Tíminn - 06.06.1975, Blaðsíða 6

Tíminn - 06.06.1975, Blaðsíða 6
6 TÍMINN 15. þing SUF t dag hefst 15. þing Sambands ungra framsóknarm anna á Hótel Húsavfk. Seturétt eiga um 170 manns viðsvegar af landinu. Dagskrá þingsins er I grófum dráttum þannig: Föstudaginn 6. er setning þingsins og skýrsla stjórnar, ásamt ávarpi ritara Framsóknarflokksins. Á laug- ardaginn 7. eru nefndastörf og ávarp ólafs Jóhannessonar. Um kvöldið er hátíðakvöldverður. Sunnudaginn 8. er afgreiðsla mála og kosningar og þingslit. Ungir framsóknarmenn hafa alltaf lagt f það metnað sinn að stunda ábyrga pólitfk, og þvf vandað vel til ályktana sinna. Mörg stór og veigamikil mál verða tekin þarna til afgreiðslu, og á miklu rfður, að vel verði vandað til afgreiðslu þeirra. Vegna þeirra fjölmörgu ungu fra msóknarmanna, sem ekki eiga þess kost að sækja þingið, hefur SUF-siðan valið þann kost að kynna ! örstuttu máli þau drög aö ályktunum, sem fyrir þingið verða lagðar. Eins og að likum lætur hefur mikið starf verið unnið að und- irbúningi SUF-þingsins, sem haldið verður á Húsavik um næstu helgi. Auk annars undir- búnings hefur mikið starf verið unnið i stjórn SUF að málefna- drögum til ályktana og um- ræðna á þinginu. Þetta er afar mikilvægur þáttur, þar eð góður málefnalegur undirbúningur er forsenda þess að umræður gæti i senn orðið fjörugar og máléfna- legar, og afgreiðsla einstakra mála og málaflokka verði sem greiðust. Miklar kröfur verður að gera til þeirra draga að ályktunum, sem fram verða lögð á fjöl- mennu þingi. Annars vegar veröa þau að fela i sér öll mikil- vægustu efnisatriði hvers máls, en hins vegar verður að forðast að sniða þeim svo þröngan stakk, að þau takmarki á nokk- urn hátt eðlilegt svigrúm þings- ins og einstakra fulltrúa til að móta endanlegar samþykktir. 1 þeim drögum að ályktunum, sem lögð verða fram á Húsavik- urþinginu, hefur verið kapp- kostað að ná þessum megin- markmiðum. A þingi SUF á Húsavik um næstu helgi verða lögð fram drög að sjö ályktunum. I fyrsta lagi verða lögð fram drög að ályktun um stjórnmála- viðhorfin almennt, þar sem lögð er áherzla á að standa vörð um og tryggja árangur þeirra starfa, sem vinstristjórn Ólafs Jóhannessonar vann, um leið og bent er á þann mikla stefnu- mun, sem er á viðhorfum Framsóknarmanna og Sjálf- stæðismanna, þótt aðstæður i þjóðmálum valdi þvi, að báðir flokkarnirhafa orðið að slá tals- vert af til að ná samkomulagi um óhjákvæmilegar aðgerðir vegna erfiðra aðstæðna þjóðar- búsins. t öðru lagi mun þingið taka til umræðu drög að ályktun, þar sem gerð er grein fyrir nokkr- um grundvallaratriðum Fram- sóknarstefnunnar. Þar er vikið að meginsjónarmiðum flokksins um frjálst velmegunarsamfélag efnalega sjálfstæðra manna, sem leysa sameiginleg vanda- mál samkvæmt félagshyggju og jöfnuði. Lögð er áherzla á nátt- úruvernd og góða sambúð lands og þjóðar, og á stefnu flokksins i utanrikismálum. Þá eru rakin meginsjónarmið Islendinga i landhelgis- og hafréttarmálum. Loks eru itrekuð viðhorf Fram- sóknarmanna til stjómarskrár- hreytinga. t þriðja lagi verða lögð fram drög að ályktun um kjaramál. Þar er fyrst vikið að hinni óhag- stæðu hagsveiflu, sem gengið hefur yfir þjóðina að undan- förnu. og lögð er áherzla á að breytingar i kjara- og samn- ingamálum verða að miðast fyrst og fremst við hag lág- launamanna, en ekki smáhópa hátekjufólks. t þessum drögum kemur fram, aö meginviðfangs- efnin nú eru að tryggja almenn- ingi að nýju sambærileg kjör við það sem var, meðan krafta vinstristjórnarinnar naut að fullu. t fjórða lagi verða drög að ályktun um efnahagsmál rædd á Húsavikurþinginu. Þar er i upp- hafi vikið að aðalmeinsemdum islenzks efnahagslifs, og er þar aö vonum fyrstog fremst fjallað um verðbólguvandann. Þá er' gerð grein fyrir ýmsum þeim' leiðum, sem færar eru gegn vandanum i anda félagshy.ggju og skipulagshyggju. Loks er það tekið fram, að meginverkefni stjórnvalda nú sé að vinna bug á verðbólgueldinum með þvi að endurskapa almenna hagstjórn I þjóðfélaginu, en traust al- mennings á stjórnmálaflokkun- um og stjórnarstofnunum lýð- veldisins er undir þessu komið. t fimmta lagi mun SUF-þingið fjalla um ályktunartillögu um atvinnumál, og er þar fyrst vik- ið að þvi óefni, sem innflutn- ingsmál þjóðarinnar eru komin i, þar sem skipulagshyggju hef- ur ekki verið fylgt á þvi sviði undanfarinn áratug. Jafnframt er minnt á að islenzkir hags- munir verða að vega þyngra en hagsmunir viðskiptabandalaga, þegar islenzk framleiðsla stend- ur höllum fæti i samkeppni við innflutning. Enn fremur er vikið að erlendri stóriðju i landinu og rakin þau skilyrði, sem hún verður að uppfylla, um leið og það er tekið fram, að eftir sem áður verður það hlutverk smá- fyrirtækjanna og meðalfyrir- tækjanna i landinu að tryggja auknum fólksfjöida atvinnu og velmegun til frambúðar. t sjötta lagi hafa verið tekin saman drög að ályktun um byggðamál, en þar er lögð sér- stök áherzla á að hvergi verði hvikað frá stefnu Framsóknar- flokksins i þessum mikilvæga málaflokki. Rakin eru meginat- r.iðin i byggðastefnu Framsókn- armanna, og bent á mikilvæg- ustu þætti samgöngumála, mál- efni sveitarfélaga og málefni samvinnufélaganna. Loks er á það minnt, hvilikur ójöfnuður rikir I landinu hvað snertir kostnað af upphitun ibúðarhúsa, þar sem landsbyggðin býr að mestu leyti við dýra oliukynd- ingu. t sjöunda lagi verða lögð fyrir þingið drög að ályktun um skattamál, þar sem gerð er grein fyrir ýmsum þeim megin- sjónarmiðum, sem fylgja ber við endurskoðun skattakerfis- ins. svo sem sérsköttun hjóna, frádrætti fyrir þá sem eru að stofna heimili og koma yfir sig húsnæði, og skattgreiðslum fyrirtækja, svo sem fyrningar- reglum. Þar kemur einnig fram að félagshyggja og félagslegt öryggi og samneyzla gera ráð fyrir miklum sköttum, og varað er við tilraunum i þá átt að draga úr þeirri samfélagslegu þjónustu og tryggingakerfi, sem byggt hefur verið upp i landinu. Starf SUF framundan mun mótast af þeim málefnalegu ályktunum, sem Húsavikur- þingið mun senda frá sér. Föstudagur 6. júni 1975 Erfið kjör láglaunastéttanna Engum blandast hugur um að kjör lág- launastéttanna eru nú mjög slæm. Gifurleg- ar verðhækkanir, ásamt minnkandi atvinnu, valda þar mestu. Á uppgangstimum spenna menn bogann hátt. Almenningur léggur i fjárfestingar, sem miðast við hæstu tekjur og beztu aðstæður. Þegar harðnar i ári verða erfiðleikar við að greiða af þvi, sem keypt var. Ekki er svo, að sóað hafi verið almennt i óþarfa, hitt er réttara, að almennur launþegi gripur tækifærið á hagstæðum tima til þess að reisa sér húsnæði og afla sér nauðsyn- legustu heimilistækja. Nú duga láglaunatekjur ekki einu sinni fyrir nauðþurftum, hvað þá heldur- fyrir af- borgunum af þeim kaupum, sem menn hafa almennt ráðizt i. Kjör þessara stétta verður að bæta án tafar, það er sjálfsögð og raunsæ krafa. Hitt er svo annað mál að þær stéttir sem hærri laun hafa, verða að jafna á sig þeim taprekstri, sem nú er á islenzka þjóðarbúinu. Gullgrafarasjónarmiðið, sem alltof lengi hefur verið ráðandi i efnahagslifi þessa lands ætti nú að hafa runnið sitt siðasta skeið. Það hljóta allir að sjá, að ekki er skynsemisglóra að eyða öllu sem aflast — og meira til á uppgangstimum, en eiga svo enga varasjóði, þegar eitthvað bjátar á. Þessu verður ekki breytt nema með einarðri forystu rikisstjórnar á hverjum tima. Nóg er komið af hiki og hummi. Kjósendur vilja menn, sem þora að stjórna, menn sem hafa dug og áræði við einbeitta og djarfa stefnu. Þetta leiðir hugann að skipan verkalýðs og samningamála hérlendis, án þess að sagt sé um fleiri aðfinnsluverða þætti. Hér geta ör- smáir hagsmunahópar framkvæmt vinnu- stöðvun hjá þúsundum vinnandi manna. Ákvarðanir um verkfallsboðun eru teknar á fámennum fundum verkalýðsfélaganna. Meirihluti félagsmanna virðist i reynd ekki beita lýðræðisréttindum sinum i þessum til- vikum. Verkföll eru og hljóta að vera neyðarúr- ræði, og til þeirra ætti aldrei að gripa, nema helmingur til tveir þriðju félagsbundinna samþykki. Þessa reglu þarf að lögbinda, með þvi eru ekki skert réttindi verkalýðs- hreyfingarinnar. Samningsaðilar eiga ekki að verða fleiri en algjörlega er nauðsynlegt frá hendi verkalýðshreyfingarinnar, og helzt ekki nema einn. Sjálfvirk verðbólguskrúfa, sem visitalan er, hefur ekki tryggt kaup lág- launastéttanna eins og til var ætlazt, heldur iðulega bitnað harðast á þeim, sem hún átti að vernda. Þessu verða stjórnmálamenn að breyta. Framsóknarflokkurinn er flokkur félags- hyggju og samneyzlu. Hann mun þvi vernda hlut þeirra verst settu, jafnframt sem öruggri og ákveðinni efnahagsstefnu verður framfylgt. Hikið og hummið dugar ekki lengur.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.