Tíminn - 11.04.1975, Side 3

Tíminn - 11.04.1975, Side 3
Föstudagur 11. apríl 1975. TÍMINN 3 Kaupgjaldsvísitalan verður mjög á dag- skró en ASI hefur ekki mótað stefnu í málinu BH-Reykjavik. — „Við höfum gegnizt inn á það, og teljum það reyndar eitt af okkar verkefnum að semja um það við atvinnu- rekendur, að koma kaupgjalds- vfsitölunni i gang aftur,” sagði Snorri Jónsson, varaforseti Alþýðusambands islands, i viðtali við blaðið f gær, er það hafðisamband viðhann og leitaöi áiits hans á ummælum Jóns H. Bergs, formanns Vinnuveitenda- sambandsins, varðandi kaupgjaldsvisitöluna, sem sagt segir Snorri Jónsson varaforseti ASÍ er frá i frétt á bls. 2. „Hins vegarhöfum viðiverka- lýðssamtökunum ekki tekið neina endanlega afstöðu um það, hvernig sii kaupgjaldsvisitala ætti að vera að gerð, eða hve oft ætti að mæla hana. En það er alveg vist, að kaupgjaldsvisi- talan verður mjög á dagskrá, þegar gengið verður til samninga við atvinnurekndur, sem stendur fyrir dyrum nú á næstunni, það er alveg ákveðið.” „Ég fíýti mér hægt" — segir Sverrir Runólfsson gébé Rvik — Sverrir Runólfsson kom að máli viö Timann vegna greinar, sem birtist f miðviku- dagsblaðinu um kostnað við vegarkafla þann, sem Sverrir fékk úthlutað til að gera tiiraun með „blöndun á staðnum” eins og hann nefnir það. Var þar sagt frá aö kostnaður hefði farið langt fram úr áætlun. Sagði Sverrir, að ekki hefði verið tekið nægilega skýrt fram, að enn væri ekki um neina tilraun að ræða, hingað til hefði aðeins verið unnið að undirbyggingu hins 1200 mtr langa vegarkafla á Vesturlandsvegi. Enn hefði hann ekki hreyft vél sína, sem blanda á slitlagið á veginn, og væri þvi ekki hægt að tala um tilrauna-starfsemi enn. — Undirbyggingu vegarins er lokið, sagði Sverrir, ,en hana þurfti að gera algjörlega eftir gömlu aðferðinni, vegna tækja- skorts.en mér var lofað tækjum til þessa um leið og kostnaðar- áætlunin var gerð, en þegar til kom voru tækin ekki til reiðu. — Þá varð að hafa ræsin yfir 40% lengri heldur en upphaflega var áætlað og teningsmetra- magnið af efni í veginn meir en tvöfaldaðist, þar sem skipta þurfti um jarðveg í undirbygg- ingunni. Þetta og fleira, eins og hin gifurlega verðbólga, hefur gert að verkum, að fjárhags- áætlunin hefur farið svo langt fram yfir það sem reiknað var með, sagði Sverrir. Eins og kunnugt er, voru ýms- ir örðugleikar i sambandi við efnistöku hjá landeigendum, sem sumir neituðu að láta taka efni af landi sinu fyrir undir- byggingu vegarins. Við spurð- um Sverri um þetta atriði og sagði hann, að það hefði tvisvar komið fyrir, að þeir hefðu orðið að hætta efnistöku i námum, vegna þess að tilskildir samn- ingar við landeigendur hefðu ekki verið gerðir. — Hver átti að sjá um að fá leyfi landeigenda, Sverrir? — Það er ekki i minum verkahring, og mér er ekki kunnugt um hvaða aðilar áttu að sjá um það, sagði hann. En stórfé fór til spillis á þennan hátt, þvi að við höfðum þegar hafið efnistökuna þegar land- eigendur stöðvuðu okkur með þeim ummælum að við hefðum engan rétt og ekkert leyfi til efnistöku. Ekki gat Sverrir sagt ákveðiö um hvenær vinna við vegarkafl- ann hæfist á ný. — Ég flýti mér hægt og er nú að hugsa málið og undirbúa frekari vinnu, sagði Sverrir að lokum. Hef aldrei sungið Carmen á sviði — en hef þó sungið hlutverkið bæði d frönsku og þýzku, segir Sigríður E. Magnúsdóttir í viðtali við Tímann A myndinni sjást nokkrir leikarar f hlutverkum sfnum: Guðrún Cortes, Guðmundur Bjarnason, Þórður örn Helgason og Efnar Steingrfmsson. gébé Rvik — Ég hlakka til að fást við hlutverkið Carmen, sagöi Sig- riður E. Magnúsdóttir, sem valin hefur verið að syngja og leika hlutverk Carmen f samnefndum söngieik eftir Bizet. Sigríður er nýkomin erlendis frá, en kom heim nú m.a. til að taka þátt i hijómleikum, sem fram fara f Háteigskirkju um miðjan april. Það verður á næsta leikári, nánar tiltekið i aprfl, sem Þjóðleikhúsið hefur ákveðið frumsýningu á söngleiknum Carmen, en einmitt á þessu ári, á söngleikurinn 100 ára afmæli. Timinn náði tali af Sigriði á heimili foreldra hennar I gærdag og spurði hana um hlut- verkiö og næstu verkefni hennar. — Það var fyrir um það bil ein- um mánuði að ég var prófuð fyrir þetta hlutverk, sagði Sigriöur. Það voru Þjóðleikhússtjóri, hljómsveitarstjórinn og leikstjór- inn, Jón Sigurbjörnsson, sem völdu i hlutverkin. Það var svo um viku seinna, að mér var til- kynnt að ég hefði orðið fyrir val- inu. leikhússins. — Æfingar á Carmen byrja um miðjan mal, sagði Sigriður, og standa þær fram I júnf, en þá verður frf þangað til I september. Frumsýningin er svo áætluð seinni hlutan I október I haust. Rut L. Magnússon, mun einnig æfa hlutverk Carmen, og stendur til að hún muni syngja hlutverkið á nokkrum sýningum. Magnús Jónsson hefur veriö valinn til að fara meö aðalkarlhlutverkið, en ekki mun enn vera fastákveðið i öll hlutverk önnur. Sigriður sagöi aö mörg verkefni væru framundan hjá sér. Eins og áður er sagt er hún nýkomin er- lendis frá, en i Vlrtarborg söng hún meðal annars fyrir áhrifa- mikinn umboösmann söngvara og var vel tekið. Hún segir það mjög harða baráttu að komast aö hjá Framhald. á bls. 6 Leikfélag Neskaupstaðar: Sá sem stelur fæti...” n — sýnt víöa á Austurlandi gébé Rvik — Leikfélag Neskaup- staðar hefur gert viðreist með leikritið „Sá, sem stelur fæti, verður heppinn i ástum”, eftir Dario Fo. Leikritið, sem er þriðja verkefni leikfélagsins á árinu, var frumsýnt á skirdag, i Nes- kaupstað, en auk þess sýnt á Fáskrúðsfirði, Reyðarfirði og á Egilsstöðum. Þá mun vera ætlun- in að sýna leikritið viðar á Austurlandi, ef færðin leyfir, en þess má geta að leikför frá Nes- kaupstað til ýmissa nágranna- byggðariaga verður varla farin nema sjóleiðina. Um næstu heigi eru ráðgerðar sýningar I Neskaupstað og á Eskifirði. Leikstjórn annaðist Signý Pálsdóttir, en leikmynd og búninga hannaði Messfana Tómasdóttir, sem er jafnframt formaður Leikfélags Neskaup- staöar. — Þaö verður gaman að fást við hlutverk Carmen, það er ekki að- eins söngurinn og leikurinn sem ég hlakka til að fást við, heldur einnig dansinn, sem hlutverkinu fylgir, sagði Sigrlður. Þá kemur það sér vel að Sigrlöur lærði spænska dansa I nokkur ár og ætti þvi ekki að vera erfitt fyrir hana að taka danssporin á fjölum Þjóð- Sigrfður E. Magnúsdóttir söng- kona, að heimili foreldra sinna I gær, en hún hefur verið valin til að syngja hlutverk Carmen I uppfærslu Þjóðieikhússins. Tlmamynd: Róbert Endurskoðun á hlufaskiptum og sjóðum sjávarútvegsins BH-Reykjavik. — Tlminn hefur eitt blaða skýrt að nokkru frá samkomulagi þvi, sem Sjó- mannasambandið og Llú hafa gert með sér varðandi kjör báta- sjómanna, en það er hækkun skiptaprósentunnar um 1% og fjölgun helgarfría. t samkomu- laginu felst einnig ósk til rikis- stjórnarinnar um, að hún feli þjóðhagsstofnun að láta fara fram endurskoðun á samnings- fyrirkomulagi varðandi kerfis- breytingu á hlutaskiptum, og af- stöðu til sjóðakerfis sjávarút- vegsins. ! GÆR var dregið I 4. flokki Happdrættis Háskóla tslands. Dregnir voru 9,000 vinningar að fjárhæð 84,375,000 krónur. Hæsti vinningurinn, niu milljón króna vinningar, kom á númer 42342. Voru allir miðarnir af þvi númeri seldir I umboðinu á ISA- FIRÐI. 500,000 krónur komu á númer 10145. Trompmiðinn var seldur á Akureyri en hinir á Eyrarbakka, Akranesi og tveir i umboðinu Hrisateigi 19 i Reykjavik. Þetta kom fram i ræðu for- sætisráðherra á aðalfundi VSl er hann flutti I gær, en þar skýrði hann frá samþykkt samninga- nefndanna: „Samninganefndirnar óska eft- ir því, að skipuð verði 10 manna nefnd undir forystu Þjóðhags- stofnunarinnar með aðild tveggja fulltrúa frá hverju eftirtalinna samtaka: Sjómannasambandi ís- lands, Farmanna- og fiskimanna- sambandi tslands og Landssam- bandi isl. útvegsmanna og eins fulltrúa frá Alþýðusambandi Vestfjarða, Alþýðusambandi 200,000 krónur komu á númer 30060. Voru allir miðarnir af þessu númeri seldir i umboði Fri- manns Frimannssonar I Hafnar- húsinu. 50,000 krónur: 238 — 5081 — 5765 — 12189 — 12842 —14206 — 16541 — 17456 — 17673 — 18122 — 21986 — 24034 — 24903 — 25885 — 26430 — 30355 — 32998 — 38141 — 39725 — 39804 — 40112 —42341 — 42343 — 43452 — 45282 — — 45732 —48584 — 49629 — 57274 — 57873 — 58373 — 58979. Austfjarða og Félagi isl. botn- vörpuskipaeigenda. Nefnd þessi skal hafa skilað áliti fyrir 1. des. 1975.” Féll niður um vök og drukknaði Gsal—Reykjavlk — Fimm ára stúlka, Hlin Ingvarsdótt- ir, til heimilis að Egilsstöð- um, drukknaði i fyrradag, er hún lenti undir is á Eyvind- ará hjá Egilsstöðum. Tildrög slyssins voru þau, að tvö börn, piltur og stúlka voru að leik á snjóþotum og fóru út á ána, sem var öll snævi þakin. Við bakkann var snjódyngja sem gaf eftir og féll stúlkan niður um vökina. Leitað hefur verið allt frá þeim tima er slysið gerðist, en slðast þegar Timinn haföi samband við Egilsstaði, hafði lik stúlkunnar ekki fundizt. Milli 15-20 manns úr björgunarsveitum SVFl leit- uðu i gær. NÍU MILLJÓNIR TIL ÍSAFJARÐAR

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.