Tíminn - 03.05.1975, Blaðsíða 1

Tíminn - 03.05.1975, Blaðsíða 1
TARPAULIN RISSKEMMUR Bílsturtur Dælur Drifsköft cztss ,L^J Jk /^. ..__U..i_»«. HF HORÐUR GUNNARSSON SKÚLATÚNI 6 - SÍMI "(91)19460 99. tbl. — Laugardagur 3. mai 1975 —59. árgangur Landvélarhf Yfirvinnubann hjá flugumferðar- stjórum: Gæti haft alvarlegar afleiðingar fyrir flugið Gsal—Reykjavík — Flugumferð- arstjórar hafa sett á yfirvinnu- bann I von um úrbætur varöandi orlofsmál þeirra. Að sögn Leifs Magnússonar, varaflugmála- stjóra getur þessi ákvörðun þeirra haft alvarlegar afleiöingar fyrir flugumferð. Sagði Leifur að sérstaklega væri þessi hætta fyrir hendi á flugvöllum úti á Iandi, þar sem aöeins einn flugumsjónar- stjóri er, þvi að ef hann forfallað- ist myndu stéttarbræður hans ekki taka viö hans starfi. Það er þvi alls óvist, hvort yfir- vinnubannið mun hafa alvarlegar afleiöingar, en i fréttatilkynningu sem Timanum hefur borizt frá fél. Isl. flugumferðarstjóra segir m.a., að þar sem orlofsmál flug- umferðarstjóra séu og hafi verið í sllkum ólestri undanfarin ár vegna mannfæðar I starfinu, þrátt fyrir margendurtekin loforð yfirvalda og flugráðs um úrbæt- ur, hafi flugumferðarstjórar ákveöið að setja á yfirvinnubann I von um að það verði til þess að gengið verði frá málum á viðun- andi hátt, þannig að þeir njóti lög- boðins orlofs sem aðrir lands- menn. Segja flugumferðarstjórar, að vinnuveitendur þeirra hafi enn einu sinni boðizt til að „leysa orlofsmálin" ó þann ósmekk- lega hátt, að starfsmenn vinni I fritlma sinum yfirvinnu vegna eigin orlofstöku, eins og segir i fréttatilkynningunni. Framkvæmdir hafnar við Kröfluvirkjun — 120 manns í vinnu í sumar SJ—Reykjavík — Borun er nú hafin við Kröflu i Mývatnssveit vegna fyrirhugaðrar jarðgufu- virkjunar, og er gert ráð fyrir að boraðar verði fimni holur I sum- ar. Jafnframt er að þvi stefnt að byggja stöðvarhús, og en þegar biíið að kanna undirstöðu fyrir það og velja þvi stað. Reistar verða vinnubúðir fyrir 120 manns i mai og júni. Samið hefur verið við Miðfell h.f. i Reykjavik um byggingu þeirra, en það fyrirtæki hefur aftur samið við undirverk- taka nyrðra um smlði meirihluta vinnubúðanna. Sennilega verða a.m.k. 120 manns starfandi við Kröflu I sumar. Á vegum Orku- stofnunar verða þar 25 manns, fyrst og fremst áhöfn borsins. Stöðvarhiisið verður I Leirbotn- um efst I Hllðardal undir fjallinu Kröflu. 1 hlfðinni þar skammt frá er nú byrjað að bora með högg- bor, en siðan verður borab með gufubor. Áður hafa verið gerðar tilraunaboranir.. Að sögn Páls Lúðvikssonar verkfræðings, sem á sæti I Kröflunefnd, var I febrúar sl. samið um kaup á tveim turblnu- samstæðum til virkjunarinnar frá Japan og fékkst endanleg stað- festing rikisstjórnarinnar á kaup- unum í aprfl. Boðnir hafa verið út ýmsir aðrir véla- og rafmagns- hlutar. Tilboð hafa þegar borizt I sumt af þessu og beðið er eftir til- boðum I annað. Verkfræðistofa Sigurðar Thoroddsen annast skipulagningu og teikningar ásamt ráðgjafar- fyrirtækinu Rogers Engineering I San Fransisco. Búið er að teikna stöðvarhús og gera teikningar af öllu svæðinu I stórum dráttum. Unnið er að teikningum að röralögnum og spennivirkjum. Páll Lúðviksson sagði, að til að vinna tlma hefðu vélar og búnaður ekki verið boöin út á al- mennum markaði, heldur hefðu útboðsgögn verið send til fram- leiðenda, sem hefðu reynslu I hönnun og framleiðslu búnaðar til jarðgufuvirkjana og tilboð fengin frá þeim. Afgreiðslutimi véla til jarögufuvirkjana er yfirleitt mjög langur og nauðsynlegt heföi verið talið að stytta byggingar- tlma virkjunarinnar eins og hægt er vegna ástandsins I raforku- málum á Norðurlandi. Að sögn Páls Lúðvikssonar er nýkomin yfirlitsskýrsla frá ráð- gjöfunum um framkvæmdir við virkjunina. Stefnt er að þvi að ljúka byggingu stöðvarhúss I sumar, en ekki er enn búið að ráða verktaka til framkvæmd- Álverið stækkað? Framleiðslugetan yrði þá aukin um 10 þús. lestir á ári BYGGINGALÁNIN HÆKKA í 1,7 MILLJÓNIR KR. — sennilega verða lán til kaupa á eldra einnig hækkuð -fj.-Reykjavik — Félagsmálaráð- herra, Gunnar Thoroddsen, ákvað I gær, að hækka hámarks- upphæð husnæðismálastjórn- arlána I samræmi við tillögur stjórnarinnar um 640 þúsuud krónur, úr einni milljón og sextlu þúsund krónum I eina milljón og sjö hundruð þiisund. Þráinn Valdimarsson, varafor- maður húsnæðismálastjórnar, tjáði Tlmanum, að slðustu árin hefðu lanin hækkað árlega I sam- ræmi við hækkanir á bygginga- visitölu. Þráinn sagði, að til tals hefði komið innan stjórnarinnar, að greiða lánin nú út I þrennu lagi og þá yfirleitt liðið 8 mánuðir á milli. Nvl er um það rætt að greiða 600 þúsund I fyrsta skipti, önnur 600 þúsund eftir sex mánuði og siðustu 500 þúsundin eftir aðra sex mánuði, þannig að lánið feng- ist á einu ári. Aðspurður um það, hvort lán til kaupa á eldra húsnæði myndu hækka á þessu ári, svaraði Þrá- inn að það mál hefði verið rætt við ráðherra og hann tekið vel I það. Húsnæðismálastjórn hefur slð- ustu fjögur árin haft 80 milljónir til lana til kaupa á eldra húsnæði hvert ár og er sú upphæð bundin I lögum. Til breytinga þyrfti þvl lagabreyting að koma til, en Þrá- inn sagði að nú væri jafnaðarlánið innan við 200 þúsund krónur og þyrfti það að hækka um að minnsta kosti helming. Hækkunin I gær — 1.700.000 krónur, nær til allra þeirra, sem gert hafa fokhelt nú eftir áramót- in. Gsal—Reykjavik — Til greina kemur að stækka álverksmiðjuna I Straumsvik, oghafa fulltrúar is- lenzka álfélagsins og Alusuisse rætt það sín á milli. Að sögn Ragnars Halldórssonar, forstjóra álverksmiðjunnar, hafa báðir aðilar áhuga á stækkun, en end- anleg ákvörðun hefur þó ekki ver- ið tekin. f marzmánuði s.I. var haldinn fundur um þetta mál ytra, og I þessum mánuði verða framhaldsviðræður. Aö sögn Ragnars er um að ræða I þessu tilviki stækkun á skála tvö, en frekari stækkun er ekki á döfinni I næstu framtlð. — Þessi fyrirhugaða stækkun á skála tvö þýðir um tiu þús. tonna framleiðsluaukningu á ári, sagði Ragnar. Við inntum hann eftir þvl, hvort hann teldi grundvöll fyrir stækk- un verksmiðjunnar, þar eð kunn- ugt væri, að erfiðlega gengi að selja ál um þessar mundir og verksmiðjan ætti stóran lager. — Já, ég tel það, þótt nu sé ákaflega vond aðstaða á markaðnum. Við búumst hins vegar fastlega við þvi, að þetta breytist aftur og þörf verði fyrir meira ál I framtiðinni. Ragnar kvað hugsanlegt, að hafizt yrði handa um þessa fram- kvæmd á næsta ári. Framleiðsla verksmiðjunnar er nú um 15% minni en hún gæti verið, vegna sölutregðu á áli. HANN FERÁ ÞJÖÐ- AAINJA- SAFNIÐ - bls. 3 MJOG ITARLEGAR BEITAR- RANNSÓKNIR AÐ HEFJAST Gsal—Reykjavfk — í sumar hefj- ast hér á landi mjög Itarlegar beitarrannsóknir sem standa munu yfir I fimm ár. Rannsókna- stofnun landbúnaðarins, Búnað- arfélag tslands, og Landgræðsla rlkisins, standa að baki rann- sóknanna, auk þess sem bænda- skólinn á Hvanneyri er þátttak- andi ihenni. Sótt var um styrk til Sameinuðu þjóðanna og fékkst styrkveiting frá FAO og UNDP, samtals að fjárhæð tæpar 40 millj. kr., sem skiptast munu á áðurnefnd fimm ár. Hins vegar er mestur kostnaður við rannsókn- ina greiddur með innlendum f jár- munum og má sem dæmi nefna, aðum 20miIIj.kr. verður varið til tilraunanna á þessu ári. Beitartilraunirnar verða gerð- ar á nlu stöðum á landínu, þar af munu tilraunir hef jast á sex stöð- um I sumar. Metin verða áhrif mismikillar beitar annars vegar á gróður og gróðurfarsbreytingar og hins vegar vaxtarhraði beitar- dýra. Ein meginranrisóknin verö- ur I sambandi við beitarþungann, þ.e. hversu beita megi þétt á landið. Tilraunirnar munu fara fram I mismunandi mikilli hæð og við mismunandi jarðvegstegundir, s.s. flóa, mýri, tún, valllendi og einnig verða rannsóknahólf uppi á hálendi. Beitari.ólfin eru þrenns konar, úthagi, þurrkuð mýri og ræktað land, — og I hólfin verða sett mismörg beitardýr til rann- sókna á beitarþunganum. Undirbúningur hefur staðið I u.þ.b. ár og eru umsjónarmenn með tilraununum tveir. Arnar Arnalds,mun hann hafa umsjón með þeim þáttum er lúta að gróöri og gróðurfarsbreytingum, en dr. Olafur Guðmundsson að þeim þáttum, er lúta að beitar- dýrunum og vaxtarhraöa þeirra. Þess skal getið að styrkirnir frá Sþ eru einvörðungu til kaupa á girðingarefni og til kaupa á til- raunatækjum til efnagreininga, auk þess sem þeir fjármunir verða til að greiöa þá sérfræðiað- stoð erlendis frá sem nauðsynleg er. 1 þvi sambandi má geta Róberts A. Bements, bandarikja- manns, sem hefur unnið talsvert hér á landi við undirbúning land- biinaðarrannsókna, en hann er aðalráðgjafi Sþ við þessar til- raunir. Hann kemur hingað i sjötta sinn í sumar. Eins og áður er sagt, verða til- raunir hafnar á sex stöðum I sum- ar, f járræktarbúinu Hesti I Borg- arfirði, Bændaskólanum Hvann- eyri, Sölvaholti I Flóa, Kálfholti I Holtum, Norður-Hjáleigu i Alfta- veri og á Auðkúluheiði i Húna- vatnssýslu. Tilraunin i Sölvaholti er gerð I samvinnu við Búnaðar- samband Suðurlands. Slðar verða gerðar tilraunir á heiðum I Kelduhverfi, skammt frá Hljóðaklettum, Eyvindardal á Fljótsdalshéraði og Sandá hjá Gullfossi. Yfirstjórn tilraunanna er I höndum nefndar, sem i eiga sæti Dr. Björn Sigurbjörnsson, sem er formaður, Sveinn Runólfsson og Halldór Pálsson.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.