Tíminn - 19.02.1975, Blaðsíða 3

Tíminn - 19.02.1975, Blaðsíða 3
Miðvikudagur 19. febrúar 1975. TÍMINN 3 t gær var útför Harrys O. Frederiksen gerð frá Dómkirkjunni i Reykjavik. Prestur var séra Jón Þor- varðarson. i kirkjunni söng Halldór Vilhelmsson einsöng, og Inga Rós Ingólfsdóttir lék einleik á cello. Þá sungu félagar úr karlakórnum Fóstbræðrum. Kistuna báru úr kirkju stjórnarform. StS, forstjóri og sex framkvæmdastjórar. A undan gengu féiagar úr Fram. t kirkjugarði báru kistuna aðrir nánir samverkamenn hjá StS. Myndin, sem ljósm. Timans, Gunnar, tók, sýnir er kistan var borin úr kirkju. Loftleiðir flytja norska ferðamenn til Ameríku LANDSHAPPDRÆTTI SVFÍ HLEYPT AF STOKKUNUM gébé—Reykjavik — Um þessar mundir er Slysavarnafélag ís- lands að hrinda af stað þriðja landshappdrætti sinu, og er sala miða að hefjast um land allt. öilu þvi fé, sem SVFt áskotnast i happdrætti þessu, verður ein- göngu varið til að cfla siysa- varnastarfið um land allt, og sinna aðkallandi verkefnum á sviði aukinnar og fullkomnari öryggisþjónustu. Dregið verður i happdrætti SVFl 1. mai n.k., og hafa verið gefnir út 50.000 miðar, sem seldir verða um land allt, og kostar hver miði 150 krónur. 1 boði eru tuttugu vinningar, allt góðir gripir. Þeir eru Citroen Ami 8, Zodiac Mark III slöngubátur, Johnson-vélsleði, Sinclair-tölvur og Bosch-bor- vélar. Verðmæti vinninganna sem allir eru skattfrjálsir, var 1,4 milljónir króna, þegar happa- drættið var ákveðið, en siðustu atburðir i efnahagsmálum hækka verðmæti þeirra að sjálfsögðu mikið. Deildir SVFl um allt land sjá um sölu á miðunum, og fá þær i sölulaun fjórðung af „óskiptum afla”, en heildarsamtökin greiða allan kostnað við happdrættið af sinum hluta teknanna. Þess má geta i þessu sambandi, að fyrir sölulaun sin eftir siðasta happa- drætti gat björgunarsveitin Ingólfur keypt vélsleða, ný dekk undir snjóbilinn, sem eru mjög dýr, og nýja bUninga á meðlimi sveitarinnar. Efnt var til fyrsta happdrættis félagsins af þessu tagi árið 1972, og siðan var það endurtekið siðast liðið vor. Þótti árangurinn svo góður, að ákveðið var á aðalfundi félagsins s.l. sumar að gera þessa fjáröflunarstarfsemi að árlegum þætti i starfseminni, enda er það á allra vitorði, að aukin verkefni SVIF um land allt gera sivaxandi kröfur til fjárframlaga, sem ógerlegt er að afla, ef ekki er leit- að stuðnings almennings. Sem dæmi um það, hve yfir- gripsmikið starf SVFl er orðið, má geta þess, að björgunarsveitir þess, sem starfa bæði á sjó og landi, eru nU orðnar 78 talsins. Björgunarskýlin eru nU 94 að tölu og dreifð um land allt. 54 skýl- anna eru bUin neyðartalstöð eða sima, en takmark félagsins er, að i framtiðinni verði ekkert skýli þess án þessara nauðsynlegu öryggistækja. Oddur A. Sigurjónsson fyrr- verandi skólastjóri skrifar pistla I Alþýðublaðið daglega. í blaðinu I gær gerir hann að umtalsefni deilurnar, sem staðið hafa um Kjarvalsstaði. Grein sina nefnir hann ,,AÖ leiða ofstækismennina út” og fer hún hér á eftir: Forboðnir óvextir! Langt er siðan annar eins úlfaþytur hefur oröið um nokkurt mál, eins og sýning- una á Kjarvalsstöðum. Félag islenzkra myndlistarmanna hefur vaðið jörðina upp i klof i heilagri vandlætingu yfir þvi, að annað eins hneyksli og það, að málari, sem er ekki i náö- inni hjá þessum samtökum, skuli fá að hengja upp verk sin i húsinu! Mér skilst, að til þessarar vonzku liggi tvær ástæður. önnur er sú, að Reykjavikur- borg hefur i furðulegri ein- feldni látið myndlistarmönn- um i té alltof mikið vald til þess að ráðstafa sýningarrými hússins. Þetta hafa ráöamenn auðvitað gert I góöri trú. Borgaryfirvöld hefur auövitað ekki grunað, að ofstæki og of- riki myndlistarmanna væri slikt, að þeir kysu heldur að láta húsið standa autt, en láta það i té mönnum, sem væru ekki löggiltir klessumeistarar. Þetta er náttúrlega einstakt hrekkleysi, ef gætt er fram- ferðis félagsins undanfarið. Aö þessu leyti má segja, að myndlistarmenn hafi nokkuö til sins máls, ef sleppt er sið- ferðislegri hlið málsins. Hin er sú, að „listmat” fé- lagsmanna æpir gegn þvi, að þeirra sögn, að „listföndrar- ar” fái inni i þessu helga húsi! Þessi skoöun hefur vissulega leitt þá út á hálli is, en þeireru menn til að standa á. „Listföndur” hafa þeir reyndar ekki skilgreint, geta það sennilega alls ekki. Helzt má þó skilja, að þeir einir, sem hafa það að aðalatvinnu, að fást við sitthvað af listum, séu okatækir! Ef litið er til sögunnar, styrkir hún ekki ætið þessa skoöun. Leonardo da Vinci, t.d. hefur ckki hingað til þótt neinn aukvisi i málaralist. Samt er vitað, að hann hafði æði margt annaö á prjónum og málaralistin var engin aðalat- vinna hans. Nóg um þetta. Er ísland sérlega „banalt"? Ein aðalaöfinnslan aö mál- verkum Jakobs Hafsteins, af hálfu klessumeistaranna, er að hann máli svo „banalt”! Þegar litið er á sýningu hans á Kjarvalsstöðum nú, kemur i ljós, að meginhluti mynda hans eru landslagsmyndir af islenzku landslagi. Sennilega þurfa menn, annaöhvort að vera gerókunnugir sinu eigin landi, cða furöulega þrjózkir i skapi, til þess að sjá ekki og þá auövitaö viðurkenna jafn- framt, að myndirnar sýna og birta landið. Engin vorkunn er neinum, sem komiö hafa á hina ýmsu staði, að sjá hvert viðfangsefnið er. Séu þessi vinnubrögö ein- hver höfuðsynd á baki hans, getum við alveg eins fullyrt, að landið okkar sé engan veg- inn þess virði, að ásýnd þess sé fest á léreft á myndfleti! Val viðfangsefna (motiva) er önnur hliö málsins. En það verður heldur ekki sagt, að i augum venjulegs, óspillts fólks, hafi Jakobi fatast þar svo áberandi, að þar fyrir eigi að dæma hann óalandi og óferjandi. AUra sizt er hæfi- legt eða mannsæmandi að gera slikt að óséðu. Að minu mati er þó enn óminnzt á aðalatriöi i þessu striði. fcg lit svo á, að borgar- yfirvöld hafi með sýningar- leyfi sinu tekiö upp þráðinn þar sem Veturliði Gunnarsson markaði stefnuna forðum. fcg lit svo á, að hér sé viðleitni til þess að leiða ofstækismennina út og láta fólkinu eftir að dæma um, án þeirra ihlutun- ar, hvað það vill aöhyllast og hvað ekki. Sé þessi klika tilbúin til þess að fara i fýlu vegna þess að hennar skoðanir og mat sé af- þakkaö, má hún svo sannar- lega sitja á strúg sinum, reiði- laust af mér. Ég tel, aö alltof lengi sé búið að reyna til þess aö halda frið við þá, sem sannanlega vilja engan friö i listmati, nema meö þvi skil- yrði að mcnn beygi sig undir kenjar þeirra og hundakúnst- ir. Friðsemi umkomuleysisins er ekki og á ekki að vera is- lenzkt þjóðareðli. Og ein- hverntima hlaut að koma að þvi, að mælirinn fylltist.” Svo mörg voru þau orð. Auð- vitað sýnist sitt hverjum i þessu deilumáli. En hvað sem öllu liöur, hefur sýningu Jakobs verið vel tekiö, aðsókn meiri en dæmi eru til, og mál- verk hans runnið út eins og heitar lummur. — a.þ. Hall, sem að ofan er nefnd, verð- ur margt gert til þess að minnast 150 ára afmælis landnáms Norð- manna i Ameriku. Má þar nefna m.a. sýningar á BrUðuheimilinu eftir Ibsen, sem hefjast i leikhUsi á Broadway 21. febrUar. Þar leik- ur Liv Ullmann Nóru, en Tormod Skagestad frá Norska Þjóðleik- hUsinu er leikstjóri. Að auki verða margar leiksýningar, sýningar og samkomur, og gefnar verða Ut bækur, minnispeningar og fri- merki. Meðal bóka, sem gefnar verða Ut, er Saga Norðmanna i Ameriku, eftir Arlow W. Ander- son prófessor. Það var 4. juli 1825, sem fyrstu norsku vesturfararnir létu frá landi i Stafangri. Um borð voru 52 vesturfarar. Eins og að likum lætur hrepptu sjómenn og farþeg- ar á þessu 38 lesta seglskipi mis- jöfn veður og lentu i erfiðleikum og ævintýrum. begar þeir loks náðu til New York, hinn 9. októ- ber, voru 53 innflytjendur um borð. Einn hafði fæðzt á leiðinni. Fólkið hélt hópinn, og eftir að hafa selt skipið i New York, flutti það til Kendall i New York-riki, þar sem fyrsta norska byggðin vestan hafs var stofnsett. En þetta var aðeins byrjunin, og á næstu hundrað árum er talið, að um 800.000 Norðmenn hafi flutzt til Bandarikjanna. Ólikt þvi sem var um siðari vesturfara, var fá- tækt i „gamla landinu" ekki or- sök fyrstu vesturferðanna, heldur löngun til algjörs trUfrelsis. Og það frelsi fundu norsku innflytj- endurnir i Ameriku. — --rr I u Einn af glæsilegum vinningum I happdrætti SVFl er þessi Zodiac Mark III síöngubátur 15/f m. 20 h. með utanborðsvél og 6 bjargvestum. A myndinni er stjórn SVFÍ og happdrættisnefnd, en þau eru talið frá vinstri: Vilhjálmur Einarsson, Egill Júliusson, Haraldur Henrysson, Gunnar Friðriksson, Hulda Viktorsdóttir, Gróa Jakobsdóttir, Baldur Jónsson og Snæbjörn Asgeirsson. Timamynd: G.E. „í dagsins önn" sýnd víða um landið ÞJÓÐHATTAKVIKMYNDIN 1 dagsins önn verður sýnd viða um land á næstunni. Um þessar mundir er verið að sýna myndina á FlUðum i Hrunamannahreppi og á HUsavik, en innan tiðar hefj- ast sýningar i Keflavik. Nauðsynlegt er að fólk fylgi með þvi, hvenær myndin er sým þvi að ekki eru tök á þvi að endu sýna hana. Þó verður reynt í endursýna hana i Reykjavik april. i OKTÓBER n.k. mun þess verða minnzt, að 150 ár eru liðin siðan fyrstu norsku vestur- fararnir tóku land I New York. Af þessu tilefni verða hátiðahöld I New York. Aðalhátiðin verður i Carnegie Hall 7. október að við- stöddum Ólafi Noregskonungi. Vegna þessa afmælis og hátiða- halda munu þotur Loftleiða flytja 500 norska ferðamenn til Banda- rikjanna og heim aftur. Skrifstofa islenzku flugfélag- anna i ósló hefur nylega samið um þessa flutninga við norsku ferðaskrifstofuna, Norsk Folke- ferie og Arbeiterbladet i ósló sem einnig er aðili að framkvæmd há- tiðahaldanna. Fyrstu hópar Norðmanna, sem fara til Banda- rikjanna i tilefni afmælisins, munu'fljUga með Loftleiðum til New York i jUlimánuði. Flestir fara hins vegar i október, um það leyti sem aðalhátiðin verður haldin i New York. A heimleið munu hóparnir hafa eins til þriggja sólarhringa viðdvöl i Reykjavik og munu bUa að Hótel Esju. Auk samkomunnar i Carnegie

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.