Tíminn - 04.07.1975, Blaðsíða 8

Tíminn - 04.07.1975, Blaðsíða 8
TÍMINN Föstudagur 4. júli 1975. Fyrsta geimstöð Bandarlkja- manna Skylab. Myndin er tekin Ur geimfari fyrir tveim árum, en hún sveimar nú stjórnlaust i geimnum. Hún fellur niður ein- hvers staðar 1981 og þungir hlutar úr henni munu sennilega komast heilir gegnum and- rúmsloftið. Stöðin er 77 lestir að þyngd og álika stór og Sivali turninn i Kaupmannahöfn. Skylab áætlunin var visindaleg- ur sigur og kostaði 2500 milljónir dala, en ekki hafa verið gerðar ráðstafanir til að stýra geimstöðvarferlikinu á öruggan hátt. A þessari stundu hringsóla yfir 3000 gervitungl og eldflaug- ar um jörðu. Sum gervitunglin munu halda áfram að hring- sniíast þar i milljónir ára, en önnur eyðast i andrUmsloftinu á fáeinum vikum. Stundum eru gervitungl búin svökölluðum hitaskildi, svo þau komist óskemmd aftur til jarðar. Hingað til hafa menn engar áhyggjur haft af þeim gervitunglum, sem áttu að brenna upp i andrúmsloftinu. Þau voru gerð Ur léttmálmum, sem höfðu tiltölulega lágt bræðslumark, og ætla mátti, að llkurnar á því, að þau kæmust i gegnum andrúmsloftið, þar sem hitinn hækkar um mörg þúsund stig, væru mjög litlar. Reynslan hefur lika sýnt, að þaðermjög sjaldgæft aðfundizt hafi leifar gervitungla á jörðu niðri. Flest gervitungl enda sem stjörnuhröp um 70 km frá jörðu. Og burtséð frá einu einstöku tilfelli, þegar kýr á KUbu fékk eldflaugarhluta i höfuðið 1959, hefur enginn skaðazt af þeirra völdum. Ekkert eftirlit En þessi áhyggjulausi timi er senn á enda. Mörg gervitungl og eldflaugar eru svo stór, að jafn vel þótt þau séu úr léttmálmum, má gera ráð fyrir, að jafnvel stykki sem eru margar lestir að þyngd, komist i gegnum andrilmsloftið. Þróunin á siðustu árum hefur sýnt, að Bandarikjamenn gæta ekki sömu varúðar og Rússar til að forðast að einstaklingar skaðist af þvi að fá gervitungl i höfuðið. Bæði Bandarikjamenn og Rússarhafa á siðustu árum sent stór mönnuð geimskip út i geiminn. Bandariska geimstöðin Skylab er 77 lestir að þyngd og siðasta þrep eld- flaugarinnar, sem knúði hana út i geiminn, vóg 38 lestir. Þetta rakettuþrepbrann— næstum — upp i andrúmsloftinu 12. janúar á þessu ári. 1 radar sást hvernig eldflaugarþrepið fór inn i and- rúmsloftið yfir Atlantshafi "og hvernig stúrt stykki sem komst óskemmt í gegn, féll i sjóinn 1600 km fyrir vestan Gibraltar. Onnur minni stykki féllu niður i Sahara, en hvorki varð tjón á mönnum eða fasteignum. Þetta er þó ekki sök Bandarikja- manna — þvi að þeir réðu ekk- ert við eldflaugarþrepið, sem i hálft annað ár hafði snúizt stjórnlaust i geimnum. Skylab sjálfur er á braut um jöröu enn i dag og ekki er gert ráð fyrir að geimstöðin eyðist fyrr en 1981. Menn hafa akki lengur stjórn á Skylab, svo það eina, sem þeir geta sagt er að hann muni eyðast einhvers staðar milli 50 gr. suðlægrar breiddar og 50 gr. norðlægrar breiddar. Svo ef við Norður- landabúar viljum vera örugg um lif okkarog limi — þá ættum við að halda okkur heima árið 1981 — við erum nefnilega of norðarlega til að Skylab geti lostið niður hér. Glæpur Þess ber að geta að jafnvel þótt vissir hlutar Skylabs lifi sennilega af geimferðina þá eru mjög litlar likur á að hlutar úr Hættan í geimnum Ekki er langt síðan, að hlutar úr stóru geimfari féllu niður í sjó 1600 km vestur af Gibraltar og yfir Sahara. Það var tilviljun að ekki hlaust tjón af. Þessi grein fjallar um nauðsyn þess að mannkynið tryggi sig gegn því að úreltir hlutir hringsóli í stór- um stíl í geimnum í framtíðinni. honum hitti menn eða valdi miklu tjóni. En samt sem áður er glæpur, að láta svo stóra geimstöð bara eiga sig og vona svo að ekkert komi fyrir. Ef Bandarikjamenn iðrast fyrir árið 1980, þá geta þeir sent upp geimferju til að hitta Skylab og stýra honum niður á autt svæði t.d. Kyrrahafið. Það gera þeir þó sennilega ekki, því að það myndi kosta 10 milljónir Bandarikjadala. Þá hef ði verið ódýrara að hafa hátt Rússanna á og bUa geimstöðina hemlunareldfiaugum. Salyut geimstöðin sem er um 20 lestir að þyngd er búin eldflaugar hreyfli. Hann gegnir þvi hlut- verki að hækka stöðina á braut við og við þannig að lif Salyuts verði hæfilega langt eða 6-9 mánuðir. En hreyfillinn stýrir lika geimstöðinni niður á autt svæði, þegar hún hefur leyst verkefni sín af hendi. Venjulega verður suðurhluti Kyrrahafsins fyrir valinu. Þannig var Salyut 3 stýrt niður i andrúmsloftið yfir Suður-Kyrrahafi 24. janúar, minna en tveim vikum eftir að bandariska Skylab eldflaugin féll niður i Atlantshaf og Sahara. Umferðarreglur i geimnum Enn eru aðeins fáar verulega stórar geimstöðvar og eldflaug- ar á braut um jörðu, svo vandinn að láta þær brenna upp i andrUmsloftinu yfir óbyggðum svæðum er enn ekki brýnn. En það getur hann auðveldlega orðið eftir tiu ár eða svo, en þá er gert ráð fyrir að 10.000 geimför verði á braut um jörðu að jafnaði. A þeim tima þarf að vera búið að koma á alþjóða- reglum um umferð umhverfis jörðu. Þvi að auk vanda- málanna vegna eyðingar stóru geimfaranna geta einnig orðið þrengsli i geimnum. Ef forðast á árekstra dugir ekki að allar þjóðir sendi tugi geimf ara upp á nær sömu brautir. Alveg eins, og við höfum nU reglur hvaða Utvarpsbylgjur beri að nota, þannig koma á næstu 10-20 ár- um reglur, um hvaða brautir geimför mega nota. Vandamálið verður sérlega alvarlegt hvað snertir vissa braut, nefnilega brautina 35.700 km yfir miðbaug jarðar. Á þeirri braut er geimfar dægur að fara umhverfís jörðu, en árangurinn verður sá, að það virðist alltaf vera kyrrt yfir sama staðnum á jörðinni. Þessi braut er geysilega vel fallin fyrir fjarskiptagervitungl, veðurfræðitungl og ýmiss konar geimför hernaðarlegs eðlis. Geimmengun Bandarikjamenn eru vel á veg komnir að fylla þessa braut. Tugir gervitungla fara um hana, en enn er svo rúmgott þar, að fjarlægðin milli þeirra skiptir þusundum kilómetra. Þessi fjarlægð er raunar nauðsynleg, ekki svo mjög til að forðast árekstra, eins og til að forðast að Utvarpssendingar hinna einstöku tungla trufli hverjar aðrar. Með tilliti til stöðva á jörðu er nauðsynlegt að fjarskiptatunglin noti öll sömu tiðni. Það liða ekki mörg ár þangað til þessi braut er fullskipuð. Það er óþægilegt vandamál, þvi að gervitungl á þessari braut ferðast um jörðu i milljónir ára. I 35.000 km hæð er i raun engin loftmótstaða. Dag nokkurn verður nauðsyn- legt að taka gömul gervitungi niður af þessari braut. Það er hægt þótt dýrt verði. Við verðum að vona að það verði gert, svo afkomendur okkar saki okkur ekki um að hafa mengað geiminn með gömlu rusli.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.