Tíminn - 06.06.1975, Blaðsíða 20

Tíminn - 06.06.1975, Blaðsíða 20
Föstudagur 6. júni 1975 fyrir ffóóan nmt I ^ KJÖTIÐNAÐARSTÖÐ SAMBANDSINS Þjóðaratkvæðagreiðsla um aðild Bretlands að EBE: Fylgismönnum EBE- aðildar spáð stórsigrí VVilson: Mikiö i húfi. NTB/Reuter-London. Bretar gengu að kjörborðinu í gær i fyrstu þjóöaratkvæðagreiðslu, er fram fer i landinu. Tilgangur hennar er að gefa brezkum kjósendum tækifæri til að segja álit sitt á aöild Bretlands að Efna- hagsbandalagi Evrópu. Stórmeistarinn Keres lótinn I fremstu röð skdkmanna í fjóra dra- tugi, að sögn Friðriks Olafssonar Reuter-Moskvu. Sovézki skák- snillingurinn Poul Keres lézt i gær af völdum hjartaáfalls. Keres — sem var 59 ára að aldri — hafði verið stórmeist- ari I skák um árabil. Á skák- ferli sinum bar hann sigur úr býtum i yfir tuttugu alþjóðleg- um skákmótum. t þvi sambandi er skemmst að minnast þess, að hann sigr- aði I alþjóðamótinu i Tallin i vetur, þar sem Friðrik Ólafs- son varð i öðru sæti. 1 stuttu samtali við Friðrik i gær, kom fram, að Keres hef- ur verið i fremstu röð skák- manna i héiminum i fjóra ára- tugi. Hann vakti fyrst á sér heimsathygli á ólympiumót- inu i Varsjá 1935 og siðan rak hvert afrekið annað. Sjálfur segist Keres hafa komizt i kynni við skáklistina fjögurra ára að aldri, en átta ára hafi hann eignazt fyrstu skákbókina. Friðrik Ólafsson sagði, að Keres hefði verið einstaklega geðþekkur maður. Þvi miður hefði hann aldrei komið hing- að til lands, en hefði tekið vel i það, þegar Friðrik fór þess á leit við hann i Tallin. Keres hefur verið þjóðhetja i augum Sovétmanna sagði Friðrik og væri sannarlega sjónarsviptir aö honum. Þjóðaratkvæðagreiðslan i Bret- landi fylgir i kjölfar álika at- kvæðagreiöslna i þremur öðrum Evrópurikjum: Danmörku, Ir- landi og Noregi. Á meðan Danir og Irar kusu að gerast aðilar að EBE, höfnuðu Norðmenn aðild i tvisýnum kosningum. Siðustu skoðanakannanir, er gerðar hafa verið i Bretlandi, benda eindregið til, að yfirgnæf- andi meirihluti Breta kjósi áframhaldandi aðild landsins að EBE. 1 gær voru birtar niður- stöður kannana, er gerðar voru i byrjun vikunnar. Þær gefa til kynna, að aðeins einn á móti tveimur — jafnvel þremur — kjósendum hafni aðild að EBE. Siðustu daga hafa fylgismenn og andstæðingar aðildar deilt óvenju hart. Harold Wilson for- sætisráðherra — sem er eindreginn talsmaður áframhald- andi aðildar að EBE hélt t.d. ræðu i fyrrakvöld, þar sem hann skoraði á kjósendur að gjalda EBE-aðild jáyrði. A meðan gerðu nokkrir áheyranda hróp að Wilson, svo að hann ætlaði varla að geta lokið máli sinu. Mikið er i húfi fyrir Wilson: Greiði mikill meirihluti Breta at- kvæði með EBE-aðild, gefur það forsætisráðherranum langþráð tækifæri til að klekkja á vinstri armi Verkamannaflokksins, er verið hefur honum andsnúinn, einkum að því er varðar af- stöðuna til EBE. Verði úrslitin önnur, er framtið Wilsons sem stjórnmálamanns í hættu. Siðdegis i gær var búizt við góðri kjörsókn einkum á Eng- landi. 1 Skotlandi og á Norður-ír- landi var kjörsókn aftur á móti dræm. Góð kjörsókn er talin vera fylgismönnum aðildar i hag. Talning atkvæöa hefst strax fyrir hádegi i dag. Þess er vænzt, að heildarúrslit i þjóðaratkvæða- greiðslunni liggi svo fyrir siðdegis i dag. Waldheim harðorður NTB/Reuter-Vin. t gær hófst i Vin annar viðræðufundur fulltrúa grisku og tyrknesku mælandi Kýpurbúa. Viðræðunum — er fram fara undir stjórn Kurt Waldheim, aðalritara Sameinuðu þjóðanna — er sem kunnugt er, ætlað að leysa Kýpur- deiluna. Svartsýni var rikjandi við upphaf viðræðufundarins i gær. í fyrradag hafði Glafkos Klerides, fulltrúi grisku- mælandi eyjarsk.eggja, hótað að láta ekki sjá sig á fundin- um. Astæðan er sú fyrirætlun tyrkneskumælandi eyjar- skeggja að efna til þjóðarat- kvæðagreiðslu um stjórn- skipulega framtið þess hluta Kýpur, er Tyrkir ráða. Rauf Denktash, leiðtogi tyrkneskumælandi Kýpurbúa, sagðist i gær hvorki hafa laga- legan né siðferðislegan rétt til að fresta hinni fyrirhuguðu þjóðaratkvæðagreiðslu. Waldheim skoraði i gær á deiluaðila að láta af ásökunum i garð hvors annars og koma sér saman. Aðalritarinn var óvenju harðorður, er hann mælti: — Ég skora á ykkur að koma til móts við þær vonir, sem við þessar viðræður eru bundnar. SUEZ-SKURÐURINN OPINN EFTIR ÁTTA ÁRA HLÉ Opnun skurðarins dregur úr líkum á nýju stríði Reuter-Port Said. Mikið var um dýröir I gær, er Anwar Sadat Baader-Meinhof réttarhöldin: Frestað til 10. júní — svo að Baader geti orðið sér úti um hæfan verjanda NTB/Reuter-Stuttgart. Réttar- höldum i máli fjögurra af leiðtog- um vestur-þýzka stjórnleysingja- hópsins Baader-Meinhof var enn frestað I gær. Ástæðan er sú, að einn ákærðu — Andreas Baader — hefur ckki oröið sér úti um verj- anda. Réttarhöldunum var i gær frestað til 10. júni n.k. Þetta er i þriðja sinn, að þeim er frestað. I gær var þingað i málinu fyrir luktum dyrum, en að sógn NTB- fréttastofunnar var einkum deilt um réttarfarsatriði. Sem fyrr segir á Baader enn eftir að verða sér úti um lög- fræðing, til að taka að sér vörn i máli hans. Þeim þremur er til þessa hafa annazt vörn Baaders, hefur öllum verið meinað að vera viðstöddum réttarhöldin, þar eö þeim er gefið að sök að hafa veitt skjólstæðingnum ólögmæta að- stoð. Þau þrjú, sem auk Baaders eru ákærð i málinu — Ulrike Meinhof, Gudrun Ensslin og Jan-Carl Raspe — hafa öll valið sér verjendur, er vestur-þýzk yfir- völd hafa sætt sig við. Búizt er við að Baader hafi gert slikt hið sama fyrir helgi, svo að réttarhöldun- um verði fram haldið þann 10. júni. Þá er ætlunin, að ákæru- skjalið — sem er u.þ.b. 350 blaðsíöur að lengd — verði lesið upp i réttinum. Egyptalandsforseti opnaði Súez- skuröinn fyrir umferð á nýjan leik eftir átta ára langt hlé. Skipaskuröurinn lokaðist sem ' kunnugt er i sex daga striðinu árið 1967. Sadat — klæddur drifhvitum flotaforingjabúningi — lýsti þvi yfir í gærmorgun, að Súez-skurð- urinn væri opnaður fyrir umferð. 1 ávarpi við það tækifæri sagði forsetinn m.a., að upp frá þessu yrði skurðurinn tákn friðar — eins og ætlað hefði verið i upphafi. Að loknu ávarpi Sadats var hleypt af 21 fallbyssuskoti, skipa- flautur blésu og lúörar voru þeýttir. Þetta minnti á opnun skipaskurðarins fyrir rúmri öld, en skurðurinn var byggður af egypzkum verkamönnum. Egypzkur tundurspillir með Sadat innanborðs sigldi svo fyrst- ur gegnum skipaskurðinn, sem er 160 kilómetra langur og tengir sem kunnugt er Miðjarðarhaf og Rauðahaf. Að svo búnu hélt fyrsta skipalestin um skurðinn. Öhemju verk hefur verið að hreinsa Súez-skurðinn, t.d. hafa a.m.k. fjörutiu þúsund sprengjur verið slæddar upp úr skurðinum. Sérfræðingar frá Bandarikjun- um, Bretlandi og Frakklandi og Sovétrikjunum hafa aðstoðað Egypta við verkið. Þótt sérfræðingar fullyrði, að Súez-skurðurinn sé nú hættulaus siglingaleið, eru forráðamenn tyrggingafélaga á öðru máli. Þvi verður dýrar og e.t.v. áhættu- samara að fara þá leið en aðrar, en sá timi, sem sparast er einnig dýrmætur. Umferð um skipa- skurðinn verður þvi án efa mikil — en það, sem ekki er minna um vert, er, að opnun hans dregur úr likum á nýju striði milli Egypta og Israelsmanna. Miklar öryggisráðstafanir hafa veriö geröar vegna réttarhaldanna: Á myndinni sjást lögreglumenn leita á tilvonandi áheyrendum við réttarhöldin.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.