Tíminn - 06.06.1975, Blaðsíða 7

Tíminn - 06.06.1975, Blaðsíða 7
Föstudagur 6. júnl 1975 TÍMINN 7 Heildarvelta KÁ 1145 milliónir tekjuafgangur 546 þúsund JI-Selfossi. Aðalfundur Kaup- félags Arnesinga var haldinn á Selfossi 2. júni siðastliðinn. Velta félagsins var á liðnu reikningsári 1.145 milljo'nir, sem skiptist þannig, vörusala verzlana var kr< 846.5 milljónir, sala iðnaðarfyrir- tækja og annarra greina 298.5 milljónir. Heildarveltan hafði þá hækkað um 38,3% á reikningsárinu. Söluskatts- greiðslur námu samtals 102,5 milljónum og launagreiðslur 197,9 milljónum. Höfðu þær hækkað frá fyrra ári um 40,6%. Fastir starfs- menn voru að ineðaltali 239, og hafði þeim fjölgað um 8. Fjárfesting var mikil á árinu og má þar helzt nefna 3.300 fermetra byggingu bifreiðasmiðju, er lokið var við og tekin i notkun á árinu. Einnig var unnið við endur- byggingu útibúsins i Þorlákshöfn auk nýrrar kjötvinnslu. Skuldir viðskiptamanna á viðskiptareikningum höfðu lækkað á árinu um 11.3 milljónir og innistæður aukist um 19 milljónir. Innistæður i innláns- deild námu i árslok 112.8 milljón- um, og höfðu þá hækkað um 23.6 milljónir. Afskriftir félgsins námu 15.6 milljónum. Tekjuafgangur var, eftir að af- Enskur rithöfundur flytur erindi — á vegum Samtaka um vestræna samvinnu og Varðbergs skriftir höfðu farið fram, 546 þúsund krónur. Var mestum hluta þess fjár varið i þágu starfsmannafélags Kaup- félagsins og ætlað til byggingar orlofsheimilis. Úr félagsstjóm áttu að ganga Einar Gestsson, Hæli og Helgi Jóhannsson, Núpum, og voru þeir báðir endurkjörnir. 1 lok fundarins var samþykkt eftirfarandi tillaga: „Aðalfundur Kaupfélags Arnesinga Selfossi, haldinn 2. júni 1975, lýsir ánægju með góða útkomu á rekstri félagsins árið 1974. Jafnframt þakkar fundurinn kaupfélags- stjóranum Oddi Sigurbergssyni fyrir árangursrikt 9 ára starf hjá félaginu, þar sem honum hefur tekizt með dugnaði og margvis- legum aðgerðum að rétta hag félagsins, og skapa þvf á ný álit og traust, sem se;tur það á bekk með öflugustu samvinnufélögum landsins.” A fundinn mættu 87 kjörnir fulltrúar, kaupfélagsstjórn, endurskoðendur og gestir. Fundarstjóri var Agúst Þorvalds- son, fyrrv. alþingismaður. I ÚTILEGUNA ★ íslenzk tjöld ★ Frönsk tjöld ★ Vindsængur ★ Islenzkir svefnpokar ★ Belgískir svefnpokar ★ Franskir dúnsvefnpoki ★ Golfsett og golfkúlur * HVERGI AAEIRA ÚRVAL Lútið okkur aðstoða yður Hvergi betra verð 3 SPORT&4L ! cHEEMMTORG[ AÞ-Reykjavik. — Kunnur enskur rithöfundur, Robert Conqest, er væntanlegur til landsins, en hann mun n.k. laugardag flytja erindi á fundi, sem Samtök um vestræna samvinnu og Varðberg halda sameiginlega. Verður fundurinn i Atthagasal Sögu. Erindi Roberts Conqest nefnist Vandi vesturlanda, en að loknu erindinu mun hann svara fyrir- spurnum fundargesta. RobertConquesterfæddur 15.7. 1917, gekk i Winchester Collega og Magdalene College (Oxford), en stundaði siðan nám i Frakk- landi. Var i brezka hernum á strlðsárunum og I utanrikisþjón- ustunni 1946-56 (O.B.E. 1955) Var „Research Fellow in Soviet Affairs” við London School af Economics 1956-58, kenndi við University of Buffalo 1959-60, bókmenntaritstjóri enska tima- ritsins „The Spectator” 1962-63 og fyrirlesari við Columbia Univer- sity I New York 1964-65. Robert Conquest hefur samið ljóðabækur, skrifað bókmennta- gagnrýni, skáldsögur og stjórn- málaleg fræðirit, auk þess sem hann hefur séð um útgáfu ýmissa rita og skrifar að staðaldri um bókmenntir og Sovétrlkin i blöð og timarit. Hann er talinn einn fremsti fræðimaður um Sovétrik- in, sem nú er uppi. Helztu verk hans eru: „Common Sense About Russia” (1960), „The Soviet Deportation of Nationalities (1960: ný útg. 1970: „The National Killers”), „Russia after Krushchev”, „Courage of Genius: The Paster- nak Affair”, „The Great Terror: Stalin’s Purge of the Thirties” (1968), „Lenin” (1972), „Poems”, „A World of Difference” (skáld- saga), „Between Mars end Venus”, „New Lines” I .-II. (ljóðasöfn), „Back to Life: Poems from behind the Iron Curtain” (1958), „The Egyptolo- gists” (ásamt Kingsley Amis, skáldsaga, 1965), og „Sectrum” I.-V. (gefið út ásamt Kingsley Amis). Jónas sýnir í Hlíðarbæ * Málverkasýning með Sýningin ? £ vatnslitamyndum eftir verður opin um helgina. * Jónas Guðmundsson verður Þarna eru til sýnis um 40 $ J opnuð i kvöld i Hliðarbæ I vatnslitamyndir, allar j + Glæsibæjarhreppi. málaðar á siðasta vetri. % -K-k-k-K-k-k-k-k-k-K-k-k-k-K-K-k-k-k-k-K-k-k-k-k-k-K-k-k-k-k-K-K-K-k-K-Mc-k-k-k-k-k-Mc-k** AÐ KAUPA VERÐTRYGGÐ SPARISKlRTEINI RÍKISSJÓÐS JAFNGILDIR FJÁRFESTINGU í FASTEIGN EINFALDASTA OG HAGKVÆMASTA FJÁRFESTINGIN SKATT- OG FRAMTALSFRJÁLS TIL SÖLU í ÖLLUM BÖNKUM — ÚTIBÚUM SPARISJÓÐUM OG HJÁ NOKKRUM VERÐBRÉFASÖLUM SEÐLABANKI ÍSLANDS

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.