Tíminn - 08.02.1975, Blaðsíða 5

Tíminn - 08.02.1975, Blaðsíða 5
Laugardagur 8. febrúar 1975. ItMINN 5 AAikil þörf á kennslu í rekstri fyrirtækja hér á landi Þrjú fyrirtæki í málmiðnaði endur- skipulögð með mjög góðum árangri SJ-Reykjavik — Um þessar mundir er að ljúka samvinnu nokkurra framleiðslufyrirtækja i málmiðnaði hér á landi og tveggja ráðgjafa frá Józku tæknistofnun- inni (Jydsk Teknologisk Institut) i Arósum, sem staðið hefur i hálft annað ár i því skyni að endur- skipuieggja rekstur og starfsemi fyrirtækjanna. Hér var um að ræða námskeiðshald og ráðgjafa- þjónustu. Þrjú fyrirtæki tóku þátt i þessu samstarfi allt tii loka. Biikk og stál, blikksmiöjan Vogur og vélsmiðjan Klettur, og iétu dönsku ráögjafarnir þess getið á blaðamannafundi, að árangur hefði verið mjög góður hjá þeim. Þar með væri þó ekki sagt, að þau fjögur fyrirtæki, sem heltust úr lestinni og luku ekki upphaflegri áætlun, hefðu ekkert gagn haft af sinni þátttöku. Þessi afföll eru álika og I svipuðum námskeiðs- og endurskipuiagningaráætlun- um i Danmörku, en árangur fyrirtækjanna þriggja og fulltrúa þeirra er betri en aimennt gerist þar. Mikill þáttur i þeirri endur- skipulagningu, sem unnið hefur verið að, er sá, að bókhald verði ekki einungis gögn fyrir skatta- yfirvöld, heldur mikilvægt stjórn- unartæki, hjálpargagn við áætl- anagerð. Fylgzt hefur verið náið með afkomu fyrirtækjanna og bókhald gert upp ársfjórðungs- lega. 1 lok hvers verkefnis er gert upp, hvort það hefur skilað hagnaði eða ekki. Þannig að ávallt liggur Ijóst fyrir, hvaða þætti rekstursins eru arðbærir og hverjir ekki eða siður. Samstarf Józku tæknistofnun- arinnar hófst með þvi að Jörgen Ladegaard kom til íslands 1972 fyrir tilstilli Þorvarðs Alfonsson- ar, forstjóra Iðnþróunarsjóðs. Úr varð, að Iðnþróunarsjóður og Félag islenzkra iðnrekenda stoou fyrir þvi að tveir ráðgjafar frá stofnuninni kæmu hingað frá Arósum. I febrúar 1973 komu þeir Kaj Toft og Morsö Andersen hing- að og komust að þeirri niður- stöðum að islenzk fyrirtæki, eins og dönsk, þörfnuðust styrkari stjórnar. „Oft væru það tilvilj- anir, sem réðu, hverjar ákvarð- anirnar yrðu”. Þeir Toft og Andersen sáu hér sömu vandamál og járn- og málmiðnaðurinn i Danmörku á við að striða, en þeir hafa annazt ráðgjafarstörf innan hans siðustu 10 árin. Dönsku ráögjafarnir stungu upp á námskeiði og ráðgjafar- þjónustu, sem spannaði yfir hálft annað ár. Markmiðið var fyrst og fremst að hvetja atvinnurekend- urna til að reyna að endurskipu- leggja fyrirtæki sin samkvæmt nákvæmri áætlun. Einnig skyldi fara fram hópstarf og ráðgjafar heimsækja fyrirtækin. Þessi áætlun var samþykkt og byrjað með námskeiði I Borgarnesi haustið 1973. Davið Guðmundsson tækni- fræðingur frá Birni Jóhannssyni og Eggert Sverrisson hagfræð- ingur frá Hagvangi hafa starfað með dönsku ráðgjöfunum og starfsmönnum málmiðnaðar- fyrirtækjanna. Reynslan hefur sýnt, að það tekur tvö þrjú ár, þangað til skipulagsbreyting er komin i ákjósanlegt horf, og þann tima er nauðsynlegt að halda áfram ráðgjafarþjónustu. Þeir Davið og Eggert munu starfa áfram með mönnum fyrirtækj- anna þriggja, og lýstu Danirnir yfir ánægju sinni með að það verk væri i góðum höndum. Forstöðumenn málmiðnaðar- fyrirtækjanna þriggja eru mjög ánægðir með árangur þessa starfs. Einn þeirra komst svo að orði, að eftir 25 ára starf vissi hann fyrst nú, hvar hann stæði með rekstur fyrirtækis sins. — Hér vantaði mjög kennslu i að reka fyrirtæki. Eini visirinn að sliku hér væru námskeiö Stjórn- unarfélags Islands, og væri það sennilega þeim að þakka, að hann hefði ekki gefizt fljótlega upp við að taka þátt i þessari endurskipu- lagningaráætlun. Þar hefði hann verið búinn að fá undirbúning. A blaðamannafundi þessara aðila koin fram, að dönsku ráð- gjafarnir teldu lágmark, að brúttóhagnaður fyrirtækis væri 35% af veltunni, þótt þeir að visu vöruðu við að einblina um of á prósentutölur. Hvorug blikk- smiöjanna tveggja, sem eru þær stærstu á sinu sviði hér, hafa gert það til þessa, en eftir skipulags- breytinguna hafa málin þó þróast mjög i rétta átt. — Við setjum okkur markmið og reynum að ná þvi, annað er hvort okkur tekst það. Við reynum að sjá vanda- málin fyrir, stjórna straumnum i stað þess að láta berast með hon- um. dökk-jörp hryssa I Stafholtstungnahreppi er i óskilum gráleit á nösum, 3ja til 4ra vetra. Mark, biti aftan vinstra. Verður seld 15. febrúar, hafi eigandi ekki gefið sig fram fyrir þann tima. Hreppstjóri. FYRIRLIGGJANDI Heilir hafrar lausir & sekkjaðir FOÐURBLÖNDUNARSTÖÐ SAMBANDSINS Sundahöfn sími85616 Kveikjuhlutir í flestar tegundir bíla og vinnuvéla . frá Evrópu og Japan. HLCISSI? Skipholti 35 • Simar. 8-13-50 verzlun • 8-13-51 verkstæöi • 8-13-52 skrifstofa Permobel Blöndum bílalökk HLOSSI? Skipholti 35 • Simar: 8-13-50 verzlun • 8-13-51 verkstæöi 8-13-52 skrifstofa í- UTSALA NÆSTU DAGA AUGLYSINGADEILD TIMANS ÞVOTTEKTA veggfóður frá Vegna mikilla birgða heldur útsalan ENN ÁFRAM kr. 290 15% afsláttur af málningu VIRIÍjVI i? Veggfóður- og málningadeild Ármúla 38 — Reykjavík Símar 8-54-66 og 8-54-71

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.