Tíminn - 06.06.1975, Blaðsíða 13

Tíminn - 06.06.1975, Blaðsíða 13
Föstudagur 6. júni 1975 TÍMINN 13 ÁFENGISMAL eru ofarlega á dagskrá i þjóðfélagi þar sem drykkjuskapur er jafnáberandi og raun ber vitni um hérlendis. Hafa þar margir lagt orð i belg siðustu mánuði. feðranna koma fram á börnun- um i þriðja og fjórða lið, en ég auðsýni þeim miskunn i þúsund liði sem mig elska og boðorð min varðveita.” seldi fátækum hafnarverka- mönnum þar áfengi og vildi ekki af þvi láta, þó að móðir hans margltrekaði þá bón sina til hans og benti honum á hve mikla synd hann drýgði og hve mikill bölvaldur hann væri meðal verkamannanna. Það bendir allt til þess að yfir honum hafi verið hrópuð blóðhefnd, sem hvorki peningar né völd eða eðlisgáfur hafi getað afstýrt. Allt á þetta sinar eðli- legu orsakir. „Illur fengur illa forgengur.” segir gamalt máltæki. Það eru þvi aumkvunarverðir menn, sem lenda á glapstigum eitursölunnar og gerast bölvald- ar annarra manna á þann hryllilegasta hátt, sem hugsazt getur, og engin orð fá lýst, hverstu sterk sem þau eru. Það eru aumkvunarverðir menn, er hafa valið sér þá leið að ganga um myrkraheim tilverunnar og skilja eftir sig blóði drifna slóð fómardýra sinna, hafa valiðsér hlutskipti eiturnöðrunnar og launmorðingjans. Þjóðfélag, sem elur slika menn, getur naumast talizt menningarþjóðfélag. Ég vildi gjarna geta hjálpað þessum umræddu vesalings mönnum, sem ég tel aumasta allra, ekki siður en fórnardýr þeirra. En ég er að sjálfsögðu ekki þess umkominn. En það eru til öfl, er hjálpað geta, ef vilji er fyrir hendi, að taka á móti þeirri hjálp. Það væn mikill ávinningur i baráttunni við áfengisbölið, ef hægt væri að hjálpa þessum aumingja mönnum, er selja og veita öðrum eiturvörur, hvort heldur þeir gera það i eigin Andúð—samúð. Guðjón Bj. Guölaugssonskrif- ar svolátandi bréf: Ég hef bæði i ræðu og riti, og það ekki að ástæðulausi, áfellzt þá, sem selja og veita öðrum áfengi og önnur eiturefni. Hins vegar hef ég ekki látið i ljós opinberlega samúð mina með þeim mönnum, sem eru Svo djúpt sokknir i mannlegan vesaldóm að geta, fyrir fjár- græðgi, skapað samborgurum sinum þá hormung, er eitur- vörur þeirra valda, sem er m.a.: Fátækt, illindi, heimilis- ófriður, slys, sjúkdómar, vanmáttarkennd, hugarangur, lömun, glötuð sjálfsvirðing, traust annarra, atvinnumissir, töpuð lifshamingja og dauði. Það hlýtur að skapast hrylli legt sálarástand hjá þeim mönnum, er slika iðju stunda, þegar samvizka þeirra vaknar, hvort heldur það gerist i þessum heimi eða öðrum. Þeir menn, sem gefa sig á vald þeim djöful legu öflum, sem að áfengis- framleiðslu og sölu standa, verða að ganga glæpanna þrönga veg undir stjórn myrkrahöfðingjans. Sú leið endar oftast i einstigi hegningarhúsanna eða I illum og eðlilegum afleiðingum, sem annað hvort tveggja bitnar á þeim sjálfum eða afkomendum þeirra, þvi einhvers staðar stendur skrifað: „Syndir Ættardómur I þessu sambandi koma mér i hug: Apótekarinn, sem seldi áfengi og hætti þvi ekki fyrr en hann missti einkason sinn i drykkjuskap, athafnamaður, sem byrjaöi sina auðsöfnun með áfengissmygli og sætti svipuðum afleiðingum, fjár- málamaður, er einnig hóf sina peningaveltu og fjárplógsstarf- semi á leynivinsölu, en sonur hans varð drykkjusjúklingur, milljónirnar fuku út i veður og vind að honum dauöum, og tengdasonurinn varö að flýja land vegna skulda, þó aöhann væri að gerð heiðarlegur maður, veitingakonan, i af- skekktu verzlunarplássi hér á landi, sem seldi áfengi, en hennar sonur dó úr drykkju- skap, prýðilega vel gefinn maður og elskulegur i allri umgengni og samvinnu, sem ég get bezt borið um eftir margra ára samstarf. Fleiri dæmi eru til, sem sanna að öll vinsala, hvort sem hún telst lögleg eða ólögleg, hefur leitt bölvun yfir alla, ekki siður seljandann og hans' fólk en kaupendurna. Aþreifanlegasta dæmið um það er Kennedyættin. Einhvers staðar hef ég lesið um það að forfaðir Kennedyanna, sem fluttist frá Irlandi til einnar hafnarborgarinnar á norð- austurströnd Bandarikjanna, nafni eða á vegum þess opinbera. En trúlega geta það öngvir aðrir en viðskipta- vinirnir með þvi að hætta allri verzlun við þá. Það er nóg að gera i okkar fá- menna þjóðfélagi annað en að stunda auðvirðilegustu at- hafnir, sem til eru. Ég er þess fullviss, að margir þessara manna eru það góðum hæfileik- um búnir, að þeir gætu aflað sér fjár og álits á heiðarlegan hátt, sem meiri heill og ánægja fylgir. MEIRI VANDI ER AÐ GÆTA §SAMVINNUBANKINN Sendibíll til sölu Toyota Hiace 1600 árg. 1973. Burðarm. 1400 kg klæddar hliðar og gólf. Ekinn 44 þ. km. Vand- aður og góður sendi- bíll, enda frá Toyota. Verð kr. 800 þús. (kost- ar nýr kr. 1.2 m.) Skipti mögul. Aðal Bílasalan Skúla- götu 40, sími 15014. Ýtumaður Ræktunarsamband Mýramanna vantar mann til að vinna á jarðýtu strax. Aðeins vanur maður kemur til greina. Upplýsingar i simum 93-7215 og 93-7245. EIR-ROR 1/8" 3 1/16" 1/4 " 5/16" 7/16" 1/2" FITTINGS Gott úrval PÓSTSENDUM UM ALLT LAND T3T5 ARMULA 7 - SIMI 84450 Sumarbústaðalóð — Seglskúta i Grimsnesi Trésmíðavélar — Ljósmyndavélar AF 25 VINNINGUM: t ./ OG MARGIR FLEIRI VINNINGAR Síðustu forvöð að kaupa miða og gera skil fyrir heimsenda miða DREGIÐ í KVÖLD — DRÆTTI EKKI FRESTAÐ Tekið á móti Gíró-greiðslum í öllum pósthúsum og peningastofnunum

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.