Tíminn - 08.02.1975, Blaðsíða 12

Tíminn - 08.02.1975, Blaðsíða 12
12 TíMINN Laugardagur 8. febrúar 1975. Þegar Katrin hafði reimað skóna, stóð hún upp, gekk út og skellti hurðinni að stöfúm á eftir sér. Um leið og hún snaraðist út, heyrði hún, að Gústaf sagði við eldri bróður sinn: ,,Það er fallegt af þér eða hitt þó heldur að fara með hana móður þina eins og einhverja gustukamanneskju". ,,Sá, sem lifir á gustukaverkum annarra er gustuka- manneskja, hver svo sem það er". ,,Haltu kjafti", æpti Gústaf svo hátt, að Katrín hrökk við úti á dyrahellunni.,, Ef þú ætlar að f ara að tem ja þér þennan tón, þá skaltu vita, að það er mér að mæta. Og það getur svo farið, að þú komizt að þvíkeyptu", hélt hann áf ram. ,,Þú gengur með manndrápssvip alla daga, eins og allir hafi drýgt eitthvert ægilegt óréttlæti gagn- vart þér. Þegar þú ert ekki heima, þá er heimilið hérna eins og annað heimili". Katrin fór út að brunninum og hélt áfram að þvo. Reiðin sauð enn í henni, en undir niðri var hún óróleg vegna sona sinna. Gústaf haf ði ætið borið mikla virðingu fyrir eldri bróður sínum, sem þegar var búinn að fá yf ir sig dálítið af kapteinsgloríunni í vitund heimilisfólksins. En Katrín vissi, að í huga sínum myndi hann nú bera hann saman við Eirík, sem oftast hafði verið honum góð- ur og skemmtilegur félagi, og þó einkanlega siðasta veturinn. Gústaf var ekki þannig skapi farinn, að hann gæti til langframa fellt sig við fálátan og skapþungan félaga, eins og Einar var. Katrínu datt í hug, hvernig hann hafði veitzt að Jóhanni, og var dauðhrædd um, að skapið kynni einnig að hlaupa með hann í gönur í við- skiptum hans við Einar. Svo gerólíkir sem bræðurnir voru, hugsaði hún, þá voru þeir þó báðir gæddir sömu lyndiseinkunum og hún í mjög ríkum mæli. Annar virtist hafa erft allt það létta og öra, en hinn það þunga og þrjózka. Gústaf var lika gæddur miklu af barnslegu sak- leysi Jóhanns. En Einar vesalingurinn býr yfir sömu innibyrgðu beiskjunni og sama særða stórlætinu og ég, þegar ég gekk með hann, hugsaði Katrin. Það er mín sök, en ekki hans. Gústaf kom út að brunninum. Hann var reiður og æst- urog fór aðhjálpa móðursinni viðaðskola flíkurnar upp úr ísköldu vatninu, eins og í mótmælaskyni við háttsemi bróður síns. Loks mælti hann gremjulega: ,,Einar heldur svo sem, að hann geti steytt sig, af því að hann á fáein mörk í sparisjóði. En það er ég hárviss um, að hann getur aldrei lynt við nokkurn mann, ef hann sér ekki að sér í tima". ,, En hann er eftirsóttur til vinnu, hann gerir alla hluti svo frábærlega vel", svaraði Katrín varfærin. ,,Til vinnu, — já. En enginn lifir nú á vinnunni einni. Það er að minnsta kosti aumt líf að eignast aldrei neinn vin og geta aldrei umgeng'st annað fólk". ,,Það er satt, — en Einar er nú svo ómannblendinn og getur ekkert að því gert". ,,Hann getur þó líklega talað eins og annað fólk, ef hann kærir sig um það. Það var öðru vísi hér í f yrra vet- ur, þegar Eiríkur var heima. — Manstu, hvernig við dönsuðum og ólmuðumst?" Rödd Gústafs varð loðin og óstyrk, þegar hann minntist hins látna bróður síns. Augu Katrinar fylltust tárum. ,, Já, Eiríkur var alltaf svo glaður", sagði hún lágt. Þau létu flíkurnar í balann, þegar þau höfðu skolað þær nægjanlega, og báru hann inn á milli sín. Gústaf varð litið á skó Katrínar. ,,Þetta eru Ijómandi fallegir skór, mamma. Einar kann að velja það, sem hann kaupir", sagði hann, og Katrin heyrði það á raddblænum, að reiði drengsins var strax rokin út í veður og vind. í gleði sinni yfir því gat hún sjálf ekki annað en fyrirgefið Einari kergjuna. Undir eins og hún kom inn, spratt Einar á fætur og ætl- aði að rjúka á dyr, en Katrín kallaði glaðlega á eftir hon- um: ,,Farðu ekki út, Einar. Ég ætla að fara að hita kaffi handa okkur. — Skórnir, sem þú keyptir eru ágætir: þeir eru vantsheldir. Ég þakka þér hjartanlega fyrir þá". Einar nam staðar og vissi ekki, hvaðan á sig stóð veðr- ið. Eftir dálitið hik settist hann aftur og drakk síðan kaff ið með hinum. Hann rýndi þungbúinn niður í gólf ið, en það var sýnilegt, að hann var sjálfum sér reiðastur. Einar réði sig þenna vetur á Ameríkufar og fór til Maríuhafnar snemma vors. Þar lá skipið. Katrín gerði hann eins vel að heiman og henni var frekast unnt og reyndi að vera eins umhyggjusöm og hlýleg í viðmóti og hún gat, svo að minningin um síðustu samverustundirn- ar yrðu honum sem ánægjulegust. Henni kom Eiríkur oft í hug. Þeir, sem kveðjast, vita aldrei, hvort þeir sjást nokkurn tíma framar. Einar var ekki eins úrillur og hann hafði verið, en þó var auðséð, að hann átti enn í hörðu stríði við sjálfan sig. Ef til vill langaði hann í rauninni til þess að opna hug sinn og vera þýður og ástúðlegur í viðmóti, en feimnin og stærilætið og þumbaldahátturinn héldu aftur af honum. Laugardagur 8. febrúar 7.00 Morgunútvarp. Óskalög sjúklinga kl. 10.25: Kristin Sveinbjörns- döttir kynnir. 12.00 Dagskráin. Tónleikar. Tilkynningar. 12.25 Fréttir og veðurfregnir. 13.30 Iþrdttir-Umsjón: Jón Ás- geirsson. 14.15 Aö hlusta á tónlist, XV. Atli Heimir Sveinsson sér um þáttinn. 15.00 Vikan framundan Magnús Bjarnfreðsson kynnir dagskrá útvarps og sjónvarps. 16.00 Fréttir. Tilkynningar. (16.15 Veðurfregnir). ts- lenzkt mál. Ásgeir Bl. Magnússon cand. mag. flyt- ur þáttinn. 16.40 Tiu á toppnum. örn Petersen sér um dægur- lagaþátt. 17.30 Sögulestur fyrir börn Guðrfður Guðbjörnsdóttir les smásöguna „Tvær syst- ur” eftir Jón Trausta. 18.00 Söngvar i léttum dúr.Til- kynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Fréttaauki. Til- kynningar. 19.30 Frá Norðurlöndum. Sig- mar B. Hauksson ræðir við Dr. Peter Hallberg um nóbelsverðlaunahafana Ey- vind Johnson og Harry Martinson. 20.05 Hliómplöturabb.Þor- steinn Hannesson bregður plötum á fóninn. 20.50 Ævintýrið um Pál og Lizzie á Halldórsstöðum Jónas Jónasson tekur sam- an þáttinn. 21.25 Tóniistarlíf á Húsavik Nemendur i barna- og ung- lingaskólanum þar syngja og leika Ladislaw Vojta stjórnar. 21.45 „Feðgarnir sem fórust”, smásaga eftir Jón Dan.Þor- steinn Gunnarsson leikari les. 22.00 Fréttir 22.15 Veðurfregnir Lestur Passiusálma (12) 22.25 Danslög 23.55 Fréttir i stuttu máli. Dagskrárlok. LAUGARDAGUR 8. febrúar 1975 16.30 íþróttir. Knattspyrnu- kennsla. Þýðandi og þulur Ellert B. Schram. 16.40 Enska knattspyrnan. 17.30 Aðrar iþróttir. Meðal annars mynd frá Evrópu- meistaramóti i listhlaupi á skautum. Umsjónarmaður Ómar Ragnarsson. 18.30 Lina Langsokkur.Sænsk framhaldsmynd, byggð á sögu eftir Astrid Lindgren. 6. þáttur. Þýðandi Kristin Mantyla. (Aður á dagskrá haustið 1972). 19.15 Þingvikan. Þáttur um störf Alþingis. Umsjónar- menn Björn Teitsson og Björn Þorsteinsson. 19.45 Hlé. 20.00 Fréttir og veður. 20.25 Dagskrárkynning og auglýsingar. 20.30 Elsku pabbi. Breskur gamanmyndaflokkur. 2. þáttur. Hundur og maöur. Þýðandi Dóra Hafsteins- dóttir. 21.00 Ugla sat á kvisti. Get- raunaleikur með skemmti- atriðum. Umsjónarmaður Jónas R. Jónsson. 21.35 Hornbiower skipstjóri. (Captain Horatio Hornblow- er). Bresk-bandarisk bió- mynd frá árinu 1950, byggð á sögum eftir C.S. Forester. Leikstjóri Raoul Walsh. Aðalhlutverk Gregory Peck, Virginia Mayo og Ro- bert Beatty. Þýðandi Jón Thor Haraldsson. Myndin gerist I byrjun 19. aldar. Englendingar eiga i striði við frakka og spánverja, sem um þessar mundir lúta veldi Napóleons mikla. 23.25 Dagskrárlok.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.