Tíminn - 06.06.1975, Blaðsíða 14

Tíminn - 06.06.1975, Blaðsíða 14
14 TÍMINN Föstudagur 6. júni 1975 Höfundur: David Morrell' Blóðugur hildarleikur 38 grein, en hann rykkti henni lausri. Hraðar. Djöf uls hund- arnir. Hann varð að fara hraðar. Þegar hann komst niður — tók við þykkur, svartur reykur, sem særði lungun. Hann sá ógreinilega gegnum hann sundurtætt þyrluflakið, sem logaði snarkandi. Tuttugu fetum ofan við gilbotninn þraut trjágreinarnar. Hann gat ekki klifrað lengra niður en þetta. Hann gat ekki gripið um trjábolinn og rennt sér niður. Hann var of gildur. Þá var að stökkva. Um annað var ekki að ræða. Uppi á klettahryggnum gjömmuðu hundarnir. Hann at- hugaði grjótruðninginn og steinana fyrir neðan sig. Svo valdi hann stað, þar sem var samansaf n moldar og upp- þornaðra furunála í svolítilli kvos miili steinanna. Hann brosti ósjálfrátt. Þetta var einmitt það, sem hann hafði hlotið æfingu við. Vikum saman hafði hann stokkið úr turnum í fall- hlífaskólanum. Hann greip um neðstu greinina með höndinni, þreif riffilinn með hinni, lét sig síga niður unz hann hékk. Þá lét hann sig falla til jarðar. Hann skall á jörðina nákvæmlega rétt. Hnén kiknuðu á réttu augna- bliki og hann féll og velti sér samkvæmt reglunni. Svo reis hann upp jafn fullkomlega og hann hafði gert þús- und sinnum áður. Það var ekki f yrr en hann var laus við kæfandi reykinn hinum megin trésins og hraðaði sér að steinunum, að sársaukinn í brjóstinu versnaði. Hann varð margfalt verri. Brosið hvarf af andliti hans. Jesús minn — ég tapa þessu... Hann hljóp í átt að trjánum. Þá heyrði hann tryllingslega hundgána fyrir ofan sig. Þeir hlutu að vera komnir að staðnum, þar sem hann hafði reynt að klífa niður klettinn. Leitarflokkurinn hlaut að fara að skjóta á hann á hverri stundu. Á bersvæði átti hann ekki nokkurn minnsta möguleika. Hann varð að komast að trjánum. Hann skáskaut sér ýmist til hægri eða vinstri, beygði höf uðið og beitti öllum þeim brögðum sem hann kunni, til aðtorvelda þeim að miða á sig. Hann bjó sig undir að fá í sig fyrstu kúluna, sem myndi tæta sundurá honum brjóstkassann og bakið. Á meðan brauzt hann gegnum runnana og kyrkingslegan gróðurinn inn í skóginn. Alltaf komst hann lengra og lengra. Hann staul- aðist yfir vínvið og rætur þar til hann hrasaði og féll. Hann íá kyrr og teygaði að sér rakan ilm jarðargróðans í skóginum. Þeir höfðu ekki skotið. Hann skildi það ekki. Hann lá þarna lafmóður, teygaði að sér lífsloftið eins og lungun framast þoldu, andaði frá sér en andaði svo djúpt að sér á ný. I hvert skipti sem hann andaði að sér leiddi hann hjá sér sársaukann í brjóstkassanum. Hvers vegna höfðu þeir ekki skotið? Svo rann svarið skyndilega upp fyrir honum. Þeir höfðu aldrei komizt upp á kletta- hrygginn eins og hann hélt. Þeir voru enn á uppleið. Hon- um hafði aðeins heyrzt þeir vera komnir upp. Hann kúg- aðist, en ekkert kom upp úr honum og hann velti sér á bakið. Hann starði f ram hjá haustfölva laufsins inn him- indjúpið. Hvað var að honum? Aldrei fyrr hafði hann ályktað svo ranglega. Mexíkó. Skyndilega brá fyrir í huga hans sólvermdri sjávarströnd. Af stað. Ég verð að fara af stað. Hann staulaðist á fætur og þegar hann ætlaði að þramma lengra inn í skóginn heyrði hann menn hrópa og kalla að baki sér. Hundgá. Eftirleitarsveitin var örugglega kom- in upp á klettahrygginn. Hann nam staðar og lagði við hlustirnar. Svo sneri hann aftur sömu leið og hann kom, og barðist við að ná andanum. Þá fór hann ekki alveg sömu leiðina. Grasið sem lá inn í skóginn var hávaxið. Rambo vissi, að hann hafði skilið eftir sig slóð gegnum grasið, sem hlaut að sjást greinilega ofan af klettinum. Leitarflokkurinn hlaut því að fylgjast gaumgæfilega með þeim hluta skógarins, sem hann hafði horfið inn i. Þegar hann sneri við var það mögulegt, að hann skildi eftir einhver merki, sem vísuðu þeim á hann. Þess vegna fór hann til vinstri og nálgaðist þann hluta skógarjaðar- ins, þar sem þeir bjuggust sízt við honum. Þegar trén urðu strjálli lagðist hann marf latur og skreið að skógar- jaðrinum. Hann skreið á bak við nokkra runna, og sá þá dásamlega sjón: Uppi á klettahryggnum, í þrjúhundruð feta f jarlægð sá hann skýrt og greinilega mennina og hundana. Þeir hlupu allir í átt að staðnum, þar sem hann hafði klif ið niður. Hundarnir géltu. Einn maður stjórnaði þeim og hélt um stýriólina. Hinir komu hlaupandi á eftir honum. Nú námu þeir allir staðar og störðu á eldinn og reykinn, sem steig upp af þyrluf lakinu. Síðan eftirförin hóf st haf ði Rambo aldrei séð þá svo nærri sér. Sterkt sól- arl jósið f éll á þá. Fyrir bragðið virtust þeir vera enn nær og þeir mögnuðust sérkennilega. Hann taldi sex hunda og tíu menn. Níu þeirra voru klæddir í gráan lögreglubúning, sams konar og menn Teasles klæddust. Sá tíundi var klæddur grænum jakka og buxum. Hann stjórnaði hundunum, sem þefuðu nú og snuðruðu við staðinn, þar sem hann hafði klifrað fram af brúninni. Þeir hringsóluðu til að ganga úr skugga um að lyktin færi ekkert annað. Svo sneru þeir aftur að brúninni og geltu vonleysislega. Grænklæddi maðurinn G E I R I D R E K I K U B B U R Geiri lofar grikk.ium sigri, ef, þeir finni „himna- vagninn” fyr- irhann. En þegar Geiri og Ódysseifur koma þar aö sem Geiri fór frá vélinnier ekkert að siá rs-r-:--------- 7--------------------------------Lj Ertu viss um að farin!) ----þetta sé staður- Himnavagninn er tlmavelin, sem varð þess valdandi aö Geiri lenti I Troju-strlðinu, og getur losað hann ' I frá þvi aftur. » — _ Jins og þið vit ið Mori-menn, þá hef ég alið þessi dýr upp v þau lifa á fiski. J Rétt er það Dreki, þetta hefur gengið vel. Þið hafið séð um að' nóg sé af fiski handa : þeim. rStóru kettirnir hafa aldrel w bragðað kjöt ! og þeir lifa i^ friði með hinum dýrunum,~^ svona verður þetta að 1 vera' / Veiöimönnum verður að halda I burtu. /' Við vitum þetta allt Dreki' Föstudagur 6. júni 7.00 Morgunútvarp. Veður- fregnir kl. 7.00, 8.15 og 10.10. Morgunleikfimi kl. 7.15 og 9.05. Fréttir kl. 7.30, 8.15 (og forustugr. dagbl.), 9.00 og 10.00. Morgunbæn kl. 7.55. Morgunstund barnanna kl. 8.45: Svala Valdimarsdóttir les þýðingu sína á sögunni „Malenu I sumarfrii” eftir Maritu Lindquist (4). Til- kynningar kl. 9.30. Létt lög milli atriða. Spjallað við bændur kl. 10.05. 12.00 Dagskráin. Tónleikar. Tilkynningar. 12.25 Fréttir og veðurfregnir. Tilkynningar. 13.00 Við vinnuna: Tónleikar. 14.30 Miðdegissagan: „A vígaslóð” eftir James Hilton Axel Thorsteinsson les þýðingu sina (14). 15.00 Miðdegistönleikar. Ray- mond Serverius syngur „Timinn stöðvast”, kantötu fyrir einsöngsrödd og píanó eftir Camille Schmit: Lys- ette Levéque leikur á pianó. Andfe Isselée og hljóðfæra- leikarar úr kammersveit- inni I Liége leika Skemmti- þætti fyrir flautu og strengjasveit eftir Jacques Leduc: Réné Defossez stjórnar. Andre De Groote, Francis Orval, Daniel Del- motte og Ríkishljómsveitin I Belglu leika Konsertsin- fónlu fyrir píanó, horn, á- sláttarhljöðfæri og hljóm- sveit eftir Frekrik Van Rossum: Frederik Devreese stjórnar. 15.45 Lesin dagskrá næstu viku. 16.00 Fréttir. Tilkynningar. (16.15 Veðurfregnir). 16.25 Popphorn 17.20 Tónleikar 17.30 „Bréfið frá Peking” eft- ir Pearl S. Buck. Málmfrið- ur Sigurðardóttir les þýð- ingu slna (6). 18.00 Síðdegissöngvar. Til- kynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Fréttaauki. Til- kynningar. 19.35 Daglegt mál. Helgi J. Halldórsson flytur þáttinn. 19.40 Frá sjónarhóli neyt- enda. 20.00 Píanókonsert nr. 5 í Es- dúr op. 82 eftir Beethoven Christoph Eschenbach og Sinfónluhljómsveit finnska Utvarpsins leika. Kari Tikka stjórnar. — Frá tónlistar- hátlð I Helsinki i fyrrasum- ar. 20.40 Mesti þjóðhöfðingi Norðurlanda. Sveinn Ás- geirsson les þýðingu sina á ritgerð eftir Vilhelm Mo- berg. 21.10 Kórsöngur. Mormóna- kórinn I Utah syngur lög eft- ir Stephen Foster. Stjórn- andi: Richard P. Condie. 21.30 Útvarpssagan: „Móðir- inr” eftir Maxím Gorki Sig- urður Skúlason leikari les (8). 22.00 Fréttir. 22.15 Veðurfregnir. tþróttir Umsjón: Jón Asgeirsson. 22.35 Afangar. Tónlistarþátt- ur I umsjá Asmundar Jóns- sonar og Guðna Rúnars Agnarssonar. 23.30 Fréttir I stuttu máli. Dagskrárlok. Föstudagur 6.júni 20.00 Fréttir og veður 20.30 Dagskrá og auglýsingar 20.35 Töframaðurinn Bandarlskur sakamála- myndaflokkur. Banvæn leikföng. Þýðandi Krist- mann Eiðsson. 21.30 List og samfélag Umræðuþáttur I sjónvarps- sal. Umræðunum stýrir Thor Vilhjálmsson, for-eti Bandalags islenskra lista- manna. 22.10 Tökum lagið. Breski söngflokkurinn „The Settlers” flytur létt lög. Þýðandi Jóhanna Jóhanns- dóttir. 22.35 Dagskrárlok

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.