján hross boðin til sölu á opinberu uppboði hjá bæjarfóget- aiium á Sauoárkróki, — en sllkar samkomur eru afar fátlðar á þessum tlma árs. Tlmamönnum lék þvf forvitni á að frétta nánar af hrossakaupunum og hver væri ástæðan fyrir þessu uppboði. — Astæðan fyrir þvl, að . ég bauð upp þessi hross, var beiðni aldraðs bónda hér I nágrenninu, vegna örðugleika hans við fóðrun og hirðingu, sagði Jóhann Salberg Guðmundsson bæjarfógeti, þegar Tlminn hafði tal af honum. Sagði Jóhann, að boðin hefðu verið upp sautján hross þessa aldraða bónda, auk tveggja hrossa,"sem væru ómörkuð og ekki vitað um eigendur að. Hross- in hefðu 811 verið fremur ung, og Konaífyrstasinn skólameistari SJ-Reykjavfk Nýlega var Bryndis Schram sett skólameistari Menntaskólans á tsafirði, og er liiin fyrsta konan, sem gegnir skólastjóraembætti við mennta- skdla hér á landi. Bryndís fæddist I Reykjavlk 1938. Hún stundaði tungumálanám við Háskóla ís- lands og lauk þaðan B.A. prófi I ensku og frönsku. Bryndfs hefur starfað við leiklist og kennslu- störf, siðustu árin vib Mennta- skólann á tsafirði. Hún gegnir skólameistaraembættinu I fjar- veru Jóns Baldvins Hannibals- sonar, sem nú situr á alþingi. Hússtjórn tekur við BORGARRAÐ hefur samþykkt að fela hússtjórn Kjarvalsstaða á Klambratúni þau störf, sem sýn- ingarráð hefur annast til þessa. 1 hússtjórn eru þau ólafur B. Thors, Davlð Oddsson og Elisabet Gunnarsdóttir. þaö hefði verið athyglisvert við söluna, að meðalverðið hefði ver- ið 34—35 þús. krónur fyrir hvern grip, og þætti það mjög gott verð. Hæsta verðsem fékkst fyrir hross á þessu uppboði var 51 þúsund kr. — Kaupendur hestanna voru bændur i nágrenninu og menn hér á Sauðárkróki. Það var fjölmennt á þessu uppboðsþingi og fjörugt. Uppboöið för fram hjá svo- nefndu sýsluhesthúsi á Sauðár- króki. Sagði Jóhann, að Búnaðarsam- bandið blandaði sér dálitið i mál sem þessi, og hefðu fulltrúar þess 1111.......iiiiimiMiinmi JL Rafmagnsmálin eystra Rafmagnsmálin hafa lengi verið mörgum áhyggjuefni víðs vegar um landið. Sums staðar er þó svo komið, að úr er að rætast I bili. Svo er um Austurland, sem margt hefur orðið að reyna I þessu efni. f fréttum I Timanum I gær var frá þvl skýrt, að Lagar- fossstöðin yrði væntanlega reynd um miðjan mánuðinn. Það verður gerbreyting eystra, er orkan I Lagarfljóti kemst I gagnið, þótt hún nægi ekki til neinnar frambúðar. Það er einnig spor, sem fagnað er eystra, að um þess- ar mundir er nær lokið teng- ingu Berufjarðarllnu, og er þá Djúpivogur, ásamt næstu byggðarlögum, kominn I sam- band við samveitusvæði Grlmsárvirkjunar. En eigi svo ekki að sækja aftur I sama horf og áður um rafmagnsþurrð austan lands þá verður Bessastaðaárvirkj- un að koma til innan hæfilegs tima. Listamenn í Bakkasel og Sandbúðir Morgunblaðið birti I gær greinarstúf eftir Stefán Bjarnason verkfræðing, þar sem einkum er fjallað um listamenn og listamannalaun. Þar eru bornar fram uppá- stungur uiu nýja fyrirgreiðslu, sem ekki munu fyrr hafa kom- ið fram — að minnsta kosti ekki á prenti. Hann segir: ,,Ef eitthvað þarf að hjálpa þéssum atvinnustyrkþegum á refilstigum listar, þá er til nóg húsrými handa þvi úti á landi, þar sem það gæti lika gert eitthvert gagn, t.d. á eyðibýlum við fjallvegi. Bakkasel I öxnadal er autt. Þar er stórt fbúðarhús og úti- hús, ágætt fyrir vinnustofu listmálara. Og svo gæti fólkið fengið eitthvað I aðra hönd fyrir greiðasbiu. Þá má nefna Sandbúðir og Mööriidál. 1 Möðrudal geta minnst 2—3 fjöiskyldur búið, og haft heila kirkju og útsýnið fyrir sjálft sig. Svo gæti verið gott fyrir suma að búa norður á Fonti". Ávísun á eyoibýli Einhverjum kann að þykja sem ekki sé laust við fanga- biiðakeim af þessum hug- myndum Stefáns, þótt ekki komi það raunar fram, að þarna eigi að setja blessað fólk niöur með harðri hendi. En svo er þess að geta, að ýmsir listamenn hafa að eigin frumkvæði og fiisum vilja dvalizt á stöðum, sem eru til- tölulega jafnafskekktir og þeir, sem Stefán greinir. Er þar að minnast rithöfunda, sem verið hafa langtfmum saman vitaverðir á Vestfjörð- um, og Jóhannesar úr Kötlum, sem lengi var sumarvörður I Þórsmörk við góðan orðstfr — og átti þar margar sælar stundir. Tæpast mun þó sii hugmynd að breyta iistamannastyrkj- um I ávlsun á húsnæði, sem stendur autt, ná allra sam- þykki I bráð. ^IH gert athugun I umdæminu á hirð- ingu og fóðrun búpenings. Niður- stöður athugunarinnar voru á þá leið, að fátt hefði verið I hreppun- um sérlega athugavert hvað það áhrærði. Sagði Jóhann, að I hans tið hefðu uppboð á búpeningi aldrei verið á þessum tlma" árs. Nefndi hann, að I fyrri viku hefðu einnig verið seld nokkur hross I Seylu- hreppi af svipuðum ástæðum. Voru þau hross seld samkvæmt beinni ráðstöfun lögreglustjóra og oddvita, og I samráði við bónd- ann. Litil jörð var fyrir hross allan janúarmánuð I Skagafirði, en að sögn Jóhanns, hefur nú brugðið til hins betra I hlákunni slðustu daga. Eldur í gærum Gsal-Reykjavik — Um hádegis- bilið á miðvikudaginn kom upp eldur f gæruþurrkara I Sútunar- stöð StS á Akureyri. Sem betur fór var um litinn eld að ræða, og gekk slökkviliðinu greiðlega að ráða niðurlögum hans. Eldurinn kom upp f litlum, lok- uðum þurrkara f eldri verksmiðj- unni og barst út um útblásturs- viftu I þakskegg. Lftið tjón varð f eldinum. FRANSKUR HUOAASVEITAR- STJÓRI OG EINLEIKARI — á fyrstu tónleikum Sinfóníuhljómsveitarinnar á þessu misseri Fyrstu tónleikar Sinfónfu- hljómsveitar tslands á siðara misseri verða haldnir I Háskdla- biói fimmtudaginn 6. febrúar kl. 20.30. Stjórnandi verður franski hljómsveitarstjórinn Jean-Pierre Jacquillat og einleikari franski flautuleikarinn Jean-Pierre Rampal. A efnisskránni er flautukonsert f G-diir eftir Mozart, Sinfónfa nr. 5 eftir Schubert, flautukonsert eftir Ibert og Galdraneminn eftir Dukas. Jean-Pierra Jacquillat fæddist i Versailles_ árið 1935. Hann var orðinn tólf ára gamall þegar hann hóf nám Ipianóleik, og sextán ára gamall gekk hann I Tónlistar- skóla Parlsar þar sem hann stundaði kammermúsik og lærði á sláttuhljóðfæri. Hann vann til tveggja fyrstu verðlauna jafn- framt þvi sem hann stundaði hliómsveitarstjórn með Pierre Dervaux. Jean-Pierre Jacquillat stjórn- aði I fyrsta sinn tónleikum með ,,amatör"-hljómsveit á meðan hann var e,nnþá meðlimur i hljómsveit Theatre National de l'Opera, en einleikari á þeim tón- leikum var Samson Francois með f-moll konsert Chopins. Þar vakti Jacquíllat strax á sér athygli fyr- ir nákvæmni og dýpt I túlkun. Þegar Orchestre de Paris var stofnað gerði Charles Munch hann strax að aðstoðarmanni sln- um. 1 þrjú ár hefur hann verið einn af hljómsveitarstjórum þeirrar virðulegu hljómsveitar, og hefur hann ferðast með henni til Bandarikjanna, Mexikó og Ráðstjórnarrikjanna. Tónleikar hans I Moskvu hlutu mjög góða dóma, enda var I einu blaðinukomiztþannigaðorði: ,,A einu kvöldi er Jean-Pierre Jac- quillat orðinn uppáhald sovézkra hlustenda". Jean-Pierre Jacquil- lat hefur tvivegis áður stjornað Sinfónfuhliómsveit Islands. Jean-Pierre Rampal er fæddur i Marseilles. Hann stundaði hám I flautuleik hjá fööur sinum, Jo- seph Rampal, sem var kennari við tónlistarskólann þar í borg. Hlaut hann fyrstu verðlaun við fullnaðarpróf. Jafnframt var hann viö nám I menntaskóla og háskóla og las læknisfræði i þrjú ár, unz hann ákvað að gera tónlit- ina aö aðalstarfi sinu. Hélt hann þá námi sínu áfram við tónlistar- háskólann i Parls, en þar hlaut hann einnig fyrstu verðlaun. Þá hófst tónleikaferill hans, og hefir hann leikið viða um heim. Hann stofnaði Barokksveit Parlsar og franska Blásarakvint- ettinn, en hefir jafnframt leikið talsvert með semballeikaranum Robert Veyron Lacroix, m.a. á ýmsum tónlistarhátiðum. Segja má, að Jean-Pierre Rampal eigi rlkan þátt í þvi að endurvekja á- huga manna á fiautuleik eins og hánn gerðist beztur á 18. öldinni. Hann leikur á gamla gullflautu, og er tónn hennar talinn einstæð- ur aö mýkt og fyllingu. Hann hef- ur séð um endurútgáfu fjölda ba- rokkverka, en einnig hafa sam- tlmatónskáld eins og Poulenc og André Jolivet skrifað verk fyrir hann. Hljómplötur hans, sem hann hefir leikið á fyrir Erato útgáfu- fyrirtækið hafa hlotið „Príx du Disque" oftar en einu sinni, en þar er að finna öll helztu flautu- verk eftir Bach, Vivaldi, Handel, Mozart og Telemann, auk nú- tlmatónsmlða.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.