Tíminn - 04.07.1975, Blaðsíða 3

Tíminn - 04.07.1975, Blaðsíða 3
Föstudagur 4. júli 1975. TÍMINN VISINDAMENN RANNSAKA FJÖLSKYLDULÍF OG HEILSUFAR SJÓMANNA öllum er ljóst, að sjómanns- starfið er erfitt og reynir á and- legt og likamlegt þrek þeirra, sem þa6 stunda. Starfinu fylgja einnig langvinnar fjarvistir frá heimili, svo að fjölskyldullf sjó- manna hlýtur aö verða með nokkrum öorum hætti en al- mennt gerist. Nýlega var fjór- um visindamönnum veittur styrkur úr Visindasjóoi til frum- rannsóknar á heilsufari og fjöl- skyldullfi sjómanna, ao upphæö kr. 460 þúsund, en styrkurinn er frá báöum deildum Visinda- sjóðs, 310 þúsund úr Raun- visindadeild og 150 þúsund úr Hugvisindadeild. Þeir sem að rannsókninni standa eru Tómas Helgason prófessor, Gylfi Asmundsson dósent, Þorbjörn Broddason lektor og Haraldur Ólafsson lektor. Tilgangur rannsóknarinnar er að afla upplýsinga um heil- brigðisástand sjómanna og fjöl- skyldna þeirra og reyna að finna þá þætti I starfi þeirra og starfsaðstöðu sem hafa áhrif á heilsufar og fjölskyldulíf. í mannfjöldaskýrslum kemur fram að sjómenn eru hlutfalls- lega miklu yngri en aðrir þátt- takendur i atvinnulifinu. Hjá sumum útgerðarfyrirtækjum eru einnig fyrir hendi upp- lýsingar um að mannaskipti á skipunum eru mjög tið, einkum meðal háseta. Hér á landi hefur sjóslysa- nefndsafnað skýrslum um slys- farir á sjó á undanförnum ár- um. Kemur það fram, að þær eru mjög tiðar. Erlendar rannsóknir hafa einnig sýnt að dánartala sjómanna er heldur hærri en annarra og tiðni sumra sjiikdóma er mun meiri meðal þeirra en almennt gerist. Þær erlendar rannsóknir sem gerðar hafa verið, hafa þó fyrst og fremst verið gerðar á farmönn- um, en litið er vitað um heilsu- far hjá sjómönnum sem stunda fiskveiðar annað en það, sem læknar hafa á tilfinningunni Ur starfsreynslu sinni. Er augljóst að mikil þörf er á þvi á Islandi að framkvæma athugun á heilsufari þeirra, sem fiskveið- ar stunda og hvað gera megi til þess að bæta það. Ekki er vitað um neina rannsókn á fjölskyldulifi sjó- manna eða heilsufari fjöl- skyldna þeirra nema eina rannsókn sem framkvæmd var i Noregi fyrir 20 árum á þroska 40 sjómannsbarna. Ef takast mætti að finna til- tekna þætti i starfi eðastarfsað- stöðu sjómanna á fiskiskipa- flotanum, sem hafa óæskileg áhrif á heilsufar þeirra eða fjöl- skyldulíf og bæta mætti úr, gæti það orðið til að draga úr örum mannaskiptum á fiskiskipa- flotanum og til þess að gera mönnum kleift að stunda fisk- veiðar lengur. Verði ekki úr bætt er nauðsynlegt að taka tillit tilþessara atriða i sambandi við mótun á fullorðinsfræðslu sjó- manna til undirbúnings þvi, að þeir geti tekið að sér önnur störf, ef þeir þurfa eða óska eftir aö hætta sjómennsku. Áður en hafin er vlðtæk rannsókn á þessu verkefni er nauðsynlegt að framkvæma frumathugun til þess að reyna aðferðir og ef til vill til þess að finna sérstök vandamál eða sér- staka áhættuþætti eða streitu- valda I starfinu. Ætlunin er að framkvæma þessa athugun i náinni sam- vinnu við sjómenn og litgerðar- menn og hafa Sjómannasam- bandið og Félag Islenzkra botn- vörpuskipaeigenda tilnefnt sinn aðilann hvor til þess að taka þátt I undirbúningi og skipu- lagningu þessarar frumathug- unar. Sjómannasambandið hefur tilnefnt Guðmund Hallvarðsson og Félag Islenzkra botnvörpuskipaeigenda hefur tilnefnt Vilhelm Þorsteinsson. I þessu sambandi er rétt að skýra frá þvíað samvinnunefnd Norrænna læknisfræði- rannsóknaráða gekkst fyrir ráöstefnu I Osló 16. og 17. jUnl s.l. til þess að fjalla um læknis- fræðilegar rannsóknir og læknisþjónustu fyrir sjómenn. 1 þessari ráðstefnu tóku þátt full- trUar sjómanna og útgerðar- manna auk rannsóknamanna sem voru læknar, sálfræðingar og félagsfræðingar. Þar var fjallað um frumlæknisþjónustu fyrir sjómenn, heilsufræði fyrir sjtímenn, starfsaðstöðu og vinnuanda, heilsufar og fjöl- skyldullf, sérstök rannsókna- verkefni s.s.áhrif hávaða, lofts- lagsbreytinga, vaktavinnu og hverjar væru algengustu slysa- orsakir og hvernig mætti fyrir- byggja slys. Þá 'var einnig fjallað um skráningu veikinda- tilfella og dauðsfalla og hvaða heilbrigðiskröfur ætti að gera til þeirra, sem réðust til sjós. Ráð- stefnan var haldin fyrir tilstyrk heilbrigðis- og félagsmála- nefndar Norðurlandaráðsins og I framhaldi af fyrirspurn um rannsóknir á heilsufari sjó- manna,sem kom fram i Norður- landaráðinu fyrir nokkrum ár- um. A ráðstefnunni voru menn sammála um nauðsyn þess að bæta frumlæknisþjónustu við sjómenn á hafi Uti og nauðsyn á að bæta kennsluna i heilsufræði við' sjómannaskólana þannig að hægara yrði að veita hjálp I viðlögum um borð og að gefa upplýsingar og sækja ráð með fjarskiptum. Þá voru menn einnig ásáttir um nauðsyn þess að hafa góða skrásetningu á veikindum og dauðsföllum með- al sjómanna til þess að fá örugga þekkingu á hvaða sjUkdómar væru algengastir og hvar helzt þyrfti að beita fyrir- byggjandi aðgerðum. Einnig urðu menn ásáttir um nauðsyn þess að samræma þyrfti heilsu- fræðikennsluna og heilbrigðis- þjónustuna á milli Norðurland- anna að svo miklu leyti sem unnt væri og að nauðsynlegt væri að frá .ikvæma sam-nor- rænar rannsóknir á ýmsu sem varðaði vinnuaðstöðu, félags- leg- og heilsufarsleg vandamál sjómanna sjálfra og fjölskyldna þeirra. Var i þessu sambandi bent á ým s verkefni sem taka þyrfti upp til nánari rannsóknar svo sem áhrif hávaða, titrings, veðurfars, vaktaskipta og hinna sérstöku félagslegu aöstæðna sem sjómannsstarfinu fylgja á heilsufar sjómanna og fjöl- skyldna þeirra. Af Islands hálfu töku þátt I þessari ráðstefnu ólafur Bjarnason próféssor, Tómas Helgason prófessor, Þorbjörn Broddason lektor og Guðmund- ur Hallvarðsson, fulltrúi Sjó- mannasambands tslands. Ætlunin var að Vilhelm Þor- steinsson fulltrúi Félags is- lenzkra botnvörpuskipaeigenda tæki einnig þátt i ráðstefnunni, en vegna starfa i samninga- nefnd gat hann ekki komið þvl við. Guðmundur Hallvarðsson og Tómas Helgason fluttu fram- söguerindi á ráðstefnunni um sjómannsf jölskylduna og heilsufar sjómanna og sjó- mannafjölskyldna. Auk ofangreindra, vinna Haraldur ólafsson lektor og Gylfi Asmundsson dósent að þessum rannsóknum. FYRSTA UTIBÚ RANNSÓKNA- STOFNUNAR FISKIDNAÐARINS OPNAÐ Á ÍSAFIRÐI gébé-Rvík. —Rannsóknarstofnun fiskiðnaðarins hefur nú opnað sitt fyrsta útibú, en það er á lsafirði. Lýsti Matthlas Bjarnason heilbrigðisráðherra yfir form- legri opnun útibúsins sl. miðvikudag. Fyrst um sinn munu aðeins fara fram ýmsar efna- fræðilegar rannsóknir á fsafirði, en seinna meir er áætlað að þar starfi einnig gerlafræðingur. tJtibúið er til húsa I húsakyiinuin Vestra h.f. á Isafirði, en það er um 170 fermetrar. For- stöðumaður hefur verið ráðinn, og er hann Jón Jóhannesson efna- verkfræðingur. Margir voru viðstaddir opnunina, þar á meðal Björn Dagbjartsson, forstöðumaður Rannsóknastofnunar fisk- iðnaðarins, Einar B. Ingvarsson aðstoðarmaður ráðherra, en fyrir hönd bæjarstjórnar tsafjarðar tók til máls Jón ölafur Þórðarson varaforseti bæjarstjórnar. Kostnaðurinn við að koma upp hUsnæði fyrir Utibú Rannsókna- stofnunar fiskiðnaðarins nam fimm milljónum króna. Kostn : aðurinn og almennur rekstur þess er að öllu leyti kostað af almanna fé, en á þingi s.l. vetur, var gerð sú lagabreyting að tilhlutan ráðherra, að kostnaðurinn væri allur greiddur af almanna fé. Þeir sem koma með fisk eða annað til rannsóknar i Utibúið þurfa að greiða litillega fyrir þjónustuna. I UtibUinu munu fara fram alhliða fiskrannsóknir bæði á nýveiddum fiski og fiski i vinnslu. Eins og áður segir er þetta fyrsta UtibU sem Rannsókna- stofnun fiskiðnaðarins opnar formlega, en i Vestmannaeyjum, er þó hliðstæð starfsemi, sem er kostuð að öllu leyti af fiskvinnslu- stöðvunum þar, en Rannsókna- stofnun fiskiðnaðarins leggur til forstöðumanninn og fylgist með öllum rannsóknum, sem þar fara fram. — t framtlðinni er áætlað að koma upp fleiri slíkum UtibUum Uti á landi, sagði Matthlas Bjarnason ráðherra, en Hafrann- sóknastofnunin er með eitt UtibU á HUsavik og er i ráði að það næsta verði á Suðurlandi. Aðalvanda- málið i sambandi við þessi útibU, er að mikill skortur er á gerla- fræðingum, og er þvi enn óráðið hvenær t.d. á tsafirði, gerla- fræðirannsóknir geti farið þar fram, meðan ekki fæst neinn gerlaf ræðingurinn. Hárþurrkur í sundlaugunum tþróttaráð Reykjavikur hefur samþykkt, að hárþurrkur verði settar upp i búningsherbergi kvenna i sundlaugunum i Laugar- dal. Það er fyrirtækið Stáltæki hf., sem óskaði eftir þviaði'áaðsetja upp mynthárþurrkur i búnings- herbergin og hefur iþróttaráð nU samþykkt að gera tilraun með þessa þjónustu. Fjórir vlsindamenn hygg'jast hefja rannsókn á heilsufari sjómanna og f jölskyldulifi þcirra. Fá störf eru erfiðari en sjómannsstarfið, og þeir eru langdvölum fjarri fjölskyldum slnum. ðvíkingar tortryggja sjálfvirka símann hG-SUðavik. Vandræðaástand rikir nú i simamálum hér I Súða- vlk, og sama ástand virðist vera á isafirði. Súðvikingar hafa orðið að biia við það, um skeið, að þó að hringt sé milli húsa innanbæjar, eða jafnvel annars staðar frá, þá slitnar sambandið hvað eftir annað, um leið og sá sem hringt er til, tekur upp tólið. Eru menn ekki i vafa um, að þessar hringingar koma inn á teljara sjálfvirku stöðvarinnar. Hér rikir mikil óánægja með þetta ástand, og finnst mörgum, að ef viðgerðaþjónusta Land- simans væri eins góð og innheimtan, þá væri allt I bezta lagi. Simalinur eru hér að flækjast fyrir fótum manna við sum hUsin, og þess vegna er enginn hér hissa á þvi, hvernig komið er, eða þótt sjálfvirka teljarakerfið sé tortryggt. Þó hefur keyrt um þverbak siðustu sólarhringa, þegar sam- band næst, þó það sé gegnum miðstöð, þá er ekki hægt að tala nema i lotum, þvi sambandið slitnar alltaf — ef ekki alveg, þá rofnar það, og kemur siðan aftur eftir stutta stund. Dæmi um þetta er, að þegar fréttaritari Timans i SUðavik þurfti að ná sambandi við frakvæmdastjóra blaösins i Reykjavik á miðvikudag, var engin; leið að skilja hvað sagt var, en þegar báðir höfðu reynt bæði i sjálfvirka simanum og gegnum simstöðvar á tsafirði og i SUðavik i heilan sólarhring, náði fréttaritarinn loksins sambandi sem hélzt, en þó heyrðist ekki i honum nemá öðru hverju. Kópavogsþjófarnir játa fjölda annarra innbrota H.V. Reykjavlk. Piltarnir þrir, sem brutust inn I bæjarskrif- stofurnar I Kópavogi fyrirnokkru, og stálu þaðan um 1300 þúsund krónum ipeningum.hafa nii játað á sig fjögur innbrot til viðbótar— þar á meðal innbrot I skipasmiða- stöðina Stálvik siðast liðinn vetur þar sem stolið var um 50.000 krónum I peningum og rúmlega 700.000 króna verðmætum I ávisunum og vlxlum. Piltarnir játuðu innbrot þetta við yfirheyrslur hjá rannsóknar- lögreglunni i Kópavogi, og enn fremur innbrot i ibUðarhUs I Garöahreppi, þar sem engu var stolið, innbrot I verzlunina örnólf I Reykjavlk fyrir nokkru, og enn fremur innbrot I skrifstofu prent- smiðjunnar Eddu. Piltarnir voru, sem kunnugt er, dæmdirialltaðl4daga varðhald, vegna innbrotsins i bæjarskrif- stofurnaríKópavogi,ogernú tæp vika eftir af þeim tima. SAMNINGAR TOKUST VIÐ SIGÖLDUMENN ASÍ-samkomulagið haft til hliðsjónar í samningunum FB-Reykjavlk. Samningar hafa tekizt milli starfsmanna við Sig- öldu og Energoprojekt. Tókust samningar eftir 40 stunda sátta- fund, sem lauk snemma I gær- morgun. Samningarnir eru sam- svarandi samningum ASt og VSI, og gildir sama krónutala og þar var. Hins vegar er tekið tillit til þess I samningunum að vinnu- staður Sigöldu manna er ærið af- skekktur og einnig er þar sérstakt tillit tekið til óþrifalegrar vinnu, ogfámenn, er hana vinna, heldur meiri hækkun en aðrir. Alls vinna við Sigöldu nokkuð á sjöunda hundrað manns, og verða samningarnir bornir upp og greidd um þá atkvæði I alls- herjaratkvæðagreiðslu á mánu- daginn. Ný stjórn í Neyt- endasamtökunum Nýlega var haldinn aðalfundur Neytendasamtakanna. Formaður samtakanna Guðmundur Einars- son gaf skýrslu fyrir siðasta starfsár. Reikningar samtakanna voru lagðir fram. Kjörin var ný stjórn, enhanaskipa: Sigurður P. Kristjánsson, formaður, Gunn- laugur Pálsson, varaformaður, Eirika A. Friðriksdöttir, gjaldkeri, Anna Gisladóttir, rit- ari, Guðmundur Einarsson, Reynir Hugason og Arni Bergur Eiriksson. Neytendasamtökin hafa opna skrifstofu að Baldursgötu 12, frá kl. 10-13 alla virka daga nema laugardaga.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.