Tíminn - 03.07.1975, Side 11

Tíminn - 03.07.1975, Side 11
Fimmtudagur 3. júli 1975, TÍMINN n TOTTENHAM KAUPIR CHARLIE GEORGE AAILDUDU DÓMINN YFIR LEEDS Eins og fram hefur komið, var Leeds-liðið dæmt i 4 ára keppnis- bann i Evrópukeppni vegna hegðunar áhangenda liðsins á úr- slitaleik i Evrópukeppni meistaraliða milli Bayern Miinchen og Leeds, sem fram fór i Paris. Leeds áfrýjaði dómnum og i gær var áfrýjun tekin til greina og agadómstóil UEFA mildaði dóminn, sem breytist I tveggja ára bann. Lundúnaliðið TOTTENHAM er nú búið að festa kaup á hinum umdeilda leikmanni Arsenal, undrabarninu CHARLIE George 4 CHARLIE GEORGE... til Totten- ham. — kónginum á Highbury. George, sem hefur ekki náð að festa rætur í Arsenal-liðinu frá þvi 1971 — þegar Arsenal vann „Double”, bæði deiidar -o g bikarkeppnina, skrifaði undir samning við Tottenham I gær. Tottenham keypti George fyrir aðeins 70 þús. pund, sem er hiægilegt verð fyrir jafn snjallan leikmann og Charlie George er. Það er greinilegt, að þarna hef- ur Tottenham gert góð kaup, þvi að það er ekki langt siðan George var metinn á 150 þús. pund eða meira. Tottenham-liðið er nú á höttunum eftir miðverði til að fylla upp i það skarð, sem fyrrum fyrirliði landsliðs Wales, Mike England, skildi eftir sig i Totten- ham-liðinu, þegar hann ákvað skyndlega að hætta á siðasta keppnistimabili. Lundúnaliðið hefuraugastaðá ungum miðverði i Birmingham, John Callaghan, sem það er tilbúið að kaupa. MATTHtAS HALLGRtMSSON...sést hér (t.h.) I landsleik gegn Norðmönnum 1973. Matti hefur nú leikið 32 landsleiki og þarf þvi einn landsleik til að jafna landsleikjamet Rikharös Jónssonar, Akra- nesi, — 33 landsleikir. Hvernig verður landsliðið gegn Norðmönnum skipað? Svar við spurningunni fæst í dag, þegar liðið verður tilkynnt Menn velta þvi nú fyrir sér, hvernig Islenzka Ól-lið- ið I knattspyrnu, sem leika á gegn Norðmönnum á Laugardalsvellinum n.k. mánudagskvöld, verði skipað. Ekki er við þvi að búast, að miklar breytingar verði gerðar á liöinu frá landsleikjunum gegn Frökkum og Austur-Þjóðverjum, þar sem liðiö stóö sig mjög vel þá. Tvær stöður eru nú lausar I 16 manna landsliðshópnum, þar sem Karl Hermanns- son og Asgeir Sigurvinsson geta ekki leikið meö gegn Norðmönnum. Litum aðeins á möguleika landsliðsnefndar i sambandi við valið. I stöðu markvarðar koma þrir til greina, þeir Sigurður Dagsson, Val, Arni Stefánsson, Fram, og Þorsteinn ólafsson, Keflavik. Sigurður stóð sig mjög vel i leikjunum gegn Frökkum og A-Þjóð- verjum, og þess vegna er hann efstur á blaði, en frammistaða Arna Stefánssonar hefur ver- ið mjög góð í sumar — hann hefur átt mjög góða leiki með Framlið- inu. Þorsteinn hefur átt misjafna leiki með Keflavikur-liðinu, en er I stöðugri framför. Sig- urður verður að öllum likindumvalinn,og Arni mun þá væntanlega standa við hliðina á honum. Aftasta vörnin er sjálfkjörin i liðið, og verða þeir GIsli Torfa- son, Keflavik, Jón Pét- ursson.Fram, Marteinn Geirsson, Fram, og Jó- hannes Eðvaldsson, Holbæk, i öftustu vig- linu, eins og i siðustu landsleikjum, en þeir hafa staðið sig mjög vel. Skagamennirnir Jón Gunnlaugsson og Björn Lárussonkoma helzt til greina sem varamenn fyrir vörnina, enda hafa þeir staðið sig með miklum ágætum i Akra- nesliðinu i sumar. Fróðlegt verður að vita, hvaða leikmenn landsliðsnefnd velur i stöðu tengiliða I þessum leik, fyrir þá Karl Her- mannsson, Keflavik, sem er meiddur, og As- geir Sigurvinsson, sem er ekki hlutgengur i ól- liöið, þar sem hann er atvinnumaður. Guðgeir Leifsson, Vikingi, og ólafur Júliusson, Kefla- vik, halda örugglega sætum sinum, en um hin sætin berjast þrir leik- menn — Jón Alfreðsson, Akranesi, Árni Sveins- son, Akranesi, og Hörð- ur Hilmarsson.Val. Það er ekkert vafamál, að Jón Alfreðsson hlýtur að taka stöðu Ásgeirs, og að öllum likindum verður Arni Sveinsson, sem sýndi mjög at- hyglisverðan leik gegn Færeyingum, látinn byrja inná gegn Norð- mönnum. Hörður Hilmarsson verður þá varamaður fyrir mið- vallarspilarana. í sambandi við fram- linuna eru ýmsir mögu- leikar. Elmar Geirsson, Fram, verður örugg-, lega annar miðherjinn — og sennilega Teitur Þórðarson, Akranesi, eöa Matthias Hall- grimsson, Akranesi, við hlið hans. Látum vangaveltum um valið á 16 manna hópnum lokið. Lands- liðsnefndin er að sjóða liðið saman, og verður það siðan tilkynnt á blaðamannafundi hjá KSl I dag. Árni hetja Skagamanna — sem sigruðu Keflvíkinga 2:1 í Keflavík Landsliðsmaðurinn ungi Arni Sveinsson var hetja Skagamanna i gærkvöldi, þegar þeir unnu góðansigur (2:1) yfir Keflviking- um i Keflavik. Árni skoraði sigur- mark Skagamanna- sem sýndu skemmtilegan leik, með þrumufleyg af 24 metra færi — viðstöðulaust vinstri fótar skot frá honuin söng i marki Kefl- víkinga, án þess að Þorsteinn Ólafsson markvörður ætti tök á að verja. Þetta mark er eitt það glæsilegasta sem hefur sést i is- lenzkri knattspyrnu um langan tima og var þess virði að tryggja Skagamönnum sigur. Leikurinn i gærkvöldi var mjög fjörugur og spennandi. Skaga- menn tóku völdin á miðjunni fljótlega i leiknum og sóttu ákaft að marki Keflvikinga, sem áttu góðar sóknarlotur inn á milli. Ein þeirra bar ávöxt — á 25. minútu átti Jón Ólafur Jónsson skot að marki — knötturinn skall i einum varnarmanni Skagamanna og yfir Davið Kristjánsson mark- vörð, sem var kominn út úr markinu. Staðan var þvi 1:0 fyrir Keflvikinga i hálfleik. Skagamenn héldu sókninni áfram I siðari hálfleik og þeim tókst að jafna á 28. min. — Matthias Hallgrimsson nikkaði þá knettinum fram hjá Þorsteini Ólafssyni markverði Keflvikinga, eftir sendingu frá Teiti Þórðar- syni. Siðan kom þrumufleygurinn frá Arna Sveinssyni sem tryggði Skagamönnum sanngjarnan sig- ur. STADAN Staðan er nú þessi i 1. deildar- keppni eftir leikinn i gærkvöldi: Akranes 7 4 2 1 15:7 10 Fra m 7 5 0 2 8:3 10 Valur 7 2 3 2 8:7 7 Keflavik 7 2 2 3 5:7 6 FH 6 2 2 2 6:13 6 Vestm.ey. 6 1 3 2 6:5 5 KR 6 1 2 3 2:4 4 Vikingur 6 1 2 3 2:5 4 Markhæstu menn: Guðmundur Þorbjörnss., Val 5 Matthias Hallgrimss. Akran. 5 Örn Óskarsson, Vestm.ey 4 Guðgeir fær tilboð fró Belgíu Landsliðsmaðurinn snjalli úr Viking Guðgeir Leifsson, fékk i gærkvöldi atvinnumannatilboð frá belgiska fyrstu deildar liðinu CHARLEROI sem er eitt af beztu liðum Belgiu. Félagið ætlar sér stóra hluti næsta keppnistimabil og hefur nú þegar keypt þrjá nýja leikmenn þar á meðal einn leik- mann úr Standard Liege— liði As- geirs S i g u r v i n s s o n a r . CHARLEROI hefur beðið Guð- geir að koma út 20. júli og vera með félaginu i sex-daga æfinga- búðum og siðan leika fjóra vináttuleiki gegn þekktum liðum á meginlandinu. Miklar likur eru á þvi að Guðgeir taki þessu freist- andi boði frá Belgiu. GUÐGEIR LEIFSSON.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.