Tíminn - 11.04.1975, Síða 11

Tíminn - 11.04.1975, Síða 11
Föstudagur 11. aprfl 1975. TÍMINN 11 Olíufurstinn keypti Mercedes Benz 600 og ýmislegt fleira og lét senda sér heim með CARGOLUX Rétt áfiur en vélin leggur af staö, leggja viðgeröarmenn og flugvirkjar seinustu hönd á búnaöinn. Löng ferö er fyrir höndum og allt veröur aö ganga samkvæmt áætlun. Mjög fullkomiö viðgerðarverkstæði er f Luxemborg og þar er — auk Cargoluz — gert viö og framkvæmdar skoðanir á flugvélum LOFTLEIÐA og AIR BAHAMAS. Flugmennirnir þrautreyna hreyfla og annað áöur en Iagt er af staö 1 17.000 km flug til Kfna. Flogiö er yfir borgir og lönd, fjöll og firnindi, eyöimerkur og úthöf og þegar allt hefur veriö þrautreynt, geysist vélin af staö tii fundar viö loftin biá. en viö flugum svo heim til hans með afganginn, og nýi billinn kom yfir eyðimörkina aftan á trukk. Siglt gegnum nætur- himininn Og við héldum áfram að tala um flug og einkennilegan farm. Vélin hélt áfram með þungum skriði suður á bóginn. Miðjarðar- hafið kom i ljós, og einhvers stað- ar framundan var Israel, Egyptaland og Súez. Himinninn var alstrindur og i friði háloft- anna verða manneskjurnar á jörðinni torskildari en ella. Ekk- ert er eins fáránlegt, og maður með alvæpni, maður, sem heldur aö hann sé að sigra heiminn með skriðdrekum. Heimurinn er stór og ægifagur og ósigrandi. Höskuldur hitaði kaffi. Mild kaffilyktin fór um vélina, og það fór að verða heimilislegt i vistar- verum okkar, sem voru flug- stjórnarklefi og rými þar aftan viö, þar sem voru tvær kojur og nokkur sæti. Einhvers staðar langt 1 fjarska var áfangastaður okkar furstadæmið Bahrain. Áhöfnin. Kaffi með Guð- jóni flugstjóra Við vorum sjö um borð: Guðjón Guðjónsson, flugstjóri, Ragnar Kvaran aðstoðarflugmaður, Lóa Kvaran, kona hans, sem fór þessa ferð með manni sínum, örn Jóhannsson flugvélstjóri, Höskuldur, Guðjón Sigvaldason, skrifstofustjóri Timans, og undir- ritaður. Þetta var ágætlega sam- settur hópur, maður fann það á sér, að allt myndi fara á kostum. Guðjón Guðjónssonflugstjóri er ungur maður, en þó liklega mörg- um kunnur á tslandi, þvi hann flaug sjúkraflugvélum Björns heitins Pálssonar um árabil. Sið- an fór hann til Kanada og flaug þar alls konar flugvélum um norðurhéruð landsins. Þaðan lá leiðin til Japans, þar sem hann var flugstjóri hjá Air Nippon og flaug hann þar Fokker Frierrd- ship skrúfuþotum, eins og Flug- félag tslands notar á innanlands- flugleiðum — og reyndar eiga þeir hjá Flugfélaginu eina af flug- vélum Air Nippon núna, þessa rauðmáluðu, og Landhelgisgæzl- an á aðra frá sama félagi. Meðan flogið var yfir landið, sat flugstjórinn á sinum stað. Flugumferð er mikil yfir Evrópu. Flugið fer fram eftir ákveðnum reglum, flogið er á afmörkuðum leiöum, sem fyrirfram eru ákveðnar, og flugvélarnar eru i stöðugu sambandi við flutstjórn- armenn á jörðu niðri. Ef þetta væri ekki gert kæmust flugvél- arnar hreinlega ekki fyrir á himninum, og þær myndu rekast hver á aðra. Þaö var ekki fyrr en komiövaryfir Miðjaröarhafið, að hann gat rétt úr sér og fengið sér vindil og kaffibolla. Flugstjórinn minnti á duglegann skipstjóra á skipi Guðjón er skemmtilegur flugmaður. Hann minnti mig þá, og oft siðar , á duglegan skip- stjóra á skipi. Hann stjórnar ekki aðeins farkosti sinum, heldur einnig mönnunum, og kímni hans er mild og örvandi. Þú fyllist öryggiskennd. Við tylltum okkur á bekkskörina, og hann fór að spyrja tfðinda að heiman. Hann var búinn að vera lengi ytra — auðvitað með vissum sumarleyf- um á Islandi — fyrst i Kanada, siðan i Japan og nú nokkur ár i Luxemburg. Svo fórum við að tala um Japan. Hann hafði kunn- að vel við sig þar. — Air Nippon er stórt flugfélag og annast innanlandsflug milli eyjanna og stórborga landsins. Flugliðar þeirra eru meðhöndlað- ir eins og konungbornir menn. Þeir höfðu marga tugi blla til þess að sækja okkur og aðstoðarflug- maður, sem bjó hinum megin viö götuna, fékk sérstakan bil, og ég annan til þess að sækja okkur, þegar við fórum i flug. Einhver hefði nú látið okkur nota sama bilinn og bilstjórann, en það hefði verið hræðileg móðg- un, ef við hefðum reynt að nota sama bflinn, sagði Guðjón. — En tungumálið? Var það ekki erfitt- — Allt fjarskiptasamband fer fram á ensku, en ég varð að læra örfá tákn í ritmálinu, til þess að geta lesið nauðsynlegar upp- lýsingar og komizt leiðar minnar á jörðu niðr> svaraði hann. í botnum Miðjarðarhafs Það fór nú að birta af degi. Einhvers staðar fyrir framan okkur var landið helga með skot- gröfum sinum og eldflaugastæð- um. Bedúinarnir stóðu vörð um hjarðir sinar I eyðimörkinni, og nú myndu þeir óttast skriðdreka og vélbyssur meira en villidýrin. En þrátt fyrir allt, þá komst sálin nú i eitthvert biflfuskap, sem er ólýsanlegt, eins og morgunroðinn yfir landi Daviðs konungs, og i auðnarfriði, ofar skýjum hallaöi ég mér nú til svefns, þvi nóttin er löng, þeim er birtunnar biður. Guðjón flugstjóri settist aftur i sæti sitt, þvi ný þrengsli myndu aftur myndast á himni og jörð, þegar Miðjarðarhafsbotnar, stigu út úr mistrinu. t raun og veru var þetta allt i svo hróplegu ósam- ræmi við fegurð himinsins. Var það ekki Sókrates, sem sagði, að vandalaust væri að stjórna riki, þar sem allir menn væru heimspekingar? Kannski væri auðveldara að stjórna heimi, þar sem allir væru flugmenn, hugsaði ég með mér, og gaf mig svefni hinna réttlátu á vald. Jónas Guðmundsson. Frh. Aður en lagt er af stað, koma siðustu fyrirmælin til flugmanna og áhafnar. Sérkennilegt andrúmsloft rikir i „operation-herbergi” GARGOLUX og minnir einna helzt á stemminguna I herstöðum I gömlum striðsmyndum, þegar verið er að gera þýðingarmiklar áætlanir. A myndinni sjást Höskuldur (tv) og Einar Ólafsson forstjóri CARGOLUX er til hægri á myndinni. Þeir ræða við fiugliða. Ferðafélagarnir. Taiiö frá vinstri: Höskuldur EHasson, loftsiglingafræðingur, Lóa Kvaran, örn Jóhannsson, fiugvélastjóri, Guðjón Guöjónsson, flugstjóri, Ragnar Kvaran flugstjóri og Gunnlaugur Sigvaldason, skrifstofustjóri. Myndin er tekin I Borneo. Hluti af farmgeymslu I Luxemburg. Einhver olfusheikinn hefur verið að fá sér Mercedes-Benz og Cargolux skutlar bflnum fyrir karlinn heim á hlaö. Þetta kostar mikið, en hann skrúfar bara svolltiö meira frá oliukrananum og þá veröur allt i lagi.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.