Tíminn - 08.02.1975, Blaðsíða 9

Tíminn - 08.02.1975, Blaðsíða 9
Laugardagur 8. febrúar 1975. TÍMINN 9 ViBbötarhúsahitunarþörfin i töflu II er i samræmi við töflu I. Arið 1980 er t.d. gert ráð fyrir um 530 Gwst viðbótarraforku til hiisahitunar. Þó hygg ég, að óhætt sé að fullyrða, að slik áætlíin um aukningu húsahitunar með raf- orku byggist á mikilli bjartsýni. Eins og daglegar fréttir um truflanir á raforkukerfinu viðast hvar um landið sanna, er dreifi- kerfi raforkunnar ákaflega veikt. Hver vill treysta á raforku til upphitunar sins húsnæðis, t.d. á Austfjörðum, eins og ástandið er núna? Hver viU treysta'á ein- falda linu, sem liggur langar leiðir um erfiða vegu? Staðreynd- in er sú, að framundan eru gifur- leg verkefni við að styrkja og bæta dreifikerfið. Helst þyrfti það að yéra tvöfalt, ef þvi á aö treysta. Einnig er ókannaö, hvernig hentugast er að nýta raf- orkuna til upphitunar i kaupstöö- um og kauptúnum, þ.e. með þvi að nota hana beint i einstökum húsum, eða til upphitunar hita- miöstöð, þaðan sem vatninu er siðan dreift i einstök hús. Seinni leiðin er að sjálfsögðu öruggari en kostnaður meiri. Þá má nota oliu til upphitunar þegar raforkan bregst. Verkefnin eru þvi mörg framundan, sem leysa þarf áður en raforka verður notuð til upp- hitunar alls staðar, þar sem hennar er þörf. Þegar umræddar upplýsingar lágu fyrir Alþingi vorið 1974, var aðeins um eitt af tvennu að ræða, ef tryggja átti raforku til húsa- hitunar, sem allir eru sammála um. Annað hvort varö að hætta við málmblendiverksmiðjuna, eða ákveða nýja virkjun. Alþingi tók siðari kostinn. Virkjun Kröflu var ákveðin og er nú unnið af krafti að undirbúningi hennar. Slðustu áætlanir benda til þess, að Kröfluvirkjun geti orðið tilbúin að hluta a.m.k. árið 1978 eða jafnvel fyrr. Fyrir jólin heimilaði Alþingi jafnframtað virkja Bessastaðaá I Fljótsdal. Sú virkjun er ráðgerð 32 MW og talið, að hún gæti orðið tilbúin árið 1979 eða 1980. Auk þess fékk rikisstjómin þegar fyrir nokkrum árum heimild til þess að láta virkja Hrauneyjarfoss. Sú virkjun yrði yfir 100 MW af for- gangsorku og gæti orðið fullbúin á árinu 1979, ef þörf krefur. Hins vegar tel ég af ýmsum ástæðum æskilegra að næsta stórvirkjun verði á Norðurlandi, t.d. Detti- foss. Með þeim ákvörðunum, sem hafa veriö teknar um næstu virkjanir, sýnist mér engin ástæða til aö ætla, að orkuskortur verði þótt málmblendiverksmiðj- an sé byggö, og jafnvel þótt raf- orka sé nýtt til húsahitunar með mestum hugsanlegum hraða. í þessu spjalli um orkuþörf og orkuframboð hef ég litið minnst á afgangsorkuna. Það er órka, sem ekki er notuð af hinum venjulega markaði, t.d. á sumrum eða á nóttum, þegar álagið er minna. Ef ekki er unnt aö geyma vatnið, rennur það til sjávar án þess að framleiða raforku og vélarnar standa ónotaðar. Það er að sjálf- sögðu dýrt. Húsahitun er tiltölu- lega óhagkvæmur markaður. Nýtingartiminn er aðeins um 4.500 stundir á ári, þ.e.a.s. vélarnar nýtast aðeins hálfan timann. Við mikla húsahitun skapast þvi mikil afgangsorka i kerfinu. I töflu II hef ég aðeins gert ráð fyrir 4500 tima nýtingu á Kröflu og Bessastaðaárvirkjun, þ.e.a.s. ég hef gert ráð fyrir þvi, að orkan frá þessum virkjunum verði aðeins notuð til húsahitun- ar. Hins vegar hef ég heldur ekki reiknað með afgangsorkunni, sem málmblendiverksmiðjan notar, enda virðist engin ástæða til þess að óttast skort þar. Samningarnir við Union Carbide Þegar ofangreindar staðreynd- ir lágu fyrir um orkumálin, heimilaði iðnaðarráðherra, Magnús Kjartansson, að viðræð- um við Union Carbide yrði haldið áfram. Var þá að þvi stefnt að leggja frumvarp fyrir Alþingi fyrir vorið 1974 og fá það sam- þykkt. óróinn i stjórnmálunum og þingrofið kom þó i veg fyrir þetta. Magnús Kjartansson ritaði þá Union Carbide bréf dags. 21. mai, 1974, þar sem hann lýsti yfir Málmblendiverksmiðja — með og án hreinsitækja. fylgi sinu við málið og þeirri von sinni, að málið yrði tekið upp aö nýju þegar eftir kosningarnar. Það var gert. SIBastliðið haust höföu ýmsar breytingar orðið. Olian hafði enn hækkaö I verði og dýrtföin aukist. Var þvi talið nauðsynlegt að endurskoða nokkur samning- anna. Þvi var lokið að mestu I nóvember og voru þeir þá sendir hinni nýju rikisstjórn til meðferð- ar. Mun ég hér á eftir gera grein fyrir helstu atriðum samning- anna. 1. Eignaaðild. Eftir að Union Carbide féllst á að eiga minni hluta i fyrirtækinu, kváðust þeir helst ekki vilja eiga meira en 1/3 hlut. Siðastliðið vor var þvi gert ráð fyrir, að Union Carbide ætti 35 af hundraði hlutafjárins, en Islenska rikið 65 af hundraði. Um haustið kom i ljós, að stofn- kostnaður hafði aukist mjög verulega frá fyrri áætlunum. Taldi rikisstjórnin þá rétt að minnka sinn hlut. Náðist sam- komulag um 55 af hundraöi eignarhlut islenska rikisins, og 45 af hundraði hlut Union Carbide. 2. Raforkuverðið. Þegar I upp- hafi var lögð áhersla á, að rafork- an yrði örugglega seld yfir kostnaöarverði, aö það hækkaði með almennri hækkun orkuverðs og endurskoða mætti verðiö, ef aðstæður breyttust. Samningar höfðu náðst um raf- orkuverðið þegar siðastliðiö vor. Hins vegar, vegna hækkunar á byggingarkostnaði og á oliu, þótti nauðsynlegt að endurskoða raf- orkuverðið þegar samningar hóf- ust að nýju siðastliðið haust. Var það hækkað verulega. Tafla III sýnir raforkuverðið samkvæmt samningsdrögunum. Tafla III Raforkuverðið Timabil Forgangs- orka kr/kwst Afgangs orka kr/kwst Meöalverð kr/kwst 1.-2. ár 1.12 0.06 0.59 3.-4. ár 1.18 0.165 0.67 5.-6. ár 1.18 0.21 0.70 7.-15. ár 1.18 0.28 0.73 Jafnframt er gert ráð fyrir þvi, aö orkuverð skuli endurskoðað á fjögurra ára fresti og skuli það hækka hlutfallslega jafnt og orku- verð norsku rikisrafveitnanna til norsks iðnaðar. Norska verðið á forgangsorku er nú um Ikr. 0.54 hver kwst. i samningum sem gerðir hafa verið eftir 1962. Er búist við verulegri hækkun á þessu raforkuverði á næstu árum. Loks er ákveðið, að hvor aðilinn sem er geti krafist endurskoðun- ar á raforkuverðinu ef grund- vallaraðstæður breytast. Samningur þessi yrði að sjálf- sögðu á milli Landsvirkjunar og málmblendiverksmiðjunnar, þ.e.a.s. á milli tveggja innlendra aöila, þvi meiri hlutinn i stjórn verksmiðjunnar verður að sjálf- sögðu islenskur. Gert er ráö fyrir þvi, að samningurinn verði gerö- ur til 20 ára. Hann er hins vegar ekki fastur, eins og að ofan grein- ir og er þvi I stórum atriðum mjög frábrugðinn samningnum, sem gerður var við svissneska ál- félagið. 1 samningnum eru jafn- framt ýmis ákvæði um skyldur málmblendiverksmiðjunnar til þess að kaupa orku og heimild Landsvirkjunar til þess aö rjúfa, o.s.frv. Sumum kann að virðast orku- verðið lágt. Með tilliti til þess, að álbræöslan notar eingöngu for- gangsorku, þ.e.a.s. ekki er heim- ilt að rjúfa nema lítið brot af orkuþörf álbræðslunnar, er orku- verðið, þ.e. forgangsorkuverðið, u.þ.b. fjórfalt hærra en til ál- bræðslunnar. Jafnframt verður að hafa I huga, að slikt fyrirtæki sem þetta tekur við orkunni á 220 þús. voltum, það sér sjálft um að spenna hana niöur og að dreifa henni. 1 slíku liggur mikill kostnaður. Þeir, sem geta tekið við orkunni við svipaðar aöstæður og nýtingatima, eiga aö sjálf- sögðu að geta fengiö orkuna með sömu kjörum og sömu skilyröum. 3. Sala.Gert er ráð fyrir þvi, að Union Carbide fái einkaumboð á sölu á framleiðslu verksmiðjunn- ar. Þó er Union Carbide ekki heimilt að selja án samþykkis stjórnar verksmiðjunnar. Einnig getur stjórnin tekið viö pöntunum beint og ákveðið, að slikum aðila skuli selt. Þess má geta, að Union Carbide mun að öllum likindum vera reiðubúið til þess að ábyrgj- ast sölu á mestum hluta af fram- leiðslu verksmiðjunnar. Söluþóknunin fer stighækkandi. Fyrir fyrstu 10 þús. tonnin er greitt I söluþóknun 3,0 af hundraöi, fyrir næstu 10 þús. tonnin 3,5 af hundraði, þá 4,0 af hundraöi fyrir þriðju 10 þús. tonn og loks 5,0 af hundraði fyrir það, sem er umfram 30 þús. tonn. Mið- að við að allt seljist, verður meðalsöluþóknunin um 3,9 af hundraði. Gert er ráð fyrir þvi, að fram- leiðslan verði að mestu seld i Evrópu, ekki sist i Bretlandi. Union Carbide hefur þar sterkar söluskrifstofur og góð sambönd. Ef til vill er ein mesta tryggingin fyrir velgertgiii fyrirtækisins fólg- in I þvi, að Union Carbide tekur að sér sölu á framleiðslunni. 4. Tæknisamningar. Fyrir liggja drög að tveimur samning- um, sem veita verksmiðjunni af- not að reynslu og þekkingu Union Carbide á sviði járnsilvinnslu. Annar samningurinn er um tækniaðstoð i rekstri. Hann tryggir verksmiðjunni aðgang að hvers konar tæknilegri aðstoð og þjónustu, sem Union Carbide get- ur veitt. Union Carbide tekur m.a. að sér aö þjálfa starfslið, fylgjast með gæðum framleiösl- unnar og senda sérfræðinga hing- að hvenær sem þess er óskað vegna erfiðleika i rekstri. Fyrir þetta greiðir verksmiðjan þrjá af hundraði af söluverðmæti fram- leiðslunnar. Hinn samningurinn fjallar um afsal á tæknikunnáttu, bæði þeirri, sem Union Carbide hefur yfir að ráða nú og kann að öðlast i framtiðinni á samningstimanum. Union Carbide á um 500 einka- leyfi á þessu sviði. Fyrirtækið rekur mjög stórar rannsókna- og verkfræðistofur i Bandarikjunum og er leiðandi i slikri framleiðslu. Fyrir þetta greiðir málmblendi- verksmiðjan um kr. 375 millj., sem Union Carbide leggur fram sem hlutafé. Mér þótti þetta i upphafi hátt verð. Voru erlendir ráðgjafar fengnir til þess að meta verðmæti þessarar tækniþjónustu. Þeir vöktu m.a. athygli á þvi, að Union Carbide ræður eitt fyrirtækja yfir fullkominni tölvustýringu á slikri framleiðslu, sem út af fyrir sig getur sparað meö aukinni nýtni tugi milljóna á ári hverju. Einnig er erfitt aö meta til fjár bestu hreinsunartæki, sem völ er á og fjölmargt fleira mætti nefna. Ráðgjafarnir reyndu þó að meta allt slikt til fjár og komust að þeirri niðurstöðu, aö tækniþekk- ingin væri vel þessa virði. Ég hef siðan skoðað rannsóknastofur Union Carbide og sannfærst um aö svo muni vera. 5. Lögsagan. Gert er ráð fyrir þvi, að málmblendifyrirtækið lúti i einu og öllu islenskum lögum. Agreiningsmál skulu koma fyrir islenska dómstóla. Ekki er gert ráð fyrir neinum sérstökum gerðardómi. Helstu einkenni og stofnkostnaður Að sjálfsögðu hefur stofn- kostnaður verið vandlega áætlað- ur. Fyrst og fremst hafa sér- fræöingar Union Carbide gert Efni Vinna Frumkostnaður Vátrygging og flutningur Vinnubúðir og fæðiskostnaður Byggingareftirlit Verðhækkanir á byggingartima Verkfræðiþjónusta Ófyrirséð Byggingarkostnaður þaö, en íslenskir verkfræðingar og starfsmenn nefndarinnar hafa yfirfarið slikt og athugað sérstak- íega með tilliti til islenskra að- stæðna. Einnig fóru hinir erlendu ráðgjafar nefndarinnar vandlega yfir kostnaðaráætlunina. Nauð- synlegt reyndist að endurskoða áætlanir allar mjög oft vegna si- felldra hækkana. Þannig tvö- faldaðist kostnaðaráætlunin á u.þ.b. einu ári. t skýrslu nefndarinnar til rikis- stjórnarinnar frá 23. nóvember s.l. eru settar fram eftirgreindar forsendur fyrir stofnkostnaðar- og rekstraráætlunum: Helztu einkennistölur og hönn- unarforsendur fy rirhugaðrar verksmiðju. Ofnstærð.hvorofn 30MWmest Meðalálag i starfi 26,5MWhvorofn Onnur verksmiðjunotkun 8MW Arlengur starfstimi ofna 8000 stundir Orkuþörf á hvert tonn framleiðslu 8835 kwh + hjálparnotkun 1500 kwh Ársframleiðsla tveggja ofna 47000 tonn Hráefnaþörf á hvert tonn fram- leiðslu Kvarts Brotajárn Kol Spænir Rafskaut Samtals 1,69 tonn 0,275 tonn 1,077 tonn 0,255 tonn 0,083 tonn 3,38 tonn Flutningsþörf aðogfrá 206000 tonn/ár Fjárfesting án vaxta á byggingartima 8472 Mkr Rekstursfé 809.2 Mkr Eigið fjármagn (hlutafé) 2856 Mkr Hlutur íslands 55% = 1570 Mkr Hlutur Union Carbide 45% = 1286Mkr Starfsmannafjöldi 114 þar af I verksmiðju 87 og á skrifstofu 27 Arlegur launakostnaður 195.7 Mkr. Sfðasta kostnaðaráætlunin var gerð I nóvember s.l. Þegar ég hef breytt dollurum i islenskar krón- ur u genginu 119,00 kr. i dollaran- um, litur sú kostnaðaráætlun þannig út: $ 26.367.000 13.095.000 Millj. tsl. kr. 3137,7 1558,3 39.462.000 4695,0 L500.000 178,5 2.804.000 333,7 1.727.000 205,5 .7.300.000 868,7 8.707.000 1036,1 6.500.000 773,5 68.000.000 8092,0 Framhald á bls. 11

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.