Tíminn - 19.02.1975, Blaðsíða 7

Tíminn - 19.02.1975, Blaðsíða 7
Miðvikudagur 19. febrúar 1975. TÍMINN 7 Útgefandi Framsóknarflokkurinn Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason. Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson (ábm). Jón llelgason. Auglýsinga- stjóri: Steingrimur Gislason. Ritstjórnarskrifstofur i Edduhúsinu við Lindargötu, simar 18500 — 18306. Skrif- stofur i Aðalstræti 7, simi 26500 — afgreiðslusimi 12323 — auglýsingasimi 19523. Vcrð i lausasölu kr. 35.00. Askriftargjald kr. 600.00 á mánuði. Blaðaprent h.f. J Láglaunabætur Furðulegt er að lesa skrif stjórnarandstöðublað- anna um gengisfellinguna. Af þeim mætti helzt ráða, að hér færi með völd rikisstjórn, sem vildi skapa sem mestan stéttarmun og búa sem verst að þeim, sem lakast eru settir. Ótrúlegt er, að þessi skrif blekki marga. Hafi nokkurn tima verið ljóst, að gengisfelling hafi ver- ið óhjákvæmileg, þá er það nú. Á tæpu ári hefur kaupmáttur útflutningstekna þjóðarinnar rýrnað um 30%. Á sama tima hefur viðskiptahallinn út á við numið um 16 milljörðum króna. Gjaldeyris- varasjóður þjóðarinnar er þurrausinn. Eftirspurn- in eftir erlendum gjaldeyri hefur samt haldizt áfram. Undir slikum kringumstæðum var óhjákvæmilegt að gripa til skjótra og róttækra að- gerða. Að sjálfsögðu má segja, að fleiri leiðir hefðu get- að komið til greina. Einkum má nefna i þvi sam- bandi svokallaða niðurfærsluleið, þ.e. lækkun á kaupgjaldi og verðlagi, og svokallaða millifærslu- leið, þ.e. skattaálögur eða gjaldeyrisskatt, sem er notaður til uppbóta. Báðum þessum leiðum fylgir sama kjaraskerðingin fyrir launþega og gengis- fellingu. Gengislækkunin var valin nú sökum þess, að hún var fljótvirkust i framkvæmd. Hún var valin sök- um þess, að hún er likleg til að koma i veg fyrir stöðvun útflutningsatvinnuveganna og til að draga úr gjaldeyrishallanum. Ef ekki hefði verið gripið til hennar, myndi stórfellt atvinnuleysi hafa komið til sögu, sem hvarvetna hefur bitnað mest á þeim, sem lökust hafa kjörin, og sizt mættu við slikum skakkaföllum. Engum mun það ljósara en Framsóknarmönn- um, að gengislækkun ein getur aldrei orðið nein varanleg lækning. Gengislækkun er jafnan neyðarúrræði, sem óhjákvæmilegt getur verið að gripa til til að afstýra öðru verra. Ef samfara gengisfellingu fylgja hins vegar nauðsynlegar hliðarráðstafanir, getur hún komið að haldi. Nú veltur þvi mest á þvi, að i framhaldi af gengisfell- ingunni verði gerðar nauðsynlegar viðbótarráð- stafanir. Mikilvægasti þáttur þeirra eru láglauna- bæturnar. Af hálfu þeirra manna, sem mest skrifa um gengisfellingu i stjórnarandstöðublöðin, er þvi haldið fram, að hún sé hnefahögg i andlit verka- lýðshreyfingarinnar. Þessir menn gleyma þvi, að það var einmitt ósk verkalýðshreyfingarinnar að hún fengi vitneskju um efnahagsaðgerðir rikis- stjórnarinnar áður en gengið væri til endanlegra samninga við atvinnurekendur og rikisvaldið. Þetta var eðlileg ósk, þvi að til litils var að semja, ef gengisfelling eða önnur slík aðgerð fylgdi strax á eftir. Við þessum óskum hefur rikisstjórnin nú orðið og lýst yfir jafnframt, að hún telji eðlilegt i framhaldi af gengislækkuninni, að samið verði um auknar bætur til láglaunastéttanna, ásamt aukn- um bótum til lifeyrisþega. Það er nú næsti þáttur þessara mála, að launþegar og atvinnurekendur reyni að ná samkomulagi um þetta efni, og að þvi leyti standa báðir þessir aðilar nú betur að vigi, að þeir vita um fyrirætlun rikisstjórnarinnar. Það mun velta mest á þessum viðræðum milli launafólks og atvinnurekenda, hvort gengis- fellingin og tilheyrandi hliðarráðstafanir ná tilgangi sinum. Ef vel á að fara, þarf nú að nást samstaða um þau tvö höfuðverkefni, að tryggja atvinnuöryggið og hlut láglaunafólksins, eins vel og hægt er við rikjandi kringumstæður. ERLENT YFIRLIT Verður Reiulf Steen eftirmaður Brattelis Oddvar Nordli getur orðið skæður keppinautur EF AÐ likum lætur, verður þetta siðasti fundur Norður- landaráðs, sem Trygve Brattelie situr sem forsætis- ráðherra Noregs. Það mun ætlun hans að láta af for- mennsku Verkamanna- flokksins á þingi flokksins, sem haldið verður á þessu ári. Samkvæmt venju mun hinn nýi formaður þá einnig taka við stjórnarforustunni, svo framarlega, sem Verka- mannaflokkurinn fer þá áfram með rikisstjórnina, en engar likur benda til að breyting verði á þvi. Ef Bratteli lætur samkvæmt þessu af stjórnarforustunni á þessu ári, má segja, að hann skilji vel við sem forsætis- ráðherra, þvi að efnahagsleg aðstaða Noregs er nú góð og rniklar og vaxandi oliutekjur framundan. Hið sama verður hins vegar ekki sagt um ástandið i Verkamanna- flokknum. Hann beið mikinn ósigur i kosningunum 1973, þegar allsterk hreyfing reis upp vinstra megin við hann og nokkrar horfur eru á að geti orðið varanleg. Skoðana- kannanir hafa bent til þess, að flokkurinn geti beðið enn meiri ósigur i kosningunum 1977, nema breyting verði á stöðu hans frá þvi sem nu er. Þess vegna eru verulegar vonir bundnar við formanna- skiptin, en þau geta jafnframt orðið enn örðugri vegna þess, hve mikilvæg þau eru talin. Reiulf Steen og Kdward Gierek FYRIR tiu árum var al- mennt litið svo á, að Einar Gerhardsen væri búinn að velja eftirmann sinn og Brattelis, þegar hann fékk þvi framgengt, að Reiulf Steen var kosinn varaformaður flokksins, 32 ára gamall, (fæddur 1933). Steen hafði ekki hlotið aðra menntun en gagnfræðaskólamenntun, þvi að hann byrjaði kornungur að vinna við blöð flokksins og i þágu æskulýðssamtaka hans. Hann var formaður þeirra, þegar hann var kosinn vara- formaður flokksins. Siðan hann var kosinn varafor- maður flokksins 1965, hefur hann eingöngu unnið að flokksstarfinu og bæði hafnað þingmennsku og ráðherra- Oddvar N'ordli dómi. Augljóst hefur hins veg- ar verið, að hann ætlaði sér hvort tveggja, þegar réttur timi væri kominn, eða eftir að þeir Gerhardsen og Bratteli væru búnir að draga sig i hlé. Margt bendir þannig til þess nú, að Steen búi sig af kappi undir formannskjörið. Hann hefur t.d. farið i heimsóknir á vegum flokksins til ýmissa landa að undanförnu og blöð flokksins sagt mjög itarlega frá þessum ferðum hans. T.d. er hann nýlega kominn heim úr fimm daga ferð til Pól- lands, þar sem hann ræddi m.a. við Edward Gierek flokksleiðtoga. ÞÓTT Steen hafi vafalitið sterka aðstöðu innan flokks- samtakanna, er kosning hans engan veginn talin örugg. Hann er m.a. talinn hafa öflugan keppinaut, þar sem Oddvar Nordli er, formaður þingflokks Verkamanna- flokksins. Nordli er sex árum eldri en Steen (fæddur 1927), svo að aidurinn er honum ekki að meini. Hann er stúdent að menntun, starfaði um skeið sem endurskoðandi, en hefur annars unnið mikið á vegum flokksins og verkalýðssam- takanna. Hann hefur átt sæti á þingi siðan 1961. Sagt er að Nordli eigi drjúgan stuðning meðal þingmanna. Um siðustu áramót, birti Arbeiderbladet i Osló skopmyndir af þeim Steen og Nordli sem væntan- legum keppinautum á flokksþinginu um formanns- stöðuna. Tilgangur með þess- um myndabirtingum hefur sennilega verið sá aðgera sem minnst úr þessari glimu, en vel má þó vera, að hún eigi eftir að reynast flokknum tals- verö raun. Sá orðrómur gengur, að verði deilan milli Steens og Nordlis mjög hörð þá verði reynt að sameinast um þriðja mann. Oftast virðist þa nefnd- ur Bjartmar Gjerde kennslu- málaráðherra, sem er tveim- ur árum eldri en Steen (fædd- ur 1931). Það styrkir Gjerde að hann er talinn beztur sjón- varpsmaður þeirra þremenninganna. Gjerde hef- ur starfað mikið á vegum flokkssamtakanna. Hann varð fyrst kennslumálaráðherra 1971. Þeir Nordli og Gjerde eiga báðir sæti á fundi Norður- landaráðs. Nordli sem þing- maður og Gjerde sem ráðherra. Þ.Þ. Þ.Þ.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.