Tíminn - 13.05.1975, Blaðsíða 9

Tíminn - 13.05.1975, Blaðsíða 9
Þriðjudagur 13. mal 1975. TÍMINN titgefandi Framsóknarflokkurinn. Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason. Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson (ábm.) og Jón Helgason. Ritstjórn- arfulltrúi: Freysteinn Jóhannsson. Fréttastjóri: Helgi H. Jónsson. Auglýsingastjóri: Steingrlmur Gislason. Rit- stjórnarskrifstofur I Edduhúsinu viö Lindargötu, simar 18300 — 18306. Skrifstofur I Aöalstræti 7, slmi 26500 — af- greiðsluslmi 12323 — auglýsingasími 19523. Verö I lausa- sölu kr. 40.00. Askriftargjald kr. 600.00 á mánuoi. Blaöap'renth.f. Bundin veiðiskip Yfir tuttugu skuttogarar af stærri gerðinni hafa legið bundnir við bryggjur i nálega fimm vikur. Áhafnir þeirra biða átekta, og f jöldi frystihúsa- fólks hefur misst vinnu sina. Á hinn bóginn æpa tómir gjaldeyrissjóðir á þjóðina, og þeir kaup- staðir, sem mest eiga undir útgerð þessara tog- ara, sjá fram á stórskertan hag — ekki aðeins þetta árið, heldur einnighið næsta, vegna skulda- söfnunar og rýrnurnar á útsvarsstofnum. Tjón allra er þegar orðið gifurlegt — útgerðar- félaganna, sjómannanna, verkafólksins, bæjar- félaganna og þjóðarinnar. Og ekki bólar á þvi, að til samkomulags sé að draga. Engan þarf þess vegna að undra, þótt bryddi á ugg og óþreyju, þar sem mest er i húfi, eins og á Akureyri og Hafnar- firði, svo sem komið hefur fram i mörgum sam- þykktum frá mörgum aðilum. Það er mikið áfall, að þessir togarar skuli hafa legið i höfn svo lengi, og það er hörmulegt, ef ekki ræðst á þessu bót mjög fljótt. Margs getum við verið án, en ekki þess, að fiskiflotanum sé haldið til veiða með eðlilegum hætti.Höfundar fárán- legra kenninga, sem fluttar eru af offorsi i Visi, hafa að visu sett sjávarútveginn á bekk með afætum i þjóðfélaginu, ásamt landbúnaðinum, landsbyggðinni og vinnandi fólki i landinu. Þeim finnst ef til vill ekki skaði skeður, þótt mikilvirk- ustu atvinnutæki Reykvikinga, Akureyringa, Hafnf irðinga og Akurnesinga séu úr leik langtim- um saman. Aðrir gera sér grein fyrir þvi, hvað það gildir. Þeir vona, að lausn fáist á verkfallinu — ekki aðeins innan skamms, heldur sem allra fyrst. Framsýni Annað veifið koma fram menn, sem eru langt á undan samtið sinni og sjá oft aðeins litið rætast af þvi, er þeir skynja af frjóum huga að koma skal. Árið 1902 voru þessi orð rituð: ,,Það að veita laugunum inn til borgarinnar .... væri að minu áliti mjög nauðsynlegt, ef það gæti tekizt án þess, að vatnið kólnaði við það mjög mikið. Um það geta menn auðvitað efast eins og allt annað óreynt, en fyrir mitt leyti efast ég ekki um, að það megi vel takast". Sá, sem þannig talaði, var Stefán B. Jónsson, er þeim, sem nú lifa, mun gjarnast að kenna við Undraland við Suðurlandsbraut — mikill og hug- kvæmur nýjungamaður, sem viða ætti að geta, þegar fjallað er um islenzka tæknisögu. Það beið marga áratugi, að ráðizt væri i „áð veita laugunum inn til borgarinnar". En nú eru viða komnar hitaveitur og nýjar hitaveitur meira á dagskrá en nokkru sinni fyrr. Þá er vert að minnast mannsins, sem vildi láta til skarar skriða fyrir meira en sjötiu árum. J.H. Hans Kristoffersen, Information: Ronald Reagan vill verða forsetaefni republikana 1976 Íhaldsamir republikanar eru óánægoir með Ford og munu aldrei fallast á Rockefeller „ÉG hefi aldrei getað skilið, hvernig nokkur maður getur haft nægilegt sjálfsálit tii þess aö segja viö sjálfan sig: Ég vil vera forseti Bandaríkjanna. Nú er hins vegar svo komið, að ég geri hvað ég get til þess að ná þessu marki". Þannig komst Ronald Reagan fyrr- verandi fylkisstjóri i Kali- forniu að orði núna á dt- mánuðum. Reagan bætti við, að hann hefði árið 1965 reynt að sann- færa bæði fylgismenn sina og aðra kjósendur um, að hann sæktist ekki eftir þvi að verða fylkisstjóri i Kaliforniu, en eigi að siður náð kosningu. Síðan það gerðist héfir hann i raun og veru róið að þvi öllum árum að verða tilnefndur frambjóðandi Republikana- flokksins við forsetakosning- ar. Kalifornia er fjölmennasta fylki Bandarikjanna og þar hefir Reagan aðalbækistöðvar slnar. Hann er óumdeilanlega merkisberi og helzti talsmað- ur hins Ihaldssama arms Republikanaflokksins. GERALD Ford forseti hefir lýst yfir, að hann ætli að gefa kost á sér sem frambjóðandi Republikanaflokksins við for- setakosningarnar 1976. Af þeim sökum hefir Reagan haft hægar um sig en ella. Hann hefir afneitað öllum sögum um, að hinn íhaldssamari arm ur ætli að rjúfa tengslin viö Republikanaflokkinn og stofna eigin flokk og bjóða hann fram sem forsetaefni. En hann hefir einnig af- dráttarlaust neitað að styðja Ford sem forsetaefni. íhaldssamir republikanar eru sýnilega reiðubiinir að láta til skarar skríða ef svo vill verkast. James Buckley, hinn Ihaldssami öldungadeildar- þingmaður frá New York, hef- ir til dæmis sagt: „Við ætlum okkur að vera undir baráttu biínir ef allt fer á versta veg". Með þessum orðum á hann við þann möguleika, aðFord forseti hverfi frá framboði rétt áður en Republikanaflokkur- inn á að velja frambjóðanda og gefi Nelson Rockefeller varaforseta þar með forskot við val forsetaefnis á flokks- þinginu. IHALDSSAMIR republikan- ar hata Rockefeller. Þeir hlusta ekki einu sinni á sina gömlu stjórnmálahetju, Barry Goldwater, þegar hann reynir að mæla Rockefeller bót. „Það er engu lfkara en að ég hafi svlvirt hinn heilaga kross ef ég reyni að taka upp hanzk- ann fyrir Rockefeller", sagði Goldwater um daginn. íhaldssamir republikanar mega helzt ekki heyra á Rockefeller minnzt. Þeir munu aldrei fallast á að hann verði tilnefndur frambjóðandi flokksins. Goldwater hefir vakið athygli á þvl, að f jórir af hverjum fimm fulltrúum á flokksþingi Republikana- flokksins verði ýmist hægfara eöa ihaldssamir. -,,Frjálslyndur frambjóð- andi hefir ekki neina mögu- leika á útnefningu", segir Goldwater. SVO undarlega bregður við, að ihaldssamir republikanar Ronald Reagan Ilta nU á Ford forseta sem frjálslyndan stjórnmálamann, en hann hefir setið á þingi I 25 ár og ávallt verið talinn þar fremur Ihaldssamur. Reagan hefir gagnrýnt stjórnarathafnir Fords meira en flestir aðrir. Hann hefir ráðizt á efnahagsstefnu for- setans, stefnu hans I málefn- um suð-austur Asiu, náðun þeirra, sem gerðust liðhlaupar eða neituðu að gegna herþjón- ustu, og ekki hvað slzt tilnefn- ingu Rockefellers og sam- starfsmanna hans I ábyrgðar- stöður hjá rikisstjórninni. REPUBLIKANAFLOKK- URINN hélt fjölmennan leið- togafund I Washington i febru- ar I vetur. Þar bar þeim Ford og Reagan mjög mikið á milli um stefnumið Republikana- flokksins. Ford mælti eindreg- ið með þvi, að flokkurinn reyndi að fjölga flokksfélögum og vildi til dæmis reyna að ná sambandi við verkamenn og ýmsa minnihlutahópa. Rea- gan hélt hins vegar hiklaust fram, að stjórnmálaflokkur væri enginn skemmtiklúbbur, sem bæri að reyna að ná til eins margra félaga og framast væri unnt. „Stjórnmálaflokkur verður aö miða við ákveðnar hug- sjónir. Siðan ber honum að reyna að sannfæra almenning um, að þessar hugsjónir sam- rýmist hagsmunum hans og velferð betur en allt annaö," sagði Reagan meðal annars á þessum leiðtogafundi Repu- blikanaflokksins. Þeim Ford og Reagan kom ekki saman um nema eitt atriði, eða að Republikana- flokkurinn ætti nú, — I kjölfar Votugáttarhneyksíisins og að afstöðnum þingkosningum haustið 1974, sem sýndu mjög mikið fylgistap flokksins — viö miklu meiri erfiðleika að stríða en hann hefði átt um langt árabil. ATHUGANIR siðari hluta vetrar leiddu I ljós, að aðeins 18 af hundraði kjósenda segj- ast fylgja Republikanaflokkn- um að málum. Raunar eru það aðeins 7 af hundraði, sem segjast vera „sannfærðir republikanar". Aftur á móti vilja 42 af hundraði kjósenda telja sig fylgjendur Demo- krataflokksins. Leiðtogar Republikana- flokksins kviöa þvi mjög, að hinir Ihaldssömu flokksmenn kunni að segja skilið við flokk- inn og stofna nýjan flokk. Enn hefir ekki oröið vart neinnar beinnar viðleitni I þessa átt, en leiðtogar hins ihaldssama arms I þinginu hafa brýnt fyr- ir Ford forseta, að hann verði að breyta stefnu sinni til hægri ef hann vilji vænta stuðnings þeirra I framtiðinni. Þeir hafa skipað sérstaka nefnd til þess að hafa vakandi auga á at- höfnum þeirra Fords og Rockefellers. REAGAN fer með aðalhlut- verkið i þeirri valdabaráttu, sem nú er háð innan Repu- blikanaflokksins. Hann hefir orö á sér fyrir dugnað i st jórn- málabaráttu siðan að hann gerðist fylkisstjóri I Kali- fornlu, og hann hefir sýnt, að hann á allmiklu fylgi að fagna hvarvetna um land. Hann lét af störfum sem fylkisstjóri i janúar I vetur og hefir sfðan linnulaust verið á ferl.i að predika fagnaðarerindi Ihaldsmanna. Sumir vilja aðeins nefna hann „lögregluþjón hugsjón- anna", sem ætli að reyna að beina Ford forseta inn á hina viðurkenndu akrein ihalds- seminnar. Aðrir vilja lita á hann sem eins konar kross- ferðarriddara, sem ætli sér og eigi að bjarga hinu frjálsa framtaki og hrekja á flótta sósialismann, „sem læðist að úr öllum áttum." REAGAN hefir sótt áróðursferðir fast, eins og áð- ur er sagt. En hann kemur einnig fram sem boöberi Ihaldsmanna með þvi að rita blaðagreinar, sem birtast að staðaldri í riimlega 120 blöð- um, og koma fram I föstum þáttum I rúmlega 100 útvarps- stöðvum. Enn hefir ekki verið mynduð nein skipuleg fylking um Rea- gan eða nein samtök, sem geti tekið að sér híutverk flokks- vélar I kosningabaráttu. Hitt fer ekki dult, að fylgismönn- um hans fjölgar jafnt og þétt. Sjálfur heldur Reagan þvi fram, að fylgismenn hans vilji takmarka afskipti yfirvald- anna af einkalífi þegnanna, hafa hervarnir landsins öflug- ar, beita hlédrægni og tregðu i samskiptum við kommúnista- rfkin, viröa hefðbundin verð- mæti, lög og reglu innanlands og styrk út á við. VIÐ framboð Goldwaters árið 1964 þótti sannast, að Ihaldssamur frambjóöandi i forsetakosningum hefur jafn litla möguleika á að ná kjöri og frambjóðandi, sem hefir sérstakt orð á sér fyrir frjáls- lyndi. Þessi reynsla virðist þó ekki koma I veg fyrir, að fylgismönnum Ronalds Rea- gan fjölgi stöðugt. Sagt er, að þetta stafi af þvi, aö sanntrúaðir ihaldsmenn geri eindregið ráö fyrir, að þeirra sjónarmið sigri þegar timar Hða. Þess vegna séu þeir ekkert áfram um að bera sigur úr býtum við fyrstu til- raun, en vilji hins vegar sýna svart á hvitu, að þeir hviki hvergi frá sannfæringu sinni.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.