Tíminn - 04.07.1975, Blaðsíða 2
TÍMINN
Föstudagur 4. júli 1975.
Alfreð Þorsteinsson í borgarstjórn:
Órökstuddar dylgjur
um Breiðholtsbúa
JG RVK. A fundi i borgarstjórn
Reykjavikur i gær kvaddi Alfreð
Þorsteinsson, borgarfulltrúi (F)
sér hljóös og gerði að umtalsefni
skýrslu félagsráðgjafa um Breið-
hortshverfið i Reykjavik. Taldi
borgarfulltrúinn að i skýrslunni
kæmi fram mjög furðuleg afstaða
til Breiðholtshverfis, þar eð fbú-
um hverfisins eru gefnar ein-
kunnir, sem virðast ekki i neinu
samræmi við neitt sem áður hefur
verið talið um almennibúðah'erfi
i höfuðborginni.
Ræðumaður mælti m.a. á þessa
leið:
„Astæðan til þess að ég kveð
mér hljóðs utan dagskrár er sú,
að mig langar til að vekja athygli
á skýrslu, sem isl. félagsráðgjaf-
ar lögðu fram á norrænu þingi fé-
lagsráðgja-fa, sem hér var haldið
fyrir skemmstu. Þessi skýrsla
fjallar um Breiðholtshverfi og
ibúa þar.
Enda þótt ýmislefJt megi til
sanns vegar færa I þessari
skýrsluþá er ég vist ekki einn um
að vera undrandi á þeirri nei-
kvæðu afstöðu til Breiðholts-
hverfis og ibúa þess, sem þarna
kemur fram. Sérstaklega á þetta
við um ibúa Fella- og Hólahverf-
is.
Til að mynda er eftirfarandi
tekið upp úr skýrslu félagsráð-
gjafanna:
„Meðal húsmæðra í hverfinu,
sem eru heima allan daginn, er á-
fengisnotkun og notkun lyf ja — en
átt er við fiknilyf — meiri en búizt
hafði verið við, sérstaklega á
þetta við i suðurhluta hverfisins."
Þessi skýrsla er samin af fé-
lagsráðgjöfum, sem eru starfandi
hjá Félagsmálastofnun Reykja-
vikurborgar, a.m.k. einhverjir
þeirra. — Mér vitanlega hefur
aldrei farið fram könnun á þess-
um málum i hverfinu. Ég verð þvi
að segja — og er ekki einn um það
— að ég lit á þetta framlag is-
lenzku félagsráðgjafanna sem ó-
rökstuddar dylgjur um ibúa
hverfisins. Ennþá alvarlegri eru
þessi ummæli fyrir þá sökað þau
koma frá félagsráðgjöfum, sem
treysta verður að viðhafi heiðar-
leg vinnubrögð.
Það eru mörg önnur atriði i
þessari skýrslu, sem fróðlegt
væri að ræða um, — til að mynda
staðhæfingar um, að fólk vilji
ekki búa i Breiðholtshverfi III, og
að fólk, sem nú býr þar, vilji
flytja sem skjótast i burtu.
Ég átta mig ekki almennilega á
þvi, hvaða tilgangi staðhæfingar
eins og þessar þjóna. Það er jú
staðreynd, að margt er ógert af
hálfu Reykjavikurborgar i Breið-
holti. Um ástæðuna þarf ekki að
fjölyrða. Borgarfulltrúar minni-
hlutaflokkanna hafa lagt áherzlu
á að framkvæmdum verði hrað-
að, en vitaskuld verður ekki
meira framkvæmt en efni leyfa
hverju sinni.
Það er ekkert nýtt, að fram-
kvæmdir af hálfu opinberra aðila
séu á eftir i nýjum hverfum.
Þannig hefur það alltaf verið. Og
það er erfitt að átta sig á þvi,
hvers vegna fólki i Breiðholts-
hverfum er hættara við þvi að
verða áfengissjúklingar eða
fiknilyfjaneytendur en t.d. ibúum
Kópavogs, Oarðahrepps og Norð-
urbæjarins 1 Hafnarfirði. Allir
þessir staöir hafa byggzt upp með
lágmarksþjónustu af hálfu við-
komandi bæjar- og sveitarfélaga.
Mé'r vitanlega eiga ibúar þessara
hverfa ekki við nein þau vanda-
mál að striða, sem sagt er að
hrjái Breiðholtsbúa. Ekki þar
fyrir: oft hefur verið talað I frem-
ur niðrandi tón um ný hverfi, sem
eru að byggjast. Slíkt gerðist t.d.,
þegar Árbæjarhverfið var að
byggjast upp.
Ég sé ekki ástæðu til að fjölyrða
um þessa skýrslu, en vildi vekja
athygli á þessu hér, sökum þess
að það eru félagsráðgjafar starf-
andi hjá Reykjavíkurborg, sem
standa að þessari skýrslu, og
birtur hefur verið útdráttur úr
henni i fjölmiðlum.
Ég mun óska eftir skýringum
félagsmálastjóra á þessari
skýrslugerð: M.a. á þvi, hvort
hún hafi verið unnin að beiðni
hans eða félagsmálaráðs. Enn-
fremur mun ég óska eftir þvi, að
viðkomandi félagsráðgjafar leggi
fram gögn i málinu.
En almennt hef ég það að segja
um þetta mál, að ég harma, að ó-
rökstuddar dylgjur um ibúa fjöl-
menns hverfis skuli birtast með
þessum hætti. Ef um félagsleg
vandamál er að ræða i Breið-
holtshverfum, þá hygg ég, að þau
verði sizt af öllu leyst með fram-
lagi af þessu tagi.
Miklar umræður urðu um mál-
ið. Til máls tóku Þorbjörn
Broddason (Ab), Markús Orn
Antonsson (S), Albert Guð-
mundsson (S), Elin Pálmadóttir
(S) og Magnús L. Sveinsson (S).
Tóku allir þessir borgarfulltrúar
undir gagnrýni Alfreðs Þorsteins-
sonar.
Konungborið fólk þarf vlða að drepa niöur fæti I krafti embættis slns og á það ekki slzt við um kon-
ungsfjölskylduna, eða öllu heldur drottningarfjölskylduna brezku en aðrar. Nauðsyn ber þvl til að
hafa yfir að ráða myndarlegum flota farartækja — þar á meðal flugvéla.
Vélin á myndinni er einmitt ein af vélum brezku krúnuættarinnar, og var myndin tekin á Reykja-
vfkurflugvelli I gær. Ekki hafði hún innanborös neinn meðlim ættarinnar, en engu að slður þótti ekki
óhætt annað en að setja lögregluvörð við hana.
Vélin er af gerðinni AVRO 748 og með henni komu hingað nlu flugmenn úr brezka flughernum, sem
væntanlega halda aftur héðan á morgun.
LOGREGLAN LEITAR AÐ ÞRIGGJA
BARNA AAÓÐUR ÚR HAFNARFIRÐI
— sást síðast í Glæsibæ á sunnudagskvöldið
H.V.—Reykjavík. —Rannsóknar-
lögreglan I Hafnarfirði leitar nú
32ja ára gamallar konu, Sólveig-
ar Friðfinnsdóttur, til heimiiis að
Herjólfsgötu 14, Hafnarfirði, en
hennar hefur verið saknað siðan á
sunnudagskvöld slðast liðið.
Sólveig er 162 sm á hæð, með
áberandi ljóst, axlasltt hár og er
henni lýst sem mjög laglegri
konu. Þegar slðast sást til henn-
ar, var hiín klædd svörtum síð-
buxum, svartri rúllukragapeysu,
bleikri blússu utanyfir peysunni
og I svörtum skinnjakka. Hún var
i háum, svörtum ieðurstigvélum
og með svarta tösku. Þeir sem
orðið hafa Sólveigar varir, siðan
á sunnudagskvöld, eru beðnir að
hafa þegar samband við
rannsóknarlögregluna i Hafnar-
firði.
Síðast er vitað um Sólveigu
laust eftir miðnætti á sunnu-
dagskvöld, en þá sást hún yfir-
gefa veitingahúsið Glæsibæ i
fylgd með dökkhærðum manni,
sem talinn er vera um þrítugt.
Sjónarvottar lýsa honum sem
áberandi myndarlegum manni,
og að minnsta kosti einn þeirra
telur sig hafa séð hann nokkuð oft
á skemmtistöðum borgarinnar.
Eru það tilmæli lögreglunnar i
Hafnarfirði, að maður þessi gefi
sig fram við hana hið fyrsta.
Talið er að Sólveig og sam-
fylgdarmaður hennar hafi farið
frá Glæsibæ i leigubifreið, og lög-
reglan i Hafnarfirði óskar
eindregið eftir að ná sambandi
við leigubifreiðarstjóra þann,
sem kann að hafa ekið þeim.
Sólveig mun ekki hafa komið til
heimilis sins siðan á föstudags-
kvöld, en í gær gaf sig fram við
lögregluna leigubifreiðarstjóri,
sem ök henni um klukkan tvö á
sunnudag, ásamt tveim karl-
mönnum, að Bergþórugötu 2, i
Reykjavik. Hefur lögreglan
einnig hug á að ná samandi við þá
menn.
Sami bifreiðarstjóri ók siðar
Sólveigu einni að Glæsibæ, þar
sem hún var i' félagsskap kunn-
ingja sinna um kvöldið.
Sólveig er íráskilin, þriggja
barna móðir, og er hið elzta
þeirra 13 ára gamalt.
Engar
ákvarðanir
teknar
a
fundi
landhelgis-
nefndar
FB-Reykjavík Landhelgis-
nefnd kom saman til fundar
og ræddi fyrirhugaða út-
færslu landhelginnar. Engar
ákvarðanir voru teknar á
þessum fundi, en fyrir-
hugaðir eru áframhaldandi
fundir, þótt ekki hafi næsti
fundur verið boðaður.
Myndin var tekin á fundi
nefndarinnar i gær, og eru á
henni Hans G. Andersen
(f.v.), Þórarinn Þórarins-
son.Lúðvik Jósefsson, Geir
Hallgrimsson, Einar Agústs-
son, Matthias Bjarnason,
Benedikt Gröndal, Karvel
Pálmason og Guðmundur
Benediktsson. (Timamynd
Róbert)
LEIKHUSGESTIR HJA L.R. A
SÍÐASTA LEIKÁRI UM FJÓRÐ-
UNGUR ÍBÚAFJÖLDANS
Leikfélag Reykjavikur lauk leik-
árinu að þessu sinni með sýningu
á Dauðadansi eftir Strindberg á
Akureyri. AIIs urðu sýningar fé-
lagsins 220 og áhorfendur að þeim
alls 54.000, eða um fjórðungur
ibúafjölda landsins. Ahorfendur
eru nokkru Heiri I ár en I fyrra, en
þá komu um 48.000 manns I leik-
húsið. Þessi leikhúsaðsókn er ein-
staklega góð þegar miðað er við
að leikárið hófst mánuði slðar i
haust er leið en venja er til.
Nfu verk voru á verkefnaskrá
Leikfélagsins i vetur, ef með er
talin fjáröflunarsýning leikhús-
byggingarinnar, Húrra Krakki,
sem sýndur hefur verið i Austur-
bæjarbiói. Fimm verkefni voru
frumsýnd á leikárinu, en 4 verk
voru tekin upp frá fyrra ári.
Eitt verkefni leikhússins er orð-
iö öðrum frægara hvað aðsókn
snertir, Fló á skinni, sem á þessu
leikári sló öll met, hefur verið
sýnd 269 sinnum og áhorfendur
eru orðnir nærri 60 þúsund.
Fastráðið starfsfólk Leikfé-
lagsins er nú 34, þar af 17 leikar-
ar, en alls voru um 90 manns á
launaskrá félagsins i vetur.
Æfíngar hófust i vor á tveimur
verkefnum, sem frumsýnd verða
I haust. Fyrsta frumsýningin
verður væntanlega um miðjan
september á nýju leikriti eftir
Jónas Árnason. Það er gaman-
leikur, sem snertir mannlegar og
þjóðfélagslegar samvizkuspurn-
ingar. Verkið hefur hlotið nafnið
Skjaldhamrar, leikstjóri er Jón
Sigurbjörnsson.
Næsta verkefni, sem þegar er
byrjað að undirbua verður helgað
kvennaári og verður frumsýning-
in væntanlega i október.
Fjölskyldan verður aftur á ferðinni á sviði Iðnó að hausti.