Tíminn - 03.07.1975, Page 13

Tíminn - 03.07.1975, Page 13
Fimmtudagur 3. júli 1975. TÍMINN 13 Dreifarar Nýja vinnulöggjöf Landfara barst fyrir skemmstu bréf frá JÓK. Margt athyglisvert kemur fram i þvi bréfi. M.a. gerir hann vinnulög- gjöfina að umtalsefni og segir: „Launþegasamtökin tala um verkföll sem helgan rétt, og opinberir starfsmenn berjast um á hæl og hnakka og krefjast þessa helga réttar fyrir sig. Framhjá þvi verður þó ekki gengið, að þessi helgi réttur er i eðli sinu hnefaréttur. Hnefarétt- ur, sem fyrir 40-50 árum var nánast óumflýjanlegur, þegar verkafólk stóð eitt, hafði varla nokkurn rétt og varð að taka við þvi, sem skammtað var. En timarnir breytast óðfluga. Vinnulöggjöfin hefur gengið sér til húðar, og er það ein af van- rækslusyndum þings og stjórnar — já, margra rikisstjóma — að hafa ekki komið á nýrri vinnu- löggjöf, sem firrt hefði þjóðina þeirri vá, sem hún stendur nú frammi fyrir, að óprúttnir valdamenn kasta fjöreggi þjóðarinnar milli sin svo gá- leysislega, að öll þjóðfélags- byggingin riðar til falls. Alþingi hefur á undangengnum þingum talið það mikilsverðara verk- efni að gera aðför að Z-unni, eða börnum i móðurkviði, og öðrum ámóta þörfum lagasetningum, heldur en koma á vinnulöggjöf, sem þjónaði nútima þjóðfélagi og tryggði áframhaldandi frelsi og sjálfstæði þjóðarinnar, og landsmönnum öllum betri kjör og aukna hagsæld. Svo litil þjóð sem við Islendingar erum, ris ekki, til langframa, undir slikri þjóðfélagslegri óáran. Þvi er þetta mál, sem allir landsmenn eiga kröfu á að verði leyst. Frjálsan samningsrétt skal að sjálfsögðu hafa i heiðri, en beri aöilar vinnumarkaðarins ekki gæfu til að ná samkomulagi, innan ákveðins tima frá þvf, er samningúm er sagt upp, sé deil- an leyst á sama hátt og önnur deilumál — fyrir dómi. Þá leið eina hefur almenningur til lausnar sinum deilumálum, og ráði aðilar vinnumarkaðarins ekki við sinn vanda, eða finni þar ekki viðunandi lausn, verð- ur kjaradómur að koma til skjalanna, meta þau gögn, sem fyrir liggja, og fella sinn dóm. Það eitt er lýðræði og firrir vandræðum. Verkföll valda jafnan óbætanlegu tjóni, bæði launþegum og allri þjóðarheild- inni, og eiga þvi að heyra fortið- inni til. Núverandi rikisstjórn, með sinn mikla þingmeirihluta, á að láta það verða sitt fyrsta verk, á komandi þingi, að leggja fram frumvarp til nýrrar vinnulög- gjafar. Það væri eitt mesta happaverk öldum og óbornum, ef vel tækist til. Auðvitað myndi stjórnarandstaðan og allskonar launþegaforingjar öskra og ólátast, og nota óspart hin ljót- ustu orð, en slíkt er ekki þjóð- hættulegt, og gengur yfir, en all- ur almenningur myndi fagna og sjá fram á stöðugan vinnufrið, sem allir þrá, og um leið aukna hagsæld, sem allir sækjast eft- ir.” Nót frá Bergen Candyvélar les Hestar til Hamborgar ókkassa sendingar Kýr til Tripoli Vikulegar ferðir frá meginlandi Evrópu* Viö fermum úr vöruhúsúm okkar í Alaborg og Rotterdam - og losum vikulega í Reykjavík. Þú beinir vörusendingum þínum þangað - og viö tökum þær heim. Svona einfalt er það. Flutningakerfi okkar getur reyndar annast vörurnar frá framleiðanda á megin- landinu - og heim til þín. Vörurnar koma þá til okkar í Alaborg eða Rotterdam, með bílum, eða lestum. Það er fljótlegt og ódýrast. Heila farma (13.5 tonn) sækjum við á þann flugvöll, sem best hentar hverju sinni. 35 leiðandi fyrirtæki flytja nú að staðaldri vörur til íslands með flugvélum Iscargo. Er þitt eitt þeirra? Ef ekki, hringdu þá og fáðu nánari upplýsingar. ISCARGO Reykjavíkurflugvelli Símar: 10541 og 10542 Telex: 2105 ISCARGO ^lscargo flýgur leiguflug og sdmeinar margdrsmd'dr og stórar sendingar í hverri ferð. I I I I I I I I n i i i ■0 □PEL Seljum í dag: 13 CHEVR0LET GMC TRUCKS 1974 Willys jeppi með blæju. 1974 Chevrolet Impala. 1974 Chevrolet Nova. 1974 Chevrolet Vega. 1974 Ford Cortina 1600 XL. 1974 Toyota Mark II 2ja dyra hard top. 1974 Ford Bronco al-sport V8 sjálfskiptur með vökvastýri. 1974 Chevrolet Nova. 1973 Opel Cadett. 1973 Chevrolet Malibu. 1973 Volkswagen 1300 1973 Vauxhall Viva de luxe 1972 Opel Rekord station. 1972 Vauxhall Viva station. 1972 Oldsmobile Cutlass. 1972 Toyota Mark II. 1972 Toyota Carina. 1972 Chevrolet Nova 2ja dyra sjálfskiptur með vökvastýri. 1971 Chevrolet Blazer V8 sjálfskiptur með vökvastýri. 1971 Vauxhall Viva. 1971 Hillmann Hunter. 1970 Opel Caravan. 1970 Opel Rekord 2ja dyra. Samband Véladeild 3 SIMI 38900 Nýtt forlag Um siðustu áramót var nýtt bókaforlag stofnað á Akureyri. Að stofnuninni stóöu nokkrir einstaklingar, verkamenn og námsfólk. Forlagið er ekki háð neinum samtökum hvað snertir skipulag, en hefur að markmiði útgáfu sósialiskra fræðirita, alþýðubókmennta og annars rót- tæks efnis. Nafn þess er OKTÓBER-forlagið. Forlagið hefur þegar gefið út þrjú rit. Fyrsta ber að telja bókina Baráttuleið alþýðunnar. Er þar um að ræða almenna pólitiska stefnu og þjóðfélagssýn Einingarsamtaka kommúnista (marx-leninista) Hin ritin tvö er ,, Ályktanir og samþykktir stofnþings EIK(m-l) og svo ályktanir og samþykktir fyrsta sameiginlega þings norrænna marx-lenlnista frá janúar 1975. Nokkur umsvif eru fyrirhuguð frá og með sumrinu að telja. Alls eru sjö bækur á útgáfulista Október. Hvað forvitnilegastar eru þar tvær bækur, ljóð Ho Chi Minh úr fangeldisdvöl hans og lýsing Jan Myrdal á kinversku samfélagi — Kina, byltingin heldur áfram. Þá er og áformað að gefa út rit um afstöðu kommúnista til Stalins og þróunar Sovétrikjanna, itarlega greiningu á Sovétrlkjunum og Kina, rit um vinstri róttækni og islenzka þjóðfélagsgerð að ógleymdum Leninismanum eftir J.V. Stalin. 1 haust kemur svo bók um afstöðu sósialista til þing- ræðisbaráttu. JM' a TGAj _____________ LANDVERND

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.