Tíminn - 03.07.1975, Blaðsíða 7

Tíminn - 03.07.1975, Blaðsíða 7
Fimmtudagur 3. júli 1975. TÍMINN 7 Útgefandi Framsóknarflokkurinn. Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason. Hitstjórar: Þórarinn Þórarinsson (ábm.) og Jón Helgason. Rit- stjórnarfulltrúi: Freysteinn Jóhannsson. Fréttastjóri: Helgi H. Jónsson. Auglýsingastjóri: Steingrimur Gisla- son. Ritstjórnarskrifstofur i Edduhúsinu viö Lindargötu, simar 18300 — 18306. Skrifstofur I Aðalstræti 7, simi 26500 — afgreiöslusimi 12323 — augiýsingasimi 19523. Verö i lausasölu kr. 40.00. Askriftargjald kr. 700.00 á mánuði. Blaöaprent h.f. Umræðurnar um vaxtamálin Það er augljóst mál, að kauphækkanir þær, sem samið hefur verið um að undanförnu, auka veru- lega útgjöld atvinnuveganna. Það hlýtur þvi að koma til athugunar, hvort ekki sé unnt að gera ein- hverjar þær ráðstafanir, sem gætu létt þeim þessa nýju byrði. í þeim efnum mun meðal atvinnurek- enda sjálfra oft bent á vaxtalækkun. Eðlilegt er þvi, að sú leið verði ihuguð hleypidómalaust og ráðstafanir gerðar i samræmi við það, ef réttmætt þykir. Það er tvimælalaust, að vaxtabyrðin er orðin at- vinnufyrirtækjum mjög þungbær, og þó einkum þeim, sem hafa staðið I miklum framkvæmdum eða þurfa að hafa mikið rekstrarfé handa á milli, en það gildir t.d. um stóran hluta verzlunarinnar. Nokkurt dæmi þess, hve mikil vaxtabyrðin er hjá sumum fyrirtækjum, er það, að vaxtagreiðslur Áburðarverksmiðju rikisins námu hærri upphæð á siðast liðnu ári heldur en allar kaupgreiðslurnar. Mörg svipuð dæmi mætti nefna. Slikum dæmum mun þó enn fjölga vegna siðustu kjarasamninga, þar sem fyrirtækin þurfa að auka rekstrarfé, og vaxtagreiðslurnar munu hækka i samræmi við það. Þegar þessi mál eru ihuguð, dugir ekki að horfa á eitthvert meðaltal vaxtagreiðslna hjá fyrirtækjunum, eins og hagfræðingum hættir til að gera, þvi að mörg fyrirtæki greiða litla vexti og lækka þannig meðaltalið. Það verður einkum að lita á fyrirtækin, sem þurfa að greiða mikla vexti, enda eru það þau, sem standa höllustum fæti, og það er vegna þeirra, sem efnahagsráðstafanir eins og gengisfellingar eru gerðar. Lækkun vaxta getur munað verulegum fjármunum fyrir slik fyrirtæki. Rökin fyrir háum vöxtum eru þau, að þeir séu nauðsynlegir vegna sparifjáreigenda. Vissulega má ekki gleyma sparifjáreigendum i þessu sam- bandi þvi að enga hefur verðbólgan leikið grálegar enþá. En háir vextir, sem t.d. leiða til meiri geng- isfellingar en ella, eru ekki i þágu sparifjáreig- enda. Ekkert leikur sparifjáreigendur verr en gengisfellingarnar. Mjög kemur þvi til álita, hvort ekki sé réttara að tryggja hlut sparifjáreigenda með nokkurri verðtryggingu, en hafa þá vextina lægri. Þetta hefur oft komið til umræðu, en ekki komið til framkvæmda, þegar sala verðtryggðra skuldabréfa er undanskilin. Það er tvimælalaust, að afkoma atvinnufyrir- tækjanna stendur ekki traustum fótum um þessar mundir. Atvinnufyrirtækin hafa tekið á sig miklar byrðar vegna hinna nýju kaupsamninga, eins og áður segir. Það hafa þau eða forsvarsmenn þeirra gert af miklum þengskap til þess að tryggja vinnu- frið og sæmileg lifskjör. Á herðum þeirra hvilir nú sá vandi, að þetta leiði ekki til hruns eða sam- dráttar i atvinnulifinu. Slik hætta vofir nú yfir. Þess vegna er það skylda rikisstjórnarinnar og Alþingis, að athugaðar verði allar leiðir, sem gætu orðið til að styrkja stöðu atvinnurekstrarins. Þar kemur endurskoðun vaxtamálanna ekki sizt til at- hugunar. Fleiri ráðstafanir koma einnig til greina. Það má ekki dragast, að slikar athuganir verði gerðar, og þar verði haft samráð við viðkomandi aðila. Eftir þvi má ekki biða, að nýtt vandræða- ástand skapist i þessum efnum, heldur þarf i tima að reyna að koma i veg fyrir það. —Þ.Þ. ERLENT YFIRLIT Karamanlis tryggir sér völd í tíu ár AAikiar deilur urðu um grísku stjórnarskrána Friörikka ekkjudrottning og Karamanlis. HINN 11. júni siðastliðinn tók ný stjórnarskrá gildi i Grikk- landi. Samkvæmt henni verð- ur Grikkland lýðveldi, og er það i samræmi við úrslit þjóðaratkvæðagreiðslu, sem fór fram siðast liðinn vetur um það, hvort Grikkir ættu að hafa konung áfram. Um 69% þeirra, sem greiddu atkvæði, voru andvigir konungdómi, Eitt helzta deiluefnið i sam- bandi við nýju stjórnarskrána var valdsvið forsetans. Kara- manlis forsætisráðherra vildi hafa forsetann valdamikinn, en stjórnarandstæðingar voru andvigir þvi. Stefna Kara- manlis varð ofan á, enda hefur flokkur hans meira en tvo þriðju hluta atkvæða á þingi. Harðastar urðu þó deilurnar um það, hvernig haga skyldi forsetakjöri, ef forseti létist eða forfallaðist, áður en kjör- timabili hans lyki. Stjórnar- andstæðingar vildu, að ný- kjörinn forseti sæti aðeins þann tima, sem væri eftir af kjörtimabili fráfarandi for- seta, en Karamanlis knúði fram, að hinn nýi forseti sæti heilt kjörtimabil, eða i fimm ár. Svo harðar urðu deilurnar um þetta atriði, að allir þing- menn stjórnarandstöðuflokk- anna gengu út i mótmæla- skyni, eftir að breytingatil- laga við þetta ákvæði hafði verið felld, og tóku ekki þátt i afgreiðslu málsins eftir það. Alls voru 92 þingmenn fjar- verandi við lokaafgreiðslu málsins, en þingmenn eru alls 300. Þingmenn stjórnarand- stöðunnar, þ.e. Miðflokksins, jafnaðarmanna og tveggja kommúnistaflokka, eru samanlagt 84, en auk þess voru fjarverandi i mótmæla- skyni átta þingmenn stjórnar- flokksins. Stjórnarskráin var samþykkt með 208 atkvæðum. 1 þingkosningum á siðastliðnu hausti fékk flokkur Karaman- lis 216 þingmenn kjörna, enda þótt hann fengi ekki nema 55% greiddra atkvæða. 1 kosning- um, sem hafa farið fram siðan hefur flokkur Karamanlis misst fylgi. Næststærsti flokk- urnn er Miðflokkurinn, undir forustu George Mavros, sem var utanrikisráðherra i fyrstu stjórn Karamanlis eftir að herforingjastjórnnni var steypt af stóli. Mavros hafði forustu i baráttu stjórnarand- Stæðinga gegn umræddu ákvæði stjórnarskrárinnar. ASTÆÐAN til þess, að umrætt ákvæði stjórnarskrárinnar sætti slikri mótspyrnu, er ekki sizt sú, að stjórnarandstæð- ingar þóttust sjá, að með þessu væri Karamanlis að tryggja sér völd næstu 10 árin. Það væri ætlun hans að láta nú kjósa forseta, sem eins konar verkfæri hans, og láta hann svo segja af sér, rétt áður en kjörtímabili núverandi þings lýkur, eða á siðari hluta árs 1979. Þá ætli Karamanlis að láta kjósa sig forseta og gegna embættinu næstu fimm ár. Með þessum hætti væru völd Karamanlis tryggð i 10 ár. Val hins nýja forseta, sem fór fram i þinginu siðast liðinn fimmtudag, þykir styrkja þetta álit. Fyrir valinu varð Konstantin Tsatsos, sem var forseti þingsins og er Kara- maniis mjög handgenginn. Tsatsos, sem er 76 ára gamall, nýtur einkum álits sem rithöf- undur, og mun hann hafa átt meiri þátt i þvi að móta orða- lag hinnar nýju stjórnarskrár en nokkur maður annar. Tsat- sos, sem hlaut meira en tvo þriðju hluta greiddra at- kvæða, vann embættiseið sinn næsta dag. Samkvæmt hinni nýju stjórnarskrá er forsetinn þingkjörinn og verður að fá meira en tvo þriðju hluta greiddra atkvæða, en flokkur Karamanlis hefur nú, eins og áður segir, 216 þingmenn af 300 alls. SAMKVÆMT nýju stjórnar- skránni verður forsetinn mjög valdamikill. Hann velur for- sætisráðherra og getur vikið honum frá, þótt hann styðjist við meirihluta á þingi. Hann getur neitað að staðfesta lög, og hann getur takmarkað verkfallsrétt, ritfrelsi og fundahöld, ef hann telur það nauðsynlegt af öryggisástæð- um. Hann einn getur gert samninga við önnur riki. Þannig er það t.d. á valdi hans, en ekki rikisstjórnarinn- ar eða þingsins, hvort erlend- ar herbækistöðvar eru leyfðar i landinu. Hann hefur vald til að fyrirskipa neyðarástand, og getur þá farið með ein- ræðisvald i 30 daga án nokkurs samráðs við þingið. Þá getur hann rofið þingið, án þess að ráðfæra sig við rikisstjórnina. Af stjórnarandstæðingum er þvi haldið fram, að hin nýja stjórnarskrá sé ólýðræðisleg, og byggja þeir það á þvi mikla valdi, sem hún veitir forsetan- um. Karamanlis mótmælir þessu, en segir hins vegar, að það sé rétt, að hún sé miðuð við griskar aðstæður, og þær séu þannig, að forsetinn þurfi að hafa mikið vald til þess að geta gripið inn i og komið i veg fyrir stjórnleysi. öðru visi verði lýðræði ekki tryggt i Grikklandi. Það virðist augljóst, að Karamanlis hefur haft de Gaulle á margan hátt til fyrir- myndar, þegar hann setti stjórnarskrána. Þó veitir griska stjórnarskráin for- setanum öllu meira vald en franska stjórnarskráin. ANDSTÆÐINGAR Karaman- lis hafa lýst yfir þvi, að þeir muni heyja harða baráttu fyrir þvi að fá stjórnarskránni breytt. Þó munu sennilega önnur mál verða ofar á dag- skrá i Grikklandi i náinni framtið, eins og t.d. efnahags- málin og Kýpurmálið. Þá beinist nú mikil athygli að málaferlunum gegn herfor- ingjunum, sem hafa verið ákærðir fyrir valdaránið 1967, og ýmsum embættismönnum, sem störfuðu i þjónustu þeirra. Það getur haft mikil áhrif á grisk stjórnmál, hvernig þeim málum lyktar. Sennilega verða það þó efnahagsmálin, sem ráða mestu um framvinduna i Grikklandi. Þau eru þar mikið vandamál, eins og viðar. Karamanlis hefur nú sótt um fulla aðild Grikklands að Efnahagsbandalagi Evrópu, en Grikkland er nú aukaaðili. Karamanlis telur, að aðild að Efnahagsbandalaginu myndi verða efnahagslega hagstæð fyrir Grikkland, og auk þess styrkja tengslin við Vestur- Evrópu. Kýpurmálið getur valdið þvi, áð hann verði að fara gætilega i samskiptum við Bandarikin, þar sem bandarisk stjórnarvöld eru talin bera mikla ábyrgð i sam- bandi við hina misheppnuðu tilraun herforingjastjórnar- innar til að steypa Makariosi og innlima Kýpur i Grikkland. Jafnhliða þvi, sem Kara- manlis vinnur að þvi að styrkja tengslin við Vestur- Evrópu, reynir hann einnig að bæta sambúðina við Austur- Evrópu, og hefur m.a. aukið samskiptin við Búlgariu og Júgóslaviu. Karamanlis gerir sér grein fyrir þvi, að konungssinnar hafa enn veruleg áhrif i Grikk- landi, enda þótt þeir fengju ekki nema 29% atkvæða i þjóðaratkvæðagreiðslunni um konungdæmið. Hann kom þvi ákvæði inn i stjórnarskrána á siðustu stundu, að Konstantin konungur og ættmenni hans hafa fullt kjörgengi og geta m.a. gefið kost á sér við for- setakjör. Talið er, að hann hafi sætzt fullum sáttum við konungsfjölskylduna, enda þótt það væri hún, og þó fyrst og fremst Friðrikka ekkju- drottning, móðir Konstantins, sem átti mestan þátt i þvi að hann lét af völdum á sinum tima, og kaus fremur að dvelj- ast i einskonar útlegð, en að taka þátt i griskum stjórnmál- um. Nú getur hann lika haldið þvi fram. að hann hafi þá valið réttan kost. Þ.Þ.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.