Tíminn - 19.02.1975, Blaðsíða 11

Tíminn - 19.02.1975, Blaðsíða 11
Miðvikudagur 19. febrdar 1975. TÍMINN 11 Gengisbreytingin gefur ráðrúm ÞANNIG STÖÐU SAKIR I FEBRUARBYRJUN frá 1^74: verð á fiskimjöli ~ 58 - þorskblokk - 32 * - frystri loðnu - 6o % verðmæti innflutnings + 66 0 erlend. verðbðlga + 35 * verðbólga alls + 52 i viðskiptakjör - 24,4 * horftir 1?7?: , kaupmáttur útflutningstekna - 3o £ fjárfesting fyrirtækja - 6 % þjóðarframleiðsla - 4 % þjóðartekjur - 3,5 * á mann - 5 - 7 $ viðskiptahalli af þjóðarframl. lo,5 % síðasta hálft ár: verðbólga á mánuði + 6 $ almenn lífskjör - 25 ft lífskjör hinna lægst launuðu -12 % viðskiptakjör - lo % gjaldeyrisvarasjóður að tæmast Um það þarf ekki að fjölyrða að þjóðin á nú i mjög veruleg- um erfiðleikum i efnahagsmál- um. begar slikan vanda ber að höndum verða allir íslendingar að standa saman, og þeir sem mest hafa fyrir verða að taka á sig þyngstu byrðarnar. í þessu skyni hefur rikisstjórnin gripið til sérstakra aðgerða til að koma i veg fyrir að allur þunginn leggist á láglaunafólk, með hinum svo nefndu lág- launabótum. Megineinkenni vandans. Rétt er að rifja upp megineinkenni þeirrar óhag- stæðu hagsveiflu sem riðið hef- ur yfir þjóðina að undanförnu: 1. Ef fram fer sem horfir mun viðskiptahallinn á þessu ári nema allt að tæpum 18 milljörðum, hvorki meira né minna en um 10,5% af þjóðar- framleiðslunni. 2. Viðskiptakjörin versnuðu árið 1974 um tæpan fjórðung bæði vegna erlendrar verðbólgu og óhagstæðrar þróunar út- flutningstekna. Þau versnuðu um 10% á siðasta hálfu ári einu, og gera má ráð fyrir að kaupmáttur útflutningstekna minnki um 30%. 3. Erlendar skuldir jukust um 9 milljarða á siðasta ári eða um tæpan þriðjung. Verömæti innflutningsóx á sama tfma um 66% og gjaldeyrisvarasjóðurinn er nú tæmdur- 4. Olfukaup þjóðarinnar taka nú rúm 11% gjaldeyristeknanna, og hefur verðið þvi næstum þrefaldazt að hlutfalli við gjald- eyrisöflun á tveimur árum. 5. Á einu ári hefur þorskbiokkin lækkað um 32% á Bandarikja- markaði, og söluverðmæti þessarar vöru lækkaði um rúmar 400 milljónir á siðasta ári. 6. A einu ári hefur fryst loðna fallið i verði um hvorki meira né minna en um 60% á Japans- markaði, og þar eru miklar birgöir enn óseldar. 7. Verðfallið á fiskimjöli hefur orðið 58%. útflutningsverð- mæti loðnumjöls varð á siðasta ári einum 300 milljónum minna en árið áður, og sölutregða var mjög mikil. 8. Rekstrarhalli útgerðarinnar er áætlaður rúmir þrir milljarð- ar ef fram fer sem horfir. Á sama tima hvila á útveginum miklar erlendar skuldir vegna nýsköpunarinnar á siðustu ár- um eða allt að 90% af verði nyju skipanna. 9. Innlendar skuldir útgerðar- innarvið málm- og skipasmiða- iðnaðinn nema rúmum millj- aröi, og er þessi iðngrein komin að þrotum af þeim sökum. 10. Frystiiðnaðurinn er rekinn með tæplega milljarðs halla á ári að þvi er ætla má, og er þó gert ráð fyrir ýtrustu greiðslum úr verðjöfnunarsjóði. 11. Gera má ráð fyrir að fjárfest- ing fyrirtækja muni minnka um 6% á þessu ári, en aukningin var um 9% 1974. Þetta getur haft al- veg iskyggileg áhrif á atvinnuá- standið i landinu, en þar við bætist að likur benda til veru- legs samdráttar i húsbygging- um. 12. Sennilegt er talið að þjóðar- framleiðsla minnki um ein 4% frá fyrra ári og að þjóðartekj- urnar minnki um 3,5% eða allt að 7% á hvern mann i landinu. 13. Hin almenna kjararýrnun i landinu nemur um 25% á siðasta hálfu ári vegna hinnar óhag- stæðu þróunar, miðað við há- mark launatekna á árinu öllu. Aðgerðir rikisstjórnarinnar valda þvi hins vegar að kjara- skerðing hinna lægst iaunuðu er helmingi minni eða rúmlega 12%. Ef hins vegar er miðað við áramótin 1973—’74, er kjara- rýrnunin mjög óveruleg. Verð- bólgan.af erlendum og innlend- um völdum, var á sama tima að jafnaöi um 6% á mánuði. Allt árið 1974 var verðbólgan um 52%, en þar af voru bein áhrif erlendrar verðbólgu sem næst 35%, lauslega áætlað. Lággengisstefnan. Við aðstæður sem þessar er tómt mál að tala um einstakar smáráðstafanir, Atvinnuá- standinu i landinu er ógnað svo berlega að samdráttaraðgerðir einar saman gætu leitt af sér stórkostlegt atvinnuleysi. Jafn- framt hafa lifskjörin versnað svo mjög að fara verður af ýtr- ustu gætni i allar millifærsluað- gerðir sem útheimta aukna skatta, nema fyllilega sé tryggt að slikar álögur lendi þyngst á hátekjufólki. íslenzka lággengisstefnan, sem birtist i gengisfellingu, hefur þann meginkost að hún verkar almennt og án röskunar á eðlilegum markaðarlögmál- um, örvar innlenda framleiðslu og stuðlar þannig að atvinnuör- yggi, færir fjármuni frá neyzlu til framleiðslu og þó einkum til útflutningsins. Gallar hennar eru hins vegar einkum þeir aðhún eykur vanda láglaunafólks án þess að skerða nægilega neyzlugetu hátekju- manna, og við núverandi að- stæður léttir hún ekki skulda- bagga útvegarins. Enn fremur slær hún ekki á neinn hátt á óða- verðbólguna — nema miklu siður sé — og striðelur verð- bólgusiðleysið sem allt of mjög einkennir islenzkt þjóðlif. Geng- isfelling er þvi engin lausn, heldur gefur hún ráðrúm til að marka nýja stefnu. Krónan var þegar fallin. Gengisfelling er óráðsiuvixill sem er afsagður og kemur til innheimtu. Eins og nú standa sakir eru ástæðurnar þó öðrum þræöi hin alþjóðlega verðbólga, sem við fáum ekkert við ráðið, og hin stórlega versnandi við- skiptakjör. Hvað íslendinga sjálfa snertir er ákvörðun um gengisfellingu ekki tekin þegar hin formlega gengisbreyting fer fram i Seðlabankanum, heldur löngu áður. Hún er tekin daginn sem allur almenningur, stjórn- völd, fyrirtæki og almannasam- tök fara i eyðslu fram úr getu þjóðarbúsins til öflunar. Það er til litils að kvarta þegar að hvörfunum kemur eftir veizl- una. Margur hugsar nú i ótrú- legustu herbúðum til þeirra raunsæju tillagna sem Ólafur Jóhannesson lagði fyrir Alþingi i fyrravor, og nú sjá menn það svart á hvitu sem Framsóknar- menn sögðu, að ekki er ráð nema i tima sé tekið. Jafnvel Seðlabankastjóri úr röðum Alþýðubandalagsmanna mótmælti ekki gengisbreyting- unni nú, og fulltrúi Alþýðu- bandalagsins i bankaráðinu lét sér nægja að gera athugasemd- ir. Gengisfellingin var hvort eð er þegar staðreynd, enda hafði fariö fram útsala á erlendum gjaldeyri svo sem sjá mátti á þvi sem átti að heita Gjaldeyris- varasjóður. Það sem öilu máli skiptir nú er raunsæi og þjóð- hollusta vinnuveitenda og verkalýðssamtaka og þó um- fram allt þær hliðarráðstafanir sem rikisstjórnir og Alþingi á- kveða. Á þeim ráðstöfunum, sem væntanlegar eru á næst- unni, hvilir velmegun lands- manna, og þær munu móta þró- unina framundan. JS SAMVINNA NORÐURLANDA Svo sem kunnugt er, stendur 23. þing Norðurlandaráðs nú yf- ir i Reykjavik. Þar sitja um 450 fulltrúar frá Norðurlöndunum öllum og bindast sterkum bönd- um i raunhæfu samstarfi. Sam- tals sitja 78 norrænir þingmenn i Norðurlandaráði og tugir ráð- herra. Auk þeirra eru fjölmarg- ir sérfræðingar og starfsmenn allra deilda og stofnana Norður- landaráðs hingað komnir á ráðsfundinn. Þátttaka íslands i norrænu samstarfi, og þá fyrst og fremst i Norðurlandaráði veldur eng- um stjórnmáladeilum hér á landi eins og starf okkar i Nató hefur gert. Allir eru sammála um gildi norrænnar samvinnu. Það er e.t.v. þess vegna að hún er litt til umræðu manna á meðal. 1 ýmsum stjórnarsáttmálum okkar er gjarnan tekið þannig til orða, að þátttaka lslendinga i S.Þ. og Norðurlandaráðssam- vinnu séu hornsteinar i islenzkri utanrikisstefnu, en almenn um- ræða um þessa tvohornsteina er hverfandi, ef saman er borið við umræðuna um þriðja hornstein islenzkrar utanrikisstefnu, þ.e. aðildina að Atlantshafsbanda- laginu. Traust bönd Margt er það, sem bindur Norðurlöndin traustum bönd- um. Þau eru, að undanskildu Finnlandi, byggð þjóðum, sem tala mjög skyld tungumál. Menning þeirra og þróun öll hef- ur um aldir verið samofin. Það er raunverulega þó ekki fyrr en á 20. öld, að hugmyndir um nor- ræna samvinnu, samvinnu frjálsra og fullvalda frændrikja taka að myndast. Fyrir fyrri heimsstyrjöldina var að komast á allveruleg samvinna verkalýðsfélaga og fleiri samtaka á Norðurlöndum. Arið 1914 hittust konungar Noregs, Sviþjóðar og Danmerk- ur og var á þeim fundi lýst yfir þvi, að Norðurlöndin væru hlut- laus i styrjöldum. Þá stefnu i utanrlkismálum höfðu Norður- löndin öll i heiðri fram i heims- styrjöldina siðari. Heimsstyrjöldin fyrri færði Norðurlöndin nær hvort öðru. Norrænu félögin voru stofnuð 1919, 1923 og ’24 af opinberum starfsmönnum, stjórnmála- mönnum og frammámönnum i atvinnugreinum Norðurland- anna. Markmið þeirra var (og er) að efla norræna samvinnu á sem flestum sviðum. Samræming Norðurlanda i utanrikismálum jókst á timum Þjóðabandalagsins, en i þvi tóku þau virkan þátt. A 4. áratug hófust reglulegir ráðherrafundir ráðherra Norðurlanda. Fyrsti fundur for- sætisráðherranna var t.d. hald- inn i Kaupmannahöfn árið 1932. Norræna þingmapnasambandið varð og virkt afl. 1 heimsstyjröldinni siðari urðu hin hlutlausu Norðurlönd öll fyrir skakkaföllum. Stuðningur hinna fjögurra Norðurlandaþjóða við Finna gat aöeins orðið siðferðilegur (þrátt fyrir fjársöfnun), er Rússar réðust á Finna 30. nóv. 1939. Dugði sá stuðningur Finnum skammt gegn risanum i austri. Eftir friðarsamninga við Rússa 1940 stungu Finnar upp á varnarbandalagi við Noreg og Sviþjóð, en Rússar töldu það brjóta i bága við friðarsamning- ana og varð þvi ekkert af þeim ráðagerðum. Danir og Norðmenn lentu skömmu siðar undir járnhæl nasista, en lsland var hernumið af Bretum. Sviþjóð einni tókst að varðveita hlutleysi sitt. Þessi mismunandi reynsla hinna hlutlausu Norðurlanda- þjóða varð m.a. þess valdandi, að þær fóru ekki sameiginlegar leiðir i varnar- og öryggismál- um sinum eftir strið. Arið 1948 efndu Noregur, Svi- þjóð og Danmörk til undirbún- ingsumræðna um varnarbanda- lag. Var þetta m.a. vegna valdatöku kommúnista viða i A- Evrópu, siðast i Tékkóslóvakiu. En norrænt varnarbandalag, sem Sviar voru aðaltalsmenn fyrir, var i raun dauðadæmt i fæðingunni, m.a. þar sem Bandarikin gerðu inngöngu Norðurlanda i Nato að skilyrði fyrir vopnasölu til þeirra. Noregur, lsland og Danmörk gengu siðan i Atlantshafsbanda- lagiö 1949, en Sviþjóð og Finn- land voru áfram utan varnar- bandalaga. Þessi mismunandi aðstaða hefur leitt til þess, að varnar- og öryggismál eru ekki til umræðu i Norðurlandaráði. Fyrir frumkvæði manna eins og Danans Hans Hedtofts var Norðurlandaráð formlega stofnað i Kaupmannahöfn 1953, eftir að þjóðþing Noregs, Dan- merkur, Sviþjóðar og lslands höfðu samþykkt stofnskrá og starfsreglur ráðsins. Finnar gengu i samvinnu innan Norður landaráðs árið 1956. Norðurlandaráð er sam- starfsvettvangur Þjóðþings Dana, Rikisþings Finna, Al- þingis Islendinga, Stórþings Norömanna og Rikisdags Svia. 1 Norðurlandaráði, sem er ráð- gefandi vettvangur, þ.e. tekur ekki bindandi eða þvingandi ákvarðanir, sitja fulltrúar þing- anna og fulltrúar rikisstjórna, ráðuneyta 1. fl. eins og fyrr sagöi. Fulltrúum er ekki raðað niður eftir þjóðerni, m.a. til þess að auka enn á kynni þeirra. 1 forsætisnefnd Norðurlanda- ráös eiga sæti forseti og fjórir varaforsetar. Forseti er frá þvi landi, sem fundinn heldur, en formenn sendinefnda hvers lands eru venjulega valdir varaforsetar. 1 forsætisnefnd- inni geta og allir ráðherrar rikisstjórna landanna átt sæti. Nefndin hefur viðamiklu hlut- verki að gegna milli funda ráðs- ins. Hún tengir og heldúr áfram störfum Norðurlandar ái0 og skipuleggur næsta fund. Forseti Norðurlandaráðs nú Ragnhildur Framhald á bls. lo

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.