Tíminn - 06.02.1975, Blaðsíða 7

Tíminn - 06.02.1975, Blaðsíða 7
Fimmtudagur 6. febrúar 1975 TÍMINN wmmm Útgefandi Framsóknarflokkurinn Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason. Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson (ábm). Jön Helgason. Auglýsinga- stjóri: Steingrimur Gislason. Ritstjórnarskrifstofur í Edduhúsinu við Lindargötu, simar 18300 — 18306. Skrif- stofur I Aðalstræti 7, sími 26500 — afgreiðslusimi 12323 — auglýsingasími 19523. Verð i lausasölu kr. 35.00. Askriftargjald kr. 600.00 á mánuði. Blaðaprent h.f. V________________________________________------------__--------------* Borgar sig að vera íslendingur? I siðasta þriðjudagsblaði Timans birtist grein eftir Inga Tryggvason alþm. um landbúnaðarmál en þar gerði hann m.a. að umtaísefni blaðaskrif um að leggja landbúnað niður. Ingi sagði m.a.: „Eins og áður segir, hefur fólki fækkað mjög við landbúnaðarstörf á undanförnum áratugum, en framleiðslan aukizt. 1 þeirri verðlagsþróun, sem orðið hefur siðustu árin, hefur allur tilkostnaður við framleiðslu búvara stórhækkað, þar með talið almennt kaupgjald, en verðlag mjólkur og kjöt- vara i viðskiptalöndum okkar hefur litið breytzt. Útflutningur búvara er þvi óhagkvæmur nú og réttúr til útflutningsuppbóta fullnýttur. Með sönnu má þvi segja, að ádeilur þær á land- búnað okkar, sem dagblaðið Visir hefur haldið uppi, komi á timum, sem eru mjög óhagstæðir fyrir samanburð á verði ýmissa erlendra og innlendra landbúnaðarvara, — slegið sé, þegar vel liggur við höggi. Þótt lægra fari, heyrast þó fréttir um fleiri viðskipti, sem hagkvæmara væri að eiga við út- lenda en sjálfa sig. Nýverið skýrði Morgunblaðið frá þvi, að lægsta tilboð i prentun sálmabókar væri 30-40% hærra hér en prentunarkostnaður erlendis, og þá hafa borizt fregnir um, að Færeyingar séu tilbúnir að greiða hærra verð fyrir islenzka loðnu en verksmiðjur hér. Spurningin um það, hvort reka eigi landbúnað á íslandi er i raun spurningin um það yfirleitt, hvort við eigum nokkuð að basla við að vera íslendingar og búa hér i þessu landi storma, elds og isa. Fiskimið okkar geta nýtzt erlendis frá, fossaflið má flytja til iðnaðarlanda Evrópu, sjálfsagt er hægt að reikna út, að allt borgi sig betur einhvers staðar annars staðar en hér. Ef við samt sem áður höldum áfram að nýta islenzk fiskimið frá is- lenzkri strönd og reynum enn um sinn að vera sér- stök þjóð i landi okkar, verður það ekki gert til frambúðar án islenzks landbúnaðar og bænda- stéttar. Enga spádómsgáfu þarf til að sjá, að margt kann að breytast i landbúnaði okkar á komandi ár- um. Byltingu þeirri sem staðið hefur i islenzkum landbunaði á undanförnum árum, er engan veginn lokið. Enn fækkar fólki i landbUnaði og framleiðsla eykst. Talið er.að bændur i landinu séu nú innan við 5 þúsund. Þessir tæplega 5 þús. bændur eru uppistaðan i þvi vinnuafli, sem að frumfram- leiðslunni vinnur, en eiginkonur bændanna, unglingar og aldrað fólk veitir þeim mikilsverða aðstoð. Auk þessara bænda vinnur mikill fjöldi fólks við ýmiss konar iðnað og þjónustustarfsemi tengda landbUnaði. Meðalaldur bænda er hár og vandséð, hvort fyllt verður i þau skörð, sem hljóta að myndast i raðir þeirra á komandi árum. Fyrr en varir getum við staðið frammi fyrir þvi vanda- máli, að skortur verði á vissum framleiðsluvörum landbúnaðar hérlendis, og enginn veit fyrir, hversu auðvelt verður að fá kjöt og mjólkurvörur frá útlöndum er timar liða." Óþarft er að vekja athygli á þvi, að islenzk út- gerð býr nú við mikla fjárhagslega erfiðleika. Verður það ekki næsti boðskapur þeirra, sem vilja leggja niður landbúnaðinn, að það borgi sig ekki heldur að reka sjávarútveg á Islandi? Og hvað um blaðaútgáfu og bókaútgáfu, svo að vitnað sé til dæmisins um sálmabókina? Þ.Þ. ERLENT YFIRLIT Sparkman hyggst styðja Kissinger Þingmaðurinn, sem á enga óvini ÞEGAR Adlai Stevenson haföi verið valinn frambjóð- andi demókrata í forseta- kosningunum 1952, féll það I hlut hans samkvæmt venju að velja varaforsetaefnið. Hann valdi John J. Sparkman öldungadeildarþingmann frá Alabama. Margt hefur vafa- laust rábið þessu vali. Eitt var það, að heppilegt var að vara- forsetaefnið væri búsett i Suð- ur-rikjunum til að treysta fylgi demókrata þar, en þau hafa jafnan verið þeim fylgispök, enda hlaut Steven- son mest fylgi þar. Annað var það, að Stevenson kaus að hafa umbótasinnaðan mann fyrir fylginaut, en það hafði Sparkman reynzt á þingi, þeg- ar svertingjamálin voru undanskilin, en þau voru ekki komin eins mikiðá dagskrá þá og þau urðu siðar. Þá þurfti varaforsetaefnið að hafa unn- ið sér álit sem traustur og heiðarlegur maður og það hafði Sparkman óneitanlega gert. Þá skipti það verulegu máli, að Truman forseti sætti sig viö valið, þvi að Stevenson vildi hafa hann ánægðan, þótt hann óskaði ekki eftir að Tru- man tæki verulegan þátt I kosningabaráttunni. Spark- man fullnægði vel þessu. skil- yrði, en þeir tóku samtimis sæti á þingi, Truman I öldungadeildinni og Spark- man I fulltrúadeildinni og urðu brátt góðir vinir. Sparkman átti þvi mikinn þátt i þvi, að Truman var valinn varafor- seti demókrata 1944, og varð hann þvf forseti ári siðar, þeg- ar Roosevelt lézt. Sparkman varð siðar i hópi helztu stuðningsmanna Trumans á þingi og leitaði Truman oft til hans, þegar hann þurfti að koma málum fram. Úrslit forsetakosninganna 1952 urðu þau, að Eisenhower sigraði Stevenson. Sparkman varð þvi ekki varaforseti Bandarlkjanna, heldur annar yngri öldungadeildarþing- maður, Nixon. Stjórnmála- sögu Nixons virðist nú lokið til fulls, en Sparkman tók við nýju veigamiklu ábyrgðar- starfi um áramótin, er hann varð formaður utanrikisdeild- ar Bandarikjaþings, þegar Fulbright lét af þingmennsku. Sparkman var næstelztur að starfi I nefndinni og hlaut þvi formennskuna samkvæmt venju.' ÞVÍ er spáð, að Sparkman munihaga störfum slnum sem formaður utanrikisnefndar- innar á talsvert annan veg en Fulbright gerði. Sparkman heldiir þvi fram, að sam- kvæmt stjórnarskránni sé það hlutverk forsetans og rikis- stjórnarinnar að móta utan- rikisstefnuna og hlutverk utanrikisnefndarinnar, sé þvi fyrst og fremst að vera rikis- stjórninni til ráðuneytis og stuönings. Hann segist þvl munihaga störfum sinum sem forseti nefndarinnar i sam- ræmi við þetta. Svo geti þó farið, að þingið telji sig ekki geta fylgt stjóminni, en það eigi að heyra til undantekn- inga. Þannig var Sparkman einn þeirra þingmanna, sem greiddu þvi atkvæði á þingi 1973, að þrengja völd forsetans til að hefja styrjöld, án sam- ráðs við þingið, en lögin, sem voru sett um þetta, sættu mik- illi andstöðu Nixons og ráð- gjafa hans. Sparkman segir jafnframt að utanrikísmálin eigi að vera sem mest hafin yfir flokka- Fulbright og Sparkman. deilur. Hann vitnar I þessum efnum til Arthur Wandenbergs öldungadeildarþingmanns frá Michigan, en það var hann, sem á sinum tima fékk Ford forseta til þess að gefa kost á sér til þingmennsku og Ford telur einn helzta lærimeistara sinn. Wandenberg hafði verið mikill einangrunarsinni, en breytti um stefnu eftir siðari heimsstyrjöldina, en hann var þá foringi republikana I öldungadeildinni. Wanden- berg studdi eindregið stefnu Trumans forseta I sambandi við Marshallhjálpina, stofnun Atlantshafsbandalagsins og fleira og átti þannig mikinn þátt i þvi, að samstaða náðist milli flokkanna um megin- stefnuna út á við, þott deilur væru harðar um innanrikis- mál. Sparkman telur að þessi framkoma Wandenbergs hafi veriö mjög til fyrirmyndar. Sparkman hefur yfirleitt stutt Kissinger eindregið, en það gerði raunar Fulbright einnig. M.a. telur Sparkman það Kissinger til gildis, að hann hefur haft nánara sam- starf við utanrikisnefndina en fyrirrennarar hans, t.d. haft samráð við nefndina um fyrir- ætlanir sinar áður en hann hefur hafizt handa um að framkvæma þær. Allt bendir þannig til þess, að Ford og Kissinger gætu vænzt góðs samstarfs við Sparkman sem formanns utanrikisnefndar- JOHN J. SPARKMAN er fæddur 20. desember 1899 og varð þvi 75 ára gamall um það leyti, sem hann tók við for- mennsku utanrikisnefndar- innar. Þótt hann sé þannig meira en hálfáttræður, er hann langt frá þvi að vera aldursforseti I deildinni. Fylgi demókrata I Suðurrikjunum hefur verið svo traust, að maður, sem yfirleitt nær þar einu sinni kosningu, heldur sætinu til dauðadags. Sparkman var siðast endur- kosinn 1972. Hann mun því alltaf sitja á þingi til ársloka 1978 ef heilsan leyfir, en hún hefur verið góð til þessa. Eins og alkunnugt er, hefur Wallace rikisstjóri verið helzti valdamaður i Alabama á sið- ari árum. Engin vinátta hefur verið milli hans og Spark- mans.en áhrif Wallace's hafa verið slik, aö Sparkman hefur orðið að taka meira tillit til sjónarmiða hans I vissum málum heldur en hann mun hafa kosið. Annars hefði hann getaö misst fylgi. Það er talið, að Wallace hafi bæði fyrir kosningarnar 1966 og 1972 haft hug á að keppa við Sparkman I prófkjöri, en ekki þótt það ráð- legt, þvi að Sparkman væri Hklegur til að halda velli. SPARKMAN er kominn af fátækum ættum. Faðir hans var leigubóndi. Sennilega rek- ur það rætur til þess, aö Sparkman hefur jafnan látið mál bænda mikið til sin taka og m.a. átt þátt I þvi, að auð- velda leigubændum að gerast sjálfstæðir jarðeigendur. Þrátt fyrir fátæktina brauzt Sparkman áfram til mennta og lauk laganámi við háskól- ann I Alabama 1924. Hann gegndi lögfræðistörfum næstu árin á eftir. Arið 1936 bauð hann sig fram til fulltrúadeild- ar Bandarikjaþings og náði kosningu. Þar sat hann svo næstu 10 árin. Arið 1946 bauð hann sig samtimis fram til fulltrúadeildarinnar og öldungadeildarinnar og náði kosningu til þeirra beggja. Hann er eini maðurinn, sem þannig hefur verið kosinn samtimis til beggja deildanna. Að sjálfsögðu varð hann að velja á milli þeirra og kaus öldungadeildina. Hann hefur verið endurkosinn jafnan sið- an. Hinn hefur átt sæti i mörgum nefndum I öldunga- deildinni og verið formaður i sumum þeirra. Hann hefur unnið sér það álit, að hann sé röskur starfsmaður og þægi- legur i umgengni og nýtur hann þvi vinsælda meðal þing- manna. Hins vegar hefur Sparkman ekki látið bera mikið á sér utan kjördæmis sins. Hann virðist kunna þvi vel að vinna I kyrrþey. Sagt hefur verið um Sparkman, að hann sé undantekning meðal þingmannanna að þvi leyti, að hann eigi ekki neina óvini. Sparkman hefur jafnan haft mikinn áhuga á alþjóðamál- um. 1 þvi sambandi hefur hann ferðazt allmikið og m.a. heimsótt Sovétrikin þrisvar sinnum. Hann hefur eindregið stutt þá stefnu Kissingers, að bæta sambúðina við Sovétrlk- in og Kina, en jafnhliða hefur hann lagt áherzlu á, að það væri trygging fyrir framgengi afspennunarinnar svonefndu, að Bandarikin hefðu sterkar varnir og drægju ekki úr þeim, nema alþjóðlegt samkomulag næðist um að draga Ur vigbún- aöi. Þ.Þ.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.